Fjallkonan


Fjallkonan - 30.03.1900, Síða 1

Fjallkonan - 30.03.1900, Síða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (eriendis 5 kr. eða V/a doli.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda íyrir 1. októ- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. Reykjavtk, 30. marz 1900. >r. 12. XVII. árg. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er i Landsbankahúsnu, opið á miðviku- dögnm og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spitalanum fyrsta og {iriðja þriðjudag hvers mánaðar, kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning i Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. t,~& 2, T~r.y~r.7~'.V~*T^'.TTT~'r-.v '7~*.T*T':, 'v, - IIm fátækraframfærslu. i. Ettt hið mesta vandamál, sem nú er á dag- skrá, er fátækramálið. Hversu margar tillög- ur til breytinga og umbóta á fátækralöggjöf- inni sem fram koma, hefir enn engin öðlast alment meðhald eða fylgi; þær hafa allar þá galla, að þær mundu, þótt í lög væru teknar, lítið bæta hið núveranda ástand, sem flestir þó eru sammála um, að ekki sé við unandi mikið lengur. Síðasta breytingartillagan í þessu máli, er ég hefi rekið mig á, er í Þjóðólfi 2. þ. m., merkt „Þ.“ Fer hún fram á verulega breyt- ing frá því sem nú er, nfl. að hver sýsla sé fátækrafélag og að hver eigi framfærslurétt í heimilissýslu sinni. Ástæður „Þ.“ fyrir þann- ig lagaðri breytingu eru einkum þær, að fá- tækraflutningarnir hyrfu og að jöfnuður yrði á fátækraútsvörum í hverri sýslu. Þetta sýn- ast í fljótu bragði miklir kostir, en er betur er athugað, koma í ljós óko3tir við þetta fyrir- komulag, líkt og aðrar sem höf., eins og fleiri, telur ófullnægjandi, til að ráða bót á ástand- inu. [Sama tillagan hefir fyrir nokkru síðan komið í Fjallk. ffá Jósafat hreppstjóra á Holta- stöðum]. Milli sýslnanna yrði alveg sama stríðiðeins og nú milli hreppa; hver ýtti fátækiingum af sér á aðra. Milli búenda í tveim sýslum yrði sama útsvarsþunga-misvægið eins og nú milli hreppanna. Minni hvöt hjá hreppsnefndum til að hafa gát á háttum og atburðum fátæk- linga, og þar af leiðandi sljórra aðhald og viðleitni á að afla þeim atvinnu — þótt það aldrei nema væri Iögskipað. Fyrir árveknis- leysi og ódugnað einnar sveitarstjórnar yrðu aðrar sveitir, er betur gættu skyldu sinnar, að gjalda, og það yrði í meira lagi óvin- sælt. Venjulega eru sveitarþyngslin meiri í sjáv- arsveitum en landbúnaðarsveitum. í kauptún og sjávarþorp safnast þurrabúðarfólk og bænd- ur, er skortir efni til að halda jörð til sveita. Meðal þesskonar búenda eru oft allmargir styrkþurfar, og erfitt að hafa eftirlit með ráð- lagi þeirra, sökum þess að þeir flökta oft frá heimilunum til atvinnuleita, er lítið er um vinnu heima fyrir. Eftir tillögu „Þ.“ yrðu því Iandbúnaðarsveitabúar að borga mikinn hlut sinna sveitarútsvara til þurfalninga í sjá- varsveitunum, er þeir ekkert eftirlit gætu haft með, hvernig varið væri. Hversu „ná- kvæmar ákvarðanir“ sem um þetta væri sett- ar, yrðu þær aldrei eins tryggjandi, eins og sjálfshagsmunahvatirnar, sem sveitastjórnirn- ar hafa nú; þær yrðu minni, er byrðin legðist á alt héraðið. Hvötin til að amast :,við fátæklingum, eða ýta þeim af sér, yrði líka minni og hrakning- ar þeirra hverfa, mun „Þ.u svara; en ég segi: Framkvæmdarsemin í þá átt er auðveldari, og verkanameiri, eins og dæmin sanna, og er því 'hætt við að hún héldist óbreytt. En þessa fátæklingahrakninga, úr einum hrepp í annan, er mér, eins „Þ.“, mjög illa við, og er ég honum alveg samdóma um það, að „frjálsa hjálpin“, „frjálsu samskotin“ sé sú hjálpsem- isaðferð, sem jafnan muni bezt gefast. Fá- tækraframfærslan ætti að byggjast á „bróður- kærleika, siðgæði og sannri mannúð“. Hefi ég Iengi haft þá skoðun, að hið eina rétta í þessu efni væri, að nema framfœrsluna úr lög- um. Skal ég stuttlega leitast við að skýra, hvað með þessari tillögu mælir. II. Það er að sumu leyti eins ástatt með fá- tækramálið eins og kirkjuna. Hið lögskipaða samband kirkjunnar við ríkið gerir hana framfara og framkvæmdalausa: menn kasta öllum sínum kirkju-áhyggjum upp á stjórn- ina og trúarlífið deyr út. Fátækramála-fyrir- komulagið hefir líkar afleiðingar. Fátækling- arnir vita, að það er sama hvernig þeir fara að ráði sínu; þegar þeir bera sig upp við fátækrastjórnina, eru þeir komnir á mötuneyti hinna, sem ekki hafa „sagt sig til sveitar11, og þurfa engu lakar að lifa. Almenningur sveitargjaldenda hugsar ekkert um fátækra- mál, annað en að hver um sig gerir alt, sem hann getur, til að hliðra sér hjá að gjalda: draga undan tíund, berja sér, kæra útsvarið o. s. frv. Hreppsnefndin verður ein að hafa fyrir öllu, sem gert er fyrir fátæklingana; henni er vanþakkað af þiggjendum og gjald- endum; flestir reyna að hliðra sér hjá að lenda í nefndinni, og gera ekki nema hið allra minsta, sem vitalaust verður komist af með, þangað til þeir „losna“ og aðrir taka við með líkum tilfinningum. Framkvæmdirnar eru helzt í því fólgnar, að verjast ómögum, og af því stafa fátæklinga-hrakningarnir, en um hitt er ekkert hugsað, að hjálpa hinum fátæku í tíma, með ráði og dáð, til að komast af án þess að verða algerðir þurfamenn. En það er ekki einungis það, að hið lög- skipaða fátækrahjálpar-fyrirkomulag gerir stjórnina sljóva, framkvæmdarlausa og fyrir- hyggjulausa tif að draga úr fátæktinni og bæta kjör hinna þurfandi — það drepur „bróðurkærleika, siðgæði og sanna mannúð“ hjá sveitarútsvarsgjaldendum yfir höfuð, dreg- ur úr hvötunum til dugnaðar og auðsöfnun- ar> °g — í sambandi við hin skaðlegu tíund- arlög — elur sviksemi og barlómsanda, með fleiri hinum óhreinu, siðgæðis- og manneðlis- spillandi ástriðum. Og þessar innri, dýpri afleiðingar af fátækramálafyrirkomulaginu eru áhrifameiri og skaðlegri en menn alment hafa hugmynd um. Afleiðingin af því, éf framfærsluskyldan yrði úr lögum numin, mundi verði sú, að í héruð- um landsins mynduðust frjáls, óháð fátækra- líknarfélög, fátækrastyrktarsjóðir og líknar- stofnanir í ýmsum greinum, er önnuðust nauðsynjar sannþurfandi manna — því eng- um þarf til hugar að koma, að menn yrðu látnir deyja úr hungri, eða að meira hirðu- leysi yrði um fátæklingana en nú. Það má ganga að því vísu, að umhyggja, stjórn og framkvæmd slikra mála yrði á allan hátt betri og eðlilegri, er alt bygðist á frjálsri starfsemi hinna betri eiginleika þjóðarinnar. Eg býst nú við ótal athugasemdum, tor- trygni og andmælum gégn þessari tillögu, eins og venja er til, er um nýbreytni er að ræða. Sumir óttast fyrir að tillögin yrðu svo misjöfn, þegar hver væri sjálfráður um fram- lag sitt. Já, ég býst við það yrði nokkuð eftir því sem hver væri hjálpfús og örlátur, að minsta kosti fyrst, en hugsunarhátturinn mundi smámsaman breytast, og hver finna heiður við liggja, að taka þátt í framlögunum eftir efnum. Það er ekki heldur jöfnuðinum fyrir að fara nú; það getur, eins og „Þ.“ segir, munað helmingi hjá jafnefnuðum ná- grönnum, ef sinn býr í hverjum hreppi. Auk þess leggur hjálpsemin ætíð misjafnt á, eftir því sem menn eru gerðir. Yerulega hjálp- fúsir menn leggja mikið af mörkum til fá- tækrahjálpar, auk útsvarsins til fátækrasjóðs, sem aðrir hliðra sér hjá. Sama er að segja um gestristnina; hún leggur búendum mis- jafnar byrðir á herðar, en hún er, eins og hér er ástatt, nokkurskonar þjóðskattur eða kvöð, sem hver innir af höndum eftir því sem hann er lyndur til. Flakk mundi aukast, segja sumir. Ráð munu fundin gegn því. Búendur í hverju fátækrahjálparfélagi hefðu ákveðið verðlag á öllum ferðamannagreiða. Félausir menn gætu því eigi flakkað nema milli þeirra, er utan við þann félagsskap stæðu, en þetta leiddi aft- ur til þess, að enginn vildi eiga það á hættu, að vera félagsleysingi, og flakk yrði engum fært. Stjórn fátækralíknarfélagsskaparins yrði fal- in á hendur þeim mönnum, er bezt væru til þess fallnir í hverju félagi; og mundu félags- menn reyna að gera alt, sem í þeirra valdi stæði til að létta þeim starfið og halda þeim svo lengi, sem þeir ekki brytu af sér traust félagsmanna. Starfstími þeirra væri ek ki fyrirfram takmarkaður við visaa áratölu; stöð- una væri fremur að skoða sem heiðursstöðu, og hver áliti það sæmd að vera sem þarfastur í henni. Það er ætíð óþægilegt, að verða að fara frá vegna þess að maður hefir mist traust félagsmanna. En við hreppsnefndar- kosningar ganga menn úr eftir lögákveðnum reglum, sem bókstaflega er fylgt, og geta þeir skorast undan endurkosningu, og enginn tekur það sem vantraustsyfirlýsing, að vera ekki endurkosinn. m. Stjórnarskráin segir: „52.gr. Sá, sem ekki getur séð fyrir sér og sínum, og sé hann ekki skyldu-ómagi annars manns, skal eiga rétt á að fá styrk úr almennum sjóði ... — 63. gr. Hafi foreldrar eigi efni á að fræða börn sín, eða sé börnin munaðarlaus og öreigar, er það skylda hins opinbera að sjá þeim fyrir uppfræðingu og framfæri“. Þessar greinir ættu að nemast burt; ég á- lit þær eigi að eins óþarfar, heldur skaðlegar. Það dregur úr sjálfbjargarviðleitninni að vita, að það er lagalegur „réttur að fá styrk“, og lagaskylda að sjá öreigum fyrir „fræðslu og

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.