Fjallkonan


Fjallkonan - 02.03.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 02.03.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða 1'/« doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). TíppBögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild uema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi bann þá borgað blaðið. Afgreiðala: Þing- holtsstrœti 18. BÆNDABLAÐ VERZLUNARBLAÐ XVII. árg. Reykjavík, 2. marz 1900. Nr. 8. Landsbankinn eropinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni Btundu lengur til kl. 3 md., mvd. og Id. til útlána. Forngripasafnið er nú flutt í Landebankahúsið og verð- ur ekki opið fyrst um sinn. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar, kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Heyásetning og heysparnaður. AUir kannast við, að það sé óhyggilegt mjög, að búast svo illa við harðasta tíma ársias, að hafa ekki forða fyiir skepnur sínar, að minsta kosti hálfan veturinn, en víða um landið, einkum í hinum snjóléttari sveitum, er það þó tíðast, að menn fara þannig að ráði sínu ár eftir ár, og þola ekki einn sinni tveggja mán- aða innistöðu. Bágt á sá, sem er bjargarlaus fyrir skepnur sínar, þegar harðindi ganga og varla er fært húsa á milli fyrir byljum og gaddi. Hvert sem hann horfir, mæta honum ásakanir. Skepnurn- ar mæna á hann döprum augum, þar sem þær standa í keng af hor og hungri. Samvizka hans sjálfs ásakar hann fyrir þær kvalir, sem hann íeggur á saklausar skepnurnar. Hann getur hvorki neytt svefns né matar, og er svo að ráfa syfjaður og soltiun innan um banhung- raðar skepnurnar, og þessar vítis-kvalir hefir hstnn sjálfur bakað sér með ofdirfsku sinni að setja í bliadni á „guð og gaddinn". Hugsunarháttur alraennings þarf algerlegaað breytast, ef horfellirinn á ekki að eiga sér stað. Lögin óttast mean ekki; það er ofurhægt að leyna, þótt nokkurar skjátur hrökkvi upp af, og þótt nágrannar komist að því hver hjá öðrum, er ekki hætt við að þeir ljósti þvi upp. Sami horfellisandinn, sem leitt hefir ótal sinn- um bölvan yfir landið, lifir enn og mun ríkja þrátt fyrir öll horfellislög, meðan menn öðlast ekki meiri sómatilfinningu og dugnað til að safna heyjum. Það er eins og menn hugsi ekkert um að safna heyjum, og þó eru þau undirstaða land- búnaðarins. Ef einhvern tíma er stabbi eftir í garði, þá er svo sem sjálfsagt að þrautsetja á hann lika, eða setja þá þeim mun meira á nýja heyið. Einhverjusinni heyrði ég mann spyrja gamlan bónda, sem alt af var gróinn í heyjum, hvernig hann færi að því að safna svona mikl- nm heyjum. „Það er hægt", svaraði karlinn; „ég set aldrei á nýju heyin meira en svo, að ég get afdráttarlaust gefið innistöðugjöf meir en hálfan veturinn, og með þvi móti hefir mér tekist að safna svo miklum heyjum, að égþarf aldrei að óttast heyskort hjá mér". Það er sagt að forn-Gyðingar hafi hvílt jörðina sjöunda hvert ár. — Það var kallað „náðar-ár"; á því var hvorki sáð né uppskorið, en allir vita, hversu auðsæl þjóð Gyðingar vóru. Mund- um við ekki geta farið að dæmi þeirra, þannig að fjórða hvert ár væri ekki sett á heyin meir en svo, að ugglaust yrði eftir þriðjungur, en ekki mætti eyða leifunum á næsta ári eða öðru? Blöðin hafa nú að undanförnu haft meðferðis „búnaðarbálka"; eru þeir mjög nauðsynlegir og má margt af þeim læra, en ég man ekki eítir að ég hafi séð í þeim neinar beudingar um það, hvernig spara megi hey í innistöðum. Ég vii því minnast lítið eitt á þetta atriði; ég hefi nokkra reynslu fyrir mér í því að talsvert má spara heyið án þesa nokkurt annað fóðar sé haft og án þess að skepnan að neinu leyti tapi holdum eða fjöri. Fyrsta skilyrðið að spara hey er að vanda þurk á því á sumrin, svo sem unt er, því betri er einn hestur af velþurkuðu heyi, en tveir af illa þurkuðu. Sé þess vel gætt, að blanda saman grasategundunum á sumrin, er hægra að hræra þeim saman á veturna, þegar leyst er úr stáli, en það er víst, að skepnan kemst af með minna í skamtinn af þrem tegundum en einni. Menn munu núj svara, að þeir séu ekki grasfræðingar, eða þekki ekki gildi fóður- jurtanna, og því sé ekki til neins að benda á þetta. En allfiestir geta þó aðgreint mýrgresi frá val'engisgresi, rauðólf frá mjógresi, blóð- bergsvallengi frá eltingarvallengi, — og marg- ar fleiri tegundir mætti telja upp. Læknarnir segja, að manninum sé hollara að blanda fæð- una, og dýrin hljóta að vera háð sama lögmáli. Helzt ætti að leysa svo heyið, að sem minst þyrfti að hrista það, því með hristinganni tap- ast úr heyinu mörg kjarngóð frækorn eða smá- strá, sem skepnan gleypir í sig, ef það er ekki hrist í burt. Mjög víða hér á Suðurlandi er það siður, að láta húsin standa opin á næturnar, en slíkt er ekki góð meðferð, því gólfsúgar er mjög skað- legur, sérstaklega ám þegar fóstrið fer að vaxa, og þar á ofan eru þau oft blaut. Fé sem er mjög forugt er ilt að fóðra; forin, sem festiat í ullinni, ehikum í briuganni, harðn&r við hitann af skepnunni og þegar hún dettur burtu verður bert eftir. Það er mjög áríðandi að sjá vand- lega um, að skepnurnar hafi nóg vatn, eu þó er ekki tilvinnandi að reka fé langa leið í ó- færð til vatns, en þá má ef veður er ilt, svo að skepnan getur ekki étið snjó úti, bera snjó í garðann, þegar heyið er að mestu étið. Sauðklndur éta engu síður góðan snjó af garða en hestar. Að endingu vil ég ráða öllum, sem eiga ekki garðahús, að Ieggja niður gömlu jötuhúsin. Garðahúsin hafa marga kosti fram yfir hin; þau eru að vísu dýrari, en ekki þeim mun dýrari, að þau borgi það ekki fijótt. Þau standa miklu lengur, og i þeim slæðist að kalla ekk- ert hey í gólfið. Um stofnun nijólkurbúa. Leiðrétt. í síðasta bl. a 2. bls. Btendur í miðdálki í þessari grein: „lengra eða skemra frá aðalstrtðinni", i, að vera aðalloiðinni og (neðar) „koma við kerru og beitahenni fyrir" á að vera: „hesti fyrir". VI. Um markað fyrir smjörið, eða markaðsleysið réttara sagt, sem sumir virðast kviða fyrir, get ég verið stuttorður. Það hefir verið bent á það, og enda sýnt með tölum, að landið „smjörfæddi" sig ekki. Menn hafa vitnað í það, hve mikið flyttist inn af smjörlíki (marg- arine) og hvað lítið væri flutt út af íslenzku smjöri. En tölur þær, er koaið hefir verið með, þessu viðvíkjandi, sanna nú reyndar ekki fyllilega það, sem ætlast er til að þær sanni. Að vísu mun það rétt, að landið framleiði ekki sem nu stendur það smjör, er þörf landsmanna krefur; en miklu munar það ekki, ef öll kuil kæmu til grafar. En svo er þess að gæta, að fjóldi þeirra er kaupa og neyta smjörlíkis mnndu halda áfram að gera það, þó meir en nóg væri framleitt í landinu sjálfu, aðeins ef verðið á innflutta smjörinu væri nokkrum aurum lægra en á hinu. Útvegsbændur þilskipa, og margir fleiri, royndu heldur vilja nota ðdýra margarin- ið hsnda sjómönnum sínum og öðrum verkaJýð, en kaupa vel verkað íslenzkt smjör háu verði. Það mundi því brátt koma í Ijós, við aukna smjörframleiðslu og betri verkun á smjörinu, að markað vantaði fyrir það innan lands. Eigi að siður tel ég víst, að töluvert meira mætti selja af smjöri, vel verkuðu, bæði í Reykjavík og annarsstaðar, en nú á sér stað. — Víst er um það, að allur þorri manna kann ekki að meta reglulega gott smjör sem verðugt er. Almenningur myndi því, ef ekki af óðru, þá vegna þess, ó- gjarnan vilja gefa hátt verð fyrir gott smjör, þótt það væri á b*ðstólum. Auk þess mundu margir af „praktiskum" ástæðura kjósa fremur ódýra smjörið, en fást síður um verkunina á því, svo framarlega sem hún er ekki öldungis fráleit. Þó mun mega gera ráð fyrir, jafnvel eins og öllu er háttað nú, að allmiklu af srajöri mælti komaút eða selja í Reykjavík fyrir 60 —70 aura pd. En aukist framleiðsla smjörsins að miklum mun, og það á hún að gera, og hlýtur að gera með tímanum, um leið og kúa- búin stækka, þá mun eigi hja því fara, að innanlands smjörmarkaður fyrir gott og vel verlc- ad smjör fyllist. Ea þá er að grípa til annara ráða, og leita fyrir sér um markað annarsstað- ar, t. d. á Englandi og Skotlandi, eða jafnvel í Kaupmannahöfn, og ætti það að geta hepnast. En helzta og aðalskilyrðið fyrir því, að það megi takast og haldast við, er, eins og áður er tekið fram, að reist séu mjólkur- eða rjómabú. VII. Þá er þessu næst að athuga stuttlega það atriði, hvort mjólkurbúin muni geta svarað kostnaði eða borið sig. Þessu er mjög erfitt að svara, og hlýtur svo að vera meðan alla reynslu vantar til þess að byggja á. Ymislegt virðist reyndsr mæla með því, að mjólkurbú, jafnvel í mjög smánm stíl, veiti mönnum meiri hagnað en þeir alment geta, eins og nú er, haft upp úr mjólkinni. Með öðrum orðum : öll líkindi eru til að þau borgi sig, ef alt er í góðu lagi. Ea ýmsir eru þeir, er telja þetta miklum efa undirorpið, og færa það til, að óhugsandi sé að mjólkurbú geti gefið það fyrir mjólkina, er bændur álitu sig skaðlausa af að selja hana fyr- ir. Þetta getur veiið rétt athugað að sumu leyti, og á allstaðar við þar sem hægt er að selja mjólk smátt og smátt fyrir hátt verð. í Reykjavík og víðar í kauptúnum kringum landið er nýmjólkur-potturinn seldur á 16—18 aura. Þetta er vel borgað, og miklu hærra verð en nokkurt mjólkurbú stæði sig við að gefa fyrir hana. En hér stendur sérstaklega á, og má ekki miða við það, þegar um stofnun mjólkurbúa til sveita er að ræða. í Þingeyjarsýslu reikna bændar sér nýmjólk- urpottinn á 10 aura í búreikningum sinnm. Eftir því sem ég kemst næst, og hagsýnir

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.