Fjallkonan


Fjallkonan - 14.03.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 14.03.1900, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 einstaka „veraldarvanir11 hestar vilji taka sér lúr yzt í hópnum í mjúkum fjörusaudinum (ég hefi reyndar sjaldaa séð stóðið fá frið til að leggjast í fjörunni, fyrir vafstri óviðkomandi manna innan um hópinn), og það heldur „Dv.“ að komi til af því, að þeir séu svo sárfættir. Vealings maður! Viltu ekki gera tilraun á sjáífum þér (nú á það við): fara úr skóm og sokkum uppi í bæ, ganga ofan götuna — æ, æ, sárt er að hökra á malarkornuuum á hörð- um stígnum — og ofan í fjöruna — þar er ekkert sárt að stíga á sjóbarða, ávala steina í mjúkum fjörusandi — stíga svo upp á brygg- juna — ekkert sárt á sléttum steinuuum. Al- veg eins með hrossin. Ef þau eru sárfætt, er þeim hvíld að standa í fjörunni, og á sléttum steini taka hörðu hlutar hófanna niðri og bera af hinum linari. Ályktun „Dv.“ er al- veg vitlaus. „Svo er þeim hrundið niður af bryggjunni í báta með íhvolfdum botni, sem þeir geta varla fótað sig á. Það má ekki einu sinni hafa flat- botnaða báta til að lofa þeim að standa í á leiðinni út að skipinu“. Ekkert orð satt. Borð- stokkur bátsins liggur í jafnhæð við bryggju- brúnina; tveir menn taka höndum saman aftan- undir lærum hestsins og ýta á hann um Ieið og þriðji maður dregur hann að sér með beizlinu. Þetta gengur liðugt og stympingalaust. Bát- arnir eru stórir uppskipunarbátar, með 5—6 feta breiðum flötum botni, er rúma 10 hross eftir lengdinni miili bita. Góifið er mjúkt af rusli og taði. — Þetta vita allir, er séð hafa útskipun hrossa í Rvík. En lífsregla „Dv.“ er: ' „Rægðu röggsamlega, ætíð mun eitthvað við loða“. Út í frá kunna einstaka einfeldningar að trúa þessu þvaðri hans og svo hafa það hver eftir öðrum. „Eftir að þangað er komið eru þeir svo „halaðir“ upp í misjafnlega góðum tilfæringum“. Lítið sagt, en logið þó, að þvi er tvö síðastl. ár áhrærir; því notað hefir verið sama skip, sömu áhöld eða „tilfæringar" — ekkert mis- jefni átt sér stað. Aðferðin er þessi: Bslti er brugðið um miðju dýrsins, er tekur yfir allan belginn frá bógum að lendum. Böndum er brugðið upp fyrir framan bógana, upp með hálsinum beggja vegna, og þau fest í beltið að ofan; öðrum böndum fyrir aftan iærin og þau fest á sama hátt. Beltið er tekið saman yfir bakinu, og Iyptivaðnum krækt þar í það. Gufuvélin hefir dýrið á loft, sveiflar því inn yfir farmrúmsopið og hleypir því þar niður standandi á heybing. Þetta alt í svo skjótri svipan, að fám sekúndum nemur. Æfðar hendur losa böndin og beltið af dýrinu og er því svo fylgt til félaga sinna. Lengra hefl ég ekki orðið hrossunum sam- ferða og skal svo ekki dæma um, hvernig þeim líður; en áreiðanlegri mann en Dv. yrði ég að hafa fyrir því til að trúa því, að þau færi öll í kvaiastaði. Hefi ég séð ísl. hross í Englandi er báru vott um hið gagnstæða. En fremur segir Dv.: „Á sjóferðinni líður þeim líkt og sauðfénu, en þeir þola líklega kvalirnar lengur, deyja því líklega ekki eins margir". — Auminga maðurinn! Að langa svona sárt til að segja eitthvað ljótt, en vera í slíkum vandræðum með það! Hann veit ekk- ert um þetta; það er auðsætt. Reynir því að bjarga sér með tilgátum af líkum, er sökum þekkingarskorts hans verða þver-öfugar. Lát- um svo vera, að hrossum líði líkt og sauðfé, hvorttveggja búi við kvalir. Þeir sem hafa umgengist skepnur, vita, að hestar gefa fljótt frá sér, ef eitthvað amar að þeim, þar sem sauðkindin svo að segja ekki lætur sig fyrr en í dauðanum og þolir flestar raunir lengur en hestar. Hvað ætlast svo Dv. til að komi út af þess- um viturlegu aðfinningum sínum? Lög, lög! Þingið, þingið — alþingi á alt af laga. Og þó er hann að bera sig að smána það í öðru orðinu og milli línanaa. Vitanlega mætti lög- banna hrossa-útflutning, en sé það ekki gert, fæ ég ekki séð að það, sem ég þekki til út- flutningshrossa meðferðar, yrði hóti betra fyrir því, þó farið væri að skipa fyrir um það með lögum. Því fleiri Iög, þess verri stjórn. Vera rná að Dv. þyki ég hafa „hörmulega útleikið“ þetta afkvæmi sitt. Ea það ætti að verða til þess, að hann ritaði af meiri þekk- ingu næst. Grein hans ber það með sér að hann er ekki alveg skyni skroppinn né gjör- sneyddur allri blygðunarsemi: Hann kann að fyrirverða sig fyrir verkið og dylja nafnið sitt. 5. marz 1900. Alþingisrímur. Fjórða ríma. Skúla nefni’ eg skjóma-Bör, skarpur gildur fuilhugi; margri stefna eitur-ör oft hann vildi’ að Magnúsi. Mikið féll á herðar hár, hafði skalla’ að framan þó; þóttir á velli þrekinn, knár, þrautir allar gegnum smó. Stoð hann þótti lýðs og lands, löngum bændum fylgdi vel; brast ei þrótt né þrekið hans, þótt hann ætti í vændum hel. Óspar var á eigið fé, ættlands sjóðum hlífði mest; krónurnar lét karl í té, kærleik þjóðar mat hanu bezt. Erjur strangar átti hann áður forðum Magnús við; skjótt þó ganga’ á Skúla vanu skarpa korða-hretviðrið. Þjóðin Skúla fylgdi fast, fjártjón skæðast beið hann þó; en á honum túlinn ekki brast, er af honum klæðin stjórnin dró. Endurborinn í sér hann ætlaði Skúla fógeta; kaupmenn vora hugðist hann hörðum múl að þrælbinda. — Ása móður á hann kvam, augun brunnu stór og grá, byrstur vóð í berserksham, brandarunnum móti þá. Magnús slag hann þóttist þá þurfa’ að reyna’ af nýju við; varð FjárlagavöIIum á válegt fleina kafaldið. Æddu góma eldflaugar ýfðust brár á köppunum; sólir ijóma Sigmundar sýndust þrjár í höndunum. Skúli lagði, Skúli hjó, skjóma brauzt út élið ramt; Magnús þagði, Magnús hló, makalaust hann varðist samt. Fremst í brjösti fylkingar fram þar geystist Laugi knár; sá með þjósti brandinn bar, bragna treystist við hann fár. Magnús prúða’ á móti rann, mælgin stúku’ á vörum óð; eldi spúði’ og eitri hann, eins og rjúki’ að klettum flóð. Magnús hálfgert hikaði, hjarta raunir settust að. „Aldrei kálfar ofeldi aftur launa’“, í hug hann kvað. Einnig snjall þar atti flein, út er flóði mælskan rík, sá er allra mýkir mein manna og fljóða’ í Keflavik. Magnús skjaldsvein Fiensborg frá fékk, er gat þó lítt í þraut; hildi sjaldan háði sá heima sat hann mest við „slöjd“. Svo var kallað samt að þar sigri Magnús fengi náð; hrukku allar hetjurnar harða slagnum frá í bráð. Hafði hann látið lista-vel Löndungs gjalla bjarta glóð; mundi hann grátið hafa’ úr Hel, hefði’ hann fallið, landsins þjóð. Þrýtur ljóðin, — líti þjóð línur fáar mínar á. Flýtis-óðinn ýta fróð öidin má á kvöldin sjá. Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framh.) Við gengum nú eftir ganginnm og greifinn gekk á undau með Ijósið. Síðan fórum við upp steiutröppur og komum að hurð, sem var úr eik, járnvarin. Hánn lauk henni upp og vórum við þá komiu í myndasalinn. Greifinn lét hurðina aftur, en í því bili sýndist mér, eða ég sá, eitthvað hiaupa í hinum enda salsins; það var eitthvert stórt, loðið dýr. Mér varð mjög bylt við, svo að húsbóndinn tók oftir því. „Hvað gengur að yður?“ sagði hann. „Yður hefir orðið snögglega ilt? Ég sagði yður líka, að loftið í þessum gömlu herbergjum væri hættu- legt. „Nei það gengur ekkert að mér, en hvað er þarna yfir í endanum?“ „Það er ekkert, eða áttu við stóru mynd- ina — ?“ Ég sá nú heldur ekkert, en sagði honum hálf-feimnislega það sem mér hafði Býnst. Hann hló að mér og sagði: „Ég skal ekki fullyrða, að þetta sé tóm í- myndun yðar, kæri Harker; nei, það segi ég ekki, þar sem þér haldið því svo fast fram — en hafið þér séð nokkuð, þá hefir það verið — valska. Það er nóg af þeim í þessum gömlu húsum“. „Nei, ég þori að fuliyrða, að það sem ég sá var á stærð við — “ „Köttur þá“ — sagði hann. „Margir hlutar af höllinni eru varla annað en rústir, og þar hafa kettirnir aukið kyn sitt. Þeirra er líka þörf til að eyða völskum og músum. Allstað- ar eru sömu náttúrulögin, að hið sterkara og vitrara lifir á hinu veikara og vitminna". Myndasafnið var óvenjulega stórt. Fyrir endanum var stór mynd — sem mér í fyrstu virtist vera at hinni ókunnu dömu, sem ég hafði tvisvar sinnum séð niðri í salnum og var svo nákvæmlega lík henni, að ekki varð sundur- greint, sömu augu og tillit, sami svipur að öllu leyti, sama hárið og sami búningurinn. Myndin var í fullri stærð og var gerð af einkverjum meistara um byrjun þessarar aldur. Hún sat eða hálflá á stól eða einskonar legu- bekk, en blómrunuur og tré að baki kennar. Þessi útbúnaður málarans gerði áhrif, eu var þó fremur tilgerðarlegur. Málarinn hafði líka leyft Bér að gera ýmislegt við búninginn, sem kven- fólkið á þeim tímum mun hafa álitið full-sæmi- legt, þótt þær líklega hefði fengið aðsvif af því að sjá hjólreiðarföt kvenna nú á tímum. Við fyrsta álit brá mér mjög er ég sá mynd- ina, því mér sýndist hún vera lifandi eftirmynd dömunnar, sem ég hefi séð hér áður í húsinu. Ég áttaði mig þó brátt og þóttist vita, af því sem greifinn hafði sagt mér, að það væri ekki hennar mynd, heldur einhverrar ættmóður henn- ar, sem gerði hana svo gagnlika henni af því

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.