Fjallkonan


Fjallkonan - 08.05.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 08.05.1900, Blaðsíða 2
2 F J A L L K 0'N"A N. segir, að stríðið hafi leitt það í ljós. Hann bendir á, að Þýzkaland sé öllu fremra en Eng- land í iðnaði og menningn, Noregur fremri í ýmissi kunnáttu, eða hver hafi nokkurn tíma heyrt getið um enska söngmeistara? „Við stöndum á gömlum iðnaðarmerg í vélasmíðum og þess konar, en alls ekki á borð við Ameríku. Maður nokkur kunnugur hefir sagt oss, að véla- smiðjur í Ástralíu og Ítalíu séu betur út búu- ar en vorar smiðjur. Og menningarlist eða uppfræðing Englendinga er mjög ábótavant; hún stendur á baki hinnar hárfínu dómgreindar Amerikumanna og nákvæmni Þjóðverja.“ (Þetta stendur í „Review of Reviews“, sem Mr. Stead gefur út og ritar í. Vegna meðhalds við Bú- ana varð Mr. Massingham að hætta við ritstjórn biaðsins). Enn fremur segir Mr. Stead, að her- inn sé heldri manna tildur, útlendingar geti ekki skoðað háskólana í Oxnafurðu og Kam- bryggju öðruvísi en ieikfimisæfingar og aflrauna- kák; fátækir menn hafi enga útsjón til að geta tekið þátt í stjórnmálum, nema þeir fái ríka giftingu eða einhvern bakjarl; gáfumenn komist sjaldan að á Englandi til þess að ná æðri stöðu, alt þjóðlífið sé rotið inn í merg. Mr. Stead er ekki hræddur við að segja þeim tii syndanna. Við skulum bæta hér við eftirfyigjandi kafla úr bréfi frá Lundúuum, rituðum af Þorsteini Er- lingssyni 1. marz 1900 (pr. í Bjarka 21. marz). „Við Hansen konsúll vorum hér með kunn- ingjum okkar og skiftavinum eitt af fyrstu kvöidunum, sem við vórum hér í borginni. Eins og auðvitað er barst talið fljótt að Búum og ófriðnum, og við drógum engar dulur á, að við værum Búa megin og vildum að Bretar færu sem verstar ófarir, og hrósuðum happi yfir hrakförinni, sem Buller hefði farið við Spion kop. Bretarnir þögðu á meðan, en þegar við vorum búnir að segja það sem við vildum, þá brostu Bretarnir og sögðu að þeir væru okkur öldungis samþykkir af sínu insta hjarta, og mundu segja það hátt og einarðlega, engu síður en við, ef þeir væru ekki Bretar. Nú hefði þjóð þeirra gert heimskustryk, og yrði þeir því að láta hægt, en þeim væri gleði að hverjum þeim manni sem drægi taum Búa“. Kunnugt er að ákafiega mikið og langvint stríð var háð í Ameriku árin 1860—1865, til að afnema þrælahald og veita svertingjum frelsi. í „Kringsjá" (janúar 1900) er ritgerð eftir ameríkskan höfund, D. E. Tobias (prentuð í „Nineteenth Century“, en þýdd í „Kringsjá11), þar sem sagt er frá, hvernig þessu „freJsi" sé varið. Höfundurinn setur fram þá spurningu: „Eru svertingjarnir í Ameríku frjálsir ?“ Og hann þverneitar því. í suðurríkjunum eru þeir engu frjálsari en áður, þrátt fyrir alt það gum og gort, sem hafið var um þessa óviðjafnanlegu mannúð, sem átti að fást með stríðinu, sem kostaði meira en hálfa miljón manna sem bana höfðu beðið, tvær miljónir særðra og limiestra og 2'/a millíarða (einn miilíarð er þúsund mil- jónir) dollara, sem Norðurríkin urðu að gjalda, að ótöldu öllu þvi verzlunartjóni og atvinnu- leysi, sem af stríðinu leiddi. Nú þegar þræla- eigendurnir urðu undir og hlutu að gefa svert- ingjana lausa, þá fundu þeir upp á nýrri aðíerð: þeir báru á þá ýmsar sakargiftir, ýktar og lognar, en svertingjar voru varnarlausir, áttu sér engan formælanda, og urðu þeir svo þræl- ar eftir sem áður, og .vóru seldir eða leigðir hverjum þeim sem hæst bauð í þá; margir svertingjar, karlar og konur, vita ekki enn í dag, að þeir hafi nokkurn tíma fengið frelsi, og þessi aðferð tíðkast enn. Þessir bandingjar eru látnir þræla í kolanámum, járnnámum, við sögunarverk, á hveitiökrum, í baðmullarvinnu og þess konar, alt fyrir einstaka auðkýfinga. Menn og konur á öllum aldri, ungt og gamalt, er látið vinna meðan dagur er, og svo þjappað saman í viðbjóðslegustu holur og bæli á nótt- unni, enda verður alt þetta fólk gerspilt og deyr hrönnum saman fyrir örlög fram; það er skoðað eins og dýr, meðferðin er verri en ann- arstaðar er leyfð við skynlausar skepnur. Kon- ur og ungar stúlkar eru látnar vera saman við karlmannaskrílinn; verði þeim hið minsta á, þá eru þær barðar allsberar í viðurvist karl- manna og stráka. Fátækir hvítir menn eru látnir halda vörð, og eru útbúnir byssum. Yíða eru grimmir hundar iátnir gæta svertingjanna, og rífa þá á hol, ef þeir leitastviðaðflýja. Yinnu- tíminn er 16—20 stundir á dag; viðurværi og fatnaður í lakasta lagi; þeir verða sjálfir að sjóða matinn á smáhlóðum hingað og þangað undir berum himni, og í hlekkjum eru þeir altaf látnir ganga og liggja. Þeir verða að liggja i fötunum, þangað til þau detta utan af þeim. Þeir eru barðir með leðurólum, 15—50 högg, eftir því sem eigandinn ákveður. Margir hvítir menn hafa grætt stórfé á þessu. Svert- ingjar mega ekki koma í kirkjur hvítra manna, ekki í kenslustofur né á neinar samkomur, en þó eru þeir látnir gjaida til „háskóla“, skóla og bókasafna; hvítu mennirnir njóta þess, en hinir ekki. Á járnbrautunum mega sverting- jar ekki sitja í vögnum hvítu mannanna; þeim eru ætlaðir sérstakir vagnar, afar óþrifalegir og ógeðslegir, en jafndýrir og skrautvagnarnir. Þá talar Mr. Tobias um „Iynch“ eða skyndi- dómana, þar sem dæmt er og hegnt án dóms og laga, og á þettajsér stað í Ameríku, eink- um í suður- og vesturríkjunum, þar sem ment- un er minni. (Rauaar er þetta ekkert verra í sjálfu sér en að drepa menn blátt áfram, eins og allstaðar er gert í „mentaða“ heiminum, og engu síður en hjá villuþjóðum). En það sem hér er átt við er það, að grimdin er svo af- skapleg, að hún er miklu meiri en dráp. “Það er hart“, segir Mr. Tobias, „að kvenfólk og börn hvítra manna (o: „hinna mentuðu11) fari í kirkju framan af sunnudeginum, en þegar það kemur frá messunni, þá fari það á járn- brautinni margar mílur vegar til þess að sjá manneskju bundna og steikta lifandi á báli — þetta hvíta kvenfólk verður vitstola og æðis- gengið af grimdinni; þær rífa stykki úr líkama svertingjans, sem brendur er, og fara heim með það sem menjagrip, sýna það svertingjunum, sem enn fá að iifa, til þess að láta þá vita hvað þeir eigi í vændum, ef þeir geri nokkuð fyrir sér. Allri þessari grimd er nákvæmlega lýst í blöðunum, sem le3in eru af öllum, ungum og gömlum, og má nærri geta, hver áhrif slík- ur lesturj hefir á hugarfarið. í fyrra (1899) voru meir en hundrað svertingjar (þar af 8 kvenmenn) teknir af eftir skyndidómi fyrir ýmsar yfirsjónir, sem annars mundu ekki vera skoðaðar sem sérlega saknæmar“. í Norðurríkjunum er miklu betur og öðruvísi farið með svertingja, enda vóru þau ríki frum- kvöðlar þrælastríðsins. Aðferð Bandamanna við'Filippíneyjarnar sýnir einnig Ijóslega, hversu þeim kippir í kynið með mannúðarleysi og ágirndar-yfirgang, sem er einkennilegur allri engilsaxneskri kynslóð. Frá Ameríku skulum vér nú snúa oss til Asíu, til Indlands, þar sem Englendingar hafa komist að. Þar stendur líkt á og með Búana: frásagnir Englendinga eru oftast miður áreið- anlegar og hlutdrægar, sem við er að búast. Nú hefir mentaður Indverji ritað um ástandið á Indlandi og stjórn Englendinga þar, og fært fyrir máli sínu órækar sannanir. Það er al- kunnugt, að hvergi á jörðunni koma fyrir önn- ur eins hallæri og hungursneyð og á Indlandi (sumir þekkja kannske lýsinguna á því í 2. ári Fjölnis). Nú er hallærið þar einna mest, í öil- um ólátunum, framfarabröltinu, mentunarfárinu og mannúðarglamrinu. Áður stafaði þetta ein- ungis af þurkum, þegar ekki rigndi mánuðum saman, svo að öll uppskeran brást. En eftir að járnbrautirnar hafa komist á, þá getur hallærið ekki stafað af því, með því nú mætti hæglega flytja matvælin þangað sem skorturinn væri, en áður var þess enginn kostur. Nú á dögum kemur hallærið ekki til af því, að mat eða korn vanti, heldur af því að fólkið hefir ekkert að kaupa sér fæðu fyrir. Einmitt í þeim hér- uðum, sem fiuttu út korntunnurnar miljónum saman, þar hefir fólkið á sama tíma hrunið niður af hungri miljónum saman. Mönnum of- býður að heyra að á fyrstu 80 árum 19. aldarinnar hafa 18 miljónir manna á Indlandi dáið hungurdauða, en þetta er samt hvergi nærri sannleikurinn, því rithöfundur nokkur i Bombay, að nafni Behramsj Malabari, sem er viður&endur sem áreiðanlegastur allra í þessum efnum, hann segir í bók sinni um Indland, að 1875 hafi talist, að 40 miljónir Inda dæu hungurdauða; en nú (1897) séu það 80 miljón- ir (meir en halmingi meira en allur mannfjöldi Englands, Skotlands og írlands. Mannfjöldinn í „keisaradæminu Indlandi“, sem Bretar hafa kastað eign sinni á, er talinn alt að 300 milj.). Hann skýrir þetta þannig, að þessir aumingjar fái ekki nema eina léttvæga og næringarlitla máltíð á dag, sem er rétt til að halda í þeim líftór- unni, en gefur enga líkamskrafta. Svo þegar drepsóttir komi (sem altaf geisa í þessum löndum), þá falli þeir unnvörpum, því líkamann vanti allan mátt til þess að standast nokkurt áfall. Þar við bætast hin óþrifalegu og óhollu greni, sem þetta fólk hlýtur að hýrast í; þau hjálpa dauðanum ásamt stjórninni, sem hefir búið alt í haginn til þess að eyðileggja þessa aumingja. Maki myrkranna. Bftir Bram Stoker. (Framh.) Ég ásetti mér nú að reyna að hafa á mér andvara og sofna ekki — en eg sofnaði samt og vaknaði ekki fyrr en komið var langt fram á dag. Klukkan var tíu, og það var glaða sól- skin úti; ég lauk upp glugganum og andaði að mér hressandi vorloftinu með skógarilminum. Allar ógnir næturinnar vóru roknar burt fyrir birtunni; eg hefði getað ímyndað mér, að mig hefði dreymt það sem eg þóttist verða var við um nóttina, hefði ekki útbrunnið kertið og marghleypan á borðinu verið þegjandi vottur. Ég teygði mig út um gluggann til að gæta betur að landslaginu kringum höllina. Eg sann- færðist enn betur um, að höllin var bygð á bjargi, og að þverhníptur bergveggur var að henni á sumar hliðar, og mundi hún því hafa verið ill-vinnandi á fyrri tímum. Hægra og vinstra megin sá eg að vóru turn- ar á höllinni. Turninn hægra megin var ásjá- legur, en vinstra megin var hann hrörlegur, og vóru sprungur í veggina, og þakið sumstaðar niðurfallið. Úr þessum hluta hallarinnar kom mannsmynd sú sem íyrir mig bar. Þegar eg teygði mig betur út um gluggann, sá eg að á grundinni fyrir neðan vóru stórir steinar, sem höfðu að líkindum hrunið úr berg- veggnum, en þegar lengra dró tóku við runn- ar og skógur, en ber fjöll í fjarska. Langt burtu sá eg tvö eða þrjú bændabýli, sem virt- ust vera mjög afskekt, — annars var hvergi að sjá mannabygð eða nein mannaverk. Eg setti hönd fyrir auga til þess að sóiskin- ið glepti mér ekki sjónir. Þá kom eg auga á eitthvað hvítt í runnunum vinstra megin. Mér datt í hug, að það væri þvottur sem væri breidd- ur íil þerris, en tók þó ferðakíki minn og fór að gæta betur að því. Eg sá þá að þetta var maður, sem lá á bakinu og rétti frá sér hend- ur og fætur, og þóttist vita að hann svæfi þarna inni í runninum. Mér þótti vænt um að sjá þenna mann, því eg hafði aldrei séð nokkurn mann úti fyrir höllinni siðan eg kom. Eg lyfti upp kíkinum og horfði betur — en svo hneig ég ofan á stól, sem hjá mér var, titr- andi af geðshræringu. Ég vildi ekki sjá meira. Þetta var kvenmaður, — ég sá hana eins og hún hefði verið fast hjá mér. Það var ung stúlka, lagleg og vel vaxin. Hún var dáin.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.