Fjallkonan


Fjallkonan - 09.02.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 09.02.1900, Blaðsíða 3
FJALLKONÁN. 3 Uppfundningar. Verður ellin sigruð? Seinustu afrek Pasteurs skólans. Forstöðumaður hinnar heiœfrægu vísinda- stofnunar, sem kend er við Pasteur, prófessor Metchnikoff, hefir samið ritgerð eina í vísinda- legu tímaiiti, sem nefnist Année bioloqique, sem vekja mun mikla eftirtekt um allan heim. Pró- fessorinn ætlar sér ekki minna en það, að koma í veg fyrir, að mennirnir geti dáið af ellilas- leika. Allir verða einhverntíma að deyja, segir hann, en menn eiga ekki að deyja fyrr en lífskraft- urinn er þrotinn. Álíka og maðurinn verður saddur af matnum og saddur af ást, á hann líka að verða saddur lífdaga og leggjast til hvíldar með fúsum vilja af því hann hefir lifað nógu lengi. Þetta er náttúrlegur dauði. En venjuiegur ellidauði, sem fáir reyndar deyja, er ekki náttúrlegur, sem meðal annars má ráða af því, að fleEtir menn hafa mestu óbeit á að deyja. Hvernig er þá ellilasleiknum háttað og hvern- ig má sporna við honum? Hvert líffæri er sett saman af starfsvef, sem vinnur verk líffærisins, og af landvef. Ellilas- leikinn kemur af því, að þær sellur (frumhólf), sem eru í starfsvefnum, hrörna, eyðast og verða að engu, en bandvefurinn helzt, og loks deyr liffærið. Þetta er að kenna hinum hvítu blóð- ögnum, sem eyða sellunum í vefnum. Maðurinn er, segir prófessor Metchnikoff, riki af sellum. Hvítu blóðagnirnar eru herinn í þessu ríki; þær geta farið í bardaga við óvini að utan, en þær geta lika beitt sér gegn hinum innri líffærum; það verður einskonar inuanríkisstyrjöld, sem endar með því að maðurinn deyr. Ef bakteríur að utan ásækja líkamann, streyma hinar hvítu bióðagnir að og berjast móti þeim, og batni veikin, þá hafa hvítu blóðagnirnar sigrað og étið óvinina. Þannig er það skoðun prófessorsins, að öll hrörnun líkamans stafi af því að líflærin fari úr jafnvægi, en það kemur aftur af því að hinar hvítu blóðagnir éta hinar starfandi sellur. Yæri nú unt að verjast mót þessum innan- ríkis óvinum, hvítu blóðögnunum, eins og menn geta varist gegn utanríkis óvinunum, bakterí- unum, þá væri þar með hægt að stöðva hnign- un líkamans, halda liffærunumi jafnvægi, fresta ellinni og lengja lífið. Þá er að finna „sermn“ (blóðvatn), sem ann- aðhvort drepur hiaar hvítu blóðagnir, eða ger- ir starfsellurnar svo viðnámsstyrkvar, að hvítu blóðagnirnar geti ekkert á unuið. Prófessorinn hefir gert margar tilraunir í þessa átt. Honum tókst að búa til blóðvatn, sem drap hinar hvítu blóðagnir, en það drap líka þær hvítu blóðagnir, sem verja líkamann gegn óvinum að utan (bakteríum). Nú eru vísindamennirnir við Pasteurs stofn- unina að reyna að finna lyf (blóðvatn), sera verndar líffærin fyrir allri hrörnun, gefur þeim nægan styrk til að veita viðnám í þessu stríði, og þar með kemur í veg fyrir það, að ellin fær- ist yfir manninn. Þeir eru að reyna að finna efni, sem styrki þannig heilavefinn, nýrnavefinn, lifrarvefinn o. s. frv. „Ef hægt væri að koma á þessu jafnvægi miili sellnanna", segirprófessorinn, „þá mun mega hindra eða minka áhrif eliinnar. Menn mundu þá verða miklu eldri, og hin eðlilega þörf að deyja, sem nú á sér nær því aldrei stað, mundi þá skapast eins og vera á“. Politiken, sem segir frá þessu með nokkuð fleiri orðum en hér er sagt, lét spyrja prófes- sor Salomonsen, sem er mestur bakteríufræð- ingur í Daamörku, um álit hans á málinu. Hann hafði þá ekki kynt sér síðustu rann- sóknir þeirra Metchnikoffs. En hann kvaðst þekkji hann persónu’íga. Hann væri mikill vísindamaður og hefði gert margar merkarupp- fundningar. En hann væri mjög einstrengings- legur. Hann væri allur í þessum hvítu blóð- ögnum. — Sjálfur kvaðst Salomonsen halda, að hvítu blóðagnirnar ætu ekki sellurnar fyrri en þær væru dauðar, og hefði hann því ekki trú á þessari kenningn. En þessar rannsóknir væru samt mikilsverðar, og svo mundi vera ætlast til, að árangurinn af þeim kæmi fram á hin- um mikla læknafundi, sam halda ætti í París í sumar meðan á sýningunni stæði, og ætti það víst að verða stór sigur fyrir vísindin og Frakka. Lækning drykkjuskapar. Það hafa oft farið sögur af því á síðari ár- um að fundiu væri lyf gegn drykkjufýsninni, og stórar stofaanir hafa verið sett&r á tót víða um lönd til þe33 að framkvæma þá lækning, en hún hefir ekki reynst fólgin í öðru en því að venja menn af að drekka, hafi hún ekki verið eintómur hégómi. Nú hafa þrír læknar í París skýrt frá þvi við læknaskólann þar, að þeir hafi fundið eins konar bólusetning gegn drykkjuskap. Þessir menn eru Broca, handlæknir við sjúklingahús í París (mjög frægur vísindamaður), Sapélier, læknir við sjúklingahús í Nanterre og Thébault Iyfsali í París. Frægir vísindamenn höfðu áður fundið, að sum „ómíkróbisk" eitur (þ. e. eitur, sem ekki stafa af bakteríum eða öðrum smáum lífögnum) geta af sér eitur, sem nefnt er „stimuliu11. Þetta „stimulin“ er gagaeitur móti því eitri, sem það hefir myndast af. Þannig er það Iyf til komið, sem þessir menn hafa fundið gegn drykkjuskaparfýsninni. Hafa verið gerðar tilraunir með það við sjúklinga, sem hafa þjáðst af drykkjusýki og með bezta árangri. Drykkjumennirnir fá viðbjóð á víninu, en innspýtingin gerir þeim engan skaða. Þetta er lítt reynt enn, en góðar vonir um að hér sé fundið ráð sem dugir gegn drykkju- skapnum. Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framh.) „Já, góði herra Harker, ég er alveg frá mér út af því, að ég hefi ekki getað verið hjáyður — þér mættuð hugsa sitt af hverju um gost- ristnina í þessu gamla húsi — ég gat ekki komið fyrr — og nú finn ég yður hér í myrk- rinu — ég bið yður innilega fyrirgefningar — þjónar mínir eru óvanir gestum — þér verðið að afsaka, hvernig alt er hér í KarpatafjöIIun- um“. Hann kveikti á vaxljósunum og lét hler- ana íýiir gluggana. „Ég vona, að þér séuð nú afþreyttur eftir ferðina. Það gleður mig að þér eruð kominn hingað; hér er svo margt, sem yður má vera hugleikið. Þessar bækur“, sagði hann og benti á ensku bækurnar í skápn- um, „hafa verið vinir mínir í mörg ár, eða síðan ég fór að hugsa um það að fara einhvern tíma til Lundúna, ef ég gæti. Það er þeim að þakka, að ég þekki England, yðar fagra og volduga land. — Mig langar til Lundúna með öllum þeirra manngrúa og iðandi lífi, eudalausu störfum — með öllu sem skapar þennan stórbæ. Ég hefi nógu lengi lií’að einmani — mig lang- ar að kynnast mönnum“. Það var nærri þvi orð fyrir orð hið sama sem ókunna fallega stúlkan hafði sagt — en mér fanst einhver grimd í röddinni, og mér þótti sem ég sæi sem snöggvast villidýr, sem sæti um að stökkva á bráð sína, og það fór hryllingur um mig allan. Greifinn virtist taka eftir því, að ég var eitthvað utan við mig, því hann horfði á mig með sínum undarlegu aust- urlenzku augum undan síðum augabrúnum. Síð- an sagði hann og breytti um róm: „Og hvernig hefir yður liðið meðan ég var í burtu“. Ég kvaðst hafa sofið nær því allan daginn. Hann kinkaði kolli og þótti það rétt af mér að sofa út. „En hvað hafið þér hafst að síðan?“ Ég sagði sem satt var, að ég hefði raðað skjölum mínum og fundið að dyrnar vóru læst- ar, en hefði af hendingu komist inn í þetta herbergi, og vonaði að hann reiddist mér ekki fyrir það. „Nei, hingað eru þér æfinlega velkominn og ég vona, að þér dveljið hér mest meðaa þér eruð í mínum húsum. Hér er ég líka vanur að vera. Ég bið yður að afsaka að ég hafði lokað gangdyrunum — það geri ég æfinlega af gömlurn vaaa. Auðvitað er yður velkomið að skoða höll vora, eins og yður lystir. Flest herbergin eru auð nú, því miður, og hafa verið svo í mörg ár, og ryk fellur á margar fornar minjar. Sum herbergin eru læst — af ástæð- um, sem engan varðar um. Jafngamalt hús sem þetta hefir að geyma margt, sem ókendum mönnum er ekki ætlað að sjá, og ég vona að þér misvirðið það ekki. Sjöborgaland er ekki England, og hér ber margt við, sem enskir menn skilja ekki-------“. Ég hneigði mig svo sem til samþykkis, eu veitti því oftirtekt, að hann var stöðugt að virða mig fyrir sér. „Ég bý hér nú“, sagði hann, „sem gamall ein- setumaður í feðraborg minni — lifi bæði í forn- um endurminningum og í athugun þess sem gerist úti í heiminum, sem ómurinn berst af hing- að í þennau afkyma veraldarinnar. Yður sýn- ist það ef til vill ótrúlegt, að þótt hár mitt sé hvítt er hjartað ungt, og það langar til að taka þátt í lífinu úti í heiminum — þar sem þjóð- unum eru sköpuð forlög og heimsstriðin eru háð; ég hefi einu sinni tekið þátt í því og haldið mörgum þráðum í minni hendi“ — h&nn varð kuldalegur í rómnum — „að drotna, ungi vinur minn, að drotna, það er það eina, sem nokkurs er vert í lífinu, hvort sem menn drotna yfir vilja mannanna eða hjörtum þeirra“. Hann þagði stundarkorn og tók svo aftur til orða: „Þér hafið þá verið hér hitt af kveldinu? Það styttir stundir, að lesa bækurnar mínar — en þér hafið orðið að bíða mín í rökkrinu. Ég vona að þér hafið sofið?“ Það var eins og liann væri að gr&fast eftir, hvort ég liefði einskis orðið var, og af því ég þóttist vita, að það kæmi sér bezt að ég dyldi einskis, sagði ég eius og var: „Ég var að dást að sólsetrinu á fjöllunum yðar. Ég hefi aldrei séð fegra. Og loftið — skógarilmurinn var eins og áfengt vín. Ég gat ekki farið frá glugganum--------“. „Glugganum“ sagði hann, „höfðuð þér glugg- ann opinn. Já útsýnið er fallegt, önnur eins fjöll eru ekki til í öllum þeiminum, en, fyrir alla muni, létuð þér gluggann aftur fyrir sól- setrið?“ „Nokkrum mínútum siðar, — fimm, eða ef til vill tíu mínútum síðar, ég man það ekki svo gerla“, sagði ég, og var hissa yfir því, hvað hann var ákafur. „Hver fjaudinn?“ sagði hann með grimmri röddu og reis að hálfu leyti upp í stólnum. Mér datt alt í einu í hug, að hann ætlaði að rjúka í mig og bíta mig á barkann, og ég stökk á fætur og ætlaði að verja mig. Hann sefaðist undir eins og sagði í venjulegum róm: „Fyrir- gefið mér, kæri Harker, — ég er svo bráður — en takið þér nú eftir, vinur, það er regla hér í höllinni, sem aldrei er út af brugðið, eink- um þegar gestir eru hér, að enginn gluggi má vera opinn eftir sólsetur. Það eru illar gufur, lofteitur, eða hvað menn kalla það, sem valda því að kveldloftið hér er óheiluæmt fyrir að- komumenn. Þetta verðið þér að muna fram- vegis. Þér megið heldur ekki reika hér um herbergin eða gangana, þegar farið er að dimma, og munið mig ura það að sofa ekki í þessum her- bergjum, sem ekki er búið í. Við getum báðir haft ilt af því. Annars vona ég að ekkert ilt hafi viljað til. Þér létuð gluggann aftur?“ (Framh.)

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.