Fjallkonan


Fjallkonan - 09.02.1900, Síða 1

Fjallkonan - 09.02.1900, Síða 1
Kemur út einu sinni í viku. Yerð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða 1V2 doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendiB fyrir- fram). UppBögn (Bkrifleg)bund- in við áramöt, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hannþá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVII. árg. Landsbankinn er opinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni atundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er nú flutt i Landebankahúsið og verð- ur ekki opið fyrst um sinn. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum fyrsta og priðja priðjudag hvers mánaðar, kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Nítjánda öldin. Endurlit, lauslega þýtt. Aldrei hefir merkilegri hundrað ára öld á enda runnið en sú sem nú er að hverfa. Fræg- ur sænskur fornfræðingur hefir einu sinni kveð- ið svo að orði, að frá 1789 til 1889 hafi ytri lífskjör mannkynsins tekið meiri breytingum en á öllu tímaskeiðinu frá fæðing Krists til 1789. Þessi ummæli mætti vel hafa að einkunnar- orðum yfir sögulegri fráskýring seinastliðinna hundrað ára. Svo miklar hafa breytingarnar orðið á'ytri lífskjörum þjóðanna, sem aftur hafa haft áhrif á inara líf þeirra, að nú er saga þeirra öll önnur en fyrir hundrað árum. Hér skal nú að eins drepið á ytri breytingarnar í sem styztu máli. Napóleons tíminn. Fyrir hundrað árum er svo ástatt í Evrópn, að menn eru farnir að endurvitkast eftir ósköp frönsku stjórnarbyltingarinnar, og eru gagntekn- ir orðnir af glæsiverkum Bonaparte hins unga. Hann stóð fyrir hugskotssjónum þjóðanna eins og frelsishetja, sú sem sköpuð væri til að setja með máttarhendi mót sitt á nýju ðldina. Sú von, sem stjórnbyltingarmennirnir höfðu haft um það, að koma hugsjónalegri skipun á mann- félagið, var kæfð í blóði, Frakkar hálfgeigaðir eftir hryðjur Guillotine-blóðaxarinnar og sáu nú þann kost beztan, að einhver sjálfkjörinn viðreisnarmaður þjóðfélagsins kæmi til, legði aflmikla hönd á hjálmunvöl ríkisgnoðarinnar og stýrði henni gegnum stórsjó aldarinnar. Napóleon hafði lag á því, að snúa innanríkis ástandi Frakklands til regiu og spektar, og hin óvið- jafnanlegu stórvirki hans veittu því þann mik- illeik og frægðarljóma, að það hefir aldrei átt slíkan, enda tæpast neitt í sögunni allri, sem þar komist til jafns við. En engum hefir enn þá haldist uppi, að seilast eftir heimsveldinu, og í baráttunni við heim þann, er Napóleon vildi bæla undir sig, hlaut hann, þótt voldugur væri, að verða undir um það er lauk. Helga sambandið. Nú er kappinn fluttur á eyðieyna einslegu í úthafinu, og situr þar í öngum sínum, en stjórn- endur Evrópu sitja á Vínarfundinum og skifta hinum geysimikla arfi hans. Eitt þótti þeim leiðinlegast, og það var, að þeir gátu ekki rifið út úr veraldarsögunni þau blöðia, sem eru um stjórnbyltinguna og hetjuverk Napóleons. En þeir gerðu samt það sem í þeirra valdi stóð til að eyða endurminningunni um það, og var um eitt skeið svo að sjá, sem það mundi takast- Helga sambandið, sem Alexander 1. Rússakeis- ari stofnaði af göfuglegum hvötum, varð í hönd- um Metternichs Austurríkia ráðherraaðhöfðingja- Reykjavlk, 9. febrúar 1900. félags bandamensku til að vernda sameiginlega eigin-hagsmuni þeirra með því að halda þjóð- unum í áþján. En frækorn þau, er stjórnbyltingin hafði sáð, þróuðust í leyni. Það kom fyrir hingað og þangað að einhver kúguð þjóð reis upp til varn- ar frelsi sínu. í Evrópu vóru reyndar herir helga sambandsins til taks að bæla niður hverja frelsishreyfingu. En yfir heimshafið náði vald þess ekki, og því var það, að Bolivar og aðrir hans nótar fengu fyrir tiistyrk Englands stofn- að fríríkja hvirfinginn í Suður-Ameriku, er menn gerðu sér svo mikar vonir um, sem reynd- ar hafa til skammar orðið. Þegar Grikkland, Helias hið forna, hóf uppreistnina mót Tyrkjnm, þá varð meðhugur Evrópu svo ríkur, að höfðing- jarnir urðu loksins að sveigja til, og varð þá höggvið eittskarðið enn í hið hrörnanda Tyrkja- veldi. Júlíbyltingin. Þannig höfðu frelsishugmyndirnar þá á end- anum ekki orðið alveg útibyrgðar, þrátt fyrir árvekni furstanna og stjórnmálamannanna. í júlíbyltingunni 1830 brutust þær fram með miklu afli og molbrutu hásæti Bourboninga, sem endurreist hafði verið með herkjum. En með því að borgaralegur konungdómur var á stofn settur á Frakklandi og eftir því dæmi var smámsaman farið að líkja í Evrópu, þá höfðu hinar upphaflega frakknesku stjórnbylt- ingar hugmyndir þar með í raun réttri sigrað- Einveldi eða konungsveldi, sem studdist við stórmennastétt, hlaut að þoka úr vegi fyrir þing- bundnu einveldi, sem styðst við borgaralega meðalstétt. Hefði nú alt gengið eins og menn- irnir frá 1789 ætluðust til, þá hefðu hinir miklu 8tjórnmálahnútar verið leystir og mannkynið haldið áfram leiðar sinnar til betri tíma á hægri og rólegri framfararás. * * * En ekki var því að heilsa. Mannkynið varð ekki sælla fyrir það, þó stjórnskrárnar nýju væru í beztu reglu settar á pappírinn. Með- fram kemur þetta af því, að það eru ekki lög og stjórnarskrár, sem gera þjóðirnar sælar. En það vóru komnar nýjar greinir inn í félagslífið, sem gömlu stjórnmálamennirnir gátu ekki með sínum bezta vilja tekið í reikning sinn. Uppfundningarnar miklu vóru teknar til sinna starfa að ummynda heiminn og gufuaflið vann hvern sigurinn á fætur öðrum í þjónustu iðnað- arins og samgangnanna, og hefir það gert miklu meira til að umskapa líf þjóðanna heldur en stórvirki Napóleons. Jafnframt skapaðist stór- iðnaðurinu, og fór hríðvaxandi með sínum feikna- Iegu auðæfa-dyngjum og hungruðum verkmanna- grúa annars vegar. Að sínu leyti eins og hug- sæingar fyrstu stjórnbyltingarinnar furðuðu sig áþví, þegar reynslan vildi ekki staðfesta fræði- setningar þeirra, eins mátti Guizot spyrja með undrun, hvernig á því gæti staðið, að múgur- inn væri ekki ánægður, þar sem þó hver mað- ur með iðni og sparsemi gæti aflað sér pólitískra réttinda. Febrúarbyltingin. Ný stjórnbylting 24. febrúar 1848 var það Bvar, sem heimssagan veitti þessari undrandi spurningu. En þó að svar þetta endurómaði úr hverju horni Evrópu, þá var það jafn-óljóst og reikandi fyrir því. Þjóðahreyfingarnar 1848 vóru sprotnar af óljósri en sterkri tilfinningu Xr. 5. hjá þjóðunum; þær fundu að eitthvað var að, en vissu ekki í hverju meinið væri fólgið, og enn síður hvernig bót yrði á því ráðin. Úr því svo var, þá hlutu þessar hreyfingar að verða undir. En þær höfðu þó borið þann á- vöxt, sem mest var í varið: þær höfðu vakið hinar beztu tilfianingar til lífs í brjóstum þjóð- anna. Þ*ð mun seint verða að frægðarljóminn fyrnist um þeirra manna nöfn í sögunni, sem hlutu eldskírn sína á árinu 1848. Svo virtist um stundar sakir, sem stjórnlaga- rof Napóleons hins nýja hefði sett innsiglið á sigur afturhaldsins. En svo var ekki í raun og veru, því enn lifði í kolunum engu siður en eftir 1815. Nú, í fyllingu tímans, nær ein af hinum miklu frelsandi hugsunum fullþroska. Það er þjóðernisstefnan, eðasú kenning, að þjóðirn- ar hafi rétt til að sprengja ríkistakmörk þau sem af mönnum eru sett, og skipast í samfélög eftir tungunnar og frændseminnar lögmáli. Það var þessi hugsun, sem gróf um sig í djúpi þjóðarhugans á Þýzkalandi og Ítalíu, það var hún sem beið svo miklar hrakfarir á Póllandi og Ungverjalandi. En viturleika stjórnsnillings- ins Cavours og hreysti frelsishetjunnar Garibaldi átti að auðnast að gefa Ítalíu einingu þá og frelsi, er hún eftir fráfall þeirra hefir borið svo litla gæfu til að nota. Bismarcks-tíminn. Þetta fagra dæmi varð ekki án eftirbreytni, en hún varð reyndar á alt annan hátt en nokk- urn hafði órað fyrir. Með Bismarck tyrmdi ískyggilegri blóðöld og járnöld yfir Evrópu og gerði snöggan enda á glaðlegum draumum þjóð- anna um frelsi og framfarir. Heljarmenni þetta lagði fjendur sína að velli hvern á fætur öðrum, og múraði jafnframt grundvöll hins nýja þýzka keisararíkis. Að visu var eining Þýzka- lands ekki afrekuð á þann hátt, sem vakað hafði í vonardraumum fylgismanna henn- ar, en alt um það er hún ódauðlegt þrekvirki, sem allir vona að standi á traustum, óbilugum grundvelli um ókomna tima. * * * En hið volduga herríki, sem stjórnsnilli Bismarcks hafði skapað, fékk, þegar til niðurskipunarinnar kom, nýja fjendur, sem ekki var auðið að sigrast á með blóði og járni. Því fór svo fjærri, að katólska kirkjan hefði veikst við það, að páfinn var sviftur veraldar-valdi sínu, að nú reis hún upp hálfu styrkvari en áð- ur, og fyrir henni varð járnkanslarinn loksins að bera halt höfuð, þótt hann væri digurmælt- ur um það í fyrstu, að aldrei skyldi hann ganga til Kanossu. Og enn hættulegri var annar óvin- ur. Hinn feiknalegi stóriðnaður sýndi þegar snemma skuggahliðina, sem fólgin var í mann- félagslegri eymd og sívaxandijpreiga múg. Á aðra hönd við dyngjur auðæfanna og óhóflegt skrautlifi stóðu verkmennirnir sveltandi og var því ekki að undra, þó kenningar sósíalista fyndi hér frjóan jarðveg. Og kenningar þeirra, sem í fyrstu vóru fjarstæðulegar og hugarburðalegar, urðu nú smámsaman vísindalegri. Bismarck reyndi að hylla sósíalista til sinnar þjónustu, svo hann fengi notað þá móti frelsisflokknum, sem hann hataði mest, en það mistókst alger- lega, og varð flokkur þeirra honum hinn and- víga8ti og ægilegasti, og svo skildi hann við, að hann hafði engan bilbug á þeim unnið.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.