Fjallkonan


Fjallkonan - 26.05.1900, Qupperneq 1

Fjallkonan - 26.05.1900, Qupperneq 1
Kemnr út einu ainni í viku. Verð árg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða l'/« doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsbgn (skriileg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafl hannþá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVII. árg. Landsbankinn eropinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundulengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudbgum og laugardogum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á spítalannm á þriðjudögum og föstu- dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Um ofríki. iii. Það er hægt að sýna, að Indland hefir á fyrri tímum ekki verið eins aumlega á sig kom- ið og nú er orðið. Fyrir 200 árum var það eitt hið auðugasta og frjósamasta land í heimi. Indverskur rithöfundur, að nafni Pramatha Nath Bose, hefir fyrir nokkrum árum gefið út ritverk í þrem bindum um ástand Indlands undir Engla stjórn, og hann sýair, með vitnis- burðum ýmissa ferðamanm frá mörgum lönd- um löndum: Spáni, Poríúgal, Norðurlöndum, Frakklandi og Kína, að velmegun Iadiands hafi aldrei verið meiri en á meðan Múhameds- menn; réðu þar löndum. (Eins var á Spáni á meðan Márarnir réðu, en þeir vórn Múhameds- menn; þó var Spán aldrei jafn-blómleg eins og þá; en svo kom kristna ofstækið, trúarstríðin og trúarbrennurnar [Iukvisitionin]; þá var alt eyðilagt; hinar stórkostlegu og dýrðiegu borgir og byggingar voru eyðilagðar og féliu í rústir> mönnunum fækkaði þúsundum saman, iðnaður- inn hvarf og vísiadin með, og síðan hefir Spán aldrei borið sitt barð). Bose sýnir og, að und- ir stjórn Akbars (f 1605) hafi kaupið verið meira, húsaleiga, fatnaður og fæði ódýrara. En alt þetta breytist þegar Englar koma til sögunnar (um 1610). Frá því þeir stíga fótum sínum á Indland, þá er það haft til þess að auðga útlenda þjóð. Fyrstu tuttugu árin var öllu rænt og ruplað, ekki hugssð um ann- að en að græða fé. Þá var ekki hugsað um að staðnæmast í landinu, heldur að ræna, rupla og svíkja, og snúa svo heim aftur með mil- jónirnar. Raunar eru siðir Indverja ólíkirsiðumEvrópu- manna, en þeir eru samt mentuð þjóð (eða þjóðir) á sinn hátt, og þeir eiga mikil og merki- leg ritverk, sem stunduð eru við alla eða flesta háskóla í Evrópu. Raunar hafa Englar afnum- ið þann sið, að konan lét brenna sig á báli að bónda sínurn önduðum, en annars er „mentunin“ lítið annað en yfirhylming og viðbára. Til þess að sýna sællífi og yfirgang þessara útlendinga, hveraig hann var fyrir gtuttum tíma og mun vera enn, þá skulum vér segja frá, hvað einn enskur fyrirmaður eða fyrirmannsheimili þurfti tillndía-verunnar; þetta er semfylgir: kennari (munschi), byrlari (khansaman), undirbyrlari; mafreiðslumaður (bawarschi), þénari(khidmatgar), burðarstólsforingi (sardar), 3 burðarmenn (hamm- ais), dyravörður (darban), þvottamaður (dkobi), skraddari (dhirgi), ökumaður (gariwan), 2—3 hestasveinar (saib), vatnsberi (brhischti), garð- maður (mali) sendisveinn (chaprasi), hundavörð- ur (duriza), sópari (mihtar), barnfóstra (ayah). Laun allra þessara þjóna til samans voru hér Reykjavtk, 26. maí 1900. um bil 2000 krónur, svo ekki hefir mikið kom- ið á hvern. Árið 1786 kom lord Cornwallis til Indlands sem yfirmaður, skipaður af Engla stjórn. Þar með byrjar ný ránsöld, sem nær til 1858. Þá var rænt með meiri reglu en áður, en ekki fór ránið minkandi, og einn stjórnfræðingur reikn- aði, að alt að 1838 hefðu Englendingar haft eitt hundrað tuttugu og sex þúsundir og fimm hundruð miljónir króna út úr Indlandi. Þeir hrósa sér af þessu auðvaldi, sem þannig er undir komið. Margir Engleudingar fóru þang- að fátækir, en komu heim aftur stórauðugir. — Þegar austur-Indíaféiagið hætti 1858, þá hefst nýtt tímabil í ránssögunni. Það fé, sem árlega var flutt frá höfuðstað Indlands (Kal- kútta), var 1838: 54 miljónir króna; árið 1859 var það 90 miljónir; 1883 ríflega 180 miljónir, og nú er það komið upp í 540 miljónir. Svo er látið, sem Iudum sé lánað fé, en það er ó- spart tekið aftur, og ekki gleymt rentunum. Alt það sem á að heita að sé til þess að auðga Indland, er einmitt til þess að rýja það og auðga England. Öll mannvirki, sem eiga að heita til bóta, eru gerð eftir evrópskum mæli- kvarða, og eiga ekkert við náttúru Indlands, svo sem járnbrautir, vatnaveitingar og margt fieira. Sama er að segja um vélarnar; alls konar vélar hafa verið inn leiddar, en ekkert hugsað um, að svo hastarleg breyting mundi gera meiri skaða en gagn; heimilisvinnan alt í einu af numin (þetta vilja „framfaramennirnir“ einnig að verði hér á landi), þessi vinna sem hafði verið Indum til frægðar og velmegunar, en í hennar stað var látin koma vélavinnan, helmingi verri, þó fljótara gangi, og við hana h&fa því nær eintómir Evrópumenn atvinnu, en ekki sjálfir landsmenn: — þeir ganga iðju- lausir og svelta. Indverskir rithöfundar hafa um hin síðustu 20 ár safnað skilríkjum um ástand landbúnað- arins á Indlandi; lélegt mundi það þykja hér að búa við önnur eins kjör. Heimiii með fjórum manneskjum hafði (1877) 140 krónur um árið. Þar er ekki um neina kjötfæðu að tala; öll fæðan er úr plönturíkinu, hrísgrjón, mjöl og te- gras, lítið eitt af tóbaki til afþreyingar, ekkert til skemtana eða tilbreytingar á tyllidögum, hvorki við greftranir né giftingar, en það eru einustu tækifærin fyrir indverskan bónda til glaðningar. Daglaun hafa aldrei verið meiri en 28 aurar á dag, sum árin 8 aurar sumstað- ar. Bose (sem fyr var nefndur) álítur, aðbónd- inn hafi 29 krónur og 70 aura um árið, og af þessum 29 krónum og 70 aurum eru tekn- ar 4,50 a. í gjöld til „hins opinbera". Þessar 4,50 a. pínir Engla stjórn út úr hverjum bónda, og með þessum blóðpeningum er „stjórnað“ og „rúttað“, með þeim er öll þessi margbrotna stjórn kostuð: undirkonungurinn, landstjórarnir, dóm- ararnir, ráðherrarnir og allur urmull annara embættamanna; bóndinn borgar kampavínið sem er á borðum þessara herra, vagnana, kvenskrautið, laun ótal þjóna og þar fram eftir götunum. Þðssi bóndi, sem ekki hefir efni á að sjá fyrir sínum eigin börnum, hann kostar útlendan setuher, 75,000 manna; fyrir tuttugu árum græddi hver þessara manna 1422 krónur á ári, hundraðfalt við tekjur bóndans. Sællífi ríkisbubbanna í Luedúnum er bygt á erfiði Indíabóndans og þeim 4,50 a., sem hann er látinn borga af sínum 29 krónum og70aurum. Xr. 20. Hér er ekki rúm til að fara orðum um hina nýju stjórnaraðferð Englendinga á Ind- Iandi eða „Civil service“, sem lord Dufierin sagði að væri sú langbezta í heiminum, af því feitustu embættin eru ætluð stúdentunum frá háskólunum; heldur ekki um hina nýju breyt- ingu sem Salisbury gerði á þessu 1877 —ekk- ert af þessu dugar neitt, einkum af þvi að alt háskólalíf Englendinga er á eftir tímanum og stirðnað í afgömlum kreddum. Yenjulega fá Indverjar sjálfir ekki embættin; því er barið við að landar þeirra beri ekki virðingu fyrir þeim, þeir sé óáreiðanlegir o. s. frv. Það er merkileg viðbára af mönnum, sem sjálfir eru gerspiltir ránsmenn. Dagleg reynsla hefir sýnt, að slík spilling er mjög sjaldgæf á meðal Ind- verja sjálfra. Ymsir þeirra hafa sýnt, að þeir eru fyrirmynd að ósérplægni og manngæzku. Bose segir um einn indverskan dómara við bæstaréttinn í Kalkútta (Vicent de Paul): „hann gaf guði sál sína, hrjáðum tíma sinn og fátækum fjármuni sína“. — Það er heimska, að halda að Indar geti ekki stjórnað vel. ÖIl sagan sýnir það, og þar sem Indverjar fá enn að ráða, þar gengur bezt. Annars hafa ýmsir Eaglendingar lagt alt í sölurnar til þess að bæta þetta ástand, en þeim hefir ekkert orðið ágengt fyrir ofríki og ágirnd stjórnarinnar og alls fjöldans, sem hefir Indland fyrir féþúfu. Þessar lýsingar eru bæði eftir enska og ind- verska menn, og Englendingar hafa sjálfir breitt þær út í blöðum og tímaritum. En hve- nær sem einhver dirfist að segja frá nokkrum skuggahliðum á Ameríku eða Englandi, þá rís einhver „góður“ andi upp, og ýmist lýsir það „bull“, eða eys úr sér meiðyrðum út í hött, svo sárt tekur honum til þessara „öndvegis- þjóða“, sem hann endilega vill að íslendingar komist í samband við. Hvað mundi verða, ef hér væri gull og demantar, eins og í Búalönd- unum? Því þarf ekki að svara. En engin líkindi eru til þess, að Englar og Ameríkumenn nái að yfirstíga öll ríki jarð- arinnar með ofríki auðvaldsins. Höfundurinn í „Eimreiðinni" hefir gleymt hinu gamla orðtæki: „Hingað og ekki lengra, hér skulu þínar stoltu bylgjur brotna“, að öllu eé takmark sett, og að eins geti farið fyrir Englendingum og fór fyrir Napoleoni fyrsta, þegar hann ætlaði að kúga undir sig alla Evrópu. Þá vakna kraftar som hafa sofið, og enginn veit, hvaðan öflin koma — oft þaðan sem sízt var von. IV. (niðurl.) Það er eðlilegt, þó manni detti í hug, hvort þetta Búastríð muni geta haft áhrif á ísland. Vér skulum áður líta stuttlega yfir kunnings- skap Englendinga við landsmenn hér. Fyrir utan Norðurlandabúa, Dani og Norð- menn, og svo Þjóðverja nokkuð, komu hingað engar erlendar þjóðir á 15. og 16. öldinni, auk Englendinga. Tvær ránsferðir voru síðar farnar hingað af öðrum, fyrstkomu „övaskónar“ 1615 á Vestfjörðu, og vóru 62 drepnir þar undir forustu Ara Magnússonar í Ögri, en Norðlend- ingar drápu 11 í verferð; Tyrkjaránið varð 1627, en þessir atburðir eru alveg einstakir og leiddu ekki mikið af sér til langframa, þótt ailmikið tjón yrði af þeim I bili. Öðru máli er að gegna með Englendinga, því engin útlend þjóð hefir sýnt hér annan eins ójöfnuð eða misboðið landsmönnum jafn-hrotta-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.