Fjallkonan


Fjallkonan - 02.03.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 02.03.1900, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 með ógnum greip falliS hið þunga; og fleiri, sím hrœddust og forðuðust þig ég fann, bœði gamla og unga. Og nú kem ég aftur í anda til þín, þú œskunnar trygglyndi vinur; sem dður þinn regnbogi yfir þér skín, sem áður þú tröllslega drynur. Sem áður ég sé þig með hamrömmum hramm á helköldu grjótinu taka, og óska sem fyrr að sjá öftugan gamm í úðanum vœngina skaka. Evað drynur þú, foss minn? — Þinn ferlegi gnýr mér finst eins og trylli mitt eyra; og eitthvað í rðm þínum undarlegt býr, sem allan mig töfrar að heyra. Ég hlusta, ég stari, — ég frá þér ei flý, en fram undir stall þinn mér voga —; nú finst mér sem ást mín og ótti á ný slá út sínum tvöfalda loga. „Ég sjálfur er gammur“ — þú segir og hlcer — „ég sjálfur á gullið hið fríða; ég veltist hér, skakandi vcengi og klær í villudóm öndverðra tíða. Ég þjóna þér, frændi, og fyrir þig vinn, ef fœrðu mig bundið og tamið; ég hverjum þeim gef allan gullforða minn, sem getur það afreksverk framið. En satt er það, vinur, þú voga þarft nær, ef við mig þú œtlar að stríða ; ég ver mig og skek mína vœngi og klær í villudóm ómunatíða. En láti ég undan, og lúti ég þér og leggist á hjól þín og strengi, þá vit, það er tálsverður veigur í mér, þá vinn ég þér öflugt og lengiu. Svo drynur þú, foss minn. — Þinn ferlegi gnýr mér finst eins og kljúfi mitt eyra, og eitthvað í boðskap þeim örvandi býr, sem allan mig töfrar að heyra. Ég get ekki stilt mig — ég fleygi mér fram í fang þitt, slíkt hlutverk að inna, að leggja þér öflugan lœðing um hramm og láta þig fyrir mig vinna. Mitt afl hefi’ ég líka frá ómunatíð í arf gegnum feðurna tekið, og þá er að sjá það, hvort styrjöld og stríð nú styrkt eða veikt hafa þrekið, og sjá, hvort sá drottinn, sem hauður og haf og hvað eina fól oss í hendur og fossana okkur til afnota gaf — nú enn þá við gjöf sína stendur. Quðm. Magnússon. Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framh.) „Þessar skeinur geta verið hættalegar11, sagði hann, „hættulegri en þér getið ímyndað yður. Og þetta er alt, að kenna þessu hégóm- lega áhaldi, speglinum — burt með hann“. Hann fleygði speglinum í ofninn, svo hann fór í ótal mola og fleygði síðan brotunum í kola- körfuna. Síðan gekk hann inn í borðstofuna og sagði: „Ég býð yðar þarna inni, kæri Harker“. Mér stóð stuggur af greifanum, sem ég sá að ekki var með fullu ráði, og þó hann væri hvít- ur fyrir hærum, þóttist ég vita, að ég hefði ekki við honum, hvorki fyrir afls sakir né flmleika — enda stærir hann sig af því að hann sé kominn af Atla Húnakonungi. Hér má búast við öllu. Ég hefi ekki orðið hér var við ann- að vinnufólk en gömiu konuna, daufu og dumbu, og ökukarlinn, sem ég hefi ekki séð síðan ég kom. En húsakynniu eru svo stór, að hér getur leynst tylft manna tímunum saman án þess neinn viti af öðrum. En það er dauðaþögn í þessari höll, og ég hefi ekki af samvist annara að segja en greifans. Hann er vís til að læsa mig algerlega inni, ef honum býður svo við að horfa, og ekki get ég komist út um gluggana. Höllin er bygð á bjargi og er hengiflug á þrjár hliðar. Ég sé ofan í djúp, þar sem há tré vaxa. Það er að minsta kosti ófært nema fuglinum fljúgandi. Ég er ekki myrkfælinn í albjörtu, því ég er svo mikill stillingarmaður og hefi ekki svo magnaðar ímyndanir — en ef greifinn hefir einhverja iila ættfyigja, sem hann hefir erft eftir Húnana, svo sem t. d. morðfýsa eða ar<n- að því um iíkt, þá er bezt að vara síg. Ég fann greifann inni í bókasafninu þar sem hann var &ð blaða í timaritum og dagblöðum. Hann var svo rólegur og prúðmanniegur sem ekkert 'hefði i skorist. Mér kom fyrir sjónir, að hann mundi ekki sjálfur hafa vitneskju um það sem fyrir hafði komið. Þegar ég kom inn, heilsaði hann mér vel og spurði, hvernig mér liði, eins og hann hefði ekki talað fyrr við mig þann dag. Síðan stóð hann upp og sagði: „Það er ekki orðið framorðið“, sagði hanu. „Ætli þér hefðuð gaman af, að sjá myndirnar af ættíólkinu mínu hérna uppi“? sagði hann. Ég sagði mér mundi þykja mikið gaman að því. „Það getur verið, að það sé verra að sjá myndirnar við ijós, en ég hefi nú svo margt fyrir stafni á hverjum degi, að ég get ekki komist til að sýua yður þær. Þér getið svo síðar skoðað þær sjálfur í dagsbirtunni. Ef þér viljið bíða mín stundarkorn, skal ég sjá um að þar verði nógu bjart“. Hann gekk burtu og ég heyrði skóhljóð hans í ganginum og upp stiga. Það var langt í myndasalinn. Það kom einhver hryllingur í mig alt í einu, og ég hljóp inn í herbergi mitt og stakk á mig marghieypu minni; hún hafði iegið ósnert í malsekk mínum síðan ég fór á stað. Þegar ég kom aftur inn í bókasafnið varð mér svo hverft við að ég fékk svíma. G-reifinn hafði kveikt á öllum siifurstjöknnum áður en hann fór, því það var farið að skyggja. Þarna sat þá „frænka greifans“ í einum stólnum fyrir framan ofninn. Hvítu handleggirnir hvíldu á armslám stólsins, sjaiinu hafði hún slegið frá sér, og á bringunni, sem var ber ofan á brjóst, glóðu briljantar eins og í fyrra skiftið, þegar ég sá hana; hún beygði dálítið höfuðið, eins og blóm á stofni, með gulbjarta hárinu og grísku hárvafningunum uppi á höfðinu. Ég hafði gert mér von um, að ég mundi einhvern tíma finna hana aftur, og furðaði mig stórum á því að ég skyldi iáta hana hafa þau áhrif á mig, sem hún gerði. Ég hafði ásett mér, að það skyldi fara öðruvísi í næsta sklfti — einkum af þvi að greifinn haföi komið mér í skilning um hana. Samt fór á sömu leið og áður; ég íann til sömu tilfinninga, bæði ein- hverra ónota, og einhverrar ljúfsárrar tilkenn- ingar. Ég herti mig upp tii þess að geta var- ist þessum áhrifum og tókst það nokkurn veginn. En þegar húu sneri Eér alt í einu að œér og horfði í angu mér með þessu óviðjafnaniega augnaráði, þá fanst mér eins og rafkraftsstraumur læsti sig um mig. Ég þreif í stólinn, sem næstur mér var, og lagði hendurnar í kross á stólbakið, en hún horfði stöðugt í augu mér. Mér kom ekki einu sinni til hugar, að ég hefði átt að heilsa henni og að ég hagaði mér bjánalega. En svo var að sjá sem henai virtist heldur engin þörf á því að við værum að heilsast. Mér fanst líka að við hefðum kynst lengi og þyrft- um því ekki að afsaka okkur hvort fyrir öðru. „Af hverju komið þér ekki upp?“ sagði hún með sömu undrarödd og áður. Ég hefi aldrei heyrt aðra eins rödd. — „Ég hugsaði að þér munduð koma upp og heilsa okkur. Ég hefi margt að ræða við yðui“. Ég reyndi að afsaka mig með því, að ég hefði ekki vitað neitt um þetta flest, sem hún mint- ist á. „Rétt er það“, sagði hún, og hafði aldrei augun af mér; „þér komið, þér komið. Það er búist við yður“. Hún brosti smámsaman og horfði enn stöðugt á mig. Blái ljóminn í augunum hennar var svo magnaður, að mér fanst eins og geisli af honum þrýsti sér inn í heila, og ég fann sárt til. Nú heyrði ég skóhljóð greifans í ganginum. „Hann kemur“, sagði hún hljóðlega. „Þá verð ég að fara. Eu munið nú eftir“. Hún stóð upp og stóð augnablik frammi fyrir mér í Jjósbirtunni — fegri öllu sem ég hefi augum litið. Síðan læddist hún svo hljóðlega, að ég varð þess nauroast var, fram hjá œér, lagði hvítu hendina sína, sem blikaði af hringuro, á hendina mína, og horfði en í augu mér og hvíslaði að mér: „Segið honum ekkert, en komið þér! Og varið yður, varið yður, varið yður“. Að svo mæltu var hún horfin. En ekki sá ég heldur en fyrr hvað af heuni varð, en mér virtist sem ég heyra ofurlitiun fjaðrarsmell í einu horninu í stofunni þar sem ég haíði þó ekki áður tekið eftir neinum dyrum. Ég tók ák&flega nærri mér, að komast í samt lag aftur áður en greifinn kom inn, en tókst það samt nokkurn veginn, og lézt vera niðursokkinn í uppdrátt Englands, sem lá á borðinu fyrir framan mig. „Komdu nú vinur“, sagði hann, „alt er til- búið uppi. Þér afsakið, að alt er bvo viðhafn- arlaust hjá mér — við höfum ekki rafljós hérna í Karpatafjöilunum“. „En þið hafið heldur ekki að segja af Lun- dúna þokunni hérna í hreina fjallaIoftinu“, sagði ég- „Já þessar þokut“ — sagði hann í ákafa. Ég hefi líka lesið um þær í bókurn mínum. Mér finst þær einmitt auka löngun mína til Lundúna. Þessi þoka, sem gerir daginn að nóttu og legst eins og þykk ábreiða yfir stræti og torg — yfir alt — dimmri en myrkrið — mig langar til að sjá hana“. „Ég er hræddur um að þór yrðuð brátt full- saddur af henni. Þokan er aðalókosturinn við Lundúnir. Hún legst yfir staðiun oins og vam- pýra, sem sýgur blóð og merg úr borgarbúum, eitrar blóð og lungu barnanna og hefir í för með sér ótalsjúkdóma — auk allra þeirra voða- glæpa, sem drýgðir eru í skjóli hennar og annars væri að miklu leyti ekki hægt að fremja“. „Já“ — sagði hann og stóð á öndinni, og eldur brann nærri því úr augum hans, — „já, þessir glæpir, þessi hræðilegu morð, þessar myrtu konur, sem menn finna í sekkjum í Tempsá, þetta blóð sem rennur, rennur og streymir, en morðinginn finst ekki“ — ég held ég hafi hann ekki fyrir rangri sök þó ég segi, að mér kæmi svo fyrir sjónir sem hann sleikti um varirnar af ílöngun, þegar ég mintist á morð- in — „Já það er hryggiiegt“, sagði hann. Og þessi morð komast ekki upp — aldrei. — Doyle rithöfundur ykkar hefir skrifað margar góðar bækur um Lundúnir, og ég les blöðin ykkar og sé af þeim, að varla kemst upp um 2—3 morð af hundraði. Já, Lundúnir eru merkileg borg“. — „Og ég held nú að það kæmi sér bezt, að þér væruð í gæzlu lögreglunnar þegar þangað kem- ur, karl minn“ hugsaði ég. (Framh.). Ný verzlun. Við Norðurfjörð í Strandasýslu heíir Magnús kaupmaður Árnason af ísafirði reist verzlunarhús og segir bréfritari svo frá því: „Það var þörf á þessari verzlun, því alt af er vöruskortur á Reykjarfirði og einokunar verzlun að mörgu leyti, og það svo, að menn hafa orðið að neyðast til að verzla yfir á Skaga- ströud, og er nú vonandi að menn þurfi ekki hér eftir að fara jafnlanga og hættulega kaup- staðarferð. í þetta sinn hefir verzlunin á Norð- uifirði bætt mjög verðlagið í samanburði við verzlunina á Reykjarfirði“. Heybruni. 9. febr. vildi slys til í Úthlíð í Biskupstungum. Þar var borin glóð úr bæn- um í fjósið, og átti að hafa til lækninga við nýbæru; leiðin lá fram hjá heygarðinum og hafði

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.