Fjallkonan


Fjallkonan - 26.04.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 26.04.1900, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 sáu bragnar blika þar bjarta linna fletið. Hækka brúnin þótti þá á þingakörungum vorum; margir vildu Warburg sjá og vera nær hans sporum. Laugi og doktor Þórður þá þungar fengu kviður; höfuðin nær því alveg á í ámur steyptust niður. Óráð fengu ýmsir skjótt, innanskömm í maga, fengu ramma riðusótt, römbuðu’ og tóku að slaga. Ofsjónir að augum bar: — urðu sumir tryltir — hraunin, jöklar heiðarnar, hafísjakar gyltir. Akurlendi, eimvélar, ísleczk fley og vagnar, bæði radd- og ritsímar, — rugiaðir vóru bragnar. Tók að vaxa’ af þingsveit þá þröngin Warburg kringum; óför búna sér hann sá að sækja’ að íslendingum. Sá hann, að þeir fúsir fé frá honum vildu taka, en landið sitt að láta í té leizt þeim ei til baka. Samt er grímur sagt að tvær á suma þeirra rynni, þegar gullsins geisli skær glampaði’ at ölkrúsinni. Warburg fylti fjölda manns, fór svo burt til Hafnar; auð ei jók sú herför hans hingað um vegu Drafnar. Einars tók að hnigna hag, hjartað vonrof bita, og revísorinn sælan dag síðan má ei líta. Ríman þá er enda á. — Eikin bráins túna, óðar fá nú skaltu skrá í skyndi frá mér búna. ? ____________ Afturför í bókagerð og prentiðn. i. Þó Ijótt sé frá að segja, hefir bókaútgáfum hér á landi farið aftur á síðustu árum, eink- um þó að hinum ytra búningi, prentun og papp- ír, að vér ekki segjum að efni og máli. Þetta kemur eðliiega af óáran í landinu; al- menningur er ekki fær um að kaupa bækur ; það selst langt um minna af bókum en áður, t. d. varla meira en 1—2, þar sem áður seld- ust 10- -20. Það eru helzt blöðin, sem seljast, og þau drepa allar aðrar bókaútgáfur, nema ef vera skyldi guðsorðabækurnar, sem kallaðar eru, en af þeim hefir verið gefið út svo mikið í landinu fram undir síðustu ár, að landsmenn eru víst sæmilega birgir nokkuð fram á næstu öld, því fremur sem sagt er að húslestrar séu víða að leggjast niður, enda seljast þær nú ekki fremur en aðrar bækur. Þannig hefir naumast selst helmingur af upplagi Páis-postillu, og mun hún þó hafa selst einna bezt af guðsorðabók- um, sem nýlega hafa verið gefnar út. Sama reynsla er í öðrum löndum, að minsta kosti á Norðurlöndum, að bókakaup einstakra manna meðal almennings fara minkandi, jafn- framt því sem blaðakaupin fjölga. í sveitunum þar eru lestrarfélögin helztu kaupendur bóka, og eru þau svo mörg, að þau geta haldið lífi í bókaútgáfunum. Hér á landi er alt öðru máli að gegna; hér verða lestrarfélögin niðurdrep allrar bókaútgáfu, þótt þau væri í hverri sókn á landinu, og er það þegar farið að sjást, hver- jar afleiðingar muni verða af lestrarfélögunum hér, ef þau haldast við eða fjölga. Eftir skýrsl- um nákunnugra manna, sem eg hefi í höndum, selst nú 1—2 eint. af bók, þar sem fyrir nokkr- um árum seldust 10—20. Af því Ieiðir, að annaðhvort-verður að hætta að gefa út bækur, og þar með eru bókmentir vorar steindauðar, eða selja verður bækurnar að minsta kosti tí- falt hærra verði en áður. Af því að bækur seljast svo illa nú orðið, og borgast enn ver, hafa bókaútgefendur neyðst til að vanda miður ytri búning þeirra, eÍDkum pappírinn, sem nú er orðinn mjög óvandaður á flestum bókum, og hlýtur því að endast mjög illa. Fróðir menn segja, að pappírinn í mörgu, sem nú er prentað, hljóti að verða orðinn al- gerlega fúinn eítir einn mannsaldur, hversu vel sem með er farið. Sama er að segja um sumt af blekinu (svertunni); það hefir oft verið af lökustu tegund, og verður því letrið klest eða dauft, nema prentunin sjálf sé því vandaðri, og verður því fyrr eða síðar ólæsilegt. Því verður ekki neitað, að prentiðninni hefir farið aftur hér á landi á síðari árum. Alt stefnir að því að gera bókaútgáfuDa sem ódýr- asta og vanda hana sem allra minst. Það er t. d. munur að sjá prentun á flestum bókum frá prentsmiðju Einars Þórðarsonar eða Lands- prentsmiðjunni, sem ekki þótti þó nein sérleg fyrirmynd eða prentun á bókum t. d. frá Aldarprentsmiðju núna síðan eigandaskifti urðu aðhenni. Flestþaðsemprentaðernú í Aldarprent- smiðju er með mjög óvandaðri prentun, letrið ýmist klest eða dauft, jafnvel þó prentað sé á ágætan pappír, eins og t. d. bækur þær, sem hr. Jón Ólafsson hefir gefið út. Hann hefir gott vit á prentun, og hafði bæði valið sér fall- egt letur til prentsmiðjunnar meðan hann átti hana og haft góðan pappír. Þó er nú prentun í Aldarprentsmiðju óvandaðri en vera skyldi, svo að hún er til minkunar íslenzkri prentiðn í augum þeirra sem vit hafa á, og verður þar engu öðru um kent en óvandvirkni hr. Ostlunds, sem stendur fyrir prentsmiðjunni. Bi.fi'kioyiXoq, Útlendar fréttir. Frá Búum. Roberts situr með liði sínu í Bloemfontein, höfuðborg Óraníu. Eru Bretar búnir að vera þar í fimm vikur; vóru hróðugir mjög, er þeir höfðu tekið borgina, og hugðu að þar með væri mikið unnið, en nú er sá gleðibragur farinn af þeim. Þá vantarhesta og veturfatnað, og skortir vatn, síðan Búar skemdu neyzluvatnsveitinguna til borgarinnar. Á allar hliðar þeim eru her- flokkar Búa og gerast meira og meira nærgöng- ulir; er sagt að þeir muni sprengja járnbraut- ina að sunnan og hindra þannig allan vista- flutning til Bloemfontein. — Bretar eru nú í óða önn að víggirða borgina, og munu ætla að hafa hana fyrir herstöð, þegar þeir leggja til aðalbardaga við Búa. Síðustu fregnir segja, að Búar hafi unnið nýjan sigur 7. apríl á enskri herdeild Buður af Brandford, smábæ í Oraníu við járnbrautina skamt norðaustur af Bloemfontein. Hafi þar fallið 600 af Bretum en 900 verið handteknir. — Við Wepener suðaustur af Bloemfontein höfðu Bretar Iíka beðið ósigur um sama leyti; 11 fallnir en særðir 41. — í báðum þessum bardögum er sagt að Búar hafi beðið mjög lít- ið tjón. Bretum telst svo til, að þeir missi 5000 hesta á mánuði í ófriði þessum. Sagt að Búar muni hafa í hyggju að setjast aftur um Ladysmith, og réðust þeir á herbúðir Breta þar í grend 10. apríl, en varð lítið á- gengt. Bretar hafa beðið Portúgalsmenn leyfis, að mega setja herlið á land í landi þbirra, og ætla að koma því þaðan til Rhodesíu, og koma það- an að óvörum norðan að Mafeking, sem er á landamærum Transwaals og Bechuinalands og Búar hafa enn í herkví. Með þessu móti eru Portúgalsmenn ekki hlutlausir af ófriðnum. Út af fyrirspurn um það á þinginu á Frakklandi, hvort Frakkar ættu að þola slíkt, svaraði ut- anríkisráðgjafinn, að Frakkar gætu ekki skift sér af því tiltæki Portúgalsmanna, sem Bretar hafa öll tök á, en yrði hag Frakka í Aftíku hætta búin, mundu þeir ekki sitjandi hlut í eiga. Miklar viðsjár með Búum og Bretum í Kap- nýlendunni og hætt við upphlaupi. — Blámanna óeirðir hafa verið í Kumassi (við Q-ulIströndina), en vóru heldur að sefast. Roberts yfirhershöfðingi hefir sent onsku stjórniuni skýrslu um ástandið í hernum og lætur mjög illa yfir þvi, og kvartar meðal ann- ars um ótrúmensku yfirmannanna. Ber t. d. Buller iila söguna. Eftir allra síðustu fréttum frá 18. þ. m. verð- ur Englendingum ekkert ágengt, og eru þeir mjög vondaufir sem stendur Prinsinn af Wales er í Kaupmannahöfn, en Victoría drotning hefir verið á írlandi. Leópold konungur í Belgíu hefir gefið land- inu allar fasteignir sínar. HcyliJ avlli. Póstskiplð „Laura“ kom i nótt. Með henni komu kaupmenn, svo sem konsúll D. Thomsen, Björn Krist- jánsson, Breiðfjörð, B. H. BjarnaBon, Dorkell Þorkels- son, og með honum vindlari, Þórarinn Þorláksson málari. — Prá Bnglandi Mr. Minto Black námafræðing- ur. — Frá Ameríku: Þórður Finsen og hjón íslenzk. Sjónleikar. Síðasti leikurínn sem „Leikfélag Reykjavíkur11 hefir leikið í vetur er „Skríll“ (á d. „Pak") eftir Th. Overskou. Leikur þessi á aðailega að sýna að „ekki er alt gull, sem glóir“, eða með öðrum orðum, að það þurfl ekki endilega að vera skríllinn (pakkið), sem af mörgum kunni að vera álitið svo, sökum þess að þar eigi lægri stéttir í hlut, heldur jafnvel þvert á móti. Skrilshugsunarhátturinn geti eflaust átt sér engu siður stað hjá þeim, sem meira láti á sér bera og i hávegum eru hafðir. Leikurinn er einn af hinum betri, sem hér hafa verið leiknir, enda hefir hann fallið almenningi vel í geð. Snmir þeirra, sem höfðu séð leik þenna hér áður (1866), höfðu líka óskað þess, að hann yrði sýndur hér aftur. Það sem eg myndi helzt setja flt á hann er það að höfundurinn sé fremur hlutdrægur, svo að hvor hliðin sem sýnd er komi helzt til Bterklega fram, enda þótteg játi með þeim, sem þegar hafa dæmt um hann, að tímar og skoðanir hafi að nokkru breytst síðan hann var skrif- aður. Leikurinn er að mínu áliti fremnr vel leikinn yflr höf- uð, og enda jafnbetur en mörg stærri leikrit, sem eg hefi séð, því um enga rolluna gæti eg sagt, að hfln væri illa leikin. Flestum mun koma saman um, að barón Lillie sé einna bezt leikinn, og tek eg undir það, að hann er prýðilega leikinn, enda hefir sá, er hann leikur (kand. Jón Jónsson) sýnt sig sem mjög gott leikara efni, þá sjaldan hann hefir komið fram á Ieiksviðið. Það er víst og satt, að erfitt hefir verið að fá þær persónur vel leiknar hér, sem kallaðar eru fínir menn, einkum þar sem fínleikinn er mestur utan á en minni í hugsunarhættinum, en hvað þessu hlutverki, barón Lillie, viðvíkur, þa er þess að gæta, að Jón hefir fremur flestum, sem leikfélagið hefir á að skipa, haft tækifæri til að sjá slíka menn og kynna sér líf og venjur þeirra, en það myndi hafa hjálpað öðr- um taisvert í líkum tilfellum. Vagtel, sekreteri, sem Kr. Þorgrímsson leikur, finst mér sömuleiðis vel leikinn, enda hefir sá leikandi átt því að fagna, að vera venjulega vel meðtekinn á leiksviðinu. Bg hefi séð það tekið framum Yagtel nú, að hann só ekkinógu nátthúfulegur, en eg get ekki verið á þeirri skoðun, því mér finst að það myndi að eins skemma en ekki bæta ef hann væri það meira, og að hann myndi þá um of hlægilegur, og vil eg einkum þar til nefna samtölin við Dobel og Palle, því þar finst mér að minsta koati ekki á vesaldóm hans bætandi. Kona Yagtels (Gunnþ. Halldórsdóttir) er vel leikin, og er varla efi á, að þeim leikanda lætur bezt að leika roskn- ar konur. Að hfln sé of ungleg að sjá, skal eg ekki hafa á móti, en það sýnist mér líka að nokkru leyti um Ellu, konu Palle bátstjóra. Ætti eg nokkuð út á frú Vagtel að setja, væri það helzt að skapvargnrinn mætti koma ögn betur í ljós, en áherzlur og hreyfingar hennar eru mjög eðlilegar. (Niðurl. í næsta bl.). (Sigurður Magnússon), £W" Næsta blað af Fjallkonunni kemur út á þriðjudaginn kemur.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.