Fjallkonan


Fjallkonan - 27.01.1900, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 27.01.1900, Blaðsíða 4
4 FJALLKONAN. Laugarness-laugarnar. Nokkur ár eru síðan komið var á sundkenslu í Laugunum og síðan þvottahúsi handa kven- fólkinu. Ea hvorugt þatta er svo út búið, að við það sé unandi. Hvað þvottahúsið snertir, vantar í það ýrnsan útbúnað; auk þess sem það er langt of lítið, og sérstaklega er nauð- syn að benda á, að svo þarf að vera um búið við hverinn, að þvottakonur ekki fari sér þar að voða, eins og mörg eru dæmi til, og fleiri en ein fyrir skömmu hefir beðið bana af. Þetta mundi ekki kosta mjög mikið. Það þ&rf að setja sementeraða stétt við hverinn með járn- grindum að framanverðu, til þess að varna því, að þvottakonur detti ofau í hverinn. En V8rið getur, að mönnum sýnist þetta óþarfi og að ekkert þyki á móti þvi, að sjóða nokkra kven- menn í hvernum enn þá. Sundlaugin er mesta ómynd. Þar þarf mik- illar aðgerðar, ef vel ætti að vera. Það er al- veg ófært að baða sig þar eða synda þar, af því þangað rennur allur óþverri úr Laugunum, þar sem þvotturinn er þveginn; getur það ver- ið hættulegt fyrir heiisu manna, að því er lækn- arnir sjálfir segja, og munu menn trúa þeim.. Auk þess er sundlaugin óþverraleg að öðru leyti; botninn með leðju og nauðsynlegan út- búnað vantar til þess að baða sig þar. "'TiI þess að ráða bót á þassu þarf að grafa skurð úr hvernum allra efst, eða ofan við þann stað, þar sem kvenfólkið þvær, og veita heita vatninu á hentugan stað, þar sem búin væri til sundlaug og baðstöð. Þar ætti að mega veita köldu vatni saman við eftir þörfum. Múnavatnssýslu, í des. „Búslcapur mun yfir- leitt vera fremur í hnignun en framför. Garð- rækt var fyrr meir talsverð, — það sýna upp- grónir og arfaþaktir kálgarðar, sem eru mjög viða — en nú nær engin, og arðlaus þar sem hún.er vegna vanhirðingar, og er þaðilla farið, því hún gæti óefað dropið landbóndanum drjúg- um, ef vel væri stunduð. — Engja og túna- rækt er að vísu nokkur, en það er sem einhver óblessun sé yfir verkum búfræðinganna. Eftir nokkur ár síga skurðirnir saman, slétturnar eru orðuar þýfðar og garðarnir hruadni fyrr en nokkurn varir. Búnaðarfélögin hanga flest á horriminni, og er haldið við til þess að ná í blessaðan landsjóðsstyrkinn, en annars minna hugsað um að þau nái tilgangi sínum. Þetta kann að hafa undantekningar, en marg&r eru þær ekki. Byggingar eru hér fáar og smáar. Kofunum er hrúgað upp með sama laginu ár eftir ár, og endast sjaldan lengur en 10—20 ár; þá eru þeir fallnir að veggjum og viðum, enda er engan brúklegan við að fá í kaupstöð- um, þótt hann sé nógu dýr, og útkjálkabændur, sem fá viðinn úr sjónum, halda honum í mjög háu verði. — Nú nýlega var svo mikill trjá- relti á Skaga, &ð menn muna vart annað eins; en ekki trúi ég, að neitt verði gefið af honum til guðs þakka. — Lítið er talað um pólitik. Allur fjöldinn mælir það sem aðrir mæla, en hefir enga sjálfstæða skoðun. Helzt er það fjármála-politik þingsins, sem verður fyrir um- tali, og sýnist þá oft sitt hverjum. — Sumir eru t. d. svo veraldlega sinnaðir, að halda, að vel hefði mátt lappa við biblínna fáein ár enn, án þess að Haraldur hebreski hefði verið fenginn til að endurbæta hana. Yfirleitt sýnist mér, að nú hvili deyfðar og dáðleysi3 mara yfir öllum þorra manna; helzt koma smáfjörkippir í menn, ef minst er á bað- anir, kláða og hoiskoðanir og — Ameríkuferðir. Baðanir mælast mjög illa fyrir, en flestir hlýðn- ast þó hávelbornum amtmanninum, sem nú mun kunnastur kláðahatari á þessu landi. — Bezt væri að fe!a hreppsnefndum að sjá um þessar skoðanir að öllu leyti; það yrði ódýrast. — En svo verð ég að minnast á Ameríku. Hún ein heldur fólkinu vakandi. Hér er fult af ilmandi Ameríkubréfum---------og margir nokkuð fara héðan úr sýslu fyrir fargjald, sem sent er frá Ameríku, en allflestir geta ekki farið í þetta sælunnar land, þar sem smjör drýpur af hverju strái“. tJin samlyndið milli Eyrarbakka og Stokkseyrar ritar Árnesingur Fjallkonunni: „Eftir nýárið fór ég að taka saman blöð þau sem mér vóru send árið sem leið. Rakst ég þá á nafnlausa bréfkafla, sem ritaðir eru af Eyr- arbakka og Stokkseyri á víxl; höfundar aldrei nafngreindir. Eftir því sem mér virðist, er mergurinn máísins i þessum greinum sá, að rœgja og bfrægja, annaðhvort einstaka menn, eða bregða íbúum þessara kaupstaða um drykkju- skap og annan ósóma á víxl, og er þar meira hallað á Stokkseyri, en hvorir um sig gorta af sinni eigin bindindissemi, sem kunnugir efa að mikil sé, að því ógleymdu, að heldur mikið er látið yfir kostum verzlunarinnar á báðum stöð- unuœ, sem er alkunnur breyskleiki búðarþjóna. Af því ég er nokkuð við aldur, og man sitt af hverju frá fyrri tímum, finst mér hugsun- arháttur manna vera orðinn mjög frábrugðinn því sem áður var. Á dögum Thorgrimsens sál. átti ekki slíkt sór stað, enda mundi honum hafa þótt það sæma illa unglingum þeim, sem aldir vóru upp við skóla þann sem hann stofnaði, að bera út óhróður um náunganD. Eg vona og óska, að Eyrbekkingar og Stokks- eyringar leggi þennan ósóma niður, og að blaða- menn flytji ekki slíkan þvætting. Þees skal getið, að Fjallkonan er ekki sek í því. Jafn- framt vil ég óska, að fréttaritarar úr sveitunum lærðu að skrifa blöðunum fréttabréf, sem hægt væri að lesa, og einkum að þeir vöruðust þá ó- þarfamælgi, sem þeim er svo tíð“. „Óskil á póstsendinguni.11 Út af grein í síðasta blaði um þetta efni, biður póstmeistarinn þess getið, að enginn poki hafi týnzt af vestanpóstinumísíðustu póstferð, held- ur hafi póstafgreiðslunni í Arnar- holti orðið það á, að láta einn af pokum þeim, sem átti að fara með Stykkishólms pósti, fylgja vestanpóst- inum lengur en skyldi. Að því er snertir sendingu pósts- ins með „Tejo“, segir póstmeiatari að ætíð verði að senda með skipun- um, þegar líkt stendur á, af því 1., að sendingarnar samkvæmt áætl- un komast þannig fyr áleiðis, áttu t. d. í þetta skifti að koma viku fyr til Akureyrar; 2. að það sparar póstsjóði á annað þúsnnd krónur; 3. sendendur heimta það, og 4. send- ingarnar fara þannig betur með sig. Hann vill gera lítið úr skemdum á póstsendingum nú orðið; segir að póstskrínurnar séu nú jafnan vand- lega skoðaðar af trésmið, járnsmið og söðlasmið áður en farið er að brúka þær. Tíðarfarið er ilt, oftast útsynn- ingar og stundum norðanátt; snjór kominn talsverður. Vegna stöðugra storma síðan um nýár gefur aldrei á sjó, þó afli kynni að vera fyrir. Roylij avíli Rannsóknum í máli Binars Finnsson- ar vegagerðarmanns mnn tæplega lokiðenn, en sagt er að þær hafl verið sendar amtinu til álita, eins og lög gera ráð fyrir. Út af fyrirspurnum, sem þessu blaði hafa borist um það, hvort Oddfellowar mundu hafa nokkur áhrif á þetta mál, af því Einar Finnsson er félagi þeirra, get eg ekki svar- að öðru en því, að mér er með öllu ókunn- ugt um þetta félag og reglur þess, en tel það blátt áfram óhugsandi, að það geti haft nokkur áhrif á mál það sem hér er um að ræða. Annars er of snemt að ræða um mál þetta meðan rannsóknum í þvi er ekki lokið, og það er alveg ókunnugt nema af skýtslu kærandans sjálfs. Líklega verður þess ekki langt að biða, að meiri upplýsingar komi i ljós. Svo lítur flt sem reikningar vegagerðar- manna muni viðar vera athugaverðir enhjá Einari Finnssyni, og má í því tilliti benda á ræðu Guðjóns alþingism. Guðlaugssonar í Alþ.tíð. 1899 B 232—33, þar sem hann gefur í skyn, að í borgunar-reikningum vega- gerðarmanna muni tilfærðar aðrar upphæðir en borgaðar eru. En þessu svaraði lands- höfðingi, engu. Póstkassar. Samkvæmt ráðstöfun síðaBta alþingis hófust um nýárið póstgöngur hér um bæinn einu sinni á dag, kl. 7‘/a að morgn- inum, og hafa verið settir npp fjórir póst- kassar til að láta bréf í, en pósturinn tekur bréfin úr þeim og kemur þeim til skila. Burðargjald undir einföld bréf er 4 aur., og komu þessi 4 aura frímerki (rauð) með póst- skipi (eftir nýárið). Síðan þessir kassar komu upp, hafa þeir verið notaðir talsvert enn þó helzt til sér- stakra erindagerða. Unga fólkið í bænum, bæði karlar og konur, hafa fengið talsvert af biðilsbréfum, og sum þeirra hafa verið skrifuð með rauðu, líklega blóði bréfritaranna, svo sem til að gera þau alvarlegri og hjart- næmari, en nafnlaus munu þau flest hafaverið. nr. 1, 1900, jan- úar, er út komið. Efni: — Til nor- rænu meyjanna kvæði, þýtt, Guðm. Guð- mundsBon. — Hnýsni. — Fáein orð um málefni kvenna. — Óheppinn faðir (saga, frh.). — Eldhúsbálkur. — Hannyrðir. nr. 12, 1899—nr. 1, 1900 er út komið. Efni : — Knútur sí- spilandi (saga, niðurlag). — Stjörnuauga (saga, framh.). — Yinna : bókahylla; Indí- ánahúfa. — Leikir: krókett á borði; máls- háttaleikir. Auglýsing. Innanbæjarburðargjald í Rðykjavík er: Fyrir almenn bréf: Þðgar þaa vega alt að 3 kv. 4 a. -----— frá 3—25 — 8 — -----—----------25—50 — 12 — Fyrir prentað mál í krossbandi: 3 aurar fyrir hver 20 kv. Fyrir böggla: 5 aurar fyrir hvert pund. Innanbæjar-bréfspjöld eru ekki til. Ábyrgðargjaldið er hið venjulega. Burðtrgjald á bréfum og kross- böndum tvöfaldast, ef ekki er borg- að undir fyrirfram. Að eins aln<enn bréf eru borin út um bæinn. ¥ Póstmeistarinn í Keykjavík, 24. jan. 1900. Sigurður Briem. Gömul blöö Þessi blöð kaupir útgeíandi „Fjall- konunnar“ háu verði: Maanedstidende öll. Minnisverð Tiðindi öli. Sagnablöð öll. Iugólfur. Útsynningur. Þjóðviljinn og Þjóðviljinn ungi, allar. Austri (ritstj. Skafti Josefsson) allur. Til auglýsenda. Þeir sem aug- lýsa í „Fjallk.“ verða að tiltaka það um leið og þeir auglýsa, hve oft auglýsingin á að standa í blaðinu. Geri þeir það ekki, verður hún látin standa á þeirra kostnað þar til þeir segja til. Útgefandi: Vald. Ásmundarsoon. Félagsprentsmiðjan. KVENNABLAÐIÐ. 1900. Kvennablaðið kostar innanlands 1 kr. 50 au. árgangurinn og ásamt Barnablaðinu 2 kr. — Kvennablað- inu fylgir stöku sinnum Móðblað, með sýnishornum af kvenfatnaði og barnafötum, og auk þess verða í blaðinu sjálfu, ef rúm leyfir, myndir af barnafatnaði og smáhannyrðum. Myndir af merkiskonum verða líka í blaðinu einstaka sinnum. Þeir sem útvega 6 eða fleiri nýja kaupendur að Kvennablaðinu eða Barnablaðinu geta fengið ókeypis fylgiblöð þau sem fylgja Kvennablað- inu og auk þess olíuprentaða mynd og Móðbók með myndum af kven- fatnaði og barnafatnaði o. fl., sem kostar kr. 0.60—1.50, þegar and- virdi blaðanna er greitt. Hóðar útsðlukonur, sem hafa selt mikið af blaðinu og staðið í skilum, fá líka þessa Móðbók ókeypis. Þeir sem skulda fyrir Kvenna- blaðið og B&rnablaðið frá fyrri ár- um eru vinsamlega ámiatir um, að gjalddagi er löngu liðinn. 'S-ST' Munið eftir fyrirframborguninni. Snið af allskonar kvenfatnaöi i öarnaMnafli eptlr allra nýjustu tízku, fást hjá mér. Út um land geta menn pantað sniðin eftir móðblaði því, sem fylgir Kvennabiaðinu. Þau eru seld með frumverði, og ekki hækk- uð um einn eyri, enda er verðið prentað á hver snið. Þeir sem vilja kaupa þau, verða að senda borgun- ina með pöntuninni, ásamt burðar- gjaldi (3 au. undir sniðin). Bríet Bjarnhéðinsdóttir.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.