Fjallkonan


Fjallkonan - 21.02.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 21.02.1900, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 „Og hún hefir verið - segjum — dálag- leg?“ „Mjög lagleg!" „Mjög lagleg, ha, ha, falleg, falieg, eins og Yenus, eins og Helena — furðuverk náttúrunnar munuð þér vilja segja. Hafið þér séð annan eins háls, annan eins barm, aðra eins hand leggi, aðrar eins varir — þó ekki sé talað um annað — veslings drengur, veslings dygðugi Englendingur, annan eins kvecmann hafið þér víet ekki séð um dagana?" — Það var eitthvað ósæmilegt í röddinni og híátrinum.------„Fyrir- gefið, að ég geri að gamni mínu“, sagði hanu, „þið unga fólkið skoðið alt svo alvarlega, sem við hlógum að í mínu ungdæmi — ég var nú eiginlega að hlæja að því, hve sakleysislegt andlit þér settuð upp. — En sannleikurinn er hér ekki neitt hlátursefni. — Talaði hún nokk- nð við yður?“ „Mig minnir hún byði mig veikominn; ég hélt hún ætti hér heima“. „Já hún á hér heima, og hún er náskyld mér, fögur eins og gyðja, en geðveik“. Mér hnykti við. „Það er ekki svo skilja, að nokkur þurfi að óttast hana. Hún ímyndar sér að hún sé lang- amma sjálfrar sin og gengur ait af í fötum, sem eru eins og fötin á myndiani hennar langömmu hennar — ég skal eitthvert annað kveld sýna yður myndirnar af ættfólki minu, og ég trúi ekki öðru en að þér sjáið að þær eru ótrúlega líkar ------Það er auðvitað saklaust gaman. Hún er venjulega höfuðsetin, en það ber við, að hún læðist út i rökkrinu og ráfar hér um gangana. Hún hefir, skiljið þér, verið óiánsöm í festamálum — aumingja stúlkan — og þykist alt af vera að leita að mannsefninu sínu. Nú vitið þér það alt eins og það er“. Hann starði á mig með augnaráði, sem mér virtist benda á að hann segði með sjálfum sér: „Og meira fáið þér sannarlega ekki að vita“. En ég þóttist sannfærður um það með sjálfum mér — getur verið að mér hafi skjátlast — að hann segði mér ekki satt. — Ég get reyndar ekki gert mér grein fyrir, af hverju mér stendur stuggur af greifanum — það er svo venjulega, þegar manni geðjast ekki að einhverjum, en ég get ekki að þessu gert, þó greifinn sé venjulega ekki annað en ijúfmeusk- an sjálf. „— Bændurnir hér í sveitinni segja margar sögur um höllina, og ein af þeim er um hvítu dömuna, sem á að vera hér á sveimi og birt- ast þeim sem einhver lífsháeki vofir yfir hér í höllinni — þér þekkið sögurnar, eem fara af hvítum dömum í flestöllum gömlum höllum í Evrópu, en hér er eins og dálítill fótur fyrir sögunni, þó auðvitað sé engin þörf að segja það hverjum mauni“. Ég hneigði mig tii að samsinna honum. „Ég álít að ég þurfi ekki að vara yður við, að festa ekki trúnað á allar þær sögur, sem yður hafa að líkindum verið sagðar um mig eða heimili mitt. Hér í fjöllunum er aimenn- ingur mjög hneigður til hjátrúar, sem kallað er, og margar kynjasögur fylgja oft gömlum hús- um. Ég get búist við, að þér þykist hafa orðið einhvers var, sem yður hefir þótt óvana- legt, en alt er það af eðlilegum rótum runnið, og þér þurfið ekkert að óttast". „Já þér megið reiða yður á það, að ég trúi ekki að draugar séu til“. „Það er gott, það hugsaði ég líka“, sagði hann. — „England er land menningar og verk- legrar starfsemi. Þau augu, sem hafa notið menningar birtu þessarar aldar, sjá aldrei neinar vofur“. „Auðvitað ekki“, sagði ég. „Alt þess konar er nú áiitið sjúkleiki. Ég kannast við ofsjón- ir og taugaæsing — og annað ekki. Getur nokkuð verið fráleitara viti, en að ímynda sér að andar dauðra manna séu á reiki, og meira að segja í sömu fötutíum sem þeir höfðu í iifanda lífi og löngu eru rotnuð og að engu orðin?“ „Kétt er það“, sagði hann með háðsvip, að mér sýndist. „Þetta líkar mér; svona á unga fólkið að vera. Yið gamla fólkið getum haft okkar kreddur fyrir okkur, en framtíðin heyiir til unga fólkinu. Þess vegna langar mig i iðu- straum hins unga lifs í Lundúnum. Þar hafa menn snnað að hugsa en að trúa á vofar. — Já en við ættum nú að athuga það sem okkur fer á milli. Viljið þér ekki sækja skjöl- in?“ Ég hljóp eftir skjölnnum og kom að vörmu epori aftur. G-reifinn skoðaði það alt saman vandlega og spurði mig spjörunum úr, og furð- aði ég mig stórlega á því, hve kunnugur hann gat verið háttum manna í Lundúuum. „Já, en ég hefi líka sagt yður, að ég hefi árum saman verið að kynna mér hjarta Eng- lands, sem ég vil iíka síðar fá að njóta. En ég hefi því miður orðið að læra alt af bókum — málið líka — Ég hefi nú hugsað mér að ég kynni að geta lært af yður að tala“. „Þér talið ágætlega ensku, herra greifi". „Það vantar mikið á“, sagðihann; „égkaun beygingar málsins, og get gert mig skiljaniegan — en ég veit að allir heyra að ég er útlend- ingur þegar til Lundúna kemur. Ég vil læra málið sem innfæddur maður“. Við fórum að blaða í skjölunum. Húsið, sem greifanum stóð til boða, var í austurborginni, stórt og gamalt hús, og hafði lengi ekki verið búið í því. Greifinn kvaðst vera áuægður með húsið í alla staði; þótti það stór kostur á því, að það væri fornfálegt, eins og höllin hans, og það þótti hoaum líka góður kostur, að kapeila var þar í nánd. — „Hér í landi geta menn eins og ég ekki gleymt því, að vér eigum eitt sinn að dreifast saman við mannmúginn — þá verstu jarðar- þræla, sem að eins hafa lifað dags!ífi“. Eftir það bauð greifinn mér kveldverð. Sjálf- ur kvaðst hann hafa borðað á heimleiðinni og hefði það tafið hann. Hann settist við ofninn og fórum við svo að spjalla út um alla heima og geima. Ég sagði honum frá ferðum mínum og síð- ustu nóttinni þegar ég fór hsim til hans. Hann kvað það hafa verið rétt gert af ökumanni, að fara úr vagninum; úlfarnir hefðu getað ráðist á hestana, on þeir væru venjulega hræddir við menn. Þegar ég spurði hann um glætuna, sem ég sá í myrkrinu, spurði hann mig, hvort ég hofði aldrei heyrt getið um haugeld. Hann sagði, að það væri trúa manna, að haugeldar sæist á Georgsmessu, þar sem fé væri fólgið í jörðu. „Enginn efi er á því“, sagði hann, „að hér er mikið fé fólgið í jörðu. Um þessar slóðir hafa Tyrkjr, Valakar, Szeklar og Saxar barist mörgum öldum saman, og það hefir verið venja að grafa í jörðu alt fémætt, til þess að fela það fyrir óvinunum“. „En hvernig getur þeíta fé falist svo lengi í jörðu úr því hægt er að finna þá staði, þar sem það er grafið?“ „Það er af því, að bændur eru og verða æfin- lega raggeitur. Þeir eru sniknir, þeir eru á- gengir, hvar sem þeir geta komið því við. En þeir þora ekkert. Það er heldur ekkert áhlaupa- verk að finna fé í jörðu þar sem haugeldur sést. Verið getur að þar sé lika ekkert fé; gömlum sögnum er ekki að treysta. En gaman væri að finna þar kistu með glóanda gulli; gull- inu, sem er það eina, sem heiminum verður stjórnað með —.“ Það var eins og greifinn félli í eitthvert mók; hann starði út í loftið og krafsaði með fingr- unum eins og dýr með klóm. Ég fór að halda að hann væri ekki með öllu ráði. Víst er um það, að hann er ekki eins og aðrir menn, og ég verð að reyna að koma raér svo við hann, að hann verði í góðu skapi, og sjá vel við öllu, sem lögfræðingi ber. Það var komið undir aftureldingu. — Greif- inn rakn&ði nú við, og bað afsökunar á því, að hann hefði svo lengi haldið íyrir mér vöku. Síðau bauð hann mér góða nótt, og gekk ég síðan inn í svefnherbergi mitt. Það fór sem fyrr, að mér var v&rnað svefns, þegar ég var orðinn eiun; mér var of mikið boðið með því sem fyrir mig hafði kornið um daginn til þess að mér yrði svefnsamt. Ég fór því að skrifa, til þess að jafna mig; geri það til þess að festa mér alt sem bezt í minni, og skrifa hraðskrift, til þess að húsbóndi minn geti ekki lesið, þótt hann kynni að hnýsast eftír því. Hr&ðskriftin verður hörð hnot fyrir hann að brjóta, þó haun hafi úlfstennur. Mér var alt af í fersku minni stúlkan sem ég íann í bókaherberginu. Það getur vel verið s&tt, sem greifinn sagði um hana,--------en mér fanst eitthvað vera veilt í því sem hann sagði, — ég gæti trúað því að það væri ekki alt með feldu. En við lögfræðingar erum tortryguir; það er fylgja okkar. Ég hefði þó gamau af að sjá hana einu sinni aftur, helzt í albjörtu. 8. muí, afUðandi miðnœtti. ------Margt hefir komið fyrir mig síðan, og sumt fremur gruusamlegt. — Ég vaknaði ekki fyrr en langt var liðið á dag. Ég gekk yfir í borðstofuna; maturinn var á borðinu en allar hurðir læstar eins og vant var. Þar Iágu líka útlend blöð og bréf frá Vilmu minni, sem höfðu komið með póstinum. Það var bezta krydd- ið, sem á borðinu var. Ég var orðinn banhungraður, og sat því lengi að snæðingi, enda gat ég ekki að mér gert að líta í blöðin. Að því búnu fór ég yfir í bókasafnið; en greifann var hvergi að finna, heldur en vant var. Hann var líka úti alla daga, enda er það engiu furða; hann hefir stór- bús að gæta og er þar á ofan ötull veiðimaður. — Ég fór því að lesa blöðin og sat við þau til sólseturs. — Ég fiýtti mér þá inn í svefnher- bergi mitt til að loka gluggunum. Þá mundi ég eftir því, að ég hafði gleymt að raka mig, og af því að ég hafði ekki annað að gera með- an ég beið greifans, hengdi ég rakspegilinu upp í gluggann, fór úr jakkanum og vestinu, tók til hnífanna og fór að raka mig. Ég horfði út um gluggann og virti fyrir mér landslagið; svo fór ég að hugsa um bréfið henn- ar Vilmu — og tók ég því ekki eftir að neiun kæini inn í herbergið, fyrr en ég heyrði að greifinn segir: „Gott kveld, kæri ungi vinur minn“. Hann er æfinlega svo innilegur. Mér varð svo hverft við, að ég skar mig illa, svo blóðið streymdi ofan hálsinn á mér, en um leið leit ég við til að svara kveðju greifans. Aldrei hefi ég séð nokkurn mann breyta svo útliti. Hann varð föiur sem nár, auguu ætl- uðu út úr höfðinu á honum og urðu nærri rauð, hárið reis upp eins og á grimmum hundi, og hann leit út eins og æðandi villidýr, og áður en mig varði tók hann um kverkar mér, reif upp skyrtuna mína og hofði líklega bitið mig á barkanu, ef talnabandið hefði ekki orðið fyrir honum. Hann var bersýnilega viti sínu fjær á þessari stundu. Þetta flog leið þó brátt af honum. Hann bað mig að afsaka, hvað hann hefði verið æst- ur, — „en ég má ekki mannsblóð sjá“, sagði hann. (Framh.) Bráðapestin hefir gert óvanalega lítið vart við sig í vetur og er það eflaust að þakka bólusetningunum. Taugaveiki hefir víða stungið sér niður hér sunnanlands í vetur. Auk þess sem áður er getið, hefir hún gengið í Ölfusinu; en nú er þar farið að draga úr henni. Vesturfarir. Mikill vesturíara hugur er nú í fólki víða, einkum í Mýrasýslu, og hafa efn- aðir bændur þar í ráði að hlaupa frá jörðum sínum og sumir hafa selt ,þær fyrir lítið sem ekki neitt.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.