Fjallkonan


Fjallkonan - 08.05.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 08.05.1900, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 Höfuðið var beygt aftur á við og hálfaokkið ofau í mosann, svarta hárið flaksaði og var eins og rifið sundur, munnurinn og augunvóra opinn og allur svipurinn lýsti otboðs-hræðslu. Fötin vóru rifin upp ofan fyrir brjóst, svo að hálsinn og brjóstin vóru ber, og á hálsinum var opið sár; blóðið hafði runnið úr því ofan axlirnar og fötin vóru blóðug — það vóru stór- gerð hvít ullarföt, eins og kvenfólkið ber þar í landi. Hún hafði rétt út handleggina ogeins og gripið ofan í mosann í dauðaangistinni. Eftir nokkrar mínútur bar eg kíkinn aftur fyrir augun til þess að ganga úr skugga um, að mér hefði ekki missýnzt. Það var alt eins og ég hefi lýst. Þá þóttist eg vita, hvernig staðið hefði á því neyðarópi, sem eg heyrði. Hvernig ætli að þetta voða tilfelli hafi að borið? — Ætli úlf- arnir hafi gert það? Það er nóg af þeim í skógunum, en greifinn hefir sagt, að þeir réð- ust ekki á menn og allra sizt á þessum tíma árs, þegar þeir hafa nóga bráð í skóginum. Eða hafði þessi stúlka verið myrt? Úlfarnir mundu naumast hafa skilið svo við hana, en líkur til að morðingi hefði getað gert það. Hún var hálffalin í runninum og hérvar ekki alfaravegur. Eg þreif hattinn minn, stakk á mig marg- hleypunni og*ætlaði að rjúka út og reyna að komast þangað sem líkið lá. Einhver stígur hlaut að liggja meðfram berginu og þangað. Ég komst ofan riðið og ætiaði að fara út. Þegar eg kom í forsalinn, mundi eg eftir |því, að eg hafði ekki stigið þar fæti síðan eg kom. Af því að eg svaf svo mikið á daginn og greifinn eyddi svo miklum tíma fyrir mér til þess að læra að tala enskuna, hafði eg ekki einu sinni komið út fyrir hallargirðinguna. En þegar eg ætlaði að lúka upp hliðinu, var það harðlæst og enginn Iykili í skránni. Eg svipaðist að lyklinum alt í kring, en sá hann hvergi. Síðan reyndi eg að brjóta upp hliðið, en gat engu bifað. Forsalurinn var stór, og dyr á ýmsar hliðar; ég ætlaði nú að reyna að lúka einhverri þeirra upp, en þær vóru allar harðlokaðar. Ég er óvanur því að geta ekki farið ferða minna sem frjáls maður; en nú sá eg að ég var í rauninni í varðkaldi. Mig hafði áður langað til að koma út, án þess eg hefði gert mér grein fyrir, hvað eg ætti að gera; en síðan eg sá lík stúlkunnar hugsaði eg ekki um annað, en að komast að því, reyna að hjálpa ef kostur væri, kalla á menn, leita eftir morðingjanum með aðstoð lag- anna og réttvísinnar, þ. e. gera alt sem siðað- ur maður mundi hafa gert í mínum sporum. En nú sá eg fyrst hvar hag mínum var kom- ið; eg dró saman í huganum alt sem eg hafði heyrt og séð hér, og sýndist mér þá útlitið verra en nokkurn tíma áður. En auðvitað hlutu að vera margar fleiri úti- dyr. Eg fann líka annan forsal og vóru þar margar dyr, en allar læstar. Eg hafði því engin önnur ráð, en að fara inn í herbergið mitt aftur og þar fanst mér ég helzt eiga heima. Ég var nú orðinn kaf- rjóður af geðshræringu og órólegur, —þvíþeg- ar eg fór að hugsa um alt athæfi greifans, varð mér ljóst, að hann mundi af ásettu ráði hafa spornað við því, að ég kæmist úr höllinni. Hann hafði haldið vöku fyrir mér á hverri nóttu fram undir dögun, til þess að eg yrði að sofa mest-allan daginn, en fyrir kurteisissakir hafði eg ekki viljað fara neitt úr herbergi mínu fyrri en hann kæmi. Þannig hefir tíminn liðið svo, að eg hefi varla getað gert mér grein fyr- ir, hve marga daga eg hefi verið hér. Greifinn er auðvitað eitthvað undarlegur eða ólíkur öðr- um mönnum að háttum. Það er líklegt, að hann hafi viljað hafa not af mér með þessu móti, einkum þegar hann sá, að eg var svo leiðitamur, en eg get nú samt ekki unað við það, að eg sé lokaður inni sem óbótamaður. Þegar eg iitaðist um, sá eg að enginn út- gangur gat verið úr herbergi mínu og þeim herbergjum greifans, sem eg bjó í, nema ofan riðið, sem eg hafði gengið npp í fyrstu eða gegnum gang, sem lá eftir þessari álmu hall- arinnar endilangri. En þar vóru allar dyr læstar. Eg reyndi nú að fara upp stigann, sem lá upp í myndasalinn. Mér brá í brún, þegar eg tók í hurðarhún- inn á hinni stóru eikarhurð. Hún var ólæst. Sólin skein inn um alla gluggana í hinum langa myndasal. Það var alt annar svipur yf- ir rnyndunum nú, en þegar eg sá þær um kvöld- ið við vaxljós og glætu af varla hálfvöxnu tungli. En þær höfðu samt áhrif á mig; mér fanst mér verða hálfilt, og lá við sjálft að liði yfir mig. Eg leit ekki nema í svip á mynd- irnar, og fanst mér þó fagra myndin fyrir gafl- inum draga mig að sér með nær því ómótstæði- legu afli. En eg hafði ásett mér að láta ekk- ert tefja mig fyrr en eg hefði kannað höllina svo víða sem eg gæti. Á hinum gaflinum á myndasalnum vóru tvenn- ar dyr opnar á gátt. Meðferð á íslenzkum hestumíEnglandi. (sbr. ritgerð „Dýrav.“ í ísaf.) Hestar í kolanámu. (Eftir danskan höf.; 111. Fam. Joarn. ’94). „. . . . Fyrst skoðaði eg hesthúsið. Það er höggvið inn í hliðvegg í einum af námugöng- unum, og rúmar 40 hesta; nú eru þó aðeins 36 í námunni. Hestarnir eru smáir og fjör- legir, og lítur út fyrir að þeim líði mjög vel (befinde sig brillant) í þessum undirheimum. Þeir eru allir í góðum holdum og vel burstað- ir og kembdir. Drengir hirða þá og aka vögn- unum. Hestarnir koma í námurnar 4—5 vetra og eru ekki tekuir upp, nema ef eitthvað verð- ur að þeim. Nokkrir þeirra hafa verið þar 14 —15 ár. Á nóttum halda 3 drengir vörð í hesthúsinu . . . .“ B. B. Frá útlöudum. Bretar og Búar. Ekkert sögulegt hefir frézt af ófriðnum milli Breta og Búa. Þar gengur hvorki nó rekur. Hafa orðið litlar skærur milli þeirra, en það er auðsjáanlega kák eitt. Roberts situr enn í Bloemfontein, og virðist ekki vera búinn til að halda lengra norður eftir. Búar höfðu sezt um Wepener, sem áður hefir verið getið, en hafa orðið að hverfa þaðan. Umsátin um Mafeking á vest- urlandamærum Transwaals heldur áfram og eru bæjarbúar sagðir aðþrengdir af hungri. Tilraunir Búa til að brjóta upp járnbrautir og hindra þannig samgöngur til aðalstöðva Breta í Bloemfontein hafa mistekist. Uppreist eða því sem næst í Kapnýlend- unni, og víðar talað um óeirðir í Afríku, en ekki svo að kveði. Slys (sprenging) hafði orðið meðal Búa við skotfæra tilbúuing og varð um 30 manns að bana. Yel lýsir það hugarfari Englendinga, að samskotasjóður til Búa-ófriðarins nam í apríl- lok nær 900 þús. punda, en samskotasjóður til að bjarga Indverjum frá hungurdauða nam að eins 200 þús. punda. Parísarsýningima setti Loubet forseti 14. apríl. — Hún er hvergi nærri komin í fult lag enn, og má auðvitað enn senda muni á hana. Herbiínaður Svía. Ríkisþing Svía hefir samþykt fjárveiting til herbúnaðar, sem nem- ur nær 16 miljónum króna. Ensk rausn. Útgerðarfólag botnverpinga í Hull hefir sent brezka konsúlnum hór í bæn- um 20 pd. sterling þ. e. 360 krónur, sem fé- lagið hefir skotið saman handa bláfátækum ekkjum, börnum og öðrum munaðarleysingj- um eftir þá þrjá menn, sem botnverpingar drápu á Dýrafirði. Mikill er höfðingsskapur Englendinga! Ráðaiieytið í Danmörku. Nýtt ráðaneyti er nú loks komið á laggirn- ar í Danmörku, en ekki þurfa menn að bú- ast við, að nokkur breyting verði fyrir það á stjórnarfarinu, og að likindum verður það ekki langlíft, því naumast getur það stjórnarástand staðið enn lengi, sem nú er í Danmörku. Þessir eru nú í ráðaneytinu: Forsætisráðherra: Sehested. Dómsmálaráðherra og ráðgjafi fyrir Ísland: GIoos. Hermálaráðherra: Middelboe. Kirkju og kenslumálaráðherra: Bjerre. Fjármálaráðherra: Scharling. Ný lög. Lögin um gjöld til presta og kirkna eru samþykt af konungi. Heiðursmerki. Giísli GIuðm.son bóndi í Bitru í Flóa er orðinn dannebrogsmaður og dbrm. Ingimundur Eiríksson í Rofabæ hefir heimild tii að bera það heiðursmerki krónuorðunnar, sem Þýzkalandskeisari veitti honum. Yeittar sýslanir. Póstafgreiðslumenn í Reykjavik eru þeir orðnir kand. fil. Þorleifur Jónsson og kand. fil. Vilhjálmur Jónsson. Háinn er 17. febr. í vetur að Gunnarsstöð- um í Hörðudal Kristján Kristjánsson fyrrum ráðsmaður í Hítardalhjá sr. Þ. Hjálmarsen. Hinn mikilhæfasti maður og stórmerkur vegna hæfi- Ieika og höfðingsskapar. Fæddur 1817;jarðað- ur í Snóksdal. Roylxj avib:. Aiiabrögð. í gær reri einn maður héðan úr bænum (Ólafur á Bygðarenda) til Sviðs og fekk góðan afla af smáfiski, stútungi og þorski (80 í hlut). Tíðarfar. Síðustu daga inndælasta vorveður. Mjölnir, eimskip, eig. Þór. Tulinius í Khöfn, kom 5. þ. mán. Pústskipið „Ceres“ kom hingað 6. þ. mán. Farþegar með þessum skipum vóru kaup- mennirnir: Ásgeir Sigurðsson og Copeland, og bræðurnir Riis og Lárus Snorrason, frk. Petrea unnusta hr. Júlíusar Jörgensen, frú Bjarnason frá Þýzkalandi o. fl. Sighvatur Bjarnason, bankabðkari, kom með „Ceres“ frá Kaupmannahöfn. Mun hafa farið þangað í erindum Landsbankans. Yeðdeildin er haldið að ekki muni geta tek- ið til starfa fyrr en í haust, og er það seinlæti að kenna íslenzku stjórnardeildinni í Kaup- mannahöfn. Frá Ameríku komu fáeinir íslendingar með síðastu skipum; sumir að sögu alkomnir. Skarlatssóttin er nú að sögn komin upp hér í bænum í húsi héraðslæknis Guðmundar Björnssonar; lögzt í henni vinnukona þar og greinileg einkenni sýkinnar komin fram. Gert ráð fyrir að einangra sjúklinginn. Trúlofuð eru: Frk. Anna Jörgensen og kaupmaðnr Gunnar Þorbjarnarson; frk. Katrin Thorsteinsson (frá Bíldudal) og kand. fil. Eggert Briem.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.