Fjallkonan


Fjallkonan - 15.05.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 15.05.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða V/2 doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). TJppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda íyrir 1. októ- ber, enda hafi hannþá, borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. BÆNDABLAÐ VERZLUNARBLAÐ XVII. árg. Reykjavík, 16. maí 1900. tfr. 19. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbokasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á miðviku- dögnm og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu dögum kl. 2—3 e. m. Okeypis lækning á spítalanum á þriðjudögum og föstu- dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. ¦ -X" *\L« •st" *-.[•" Jyf *y* "•L" "J^ ,"¦!¦" *-L" . "sU* Yfirlýsing. Samkvæmt áskorun frá herra D. 08tlund út af nokkrum ummælum um hann í 17. tölublaði Fjallkonunnar þ. á. lýsi ég sem ritstjóri hér með yfir, að þau ummæli um herra D. Ostlund í greininni: „Afturför í bókagerð og prentiðn", sem kynnu að álítast á nokkurn hátt persónalega meiðandi eða móðgandi fyrir hann, eru ekki í þeim tiigangi tekin í blaðið, enda sýnir greinin, að hún er ekki ritstjórnar- grein. Keykjavík, 8. maí 1900. Vald. Ásmundsson. Athugasemdir til 'ísafoldar', Eftir Búa. „ísafold" segir i 25 tölubl. þ. á: „í aðálatrið- unum er höfundurinn (c: Búi) því alveg sam- mála þeim, er um þrjú ár hafa verið að leitast við að fá þing og þjóð til að þiggja þá stjórn- arbót, sem oss stendr til boða". „En í einu aukaatriði skjátlast höf. algerleg.v'. Og þetta aukaatriði, sem „ísafold" sjálf kallar, er sú skoðun mín, að réttara væri að kenna frv. frá 1897 við landshöfðingja Magnús Stephensen heldur en Dr. Valtý. Ég hefi sem sé haldið því fram, að Dr. Valtýr eigi engan staf og enga hugsun i því frumvarpi, heldur sé það fólgið í kröfum landshöfðingja í bréfi hans tii stjórnarinnar frá des. 1895. En „ísafold" álít- ur(með ráðgjafanum) að aðalatriðið,þungamiðjan í breytingum þeim, sem landshöfðinginn fór þar íram á, hafi verið, að „íslandsmál yrðu ekki Iengur borin upp í ríkisráði Dana". Því skal ekki neitað, að landshöfðingi vor gerir stærri kröfur í bréfi sínu heldur en frv. frá 1897, en þó ber fyrst að gæta þess, að hann lýsir yfir því í nefndu bréfi, að hann álítur ekki, að neina stjórnarskrárbreytingu þurfi til þess, að hætt verði að bera íslands mál upp í ríkisráði Dana. Þar af leiðir aftur, að þótt landshöfðingi hefði sjálfur samið frumvarp til breytingar á stjórnarskránni bygt á hans eigin tillögum, mundi það frv. eigi hafa verið orðað á annan hátt í þessu efni heldur en frv. frá 1897 var orðað. Að þessu leyti er því ber- sýnilegt, að munurinn er enginn. Um það má deila fram og aftur, hvað sé þungamiðja í breytingartillögum landshöfðingja. Einn getur kallað þetta þungamiðjuna en ann- ar hitt. En bréf landshöfðingjans sjálfs gefur þó bendingu um það, hvað hann hefir álitið þungamiðjuna eftir því sem mér virðist. Bréf landshöfðingjans telur sem sé upp þær kröfur, sem báðar deildir alþingis gerðu í þingsálykt- unum sínum 1895 í sömu röð sem þær. En svo síðan, þá er hann hefir metið það, er mæl- ir með og móti þessum krófum, þá kemur hann fram með sínar tillögur, og þá breytir hann rödinni á kröfanum. Þá verður það hin fyrsta tillaga hans, að skipaður sé fyrir ísland sér- stakur ráðgjafi, sem mæti á alþingi. Þetta, að landshöfðiaginn breytir þannig röðinui, að hann færir ríkisráðskröfuna úr fyrsta sæti, þar sem hún var hjá alþingl, ^ftur fyrir kröfuna um sérstakan ráðgjafa, en setur þá kröfu fremsta, sýnist óneitanlega benda á það, að hann álíti þungamiðjuna vera: sérstakur ráðgjafi er mæti á aiþingi. í þessu efni er ekki veruleg sönnun fólgin í því, að vísa í ræður landshöfðingjans 1897 vegna þess, að þá er komið kapp inn í málið, og þá hættir öllum mannlegum verum við, að taka munninn fyllri en annars. „Hvernig ég hugsa mér að farið hefði um stjórnartilboðið á því þingi, ef Dr. V. G. hefði látið málið afakiftalaust?" Svarið upp á þessa spurningu er aðallega fólgið í fyrri grein minni. „Stjórnartilboðið" á þingi 1897 er ambögulegt, og fyrir því fór eins og fór. Einmitt vegna þess, hve það var óeðlilegt eftir stjórnarfari voru, einmitt þess vegna erum vér nú engu nær því að koma breytingunni á hjá oss, heldur en vér vorum, þá er landshöfðinginn hafði skrifað sitt bréfog ráðgjafhm svarað því. Vér stóðum meira að segja án efa betur að vígi í baráttu vorri með landshöfðingjann í broddi fylkingar, heldur en nú með Dr. V. 0. í broddi fylkingar, og orðalag ráðgjafabréfsins 29. maí 1897 gefur það í skyn, að stjórnin mundi ekki ófáanleg til viðtals við alþingi á grundvelli þeiœ, sem landshöfðinginn leggur, en sem hiýtur að hafa verið tillögum lands- höfðingjans að þakka í bréfi hans dags. 20. des. 1895, og þess vegaa var það, að alþingi 1897 átti að grafa frumvarp Dr. V. 0. í eilífri nefnd, en gefa stjórninni ótvíræða yfirlýsing um, að það vildi semja við hana sjálfa á grund- velli bréfsins (frá 20. des. 1895), og sýna með því, að þau orð þess eru sönn, „að allir þíng- menn, hvort sem þeir eru framhaldsmeuu eða íhaldsmenn, jafnt þjóðkjörnir sem konungkjörn- ir eru samhuga í því, að óska þess og skoða það sem stórt stig til útgreiðslu hins umrædda máls", sem bréfið fer fram á. Andhæli. Flest þykir mér nú fara að ganga andhælis, þegar Sigurður P. er farinn að tdla um það, sem „kollega" hans, Sigurður T., einn hefir rétt til að vita og þegja um. Það er varúðar- vert, að sletta sér inn í verkahring svoleiðis manns, sem var svo væun að þiggja einar 3000 kr. í árskaup hjá okkur, þegar hann var búinn að sjá hina nafnfrægu víggirðing Khafnar, mannvirki í Noregi o. m. fl., eftir að hann skrapp frá „examensborðinu", og hefir síðan fengið nokkurra ára reynslu hér, reynslu sem aðrir hafa öðlast svo mikinn lærdóm af. Það er alkunnugt, að þessi ágætismaður hefir tekið með þögn og þolinmæði flestum móðgunum, sem hann hefir orðið fyrir af ólærðum vegagerðar- verkstjórum og almenningi, sem engan einkarétt höfðu til að hafa betur vit á hlutunum en hann; en það er engin ástæða til að gera sér von um, að hann fyrir því ekki styggist við, er „nýskroppinn" „kollega" fer að látast hafa hug- mynd um aðgerðir hans. En ef hann er stygð- ur mjóg, gæti skeð, að hann sneri við oss bak- inu og væri þá illa komið högum vorum. Já, sannarlega er S. T. maður, sem vér ekki höfum kunnað rétt að meta. Honum hefir ver- ið mörg móðgun sýnd: 1. Breytt var frá stefnu þeirri er hann hafði ætlað veginum frá Kolvið- arhól upp á Hellisheiði, og farið eftir tillögu óbreytts vegaverkstjóra. Og þótt almenningi, er veginn notar, þyki sú stefna í alla staði betri, er það lítið að marka. Hin stefnan var aldrei reynd, og því ekki séð, hve miklu meiri atvinnu það kynni að hafa veitt, að leggja veg. inn að ráði S. T., og hve miklu minna hann hefði þar orðið fyrir sliti, er hanu lengur hef'ði legið undir jökli. 2. Þvert á móti tillögum og vilja S. T. var Öxarárbrúin lögð yfir hamra- gljúfrið, og hefir landshöfðingja verið gefin dýrð- in fyrir það, en S. T. ætlaðist til að hún yrði sett á sandeyrarnar, þar sem byggja hefði þurft marga djúpt niður grafna stöpla og 3—4 tré- brýr yfir, og ættu allir að geta séð, hve marg- falt drýgri atvinna hefði orðið við það og við- hald þess, en þessa einu brú á berggljúfrinu. En þrátt fyrir þessa mótspyrnu gegn ráðum S. T., leiddi þó það gott af framkvæmdum hans í því efni, að brúartrén, sem afgangs urðu af þeim er hann hafði pantað, fengust — að vísu langlegin og farin að skemmast — fyrir ekki nærri hálfvirði á uppboði, til stórhags fyrir kaupendur. 3. Alt útmælingastarf hans í Holtunum var að engu haft, en vegurinn lagður eftir tillög- um héraðsmanna og mælingu „ólærðra" manna, sem á enga skóla hafa gengið og engin „her- virki" séð erlendis. Verða þó allir að játa, að atvinna hefði orðið miklu drýgri við vegagerð eftir tillögu S. T., þó vegurinn kynni að hafa orð- ið lítið eitt óhagkvæmari fvrir notendur, sem aldrei verður af reynslunni sannað. 4. Menn eru að segja, að Eyjafjarðarvegur- inn sé með öllu óþarfur. Á því svæði, sem bú- ið er að eyða í 14000 kr. hafi verið dágóður uáttúrlegur reiðvegur, og til annars verði hann ekki notaður; en þarnahafa númargirmenn haft atvinnu sumarlangt, og Akureyrarbúar notið þeirrar ánægju, að sjá S. T. á Eyriuni á með- an, og væri ósanngjarnt að Öfunda höfuðstað Norðlendinga af þessu. 5. Brúin á Hörgá hlýtur að hafa verið illa bygð, segja sumir, úr því að áin velti henni af sér. En gætið að því, góðir hálsar, að fjand- inn getur farið í ár, eins og svín og sérhvað annað, til að hleypa þeim upp móti góðum mönnum; en því fleiri brýr, því meiri vinna — og peningar — handa okkur. 6. Þegar brúin á Blöadu var bygð, fór einhver óbrey ttur alþýðum aður að sletta sér fram í að áminna S. T. um, að steinlímið mundi verða of lítið, er hann hafði pantað, og ráða honum tíl að bæta við það í tíma. Eins og eðlilegt var, sagði S. T., aðþað kæmi honum ekkert við, og sat við sinn keip. Fyrir það varð ekki lokið við brúna um haustið, og jókst mikið atvinna við það, að Ijúka við verkið næsta vor. Ferðirnar urðu fleiri o. s. frv. 7. Eins og menn vita, var S. T. fyrir lands- sjóðs hönd nmsjónarmaður með brúar- smíðinni á Þjóraá. Óhlutvandir menn hafa vanþakkað honum þá umsjón og vitna til þess, að brúin hafi fundið eystri akkerisstöpulinn of léttvægan, og því hótað huudruðum manna bráð- um bana sjálfan vígsludaginu; geta menn þá

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.