Fjallkonan


Fjallkonan - 21.02.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 21.02.1900, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. ir hafa reyndar aagt við mig, að ef ekki væri hægt að reisa stór bú, með 2—400 kúm, þá mundi bezt að eiga ekkert við það mál framar. Ea ekki get ég faliist á þá kenningu. Mín skoðun er sú, að betra sé lítið en ekki neitt í þes8U efni, að lítil mjólkurbú geri undir eins meira gagn ea engin væru. Ég tel betra að t. d. 3—5 bændur eða heimili slái sér saman og búi til og verki smjörið sitt í félagi, en að hver þeirra sé út af fyrir sig eins og nú, og selji það síðan í einu lagi. Og því fleiri sem tekið geta þátt í þessum féiagsskap, þess betra. Þegar fyrsta rjömabúíð var sett á fót á Jót- landi, voru að eins 9 bændur í félaginu; en nú eru'þeir um 70, sem eiga hlut í því. Þó bæirnir séu strjáiir og búin smá, þá ætti það ekki að fæla menn frá að byrja, enda þött í smáum stíl sé. En það ríður á að byrjunin sé gerð á þann hátt, að hlutaðeigendur ekki bíði skaða við fyrirtækið, enda þarf það alls ekki að koma fyrir, ef rétt og hyggilega er að öilu farið. Þótt byrjað sé á því, að mynda smá- mjólkurbú, þá er ekki neitt því til fyrirstöðu að menn færi sig upp á skaftið, er þeim vex fiskur um hrygg, og stækki þá búin. Félags- skapur í þessa átt myndi, ef haganlega væri að farið, veita bændum mikinn hagnað í sam- anburði við það sem nú er. Allvíða mundi mega koma upp mjólkurbúum með 6—10 hlut- höfum eða búandi mönnum, og væri um rjóma- bú að ræða, gætu sameignarmennirnir orðið miklu fleiri. — Seinna skal minst á rjómabúin sérstaklega. — En þessu næst vil ég víkja að öðru atriðinu — flutningnum á mjólkinni — og fara um það nokkrnm orðum. Y. Þegar um flutninginn á mjólkinni er að ræða til mjólkurbúanna, þá eru margir sem álíta, að hann hljóti að verða mjög tilfinnaniegur. Hér er um tvent að veija að því er flutninginn snertir: akstur, reiðslu á hestum eða að bera mjólkina í höndunum. Hvað það snertir, að aka mjólkinni, þá er það víða ókleift eins og nú er. En sumstaðar mætti þó gera þolanleg- ar akbrautir bæja á milii án tilfinnanlegs kostn- aðar. Og það er enginn efi á því, að svo fram- arlega sem mjólkurbú komast á gang, mundi gerð meiri og verulegri gangskör að því, að gera akvegi um sveitirnar en nú er. Að því sieptu að aka mjólkinni, mætti flytja hana á hesti eða hestum. M4 einnig geta þess, &ð siíkt viðgengst sumstaðar 8rlendis, t. d. i stöku 8veitum norðan og vestan fjalls í Noregi. Það getur reyndar aldrei farið vel að flytja mjólkina þannig í okkar aigeugu fötum. Tii þess þarf að nota fiérstakar fötur (Transpoit- spander), sem búnar eru til úr stálplötum, með höldu og ioki yfir opinu. Þessar fötur eru gagn-ólíkar þeim, er menn kaupa í verzl- unum og nota íii vatnssóknar, enda eru þær óhafandi til þess að flytja í mjólk. Fötur þær er menn alment nota erlendis í þessum tiigangi eru með ýmsu lagi, sumar sívalar um belginn, en aðrar fersírendar. Þær eru mismunandi stórar og fer verðið á þeim eftir því. Verð á þessum fötum, samkvæmt verðlistum frá Heim- dalsmaskinforretning í Kristianíu, er sem hér segir. Fötur sem taka: 2 potta kosta 3,00 20 potta kosta 7,00 5 — 4,00 25 — — 7,80 8 — 4,50 30 — — 8,80 10 — 5,00 40 — — 10,50 15 — 6,00 50 — — 12,50 Verð þetta er mið&ð við pefiinga borgun út í hönd. Mjólkina ætti að flytja til mjólkarbúsins einu- sinni á dag, eftir að búið væri að mjólka að morgninum, og taka þá kveldmjóikina með. En kveldmjólkina er bezt að geyma í flutningsföt- uuni og láta hana standa í vatni yfir nóttina. Morgunmjólkinni má ekki blanda saman við kvöldmjóikina, fyr en hún er orðin nokkurn vegia köid, eada spillir það mjólkinni að flytja hana meðan hún er voig. Gerum nú ráð fyrir heimili, sem hefði 8 kýr og 60 ær. Hvað verður dagsmjólkin mikil úr þessum fén&ði? Ég geii ráð fyrir, að hver kýr mjóiki til jafnaðar 7J/2 pott á, dag um miðsumarið, það gerir 60 potta. Dagsmjóikina úr ánum geri ég 40 potta. Öll mjólkin verður þá (60 + 40 =) 100 pottar, eða sem næst 200 pd. Þessi mjóik verður hæfiieg í klyfjar á einu hest; en honni ætti að vera skift í 4 föt- ur; það er 25 pottar í hverri, og væru svo 2 fötur hengdar hvorummeginn á hestinn. Sami flutningsmaðurinn gæti á mörgum stöð- um flutt mjólk frá fleiri en einum búanda. Hann gæti tekið mjólkina frá þ8im bæjum sem væru á leið hans tii mjólkurhússins. Einnig mætti flytja mjóikurföturnar í veginn fyrir hann, þar svo hagaði til, að bæirnir lægju lengra eða skemra frá aðalstöðinni. Með þessu móti þyrfti flutningurinn alls ekki að vera tiifinnanlegur eða kostnaðarsamur. — Þá hafa menn fært það tii, að ókleift mundí að flytja mjólkina að vetrinum til búanna; en það er eng&n veginn svo. Oft mætti nota sleda tii þess að draga á, og stundura myndi auðgert að koma við kerru, og beita hennifyr- ir. Ef hvorugt þetta yrði notað, gæti verið reynandi að flytja mjólkina á hesti, eins og að sumriau. Og ef ekkert af þessu þætti gerlegt væri undir einstökum kringumstæðum ekkert á móti því, að bera föturnar í höndunum. Þess má einnig geta, að naumast þarf að gera ráð fyrir því fyrst um sinn, að mjóikur- búin væru starfandi ailan veturinn. Allvíða mundu þau standa auð eða aðgerðaiaus í 3—5 mánuði að vetrinum, að minsta kosti fyrstu ár- in. Þetta þarf engan að hneyksla, þegar þess er gætt, að til sveita er mjólkin notuð öli til heimiiisins og tíðast er skortur á mjólk á fjölda- mörgum heimilum einhvern kafla úr vetrinum. Loks skal þess getið, að því er flutninginn snertir, að til þess að spara hann, eða gera hann fyrirhafnarminni og ódýrari, þá myndi geriegt að stofna rjómabú í staðinn fyrir mjólk- urbú. Þá er það að eins rjóminn, sem fluttur er, en mjóikinni haidið eftir heima, og þar með sparaður flutningur á henni. Verður seinna minst nánar á þetta atriði. (Heldnr áfram). Sigurðar Sigurðsson. Palladómar um alþingismenn 1899. hi. Einar Jónsson, 1. þingmaður Norðmýiinga, er fræðimaður og góður drengur að sögn, en þessir hæfileikar einir nægja ekki í þingmanns- sæti. Séra Einar virðist vera betur hæfur til annars en þingmensku, og á í rauninni ekki erindi á þing, enda er sagt að hann ætli ekki að gefa kost á sér við næstu kosningar. Það er því í rauninni þarfleysa, að rekja þingferii hans eða sýna fram á, hvernig hann hefir hagað sér á þingi. Það þykir nægja, að minnast að eins nokkuð á það sem hann hafð- ist helzt að 4 síðasta þingi, enda er það nú minnistæðast. Hann er eins og kunnugt er í neitandi flokkn- um á þinginu í stjórnarskrármáiinu, þ. e. í þeim flokki, sem ekki vill þá stjórnarbreyting, sem í boði er. Þann flokk er rétt að nefna Iands- höfðingjaflokk, eins og áður hefir verið bent á, af því hanu vill auka vald landshöfðingja eins og það er nú, eða að minsta kosti ekkert af því missa. Hann var fyrir svörum af hálfu flokks síns í stjórnarskrármálinu á síðasta þingi, ásamt Quðjóni Guðlaugssyni, og hélt langa ræðu móti Valtýs-frumvarpinu, en virtist þó fremur vera hikandi og á báðum áttum. í fjárlögunum var hann dyggur talsmaður Norðmýlinga og Austfirðinga. Hann vildi með- al annars fá styrk úr landssjóði handa félagi Wathnes-erfingjanna, af því að þetta útlenda féiag kvartaði um, að ferðir skipa sinna (til verzlunar og síidarútgerðar) borguðu sig ekki sem bezt(!) Sem betur fór fékk hann þó ekki náð í þetta fé. Að öðru leyti er honum ekki láandi, þótt hann vildi Austfirðinga tota fram ota, og reyndi að ná í svo-Iítið af landssjóðs- peningum tii spítala þeirra og annars. Bágt var það, að eéra Einar, sem anuars er álitinn mesti sæmdarmaður, skyldi Ijást til að gerast formælandi annarar eins óhæfu og botn- verpingatrumvarpið var, þar sem farið var fram á, að selja útlendingum part af landinu (land- helgina). Þá var þó flestum þingmönnum nóg boðíð, þó tilfinningarnar fyrir ættjörðinni sé ekki sériega næmar hjá þeim sumum. Séra Einar er heldur stirðlega máli farinn, en talar þó ekki sjaldan á þingi. Ræður hans eru því fremur leiðinlegar. Hann ætti heldur að gæta bús og safnaðar en að fara á þing. Séra Eiríkur Gíslason, þingmaður Snæfell- inga lætur lítið að eér kveða á þingi. Hann talar þingmanna sjaldnast, en þó áheyrilega. Á síðasta þingi talaði hann að eins tvisvar sinn- um (í fjárlögunum). Þetta er honum vel fyrir- gefandi, en hin ástæðan er síður fyrirgefandi, sem þjáir einkum hina háttvirtu „andlegrar stétt- ar“ menn á þinginn, að þeir geta ekki á sér setið að tala nærri því í hverju máli, og sumir í hálfgerðum prédikuuartón. Eftir því sem oss er kunnugt, mun að tiltölu vera talað meira á alþingi en á útlendum þingum, og væri æski- legt að þingmenn spöruðu sér nokkuð þessar ræður með undirbúningi málanna utan þings. Ekki var séra Eiríkur kosinn nema í tvær nefndir á síðasta þingi, og sýnist hann"því ekki vera í neinum stórmetum^ hjá samþingismönn- um sínum. Honum næstir, þegar virðingin er látin byrja að neðan, eru þeir 'Jón Þórarinsson og Halldór í Langholti, og svo öldungarnir Sighvatur og Þorlákur, sem þingmenn eflaust af brjóstgædum hafa viljað hvíla frá stritinu í nefndunum. Ekki erum vér svo kunnugír, að vér getum bent á neitt girnilegra þingmannsefni en séra Eirík á öllu Snæfellsnesi, en ekki er þó ólík- legt að Snæfellingar kynnu að eiga völ á meira skörungi. Makt myrkranna. • Bftir Bram Stoker. (Framh.) „Já, ég lét gluggann aftur, af því loftið kóln- aði og úði og grúði af leðurblökum, viðbjóðs- legustu kvikindum, sem ég þekki“, sagði ég hreint og beint, „en satt að segja tókst einu þessu óþokka-kvikindi að komast inn um glugg- ann — er hér líklega einhverstaðar, þó ég hafi ekki getað fundið það“. Greifinn sat nú grafkyrr og neri hendurnar, og horfði á mig með einkennilegu, eftirrýnandi augnaráði. „Ég var einmitt að svipast eftir henni þegar daman kom“. Greifanum brá eitthvað undarlega við, þegar ég sagði þetta, og ég bjóst við, að hann mundi þjóta upp í annað sinn, en hann spurði að eins hvað ég ætti við. „Dömuna, sem var inni í stofunni, þegar þér komuð — þér hafið eflaust séð hana“, sagði ég. „Þér komuð rétt á eftir henni“. „Nei, ég sá hana ekki“. H&nn varð eins og utan við sig.-------„Ég mátti búast við þessu-------já það er ýmislegt í þessu húsi, sem fáir þekkja — þér hafið orðið varir við eitt. Hvernig var stúlkan í hátt — var hún ljóshærð?w „Já“. „Og Ijósklædd — en þó nokkuð óvanalega klædd?“ Ég játti því. „Hún hefir haft á brjóstinu skygða demanta og rúbín í miðju.“ „Já“.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.