Fjallkonan


Fjallkonan - 27.01.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 27.01.1900, Blaðsíða 2
2 fja;llkon'an. halda hófunum sem allra þurrustum ít vetrinn þegar hesturinn er inni, því þá harðna hófarn- ir, og þola því betur á sumrin okkar misjöfnu vegi. Almenningur ætti því að gæti þess, að til þess að hestinum geti iiðið þolanlega, þegar hann er inni, útheimtist hlýtt, bjart, þuít og ioftgott' hesthús. En því er ver, að alt of fáir hugsa um að gæta þess; það er eins og al- menningur þykist gera vel við hestinn, ef hann að eins skýtur honum undir einhverja þaknefnu og kastar í hann fúlu moði eða rekjum. Eitt er það sem alt of mikið tíðkast hér á landi: að hestar eru látnir ganga of lengi úti, áður en þeir eru teknir í hús; það eru margir sem álíta, að ef ala eigi hestinn, þá sé nauð- synlegt að láta hann leggja af. Slíkt er fá- sinna, því bæði þarf þá að gefa hestinum mikið meira, og svo ætti hverjum manni að vera ljóst, að undir eins og hesturinn fer að leggja af, Iíður honum illa. Vér ættum því að kappkosta að láta þessum „þarfasta þjóni“ okkar. líða sem bezt, því vér vitum vel, að þess betur sem vér gerum við hestinn, þess meira megum vér reyna á hann, og þess útgengilegri er hann, ef vér þurfum að selja hann. Það er margt fleira, sem ég gæti sagt þessu viðvíkjandi, en í þetta sinn læt ég staðar nema í þeirri von, að einhver af þeira, sem þetta kunna að lesa, muni taka það til íhugunar. Hestavinur. Það er því langréttast, að hafna öllurn þjó')- kjörnum þingmönnum og Jcjósa alla nýja. Mundu slík tilþrif hafa ætkileg áhrif á þingT.enskuna framvegis og kenna þingmönnum, að þeir eru ekki sendir á þing til að munnhöggvast. En vilji þjóðin ala sundurlyndið á þinginu, þá er ekki annað betra ráð en að kjósa þá af blaðamönnunum á þing, sem eru mestir hávaða- mean. Réttast væri að beztu menn í hverju héraði tæki sig saman um að bjóða þingmenskuna þeim sem þeir álíta bezt hæfa. Eu þá er á margt að lítaj’ því hvert kjördæmi kýs ekki þingmann sinn einungis íyrir sig, heldur fyrir landið alt. Hann þarf að hafa talsverða þekk- ingu til að bera, en ekki ríður sízt á að hann sé vandaður maður og svo vandur að virðingu sinni, að hann láti ekki tælast af þeim illa anda, sem nú er ríkjandi í þinginu. Það er og góður þingmannskostur að kunna að lýsa skoðun sinni í stuttu máii og þegja, þegar ekki er þörf að tala, svo að síður þurfi að taka til þess úrræðis, sem eg tel ófært, að prenta ekki nema útdrátt af ræðum þingmanna. Tími alþingis er of dýr til þess að eyða hon- um í málæði. Hve mörgum þúsundum eða tug- um þús. kr. af landsfé muni vorir hávaðamestu þjóðmálaskúmar hafa eytt í ónytju-rœður á þingi ? ISLENZKUR SÖGUBÁLKUR sama efni áhrærandi. Hét eg þá guði, ef hann nú hjálp- aði mér skyldi eg vanda hans pjónustu ætíð þann dag þar eítir. Nú lagði hann mér so minni til og orð í munn, að eg komst merkilega vel af. Þessu mínu loforði við hans guðdómlegu hátign gleymdi eg æ því miður, hvar fyrir einn fagran hvítasunnuhátíðisdag á Sólheimum, þá þar var fjöldi fyrir utan sóknarfðlkið saman kominn, tók guð so frá mér alt minni í prédikunarstólnum, þá eg var búinn með exordium, að eg mundi ei nokkuð af því sem framflytja ætlaði og eg gagnkunni, og varð svo að fara jafn-nær ofan úr stólnum aftur. — So vandur ór guð við þjóna sína og loforð þeirra. Hver guðs mað- ur, sem þetta les eða heyrir, hyggi þar að og varist þetta mitt vonda dæmi. Þessi tilburður barst i sömu viku til biskups mínB, Hra. Pinns, og að eg hefði þanninn fráfall- ið af drykkjuskap, so eg tékk hjá honum sterka áminn- ing, en eg sagði það mætti minn og margra eið kosta, að hvorki eg eða nokkur annar þar hefði haft nokkuð brennivíns tár. Sagði eg honum þá í frómleika upp alla söguna, hverninn drottinn hefði bent mér, sem hann ei alleinasta vel trúði, heldur og sagði mér fleiri dæmi þar upp á, einninn af sjálfum sér tvisvar sinnum. Pyrgreind- an hátíðisdag á Dyrhólum varð eg so frá mér nnminn af því sem við bar, að eg mundi ei að tóna bænina eftir prœlatiuna-, hafði eg ei vitað það allstaðar venju. Nær eg fór út úr kirkjunni varð sra. Jón eftir, talar til djákn- anna, sem inni vóru, með stórum dæsum og brjóstslætti og segir: „Guð náði, hversu hér ætlar að ganga til. Illa fór, að eg varð hér í dag og þurfa að vitna um það sorglega tilfelli og yflrsjón er hér skeði“. Þeir spyrja hvað það sé. Hann segir: „Presturinn er fallinn; honum gleymdist að tóna bæn þá sem til er skíkkuð11 — og út- málar það so saknæmt sem hann kunni. Falla þar fá- einir á hans sveif, en aðrir halda ei so skaðlegt; segjast og ei hafa tekið eftir því. Berst þetta snögt til min, þar eg var í einni skemmu í vestasta bænum. Þangað kemur prestur og segir mér nú hversu menn hafi hneyksl- ast á mér og séu að taka ráð sín saman. Eg læt sem eg hirði lítt hér um og gef honum brennívín: — „Kalla þú alla saman og spyr þá um þetta efni“. Yerður það helzt annsvar flestra, að prestur hafi ollað þessari kvekku, en hann ber af sér. Verður það úr, að hver skammar annan út 'og lesa hver annars lýti og biðja hann aldrei framar þangað að koma til soddan óróa og slaðurs, og reið hann so í burt með stórri sneypu og vanvirðing og hætti við so búið. Þó var ei þar með búið. (Frh.). Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framh.) Alt í einu sáum við meiri skímu fram und- an okkur, og það var eins og fjöllin lykist upp, en yrði þó brattari á báðar hliðar. Samferða- menn mínir gerðust nú enn órólegri en áður. Yegurinn var nú betri, og var haldið enn harð- ara áfram en fyrr, svo ég varð að halda mér í vagninum. Eg er ekki huglaus, en mér virt- ist það vera óðs manus æði, að æða svona áfram í myrkri. Mér var nú sagt, að við værum að fara upp í Borgóskarðið, og eins og tii að gera þann atburð hátíðlegri, tóku félagar mínir sig til, og gáfu mér ýmsar skrítnar gjafir, svo sem krossmörk, rósatrjágrein, reynikvist og hvít blóm og annað smávegis. Ég gat ekki fengið af mér, að neita að taka við þeim, en reyndi að losast við þær flestallar smámsaman, því ég gat ekki séð, að ég gæti haft neitt gagn af þeim. En skilja þóttist ég, að þær ættu að vera til varnar gegn árásum og vélabrögð- um djöfulsins. — Vagninn rauk áfram með sama hraða og áður, og samferðamenn mínir vóru alt af sem á náium, og hvimuðu í allar áttir, og loks fór mér að verða órótt innan- brjósts. Ég spurði félaga mína, hvort nokkuð væri að óttast, en þeir svöruðu mér út í hött, eða einhverju sem ég skildi ekki. Nú var farið að halla niður af skarðinu, og tók öku- maður þá í taumana á hestinum og nam stað- ar. Það var orðið bjartara yfir, því tunglið var komið upp, þó það væri að fjallabaki. Ég fór nú að örvænta, að greifinn hefði sent vagninn eftir mér, og ökumaður fullyrti, að enginn vagn kæmi. Hann réð mér til að fara Flutningur lifandi fisks á markað. Færeyingar eru framtakssamari og komnir lengra á veg en íslendingar í fiskiútgerð, þó skömm sé frá að segja, þar sem þeir eru svo fáir, ein 15 þúsund manna. Þeir eru nú farnir að flytja fiskinn í skipum sínum lifandi á mark- aðinn, enda svarar það dável kostnaði, þó nokk- urn útbúnað þurfi til þess, því í næstliðnum mánuði var verð á lifandi þorski (yfir 18 þuml- unga) frá 10—12 pund sterling fyrir hverja tuttugu þorska. Vóru um jólaleytið fleiri en eitt færeyskt fiskiskip ferðbúin til Englands með lifandi fisk; eitt lá í Þórshöfn með 2300 þorska. Skyldi nokkuð vera á móti því að íslenzkir. fiskiútgerðamenn gerðu líkar tilraunir? liiuldir almennings. Undir þessari fyrirsögn flytur Fjallkonan greinir frá almenningi með nafni höfnnda eða nafnlausar, en enga ábyrgð ber ritstjórinn á þeim aðra en lög ákveða. Kosniiigarnar fara í hönd! Eftir flokkaskiftingunni á síðasta þingi má búast við, að kjörfundirnir til alþingiskosning- anna 1900 verði sóttir með enn meira fjöri en hingað til hefir átt sér stað. Þó mönnum sé ljóst, að fleira ber til þess en stjórnarskrármál- ið, að vanda þarf kosningar, þá er því sízt að neita, að það mál er nú miklu alvarlegra en það var 1885. Ég efast ekki um, að þingmenn hafi greítt atkvæði um stjórnarskrármálið eftir fullkominni sannfæringu, og það verður erfitt að sanna, að í öðrum flokknum sé heimskingjar en í hinum vitringar, því eflaust eru þeir menn upp og Biður í báðum flokkunum, sem telja má í betra lagi að sér, eftir því sem við höfum völ á, og menu sem vilja landinu vel, þó þeir beri ekki gæfu til samlyndis L þessu velferðar- máli. Sé „valtýskan" alvarleg bót á stjórnarástand- inu hjá oss, þá sætir furðu, að þeir sem hafa barist fyrir henni á síðustu þingum, skuli ekki hafa getað sannfært mótstöðuflokkinn um yfir- burði skoðana sinna. Alveg sama er að segja um andmælendur „valtýskunnar". Þeir hafa ekki getað sann- fært hina, hrakið skoðanir þeirra eða fært rök fyrir að nokkur hætta geti stafað af valtýsk- unni fyrir sjálfsforræði vort eftirleiðis. Þar éta því hvorir úr sínum poka. Æflsaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarriti. Landsbókas. 182, 4to.] (Pramh.). —«x>— 31. Hér vil eg eigi með þögn framhjá ganga, hversu guð kröftuglega stóð með mér í mínu kennimannlega embætti, þann 17 ára tíma, sem ég var þar í Mýrdaln- um, hversu sem Satan ísínum verkfærum vildi fyrirkoma mér; tel eg þó fátt eitt af mörgu. Og er þar fyrst til að taka, sem var áðurnefndur prestur Sra. Jón Guðmunds- son, sem sat um mig með sínum fylgjendum með öllum uppþenkjanlegum hætti. Hann var lærður maður og hatði mikið samantekið, sem þénti þann tíð til keuni- manns embættis. Bauð hann mér það, en eg þáði ekkert af þvi, so ei þyrfti að meta brigzlyrði á bak eftir, sem von var á, að eg hefði vegna fávizku orðið að fara í smiðju hans til liðveizlu, og framar en frá segi. Eitt sinn á langardaginn fyrir hvítasunnu gefur hann sig út austur að Hellum, mest til að fordjarfa fyrir mér mínar prédikunar stúdéringar. Kom þar þá annar maður, sem eg setti til að hindra með öllum hætti fyrir honum með- an eg upp næði inntaki úr prédikun þeirri er eg átti að framflytja sjálfan hátíðísdaginn, en eg átti prédikanir, sem áður hafði brúkað hina dagana. Stóðst á, að eg var búinn með prédikunina og maðurinn gat ei lengur taflð fyrir honum, og stakk eg henni í kjólvasa minn. Morg- uninn eftir, áður eg fór að heiman að Dyrhólum, hvar mér bar að vera, fletti eg upp biblíunni og sagði: „Hvað helzt mér nú vill til, skal eg með guðs hjálp brúka fyrir inntak.“ Yerða þá fyrir mér þessi Davíðs orð: „Girð sverð þitt við þína síðu“,Ps. 3. 45, v. 4. Hann svarar: „Yandur er þessi texti fyrir þig, og við einhverju örðugu máttu nú búast í dag“. Eg sagði það mundi og rætast, og fékk enn meiri eftirþanka af þessu en nokkur kunni merkja. Brúkaði þó orðin upp á mína skyldu og von, guð mundi hjálpa mér, sem og skeði. Nær eg kraup nið- ur fyrir altari um credo að biðjast fyrir, og ætlaði að taka upp minn minnismiða upp úr kjólvasanum, var hann þar ei fyrir, þar eg hafði haft kjólaskifti og munað þá ei til miðans. Bregður mér nú í brún, þar eg vissi af van- mætti mínum, að ei var so leikinn orðinn í því verki að eg gæti fríhendis prédikað; bið meðhjálpara minn, sem Pinnur hét, að sækja Vídalíns postilln og láta hana á bitann hjá prédikunarstól, því eg ásetti mér nú að lesa prédikunina úr henni, sem tilhlýddi þeim hátíðisdegi, hvað hann gerði. Varð eg þá var við að sra. Jón geng- ur út; kemur mér í hug, hann ætli að setja til stráka að skyggja svo á gluggann að eg geti ei lesið, hvað og so reyndist. Flýgur mér í sinni, hvað eg skuli nú af ráða. Er þá eins sem mér svarað sé, eg skuli taka fyrir mig að tala út af þessum orðum: „miun frið gef eg yður“, og brúka mér fyrir form jóladags prédikun, sem eg kunní

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.