Fjallkonan


Fjallkonan - 15.05.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 15.05.1900, Blaðsíða 2
2 FJALLKON AN. ekki munað, að S. T. ásamt sjálfum brúarsmiðn- um, vitnaði rétt á eftir, að ekkert væri að ótt- ast út af þessu. Illmáigar tungur segja, að brúin hafi verið sett á vesturkiöppina marg- sprungna, án þess mokað hafi verið ofan af henni moldinni til að skoða hana — fyxr en eftir tvö ár; eu þá héugu lausir drangar fram- an í henni, segja þeir, sem nú eru fallnir. Nú, sé þetta satt, veitir það líklega að minsta kosti 6—8000 kr. atvinnu, að fáum árum liðnum, að gera við klöppir.a, og Yaughan þarf ekki að ómaka sig úr því. Það fá íslendingar — mest verkmenn. Nóg gengur tii eftirlauna o. þvíl. samt. S. T. var þar um sumarið og sá um að brúin var svo vel skrúfuð, að ekki kvað hafa þurft að bæta um það síðan. 8. Sumum þykir S. T. vinna lítið fyrir kaup- inu. Þér heimskingjar! Vitið þér ekki, að hann er mest alt sumarið á millíferðum og við mælingar, stundum jafnvel tímum saman dag eftir dag, ef gott er voður, og allan veturinn er hann hvern góðviðrisdag til sýnis á götum höfuðstaðarins eða tjörninni, en þess á milli (líkl.)í „uppdrætti“ og útreikningum, sem geymt gæti ókomnum öldum mikiun fjársjóð, ef safnað væri, — eftir að hann og starfi hans, sem sam- tíðin ekki kann rétt að meta, fyrir löngu er „fallinn í gleymsku og dá“. Þórarinn Jóhannsson (verkmaður). Kiiddir almennings. [Allir eru boðnir og velkomnir, að skrifa í pennan bálk Fjallkonunnar. Greinirnar mega vera nafnlausar, en þá verða þær að vera með langamarki höfundanna undir. Ritstjórinn ber enga ábyrgð á þessum greinum aðra en þá sem lög ákveða]. Þá er að minnast á fátækramálið. Um það efni hafa birst margar tillögur og býst eg við að þar þyki ’hverjum sinn fugl fagur'. Ég ætla ekki að rekja þær tillögur, allar, en að- eins minnast á ritgerð „um fátækramál og þurfamannastofnanir", eftir S. S. í ’íaafold’ 21 —22 bl. Hann hailast helzt að því, að fram- færsluskyldan skuli vera þarsemstyrkþurfiáiög- heimili og líkar mér það vel, með því ég hefi áður verið með því og finst það vera svo al- varleg breyting frá því sem nú er, að fátækra- styrkur hlyti með því að minka verulega. En svo kemur hann með nýmæli, þ. e. þurfamanna- stofnanir. Ég er honum samdóma um, að þær séu nauðsyclegar, einkum í kaupstöðum ogfjöl- mennum fiskiverum, því þar munu verða flest- ir iðjuleysingjar. Hig hefir furðað á því, að slík letingjastofnun er ekki þegar komin upp í Reykjavík. En af því ég er ekki kunnugur þeim stofnunum, get ég ekki vel taiað með. Hér finst að þær ættu að komast fyrst á í kaup- stöðunum. Hundi þá reynslan sýna, hvers virði þær væru, og menn fá þekkingu á að nota þær. En að valdbjóða fátækra vinnuhús um alt land jafnsnemma er ekki ráðlegt. Það ætti að gefa sýsiunefndunum heimild til að koma slíkum stofuunum á fót, eftir því sem þeim þættl nauðsynlegt. En með þvi það mundi hafa töluverðan kostnað í för með sér, ætti ekki að v&ldbjóða neinum hreppi að vera i þeim félagsskap fremur en hann vildi. Að gera hverja sýslu að fátækrafélagi efast ég um að sé heppílegt. Ég hefi átt tal við greinda menn, sem álíta það mundi verða til bóta, og vildu helzt láta alt amtið vera eitt fátækra- hérað. Eg get ekki verið á sama máli, sem líklega kemur af vanþekkingu minni. Það mundi verða margbreytt stjórn og undantekn- ar frá almennri reglu margar. Við það hverf- ur að mestu sú tilfinning, sem nú á sér stað hjá öllum duglegum og góðum hreppsnefndum, að það er að nokkru leyti þeirra eigin bagur að efla sjálfstæði og nag allrar sveitarinnar. En þegar sýslan er öll eitt fátækrafélag, þá er ekki ótrúlegt, að þar sem ómenska ríkir, finni hreppsnefndirnar minni ástæðu en nú, til að sýna dugnað og bjarga sér sjálfum, er þeir vita, að hinir hrepparnir verða skyldaðir til að leggja þeim. Og dugnaðarmaðarinn finnur, að hann nýtur sín minna en áður, þegar af honum verða heimtuð gjöld til annara hreppa. Að endingu ætla ég að minnast á presta- launamáliS. Á seinasta þingi fengu prestarnir samþykt lög, sem nú eru staðfest, sem auka verulega tekjur þeirra. Það virðist nokkuð fljótfærnislegt af þinginu, að samþykkja 3ög sem ekkert liggur á, nndir eins og þau eru borin upp, án þess að um þau hafi verið rætt i blöð- unum eða á mannfundum. Lög þessi eru þeg- ar búin að fá sinn dóm hjá J. J., en afleiðing- in er óséð enn. En guðsmennirnir vóru ekki ánægðir með það, að fá þossi lög í gegnum þingið, sem bættu að mun tekjur þeirra, með því þeir gátu gert menn gjaldskylda, sem ekki vóru það áður, held- ur gerðu þeir tilraun til að fá lög samþykt, er skylduðu landssjóð til að borga prestunum nokkrar tekjur þeirra með kr. 65,200, án þess að gefa um eða geta bent á, hvernig landssjóði yrði bættar þær þúsundir, gáfu þeir í skyn að þetta væri ekki meira en sumt sem landssjóður borgaði án þess að fá það aftur (t. d. brýr)!! Flutningsmenn þessa frumvarps vóru þeir séra Jens Pálsson og séra Einar Jónsson, en svo urðu þeir í minni hluta fyrir þeim Þórði Guðmunds- syni, Pétri Jónssyni og Ólafi Briem. Vildu leik- mennirnir ekki, að deildin léti málið frá sér fara á þessu þingi, en prestarnir réðu deildinnl til að láta það ganga svo langt sem það gæti gengið, svo að það yrði að minsta kosti rætt í báðum deildum (nefndarálit um frv. til laga um breyting á iaunum presta, 16. ág. ’99). Nú er frumv. þetta með nefndaráliti sent út um land alt, til þess að almenningi gefist kost- ur á að segja álit sitt um það. Er það sent öllumpróföstum, enþeirsenda prestunum, ogáþað svo að leggjast fyrir safnaðafundi og héraðs- fundi og sendast svo til stiftsyfirvaldanna. Það var nú varla meðalhygni af prestunum, að koma ekki með neina tillögu um, hvernig ætti að bæta landssjóðl þessar 65,200, en gefa í skyn, að þetta væri ekki meira en einstakar upphæðir sem veittar hafa verið á síðari árum til sérstakra fyrirtækja (t. a. m. brúa). Þeir munu þó viija fá það borgað oftar en einusinni! En almenningur má gauga að því vísu, að hann verður að borga þessar upphæðir lands- sjóði aftur. Ég hugsaði, að meiningin væri sú, að frumv. og nefndarálitið ætti að leggja fyrir hina lög- skipuðu safnaðafundi, sem haldast eiga í júní- mánuði. En nú hefi ég heyrt, að svo mikið kapp sé lagt á þetta mál, að sumstaðar var núna fyrir sumarmál búið að halda fundi um þetta mál, og að því, sem mér er sagt, samþykt af almenningi. Prestunum er þetta kappsmál, því með því að komast á föst lauu úr lands- sjóði, lögfesta þeir sig betur en nú á sér stað. Þeirbúast við, að fríkirkjan færist út um land smámsaman, en komist þeir á landssjóðinn, geta þeir horft rólegir á, þó fríkirkjusöfnuður mynd- ist í hverju prestakalli. Þeir hafa sín fullu laun fyrir þvi, en almenningur verður að fóðra bæði hinn valdboðna þjóðkirkjuprest og líka þann, sem hann hefir kosið sér. Aðferðin til að fá að vita vilja almennings í þessu máli er athugaverð. Eins mátti leggja þetta mál fyrir hreppsnefndir, sýslunefndir og amtsráð, en sú leið var ekki eins vænleg til sigurs fyrir málefnið. Svo vil ég athuga, hver nauðsyn er á þessu, og verðnr mér þá að spyrja, hvort fleiri muni eignast eilíft líf, eða hvort kristilegt trúarlíf muni sýna sig ávextarsamara eftir en áður? Ég held ekki að sú verði reyndin. Er þánokk- ur þörf á þessu vegna prestanna sjálfra? Það mundi margur þíggja, að hafa rífleg laun úr landssjóðí fyrir lítið verk. Prestsgjöldin eru fyrir löngu lögtekin sem borgun fyrir ákveðin embættisverk, t. d. tíund, lambsfóðr, ofíur, dags- verk og lausamannagjald. Fyrir þessa borgun ber presti að messi hvern helgar, dag, húsvitja hvert einasta heimili að minsta kosti tvisvar á ári, og oftar þar sem sóknir eru Iitlar, vitja sjúkra og hafa umsjón með ekki einungis að ungdómurinn læri að lesa og kristindóminn, heldur og að bömunum sé kent nokkuð að vinna og haldið tiliðjusemi (tilsk. 27. maí 1746). Eínnig áttu þeir að vera kúabólusetjarar hver í sínum sóknum, án endurgjalds, og jafnvel þurftu að læra bólusetningu, tii að geta orðið prest&r. Auk þess vóru þeir skyldir til að aðstoða hrepp- stjórana í sveitarstjórninui, o, m. fl. Hvað gera þeir nú? Nú eru 11 messudagar úrfeldir, sem áður voru lögboðnir, og margir af hinum lög- boðnu messudögum verða nú messulausir. Þetta skrifa ég ekki sem ásökun. Það er ekki von, að presturinn messi, þegar menn ekki vilja koma til kirkju — En væru messurnar skilyrði fyiir betra siðferði manna, ættu Reyk- víkingar, sem fá oftast tvær messur á helgum dögum og miðvikudags guðsþjónustuna í viðbót — að vera fyrirmynd annara í siðferði. Ég hefi ekki orðið var við, að fólk sem á sókn að þriðjungakirkju, standl neitt að baki þeim sem elga sókn að aðalkirkjunni — og fær helmingi fleiri messudaga — í kristilegu siðforði. Alt- arisgöngur eru mjög að leggjast niður, svo ekki þarf presturinn að tefja sig við þá athöfn. Þar sem ég þekki til, ber sjaldan við, að prestur sé sóttur til að þjónusta sjúka, en það er alls ekki vottur um trúarleysi, heldur beudir það tii þess, að fólk trúir því, að miskunsamur guð muni heyra andvörp deyjandi manns, þó prest- ur komi þar ekki til. Þáer húsvitjunin- Hún er nú að sögu lögð niður þar sem biskupinn er sóknarbarn. En fyrir húsvitjun eru gefin út eyðublöð, sem húsráðendur eiga að fylla út á manntalið. Þetta er mjög kostnaðarlítið. Held- ur ekki skrifa ég þetta sem last, heldur til að sýna fyrir hvað við borgum. Víða sem ég þekki til, er húsvitjunin aðeins til málamynda. Þá er upptræðing barna. Umsjón með því er nú orðíð skylduverk hreppsnefnda og bæjarstjórna, svo prestur hefir lítið fyrir því. Bólusetningar þurfa prestar ekki að annast nú, og alls ekki án borgunar. Ef prestarnir þurfa að fá laun sín úr lands- sjóði vegna vaxandi óskilsemi almennings, þá ber það vott um heldur lítinn árangur af kenn- ingu þeirra Eins og nú stendur, fiust mér það vera liin mesta fásinna, að breyta nokkuð til með tekjur presta. En að fækka prestaköilum jafnótt og brauð losna, þar til ekki væri nema 1 prestur í hverju læknishéraði, mundi hafa hin æskileg- ustu áhrif á trúarlíf manna. Elliðakoti, 1. mai 1900. Ouðm. Magnússon. Dáinn er bænda öldungurinn Ólafur Þor- móðsson í Hjálmholti, nálægt sjötugu. Hann var á Þykkvabæjar uppboðinu, en þá var veð- ur ilt, fékk hann „innkuls“, komst þó heim, en lagðist þegar veikur og lifði fáa daga. Ó- lafur sál. var einn hinna merkustu bænda Ár- nessýslu og þó víðar sé leitað. Hann var fram- fara- og búsýslumaður, höfðingi í lund, hjálp- samur og góðgjarn, sí-glaðvær og fyndinn í orði, leitaði þó á engan. Bjó hann lengi stór- búi, að því er hér má kaJla, og ber Hjálmholt hans miklar menjar. Var hann bæði virtur og elskaður af öllum er hann þektu. Nú var hann hættur búskap. Hikil eftirsjá að honum. Dáinn 4. f. m. Eyjólfur Þorsteinsson, fyrv. bóndi á Stuðlum í Reyðarfirði, heppinn læknir og að mörgu leyti merkur maður. Hann dó úr „Influensuu að Berufitði hjá séra Benidikt syni sínum. Úr taugaveikinni er dáin á ísafirði Ólöf Þor- valdsdóttir prófasts Jónssonar, mjög efnileg stúlka, tæplega tvítug. Útgefandi: Yald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.