Fjallkonan


Fjallkonan - 26.04.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 26.04.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni i viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l'/a doll.) borgist fyrir 1. júli (erlendis fyrir- fram). ±J BÆNDABLAÐ TTppsögn (akrifleg)bund- in við áramðt, ðgild uema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrmti 18. VERZLUNARBLAÐ XVII. árg. Reykjavík, 26. apríl 1900. iYr. 16. Landsbankinn er opinn hvern virkan dagkl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og Id. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbnnkahúsnu, opið á miðviku- dögnm og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á Bunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstu- dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Stjornarskrármálið. Bftir Búa. Af því mig Iangar til að leggja orð í belg í þeaau máli frá mínu sjónarmiði, langar mig til að biðja yðar, herra ritstjóri, að Ijá þessum línum rúm í yðar heiðraða blaði, enda er það ekki svo oft, sem vér búar látum til vor hayra opinberlega um það mál. PÍHgmálafundagerðirnar frá síðastliðnn vori bera það með sér, að enn þá lifir Keðal þjóðarinnar allmikill áhugi á því að fá breytingu á stjórnarfari voru; hinir ánægðu með hið núveranda ástand munu vera í mjög miklum minni hluta. En aftur á móti kemur mönnum þeim, er breyta vilja, eigi eina vel saman uni hitt, hvort nægt gæti fyrst um 8inn, að fá breytingar þær, er frv. það fer fram á, sem kent hefir vetið við dr. Vaítý, eða ekki. Flestallir hinir gætnari stjórnmálamenn vorir álitu svo, að yrði slíkt frv. að lögum, væri spor stigið í rétta átt; vér fengjum þá, eins og önnur löggjafarþing, ráðgjaía vorn tii viðtais og samninga, og hann gæti betur sint málum vorum, þá er hann hefði um vor mál ein að hugsa, heldur en ráðgjafabrot það, sem vér höfum haft hingað til. Það er heldur varla hægt að neita því með rökum, að þessi ályktun sé rétt. Hinir svæsnari stjórnmálamenn aftur á móti álíta alt einskisnýtt nema algerða heimastjórn, eins og stj.skrá sú fer fram á, er kend hefir verið við Ben. Sveinsson; — álíta jafnvel, að það væru afturfarir frá stjórarfari voru nú, að þiggja breytinguna, er frv. dr. Valtýs býður. Mér virðist þó, að umræðurnar um mál þetta utanþings og innan hafi sýnt það berlega, að slíkar skoðanir eru öfgar einar, enda hafa þær verið hraktar með góðum og gildum rökum. Þar sem nú einnig vonimar um, að vér mun- um geta fengið algerða heimastjórn á næstu ára- tugum, eru næsta veikar — enda engar, er ekki að undra, þótt sá fiokkur þynnist fremur en fyllist, sem fylgt hefir því merki. Það þreyt- ast fiestir menn á því að berjast, þegar engin von er um sigur. Og það sem gefur frv. dr. Valtýs mestan vind í seglin er vissan um, að geta fengið það, sem þar er beðið um. Enda er ég fyrir mitt leyti í engum vafa um, að það frv. eða sú stefna, sem í því er, muni sigra áður langt líður, og að hún hefir ekki enn þá sigrað, hygg ég sé sprottið af tveim ástæðum, þeirri, að dr. Valtýr kom fram með frumvarpið, og þeirri, hve óhyggiiega þingið fór að ráði sínu 1897. Alþingið 1895 vann það þýðingarmikla verk, að fá laadshöfðingjann í lið með sér í barátt- unni fyrir aðal-kröfum vorum. Bréf lands- höfðitigja til stjórn&rinnar út af þingsál. alþing- is 1895 (dags. 20 des. 95, Stj.tíð; 1897 bls. 119) fer fram á það, fyrir vora hönd ab skipaður sé fyrir ísland sérstakur ráð- gjafi, er mæti á alþingi, að eigi sé borin upp í ríkisráðinu né lögð undir atkvæði þess Iög þau og stjórnarathafnir, er snerta sérstök málefni íslands og að ráðgjafinn fyrir ísland beri ábyrgð gagn- vart þinginu eigi einungis á því, að stiórnar- skráin sé haldin, heldur einnig á embættisfæralu sinni yfirleitt. Að þetta séu aðalkröfur vorar í baráttunni, og að jafnvel Ben. Sveinsson hefði allvel unað því, ef þeim hefði orðið framgengt, sýna um- mæli hans á alþingi 1897 um bréf þetta og enda frv. það, er hann þá flutti fram. í því frv. var horfið frá algerðri heimastjórn. Jafn- vel þótt ráðgjafinn í svari sínu upp á bréf þetta neitaði kiöfum þessum, er það þó bert, bœði af orðaiagi bréfsins, þar sem gefið er í skyn, að þetta kunni að fást, ef íslendingar gerðu sig ánægða með þau úrslit — en þeir muni setja kröfurnar hærra, — og aðallega af því, að hann biður landshöfðingja, að lýsa yfir, á þingi 1897, að frv. dr. Vaitýs gæti fengið staðfestingu — er það bert, segi ég, að bilbugur er unninn á stjórninni, og það getur engu öðru verið að þakka en því, að landshöfðinginn, sjálfur full- trúi hennar á þinginu og æðsti embættismaður vor, er kuunugastur er málum vorum og öllum högum, hann er orðinn með oss í því að óska breytingar. Þetta er það sem brýtur það skarð í vegginn, að ekki er leagur þvert nei við öllum breytingum, eins og ílðar hafði verið í svörum stjórnarinnar. En þó að landshöíðingjabréf þetta hefði þannig unnið nokkurn bug á stjórn- inni, þá var sá bugur eigi svo mikill, að stjórn- in sjálf hefði skap til, að leggja frv. fyrir þing- ið 1897, en brúkaði það lúalag, að makka við dr. Valtý á bak við fulltrúa sinn, landshöfð- ingjann, og koma ekki fram með neinar beinar tillögur sjálf eða samkomulagstilboð til þingsins. Allmargir þingmenn á alþingi 1897 fundu til þess, að þeasi aðferð stjórnarinnar var afkára- leg, og alís ekki samboðin virðingu þingsins og fulltrúa stjórnarinnar sjálírar, og þetta varð að- allega málinu að fótakefli á því þingi Og vér getum ekki láð þingmönnum það. Það er eng- inn bær að semja við þingið fyrir hönd stjórn- arinnar, nema fulltrúi hennar á þinginu, og hann er samkv. stj.skrá vorri landshöfðinginn, og af því er auðsætt, hve afkáralegt það er, að ein- hver gleiðgosi sé að troða sér upp á milli stjórnar og þings og eins og að ryðja lands- höfðingja úr vegi — einmitt á þeim tíma, þeg- ar Iandshófðingi hafði ótvíræðlega sýnt það í tillögum síuum til stjórnarinnar, að hann var korainn á band þjóðarinnar og var orðinn fyr- irliði þeirra, er breytinganna óskuðu. Það var hinni ótrauðu stjórnarbaráttu frá 1881 til 1895 og þeim sem hana háðu bezt og mest sannfær- andi að þakka, að landshöfðinginn var unninn, sem líka var mestur slægur í að vinna aí öllum mönnum hér á landi, og með því að vinna hanu og fá hann til að leggja sitt þunga lóð á vogarskálina, og gerast talsmaður vor við stjórnina, var auðsætt, að þá, eða aldrei, var von um árangur af baráttunni. Það var því ekki að undia, þótt forkólfum stjórnarbarátt- unuar þætti súrt í broti, að láta bola þennan mann burtu úr broddi fylkingar og um leið þá sjálfa, og gera nú eins og alt þeirra verk að engu; að sjá þennan hvatvísa politiska við- vaning vera að reyna að skreyta sig páfugla- fjöðrum og setja sjálfan sig á þann háa hest, að taka alla samningataumana og þykjast vilja endurleysa allan lýð með ráðsnilli sinni og speki; hann, sem virðist hafa þann aðaleiginleika sameiginlegan með vörusendlum (Handelereis- ende), að skríða alt af upp tröppurnar aftur, hve oft sem hann er rekinn út og kastað nið- ur tröppurnar. Það var þesai fasmikli ungi þingmaður, sem nú ætlaði að reka alla þing- málaskörungana og taka sjálfur á herðar sér festarnar og draga bátinn að landi. Það var engin von, að allur þingheimur 1897 félli fram og tilbæði slíkt goð, — enda lítt skiljanlegt, hve margir þó urðu til þess að gera það, og hve margir urðu til þess að raða sér undir merki hans, þrátt fyrir það, hve óhönd- uglega það var dregið upp, sýnir bezt, hversu menn þrá það, að komast út úr þeim pólitisku ógöngum, sem vér erum nú í. En þessir ínenn hefðu átt að sjá það og skilja, að þetta var hinn óheppilegasti maður, sem hugsast gat, til þess að vera frömuður þess, að stjórnarskrár þrefið leiddist til þeirra lykta, — þótt ekki væri nema í bráð — sem Öllum flokkum þætti viðunandi; sérstaklega vegna þess, hver aðferð var viðhöfð, sbr. meðal annars „gula snepilinn", sem bar vott um .karakter' mannsins, og „af á- vóxtunum skuluð þér þekkja þá". Það sem þingið 1897 átti að gera var þetta: Setja frv. það, sem dr. Valtýr kom með, í „eilífa nefnd", en taka sér tilefni af bréfi landshöfð- ingja, ummælum ráðgjafabréfsins og yfirlýsingu þeirri, er landshöfðingi flutti þá á þinginu frá ráðgjafanum um þær bætur, er fáanlegar væru, og skora á stjórnina að leggja sjálf fram frv. fyrir þingið 1899, er gæti orðið grundvöllurinn til samkomulags. Og engin minsta ástæða er til að ætla, að stjórnin hefði ekki orðið við slíkum áskorunum, þar sem hún hafði lýat því yfir fyrir munn landshöfðingja, að sér væri orð- ið málið áhugam&l. Þá fyrst var málið komið hina réttu leið fram fyrir þjóð og þing, og þá má telja það óldungis vafalaust, að samningar væru nú á komnir. Því að það sem varð frv. þessu að fjórleati bæði á þingi 1897 og nú aft- ur 1899 var ekki það, hve það væri óaðgengi- legt í sjálfu sér, heldur bitt, hvernig það er komið inn á þingið í fyrstu. Þetta vita allir þeir, sem fylgt hafa gangi þessa máls. Og dr. Valtýr var þó enn óheppilegri til þess að vera í broddi fylkingar frv. þessa á þingi 1899, eftir að hann hafði skrifað hina alræmdu „Eimreiðar" grein, þar sem hann reyndi að sanna, að stjórnarakrá (grundvaliar- lög) Danmerkur væru giidandi fyrir ísland, því að með slíkri staðhæfingu ætti það að vera öll- um landslýð ljóst, að hann hefir runnið þjóð- málaskeið sitt á enda sem fulitrúi íslendinga á alþingi. Það er öllum, sem um þetta stjórnarskrár- mál hugsa, ljóst, að dr. Valtýr hefir með fram- hleypni sinni unnið því ógagn og tafið fyrir eðlilegum gangi þess, og þar sem hann hefir með pukri sínu á bak við tjóldin einnig getað komið telegrafmáli voru í það horf, að— ef úr því verður nokkuratíma nokkuð — þá kostar það landsjóð íslands slíkt geipi-fé, að vandséð er, hvort hanu færundir því risið

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.