Fjallkonan


Fjallkonan - 15.02.1900, Síða 1

Fjallkonan - 15.02.1900, Síða 1
Kemur út einu sinni i viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l’/a doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendia fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafl hannþá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 1S. XVII. árg. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er nú flutt í Landsbankahúsið og verð- ur ekki opið fyrst um sinn. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum fyrsta og priðja þriðjudag hvers mánaðar, kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. TJm stofnun mjólknrbúa. i. Hugmyndin um stofnun mjólkurbúa hér á landi virðist eiga ali-erfitt uppdráttar, enda þótt þeir séu nokkrir, sem henni eru hlyntir, að minsta kosti í orði kveðnu. Fáir eru þeir samt, er andmælt hafa hugmyndinni, eu hitt raun sönnu næst, að töiuvert margir telja hana nauraast framkvæmanlega, og hafa enda þá trú, að mjólkurbú geti aldrei nokkru sinni þrifist hér. í þessu kemur fram, sem svo mörgu öðrn, e? til framfara mætti horfa, vouleysi og alvöru- leysi, og megn vaatrú á alla nýbreytni, er gæti, ef vel og hyggilega væri farið, miðað ti! bóta. Yerður eigi aunað séð, en að almenningur og öll þjóðin í heild sinni hafi þegar ákveðið, að láta nú staðar nema, leggja árar í bát, og lofa öllu að fara sem verkast vill. En ekkert er þó jafn-hættulegt, sem alvöruieysið, hvort heldur það er atvinnumál eða annað, sem um er að ræða. Vanalega er því sarafara ailskonar hjá- trú og ótrú á öilum breytingam og umbóta tilraunum, hvort heldur er í stóru eða smáu. Af því leiðir aftur algert aðgerðaleysi, enda heyrist nú um fátt annað talað, en óáran eða Ameríkuferðir. En þrátt fyrir þ8tta eru þó til menn innan um fjöldann, sem iíta framtíðina í bjartara ljósi, en almenningur gerir og eru þess fulltrúa, að landbúnaðurinum sé viðreisn- arvon. Og það er sannailega mikilsvirði, að hitta og eiga tal við þá menn. Það varpar á burtu öllu vonleysi og vekur nýtt líf í huga manna. Að því er mjólkurbúin snertir, þá eru all- margir þeirrar skoðunar, að þau eigi ekki við hér, geti ekki þrifist undir núverandi kringum- stæðum. Aftur á móti eru ýmsir, er telja að skilvindur geti hjálpað oss, og að þær eigi að ná sem mestri útbreiðslu. í sambandi við þetta vil ég geta þess, að grein sú, er ég reit í „ísafoW f. á. (tölubl. 32—33) „ Um skilvinduru, hefir verið dálítið misskilin af sumum. Segja þeir, að ég hafi hallmælt skilvindunum um skör fram, og gert þeim yfir höfuð of lágt undir höfði. Þennan svo-kaiiaða misskilning vildi ég nú leyfa mér að leiðrétta, og um leið nota tækifærið til þess að fara nokkrum orðum um ýms atriði við- vikjandi mjóikurbúum. Þetta geri ég ekki sízt vegna þess, að nokkurir menn hafa bæði bréf- lega og munulega óskað eftir ýmsum upplýs- ingum um þetta mál, og vei ég þann veginn að svara þeim á þennan hátt. Einnig gæti hugsast, að málefni þetta — stofnun mjólkur- búa — skýrðist um leið fyrir almenningi, betur en enn er orðið. Ég þykist reyndar vita, að það muni hafa fremur litla þýðingu að skrifa Reykjavík, 18. febrúar 1900. um mál eins og þetta; almenningur gefur því lítinn gaum, en þeir „lærðu“ telja sér það óvið- komandi. H. Hvað skilvindurnar snertir, þá get ég þess í áður nefndri grein, að þær væru ekki einhlit- ar til þess að bæta smjörverkunina hér á landi alment, og eigi þess megnugar, að geta breytt búnaðinum neitt verulega eða hafið hann upp. Þetta var meiningin hjá mér, og tek ég það eigi aftur. Kostir skilvindunnar eru einkum þeir, að hún skilur mjólkina hreinna, en hún skilst með gömlu aðferðinni, að láta hana setjast í trogum og byttum, að húu hreinsar úr mjólkinni ýmsan óþverra og að hún er þægilegt og heut- ugt áhald. Þetta eru helztu kostirnir hennar, og neita ég ekki, að þeir eru mikils virði. En smjörið getur, þrátt fyrir þetta, orðið hálfgert óæti. ef þess er ekki gætt, að verka það og fara með sem vera bsr. En til þess þarf eér- staka kunnáttu, samfara þrifnaði og bærilegum húsakynnum. Ejóminn getur auðveldlega, þótt mjólkin sé skilin í skiivindu, skemst eftir að skilið var, súrnað um of, eða þá of lítið. Likt er að segja um smjörið, það geturj verið illa hnoðað, oflítið eða ofmikið saltað, o. s. frv. Hér er skilvindunni auðvitað ekki um að keuna; en það sýnir þá, að „betur má ef duga skal“. — Það eru, og hafa verið til um langan tima heimili, er búa ti! gott smjör, jafnvel eins gott og bezta smjör frá mjóSkurbúum, og það er enda sennilegt, að þeJm heimiium fjölgi enn ekki fækki. Þeir, sem eru aiþektir að því að fram- Ieiða gott smjör, gætu einnig selt það fyrir hæsta verð, sem hægt er að fá. En þetta eru að eins einstakir menn eða einstök heimili, en allur fjöldinn fer á mis við þessi gæði, bæði vegna vankunnáttu. óþrifnaðar og fátæktar. Skilvindan eða notkun hennar er því, út af fyrir sig, ekki einhlít til þess að bæta smjörverkun- ina í heild sinni, þegar betur er að gætt og á alt er litið. Það sem aðallega hefir áhrif hér og sérstaklega kemur til. greina, að þvi er notkun skilvindunnar snertir, er einkum tvent, smjörverkunin og sala á smjöri til útlanda. Á þessi atriði vil ég minnast nokkuð uánara með fáum orðum í næsta kafia. HI. Smjörverkunin. Hvað það atriði snertir, þá hefir þess verið getið, að notkun skilviudunnar getur ekki breytt eða bætt hana að verulegum mun, sízt alment. Meðan hvert einstakt heim- ili verkar sitt smjör, getur ekki hjá því farið, að verkunin í heild sinni verði afarmisjöfn. Þetta er svo ofur-eðlilegt, að hvert barnið get- ur skilið það, euda bendir annara þjóða reynsla á hið sama. Það sem einkum og séríiagi veldur því, að smjörverkunín á þennan hátt hlýtur ætíð að verða misjöfn og yfir höfuð lak- leg, er fyrst og fremst vankunnátta í meðferð mjólkur, o. s. frv. Einnig má teija skort á þrifnaði, léleg og óhentug húsakynni, og margt fleira. Öðru máli væri að gegna, ef smjörið væri verkað í einu lagi frá mörgum heimilum, annaðhvort á mjóikurbúi eða rjómabúi. Það er auðsætt, að hægra er að hafa alt í góðu Iagi á mjólkurbúi, sem margir eiga i félagi, en á hverju einstöku heimili. Meðal annars má benda á það, að auðveldara er að útvega hæfan kven- mana eða kvenmenn til þess að gegna búsverk- um á mjóikurbúum, af þeirri einföldu ástæðu, Xr. 6. að mjólkurbúin verða ávalt miklu færri en heimilin, sem framleiða mjólk og smjör, með því fyrirkomulagi sem nú er. Sömuleiðis mun nú raega gera ráð fyrir þvi, að húsakynnin yrðu betri á mjólkurbúunum en búrin eru al- ment á bæjum, og að þrifnaður mundi verða þar í góðu lagi. Á mjóikurbúunum ættu helzt ekki aðrir að starfa að mjólkurbúverkunum en þeir, er notið hafa tilsagnar í meðferð mjólkur, smjörgerð og osta- gerð. Nú sem stendur er reyndar ekki völ á mörgum, sam hafa kynt sér þessi störf; eu það er vonandi að þeim fjölgi. Og þeim fjölgar að sjálfsögðu þegar kensla í þeirri grein er komin á laggirnar, og að líkindum líður ekki langur tími þar til hún kemst á fót. Það er því ólik- legt, að skortur á hæfum stúlkum til að annast búverkin á mjólkurbúunum standi í vegi fyrir stofnun þeirra, er fram í sækir. En hitt hygg ég eigi langt í land, að hægt sé að fá æfðar smjörgerðar ogostagerðar konur á hvert heimili, enda myndi slíkt alt of kostnaðarsamt og ekki ná neinni átt. Það er þvi augljóst, að smjör- verkunin hlýtur alt af að verða meira og minna ófullkomin og misjöfn, og miða afar seint á- fram, með því fyrirkomulagi sem nú er. Aðal- skilyrðið fyrír því, að smjörverkunin batni, og komist í annað og betra horf, er það, að bænd- ur sameini sig og komi á fót mjólkurbúum eða rjómabúum. En þetta eiga margir svo afar- bágt með að skilja og telja mjólkurbúa hug- myndina heimsku eina. Sumir eru einnig þeirr- ar skoðunar, að smjörverkunin sé í sjálfu sér auðlærð, og að til þess að búa til gott smjör þurfi enga sérstaka kunnáttu. En ég held, að þetta hljóti að vera sprottið af vanhugsun og æði-miklum ókunnugleika á þessum hlutum. Regluleg smjörverkun er vandasöm og lærist ekki til hlitar á skömmum tíma. Auk þess þarf reglusemi, nákvæmni og sérstaklega góðan þrifnað, bæði í smáu og stóru, ef hún á að vðra í lagi. Sala á smjörinu. Um það atriði skal ég vera stuttorður hér. En það tei ég víst, að sala á smjöri til útlanda getur ekki blessast eða þrif- ist til lengdar, nema með því eina móti, að komið só á fót mjólkurbúum. Ég hefi enga trú á, að hvert einatakt heiraili fari að senda út smjör til sölu; það hlyti að mishepnast að meira eða minna leyti. Á þann hátt yrði smjör- ið mjög sundurleitt og misjafnt að gæðum og í tómum smámolum, er einnig spilti sölunni. Skil- yrðin fyrir því, að hægt sé að selja smjör út, t. d. til EngJands, er fyrst og fremst, að það sé vel verkað, og þar næst ab það sé samkynja að gæðum og ytri einkennum. Smjörverkunin og salan á smjörinu stendur í svo nánu sam- bandi hvað við annað, að hvorttveggja verður að fara saman, ef vel á að fara. Aðalatriðið er því það, að sameina sem mest í eitt tilbún- ing þess og framboð. Það er reyndar eina með söluna á smjörinu og verkunina, að ein- stakir menn geta, ef til vill, selt það út sér til hagsmuna; en aiment getur sala á smjöri ekki þrifist á þennan hátt. Kaupendur smjörsinB ytra leggja mikla áherzlu á það, samfara gæð- um þess, að það sé boðið fram í stórum kaup- um og með sama einkenni. Fyrir þá sök selst smjör írá mjólkurbúum betur en frá einstökum mönnum, sem boðið er fram í smáskömtum. Þegar smjörið er boðið og selt í smákaupum, einn og einn dunkur sór, og sitt frá hverjum,

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.