Fjallkonan


Fjallkonan - 21.02.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 21.02.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinui í viku. Veið árg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða V/t doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). JL/ BÆNDABLAÐ Uppsögn (skrifieg)bund- in við áramót, ógild noma komin sé til nt- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda haíi hann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þ>ing- holtsstrœti 18. VERZLUNARBLAÐ XVII. árg. Reykjavík, 21. febrúar 1900. Nr. 7. Landsbankinn er opinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- etjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundn lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er nú flutt í Landsbankahúsið og verð- nr ekki opið fyrst nm sinn. Náttúrugripasafnið er i Doktorshúsinu, opið á eunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lcekning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar, kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Ættjörðin og skólarnir. n. Hvað gera nú skólar vorir og kennilýður til að innræta hinni npprennandi kynslóð þessa brennandi ættjarðarást, þenna einbeitta vilja til að verja lífi og kröftum sínum í þjónustu ættjarðarinnar og þessa lifandi trú á dáðríka framtíð og framfarir nm ókomnar aldir? Hvað gera þeir til þess að efla félagsanda og sam- vinnulöngnn hennar? Því miðar er ekki hægt að segja, að skól- arnir geri mikið í þessa átt. Bækurnar, sem kendar eru í skólunum, eru gersneyddar því, að bera nokkurn allra minsta þjóðræknisblæ. Þar sem Norðmenn koma ættjarðarástinni allstaðar að í alþýðuskólum sínum, þá höfum vér hvergi rúm fyrir hana. í sögukenslu vorri er alt of þröngt fyrir slikar hugmyndir. Sögu- kenslan hjá oss hefir verið og er lítið annað en tímatal, þur ártöl, en andinn sem á að leiða nemendurna í allan sannleika um rás og or- sakir viðburðanna — hann gerir ekki vart við sig. Sama er að segja um aðrar kenslugreinir eða kenslubækur. Bírnalærdóinurinn sjálfur, sem á að taka fram allar andlegar og jarðneskar skyldur mannsins, minnist hvergi einu orði á skyldur hans við ættjörð sina og þjóð, nema hvað rétt er drepið á það lítillega í einni grein í kveri lektors Helga Hálfdanarsonar, en þar á móti er þar í tveimur greinum miklu frekar tekið fram, að mönnum beri að heiðra og elska prestana (kennimennina) og aðra embættismenn og yfirmenn sína. Söngvarnir, sem börnin læra að syngja í barnaskólunum eru tiltölulega fáir ættjarðar- kvæði. Og eigum vér þó fyllilega eins mikið af þeim og aðrar þjóðir. Slík kvæði eru hvergi jafn-sjálfsögð og í kenslubókum, bæði til að læra þau sjálf og til að syngja þau, enda ná þau fyrst tilgangi sínum, að rekja og hrífa huga og vilja þjóðarinnar, þegar þau eru sungin. Það vita allir, sem þekkja og viðurkenna áhrif skáldskapar og söngs. En íslenzku kvæðin okkar eru ekki í sérlega miklum metum hjá þeim sem ráða í skólunum. í barnaskólanum hér í Reykjavík eru börnin látin læra dönsk kvæði í dön8ku-tímunum, en aldrei er þeim gert að skyldu, að læra neitt af íslenzkum kvæðum og mundi það þó ekki síður eiga við. Sama á sér að nokkru leyti stað í lærða skólanum. Þegar lærisveinarnir syngja opin- berlega, eru það oftast útlendir söngvar. Því er barið við, að oft sé ekki ísleazk kvæði til við þau lóg sem mest séu sungin, en það sýnir, hve mikil rækt ei lögð við það, að fá íslenzka texta við lögin, því ekki mundu skáld vor mjög ófúa til að stuðla að því, að kvæði þeirra bær- ust á vængjum söngsins fyrir hvers manns eyru, og að söngurinn yrði þannig eign almenn- ings, því það verður hann fyrst, þegar texti og iag íer saman. Sjálfsagt hefir ættjarðarástin aldrei fest djúp- ar rætur í brjóstum þessarar þjóðar. Henni bregður samt fyrir í fornöld hjá einstöknm mönnum, á fyrstu öldunum eftir landnámstíðina, eða meðan íslenzka lýðn'kið stóð í bióma. En einmitt af því að sönn ættjarðarást, eða tilfinn- ing fyrir sameiginlegri heill þjóðarinnar, var svo fágæt, þó eitthvað þess konar vekti fyrir ein- stöku mönnnm, svo sem Þorgeiri Ljósvetn- ingagoða og Einari Þveræing, — þá hlaut ís- lenzka þjóðríkið að líða undir lok. Fyrsta aldan, sem reið yfir landið og máði smámsaman þjóðlega lífið og upprætti úr þjóð- inni tilfinningar fyrir fósturjörðunni, vóru áhrif kirkjunnar eftir það að erkistóll var settur í Noregi. Þá fór útlenda valdið að læðast' hér inn. Misklíðir og deilur höfðingjanna við bisk upana drógu til þesa, að erkibiskupar fóru að hlutast til um íslenzk mál, og lá þá næst að skjóta líka veraldlegum málum undir konung Alt þetta ólag í landinu stafaði af því, að hugir manna vóru sundraðir og að enginn gat unt öðrum þeirrar sæmdar, að ráða fyrir, enginn vildi leggja neitt í sölurnar sjálfur — og ætt- jarðarástin var varla til. Önnur alda, sem reið yfir landið, og slökti þann síðasta neiata af ættjarðarást, semþáTar lifandi í landinu, var siðabótin, sem svo er kölluð, enda hefir Jón Arason með réttu verið kallaður „liian síðasti íslendingur". Svo koma endurvakningarmennirnir á 18. öldinni og þessari öld. En — nú veltur þriðja aldan yfir Iandið. Það er mentunarflóðið, sem flóir landshornanna á milli og þvær burt a!t sem þjóðlegt er. Hver maður gleypir í sig fróðleiksfroðuna, sem ofan á flýtur, en — í henni er ekki einn einasti dropi af ættjarðarást. Það virðingarleysi og kæruleysi fyrir ætljörð- inni og þjóðiani, sem nú er orðið svo alment, er bæði beinlinis og óbeinlínis skólunum og skólamentuninni að kenna. Það er hart að þurfa að segj'j það og að það skuli vera satt. Skólarnir, sem ættu að vera forverðir þjóðrækn- innar, framfaranna og atorkunnar kæfa einmitt alt þetta niður. Kennararnir hafa alt annað í höfðinu en það, að fræða nemendurna um, að þeim beri fyrst af öllu að elska ættjörð sína og þjóð, að fyrir hana eigi þeir að vinna, og að sá sem sléttar túnið sitt eða ræsir fram eng- jarnar sínar sé jafnþarfur landinu sem sá, sem situr í dómarasætinu, á þinginn eða stendur fyrir altarinu. Til þessa gefa fæstir kennarar sér tíma. Því ekki er nóg með það, að fróð leikskákið úti lykur oftast allar slíkar viðræð- ur og skýringar, heldur er það all-títt, að kenn- ararnir hæðast að því, ef nemendurnír hafa þá mannrænu, að láta sér detta í hug einhver landsmál. Þeim eiga svo sem ekki að koma þau við. En hverjum ætli fremur komi við á- bugamál þjóðarinnar, en einmitt ungu kynslóð- inni, sem á að halda þeim áfram og byggja á þeim grundvelli, sem hinir eldri hafa lagt? Auðvitað væri það ekki holt, að nemend- urnir færi að skifta sér af „pólitik", af þvi þeir eru óþroskaðir og hafa annað að gera. En þeir verða þegar í æsku að læra að þekkja á- hugamál landsins, ef þeir eiga að verða dug- andi menn. Eu það eru ekki kennararnir einir, som hæð- ast að þvi, ef þeir verða varir við eitthvert lífa- mark af þjóðlogum áhuga. Nú á síðustu ára- tugum er það orðin tízka, að hæðast að öllu slíku, hvort sem það hefir komið fram hjá ein- stöku mönnum, eða í einstöku bygðarlögum, og þetta háð hefir oftast átt rót sína að rekja til skólagengnu mannanna. Hvað ætli líka að sauð- svartur almúginn hafi vit á þjóðmálum? Það er sama eins og þegar vinnumannagarmar fara að yrkja, — eins og Pegasus sé handa slíkum piltum! Þetta háð og iyrirlitning hefir kyrkt alla þjóðrækni og ættjarðarást. Fæstir hafa þann kjark, að þeim só sama, þó hlegið sé að þeim, enda dofnar áhuginn, þegar hann mætir engu nema spotti, fyrirlitningu og vantrauati. Þá leggja menn oftast árar í bát, og halla Fér út af á rænuleysis svæfilinn með hinu fólk- inu. Og svo þegar þeir hafa sofið góðan tíma og rumskast aí hávaðanum úr einhverjum, sem hefir orðið það á «ð fara að þeirra fyrra dæmi, þá núa þeir stýrurnar úr augunum, hlusta fyrir- litlega á allan græningjaskapinn, og skamm- ast sín fyrir, að hafa nokkurntima gert slíkt sjálfír. Þá fer nú sköriu heldur að færast upp í bekkinn er iiienn fara að skammast sín fyrir ættjarðarást og þjóðrækni. Þegar svo er komið, er bezt að slerwa þjóðarnafninu, og þeim réttindum sem því fylgja — þá er bezt að skríða sem lægst og skafa nafn sitt út úr manna- tölunni. Við erum ekki enn þá komnir svo langt, að kunna að skammaat okkar fyrir að vera í ann- ara fótum. Við skömmumst okkar fyrir okkar eigin flíkur. Við viljum lána alt hjá öðrura. Við viljum helzt sitja í „brókartreyjunni" um aldur og æfi. B. B. IJm stofaun mjólkurbiía. IV. Það hefir þegar verið tekið fram, að það, sem eftir minni meinigu getur hjálpað og stutt að betri verkun á smjörinu og greitt fyrir sölu þess erleadis, er stofnun mjólkurbúa. En nu eru ýmsir, sem halda því fram, oins og áður er getið, að mjólkurbú séu óhugsandi hér á landi, vegna hinna sérstöku kringumstæða vorra. Það sem menn einkum óttast að valdi vanþrif- um þeirra, og geri þau jafnvel ómöguleg er þetta: 1. Strjilbygðin og vegaleysið. 2. Flutningurinn á mjólkinni. 3. Markaðsleysi fyrir smjörið. 4. Að þau ekki svari kostnaði. Vil ég nú leyfa mér að fara nokkrum orðum um þessi atriði, hvert fyrir eig. Strjálbygðin og vegaleysið leggja óneitanlega miklar og tilfinnanlegar hindranir í veginn fyr- ir stofnun rnjólkurbúa og viðgang þeirra, eink- um ef hugsað væri nm stór mjólkurbú. En því hefi ég aldrei gert ráð fyrir, að búin væru stór, og sízt að svo vöxnu máli. Það verður í þessu sem öðru að sníða sér stakk eftir vexti. Sum-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.