Fjallkonan


Fjallkonan - 15.02.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 15.02.1900, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 land; hán er um föðuriandið. Hvað er föður- land? Það er stóra heimilið okkar“. Svona byrjar bókin um Finnland, og svona heldur hún áfram. Þar er sagt frá öllum merkustu viðburðum, lýst öllum merkustu einkennum landsins, þrautum og baráttu þjóðarinnar þjóð- sögum hennar, fylkjaskipun, stjórnháttum, trú- brögðum, skáldskap. Ávextirnir af þessu eru iíka hin einstaka föðurlandsást og þolgæði Finna, enda má óhætt segja, að kvæði Rune- bergs og bækur Topeliusar. séu þeirra] dýrasti fjársjóður, þeirra alþýðiegustu prédikanir. Hinar sönnu og dýpstu rætur að föðurlands- ást og sjálfstæði þjóðanna eru þær, að börnun- um sé kent frá því þau fara fyrst að bera skyn á, hvað feður þeirra hafa lagt í sölurnar, og hvað sé skylda hvers góðs borgara og son- ar við ættjörðu sína. Þetta hafa Svisslending- ar og Svartfellingar kent börnum sínum. Þetta var líka grundvallar lærdómur forn- Grikkja og Rómverja. Þetta er líka það sem gerir ensku þjóðina svo vakandi bæði fyrir réttind- um sínum og heiðri. B. B. Raddir almennings. Bréfkafli frá nierkisbónda. Úr Þverárþingi hinu forna er fátt að segja. Hér er vanalega friður og spekt; allir láta sér nægja með það sem tíminn og ástæðurnar og þeir sjálfir vinna að hag þeirra; þó eru hér nokkrir yngri menn, sem ekki eru að öllu á- nægðir, og kenna um rangri stjórn —innlendri — og vilja þeir fara til Ameríku, og ekki láta kvelja úr sér lífið hér, segja þeir; þó við lítil- þægu mennirnir séum á öðru máli um Ameríku flutninga, fáum við þau svör, að búast megi við, að við viljum að þeir séu kyrrir til að létta á okkur byrðinni af okkar kæru embætt- ismönnum, ogkann það nú að styðjast við satt að sumu leyti. Okkur er það ekki láandi, því þó við höfum bezta vilja, þá er hann ekki einhlitur; kraft- arnir eru sannast að segja alstaðar litlir og víða engir, þar sem fjöldinn hér fer einungis með annara fé — útiendra kaupmanna — því kaupstaðaskuldir eru hér voðalegar. Menn fá ekki út að haustinu nema í mesta lagi það er þeim treinist í lengsta lagi til nýárs, en úr því fá menn vanalega eitthvað, ef til vill næst því sem kaupmenn vonast eftir að þeir geti borgað á kauptíð næsta sumar, og svo eru þeir þá sumir látnir pantsetja, ef einhver skepn- an er til. Verzlanir í Borgarnesi eru þær einu sem náð verður til á vetrum, en þær eru dýr- seldar, svo að miklu munar. Er því ekki að furða, þó skuldir ekki minki. Ég skal því ekki lá mönnum, þó þeir flýi undan ýmsu, sem ekki skal nefnt hér. En illar eru þær spár, er segja, að alþing með embættismönnum verði það sem Krukkspá eignar langviðrum. Nú eru menn famir að lesa Alþingistíðiudin, og þykir sumum þar margt benda á, að þing- menn viti krafta gjaldþegnanna í mikilli fram- för, og því óhætt að skerða viðlagasjóðinn o. s. frv. Hve ómissandi prestar eru á þingi sýnir at- vinna Haraldar hebreska, sem nú er kallaður, og mun sú peninga upphæð, sem honum var ákveðin, ekki neinn óþarfi, og að líkindum ber hún mikla framför í skauti sínu fyrir hina ís- lenzku þjóð, enda sýndi hann hæfileika sina hina miklu í ritdeilu við Guðmund Hannesson hinn ótrúgjarna, sem „vildi taka á“, sem Tóm- as forðum. Heyrst hefir það, að réttast mundi nú að hvíla hina gömlu presta á þingi og taka aðra í þeirra stað við næstu kosningar, enda eru þeir búnir að starfa lengi sumir, svo sem þiug- maðurinn frá Vigur o. fl. Stigið hefir nú síðasta þing í áttina til fastra iauna fyrir presta vora, og væri betur að það hefði ekki stigið annað fet um leið, nfl fet í áttina að fjarlægja presta frá söfnuðunum og gera þá um leið að minni notum fyrir þjóðina — eða, éru ekki sýslumenn gagusminni þjóð- inni síðan þeir komu á föst laun? — Að sönnu eru ætíð undantekningar; eitt er víst, að nú þegar heyristmikii óánægja út af gerðum þingsins um gjöld til presta. En á ekki, eða væri ekki réttara, að sníða laun embættismanna eftir efn- um og ástæðum þjóðarinnar? Er rétt að em- bættismenn geti brúkað allan munað og þurfi í engu að spara efni sín, af því þeir hafa svo há laun, en þjóðin líður neyð og getur engu í lag komið sakir efnaleysis. Nú sem stendur veit ég fjölda manna, sem eiga mjög bágt með að gjalda þinggjöld sín, en reyna að fá lán til að borga þau, af því þeir óttast lögtak. Ég er ekki i efa um það, að álögur hér á landi eru miklu þyngri en í löndum, sem mestur her- kostnaður hvílir á, t. d. England og Þýzkaland, og heyrast þó þaðan kvartanir stórar. Einmitt vegna útgjaldanna flýr fólkið héðan og í þessu er alþingi sekt. Ef þessu fram, aukast vesturfarir og fólki fækkar. En nú þegar er svo komið, að búnaðurinn er í voða staddur sakir fólkseklu; jarðirnar ekki hálfnot- aðar, því bændur verða að baslast fram einir með konum sínum, og sjá&nlega fer fjöldi jarða alveg að fara í eyði. Ég skil ekki annað en að hver maður sem augun hefir opin hljóti að sjá þetta. Mörgum sýnist sem þingið að undanförnu hafi mest og bezt hugsað um, að fjölga em- bættum og hækka laun embættismanna og ýmsra starfsmanna hins opinbera, þrátt fyrir það, að kjósendur hafa allvíða látið vilja sinn í Ijós um að sporna við slíku. Fyrst eru teknir sýslumenn — þeir af þeim sem náiægt kaupstöðum eru hafa þó afarhá Iaun eða tekjur vegna tollanna — þá eru teknir læknar, og er líklegt að þeir séu nú ánægðir. Er þá að furða, þó prestarnir komi á eftir og heimti jafnrétti við að aðra embættismenn? En hvar skal staðar nema? 1. 5. Alþingisrímur. Þriðja ríma. Hrindi’ eg Austra fari’ á flot og fer að kveða; Valtýs aftur leita Ijóðin, Iandsins hlýði gervöll þjóðin. Sár og þreyttur hélt hann heim í hvílu sína, ljúfur blundur leið á brána, Iukti hetju-augað frána. Sumarnóttin verndarvængi voldug lagði yfir hann og böli bægði; blíður draumur harma iægði. Nellemann hann þóttist þá í þingsal líta lagðan gulli og ljósum borðum, líkt og úti’ í Hanmörk forðum. Reis úr sæti ráðgjafinn og réði mæla: „Þú átt, Valtýr, þetta sæti; þoka, vinur, hingað fæti. Baráttu þú barðist góðri’, úr býtum líka, eins og núna sjálfur sérðu, sigurlaunin fögur berðu. Alt af mín þú fast í fótspor fetað hefir; maklegastur muntu vera mína tiguarskikkju’ að bera“. Að svo mæltu af sér reif hann allan skrúðann. Valtýs brjóst hann hendi hrærði, hann í tignarklæðin færði. Krossum mörgum björtum, bæði’ í bak og fyrir, Valtýr sá sig sjálfan skrýddan; sætið tók hann, glaður hlýdd’ ’ann. Valtýr áður yfírfrakka átti brúnan, af átján meyjum unninn var ’ann, öðrum langt af flíkum bar ’ann. Þegar á eimreið Valtýr var í Vesturheimi Indíánar á hann skutu; á þeim frakka vopn sín brutu. Og er grautnum upp á drekann Einar spúði, eins og fyrr er int í Ijóði, alt brást nema frakkinn góði. Mælti Valtýr: „Vel mér þætti’, ef vita’ eg kynni, hver uú mundi virða vera verður þennan frakka’ að bera. Verðari’ hans um veröld alla víða finn eg engan kærum alda-vini, Einari mínum Hjörleifssyni". Þóttist Valtýr húrra-hróp þá heyra’ í salnum, hátt í rjáfri hvelfdu dundi, hrökk hann upp aí værum blundi. Þá var eins og andi kaldur um hann liði; þungur súgur þaut við glugga, þrusk hann heyrði’ í næturskugga. Stóð á ofni hundsmynd hátt í herberginu, hafði gull á hvítu trýni; hundurinn var úr postulíni. Þá var hálfbjart. Eitthvað út við ofninn bærðist. Valtý þangað varð að líta. Vofu sá hann mjallahvíta. Valtý brá, hann þóttist þekkja þennan svipinn; Bensa’ ’inn gamla glögl hann kendi, gegnum brjóst hans óttinn rendi. Taugar, sinar, -brjóskið, beinin, blóðið, æðar hrollur greip og hjartað barðist; hetjan naumast æði varðist. Vofan hóf upp hendurnar og hátíðlega; hvíldi ró á brúnabaugum; bjarma sló frá hvössum augum. „Valtýr“, kvað hún, „kominn er eg kalda vega til þín nú, mig nauðsyn knúði, napra dánarsali’ eg flúði. Fyrst vér sjáum sannleikann, er sárt vér þráum, þegar losoa likamsböndin, lyftir sér til himins öndin. Ljóst er mér nú loksins hvað þú liðið hefir fyrir íslands frelsi’ og heiður; fjarri’ er nú að sé ég reiður. • Valtýskan minn versti fjandi var á jörðu; eg hefi’ fengið æðri þekking; engin nú mig ginnir blekking. Upp nú lyfti’ eg höndum hátt og hana blessa hún skal ráða lýð og landi, ljúf og góð sem verndarandi. Fullkomnað er alt — og öllum ófrið Iokið. Vertu sæll — og svo án tafar sáttur fer eg út til grafar“. Hvarf þá vofan; hissa Valtýr horfði’ í bláinn, bæði af ótta og undrun bundinn; ekkert sá hann nema hundinn. Mundar fanna Grundin granna góða’ og rjóða I un í leyni Ijóðin viður. — Léttur dettur óður niður. Veðrlð er meinlítið, en stormasamt. Hey- birgðir taldar nægar allstaðar þar sem til spyrst. Afiabrögð. Bezti afli á Eyrarbakka og Stokkseyri þegar veður leyfir. Kaupfélög. „Kaupfélag ísfirðinga" er sagt að muni hætta vegna skulda og ólags („dó ur svikum“), og haldið að fleiri kaupfélög séu að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.