Fjallkonan


Fjallkonan - 20.04.1900, Side 1

Fjallkonan - 20.04.1900, Side 1
Komnr út einu sinni i viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða Vfa doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). IJppsögn (skrifleg^bund- in við áramðt, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda bafi hann þá borgað blaðið. AfgreiðBla: Þing- holtsstrœti 18. XVII. árg. Lcmdsbankinn eropinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur tii kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á miðviku- dögnm og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstu- dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Sóttvörn. Eius og sjá má af hinni röksamlegu ritgerð Guðmundar héraðslæknis Björnssonar hér blað- inu, er ill farsótt, skarlatssótt, komin á næstu grös við Reykjavík og hefir flutst inn í landið með botnverpingum. Sjá menn þar afleiðingar af hinu almenna hirðuleysi að brjóta bann amtmanneins í suðuramtinu um samgöagur við botnverpinga. Bólusótt heflr að undsnförnu gengið í Hull. Hún getur auðveldlega komið iíka. Lögin frá síðasta þingi, sem banna samgöng- ur við botnverpinga, hefir stjórnin í Kaupmanna- höfn enn ekki staðfest, og lítur helzt út fyrir að hún muni ekki staðfesta þau. En hvaða menn eru í þeasari stjórn? Það eru í raun og veru engir aðrir, en þeir Dybdal, skrifstofuatjóri í íslenzka ráðaneytinu, og einkum (vegna kunnngleikans) hr. Ólaf- ur Halldórsson, sem mun líka vera hinn fyrirhugaði landsstjóri „heimastjórnarmannanna1*. Þeir bera ábyrgðiua á öllum okkar Iagasynj- unum — siðferðislega. Nú er um að gera, að almenningur geri það, sem stjórnin hefir látið ógert, — hindri út- breiðslu þessarsr sýki með skynsamlsgri var- úð. Ef hún breiðist út um landið, verður það ó- bætaislegt tjón. Enn er sýkin ekki komia víðar, svo kuunugt sé. en á einn bæ í Hraununum (Lónakot) og á einn bæ á Áltanesi (Hliðsnes). Hefir héraðs- læknirinn Guðmundur Björnsson þegar gert ráð- stafanir til að hindra útbreiðslu eýkinnsr frá þess- um stöðum með algerðu samgöngubanni og verði. 111 tíðindi. Ilættiileg útlend farsótt í grend við *liöfuðstaðinn. Eftir Quðmund Björnsson, héraðslækni. Páskadagskveld voru gerð boð eftir rnér frá Lónakoti í Hraunum (syðsta bæ í Reykjavíkur læknishéraði); var mér sagt, að tvö börn lægju þar fyrir dauðanum i hálsbólgu. Ég kom þang- að litlu fyrir miðnætti; börnin voru þungt hald- in og því líkast sem þau hefðu barnaveiki (diphtheri); en ekki gat ég fengið nokkra ljós- týru, sem birtu bæri að gagni, og varð því að bíða dags. Kom þá í Ijós, að börnin höfðu sótt þá er kölluð er skarlatssótt (flekkusótt). Þriðja barnið, drengur á 12. ári, hafði sama sjúkdóm; en var á batavegi. Svo var mér sagt, að elzta Reykjavík, 20. apríl 1900. barnið hefði nýlega farið inn á Álftanes og lægi þar sjúkt, ejálfsagt á sama hátt; í heim- leiðinni fór ég svo út þangað, og sá, að rétt var til getið. __________ Skarlatssótt (d. Skarlagensfeber, 1. Scarlatia) er algengur sjúkdómur i öðrum löndum, eu hefir sjaldan borist hingað til iands. Mælt er að hún hafi gengið hér árið 1669 og árið 1776, en ekki er sanuað að svo hafi verið. í lok átjándu aldar gekk útlend farsótt yfir landið 3 ár samfleytt (1797—99); eru allar líkur til þess, að það hafi verið skarlatssótt. Það vita menn með vissu, að árið 1827 gekk skarlatssótt yfir land alt; þá byrjaði hún á Suðurlaudi í aprilmánuði — eins og nú; mest lagðist hún á börn og unglinga, euda var barnadauði það ár þrefaldur á við árin á undan. Siðan hefir lítið borið á þessari veiki. Þó fluttist hún tii Seyðisfjarðar frá Noregi haustið 1881 og færðist út þaðan suður á bóginn, en þá tókst héraðslækni Zeuthen að stemma stigu fyrir heaui með öflugii samgönguvarúð; hann ritaði og lýsing á veikinni og lét prenta var- úðarreglur við henni (Sbr. Lögfr. II, 56.). Áð því er snertir uppkomu veikinnar í þetta skifti hefi ég ekki annað fyrir mér í svipinn en sögn bóndans í Lónakoti. Hann hefir verið til sjóróðra suður í Höfnum, að Kalmanstjörn Þaðan hafa menn iðulega farið út í botuvörpu- skipin ensku. Fyrir rúmum 3 vikum sýktist einn &f vinum botnverpinga; var þungt haldinn i viku, en fór úr því að hressast, töldu mena að hann heíði hálsbólgu. Þá tóku sótt tveir drengir á bænum; var annar þeirra soaur Lóna- kotsbóndans; þá er þeir höfðu legið í viku, flutti bðndi son sinn sjúkan heim til sín að Lónakoti; þeir komu heim mánudaginn oftir pálraa um miðjan dag. Daginu eftir fór dóttir bónda til spurninga inn að Görðum og náttaði sig í Hiiðsnesi; snomma á miðvikudaginn vaið hún skyndilega veik og er enn rúmföst; enn á bóndi tvö börn heima, dreng 7 vetra og stúlku 6 vetra; þau sýktust bæði á skírdag og til þeirra var mín vitjað páskadagskveldið. Þegar í stað hefir verið girt fyrir allar sam- göngur við heimilin Lónakot og Hliðsnes. Land- læknir hefir einnig seut mann gagugert til héraðslæknis í Keflavík og gert honum viðvart um þenr.an faraldur; má því búast við fréttum úr Höfnunum áður Ixngt um líður; en þvi miður er hætt við, að veikin sé komin víðar þar en hér innar frá. Auðvitað verður öllum brögðum beitt til þess, að stemma stigu fyrir henni. Skarlatssótt er vond veiki, en þó misjöfn; eru tímaskifti «ð því, hversu þungt hún legst á fólk. Þau eru þungt haldin, börnin, sem ég hefi séð, og því fremur von á illu, ef sóttin færist út. Yfirleitt er skarlatssóttin verri veiki en mislingar. Fyrstu sjúkdómseinkennin eru þessi: Skyndi- leg kalda eða hitaflog, höfuðþyngsli, sárindi innan í hálsinum og oft þessu samfara upp- köst. Áður dagur er liðinn, eða á næsta degi, fer að bera á rauðum sraádílum á hálsinum, andlitinu og bringunni, og óðar en líður færist skarlatsroði yfir alt hörundið, fyrst á þeim stöð- Xr. 15. um, er nefndir vóru, og síðan hvað af hverju um allan líkamann. Oftast nær roðna þó ekki varirnar eða hakan, þó að kinnarnar séu eld- rauðar. Þetta rauða útþot stendur í fullum blóma 3 eða 4 daga; úr því fer það að blikna og sjúklingnum að létta. Nú hreistrar alt hör- undið líkt og eftir mislinga, en sá er þó mun- ur, að skarlatssóttarhreistrið er miklu stórgorð- ara en misliugahreistrið; af höndum og fótum losnar yfirhúðin oft í stórum flyksum. Hér er sjúkdómnum lýst í því líki, sem tíðast er, til þess að menn geti nú fremur áttað sig á hon- um og vitjað læknis tafarlaust, ef nokkur minsti grunur er á því, að um skarlatssótt sé að ræða. Alt er undir því komið, að kæfa sóttina í fæðingunni, og sá vinnur þjóðinni afarþarft verk sem að því styður. Sjúkdómuriun getur verið á ýmsan hátt frábrugðinn því, sem fyrr segir, en hér á ekki að fara frekar út í það mál. Meðan hættan vofir yfir er réttast og nauðsyn- legt, að hver maður vitji lœknis tafarlaust, ef liann fœr ilt í hálsinn („kverkaskít“, „háls- bólgu“). Skarlatssóttin getur haft ýms eftirköst, ígerð í eyrum og þar með heyrnarleysi, nýrua- bólgu o. fl. Skarlatssóttin er afar-nœm. Menn geta tekið sóttina af því einu, að koma nærri sjúklingun- um, þó að þeir komi ekki við neitt, sem inni er. Heilbrigðir menn geta borið sóttkveikjuna af einu heimili á annað, án þess að fá sjálfir sóttina. Hún getur borist í fatuaði, húsgögn- um, bréfum og hverjum þeim hlut að heita má, er komið hefir nærri sjúklingunum. Menn þekkja að vísu ekki þessa sóttkveikju; en víst er um það, að hún er mjög lífseig. Það vita menn, að hún felst í hreistrinu á hörundinu og getur verið í hrákum sjúklingsins og jafnvel í hægðunum. Sá fær mjögsjaldan skarlatssótt, sem einusinni hefir haft hana. Yfirleitt er hún ekki eins margtæk eins og mislingar. Mönnum er full- kunnugt hér á landi, að örfáir komast undan mislinganum, þeir sem ekki hafa fengið þá áð- ur. Svo slæm er ekki skarlatssóttin. Húu legst einkum á börn, sem eru 2—10 vetra; með aldrinum þverrar sóttarhættaii smátt og smátt, en þó ber það oft við, að fullorðið fólk tekur sóttina. Allir geta fengið hana. Ung- böra á 1. ári fá hana ekki að jafnaði. Þá er sóttin geugur yfir, þar sem hún hefir ekki komið áður, má gera ráð fyrir, ítð hún sýki svo marga af hundraði (°/0), sem hér segir: yngri en 5 ára um 60% 5—15 — — 30o/° . 15—25 — — 3% 25—30 — — 1% og þaðan af minni, eftir því sem áriu færast yfir Þessar tölur eru enganveginn algildar, því að mikil tímaskifti eru að því, hversu margtæk sóttin gerist. Að jafnaði líða 4—7 nætur frá því er menn fá í sig sóttkyeikjuna og þar til er sóttin hefst. Þessi undirbúningstími sóttarinnar getur þó verið ean styttri (1 eða 2 nætur, sbr. Lóna- kotsbörnin); stundum aftur lengri en hér var greint (alt að 14 nóttum). Sóttvarn og sótthreinsun gegn skarlatsótt er svo vandasöm, að ekki er unt í stuttu máli að gera grein fyrir öllu því, sam athuga þ&rf. Læknar vorða að hafa gætur á slíku. Að öll-

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.