Fjallkonan


Fjallkonan - 26.05.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 26.05.1900, Blaðsíða 3
fj;allkon|a.n. 3 brjóta lög á oss, eða til þess að bæta úr íyrir þeim ef þeir gera það, vitum vér ekki. Raddir almennings. [AUir eru boðnir og velkomnir, að skrifa í I>ennan bálk Fjallkonunnar. Greinirnar mega vera nafnlausar, en þá verða þær að vera með fangamarki höfundanna undir. Ritstjðrinn ber enga ábyrgð á þessum greinum aðra en þá sem lög ákveða]. Ljótir ósiðir. R.ins og kunnugt er gengur nú orðið því nær um land alt sifeldur barlómsjarmur yfir vaxandi sveitarþyngslum. Sjálfsagt er þessi almenni barlómur í einstöku sveit á einhver- jum rökum bygður; en hitt hygg óg sönnu nær, að oft og einatt sé þessi barlómur nokk- urskonar upptugga, sem einn hefir eftir öðr- um. Þvi verður engan veginn neitað, að þessi amlóða andi er orðinn býsna almennur með- al vor á siðustu árum. Þessi vesaldómur hefir magnast svo, að lítur út fyrir, að það sé orðið „móðins“ að væia og skæla sem mest um einstaklingshaginn, og þá náttúrlega um hag sveitarfólagsins um ieið, hvort sem nokkur á- stæða er til þess eða ekki. Það er stundum skoplegt að heyra, hve mönnum tekst að berja sór og bera sig vesallega, þótt þeir ba.fi nóg af öllu og eigi við góð kjör að búa. En það eitt er vist, að þó þessi siður sé orð- inn almennur, þá er hann alt annað en fall- egur og sízt af öllu vænlegur til framfara. Þá er annar ósiður meðal vor, sem ekki er síður útbreiddur en barlómurinn, og hann er vanþakklæti hreppsfólaganna til hreppsnefnd- anna fyrir starf þeirra í þarfir félagsins. Að vísu ganga skammirnar mest út yfir oddvita nefndanna, af því þeir hafa mest að gera í þarfir félagsins, en þær eru engu að síður ranglátar fyrir því, og geta enda verið háska- legar, og það því fremur, sem skammirnar eru hin einustu laun, sem flest sveitafélög gjalda oddvitunum. Af því leiðir svo eðlilega það, að menn fara úr nefndunum svo fljótt sem þeir geta, og eru þá venjulega kosnir aðrir nýir og ókunnir þeim störfum, sem þeir eiga að gegna, og oftast verða þeir helzt kosnir í nefndina, sem mest hafa vítt gerðir hennar áður, þótt þeir hafi, að öllum jafnaði, lang- minst vit á sveitamálefnum, en vilja að eins komast í nefndina af hégómlegri virðingagirni. Sum hreppsfélög hafa tekið upp þann sið, að borga oddvitunum 50—70 kr. í kaup og mun ekki ástæða til að finna að því, enda lítur svo út, sem það sé orðið „móðins“ að enginn megi snúa sér við lengur eða víkja henai eða fæti í félagsins þarfir, nema fyrir borgun; en þó er það vel kunnugt, að sveitar- stjórn fer á engan hátt betur þar sem odd- vitum er launað, en í hinum hreppunum, sem ekkert borga; það er hægt að sanna það með dæmum, ef þörf væri á. Hins vegar er engin furða, þótt nefnd- irnar verði fljótt leiðar á starfi sínu, þegar þær heyra sífelt óþakklæti frá öllum þorra þeirra manna, sem þær vinna fyrir. Hin versta við vanþakklætið er, að það er sjaldan haft nógu hátt til þess, að nefndirnar geti borið hönd fyrir höfuð sér; er það þó oftast þannig lagað, að þeir sem koma því af stað hefðu gott af því að komast í tæri við hegningarlögin; t. d. eins og þegar menn bera það út, að nefndirnar eða oddvitarnir lifi á hreppssjóðnum, jafni niður útsvörum eftir frændsemi og vináttu, en ekki efnum og á- stæðum, eyði of miklu í þurfamenn, fari illa með þurfalinga o. s. frv. En eins og áður er sagt, fer þessi rógur svo lágt, að ekki er hægt, að hafa hendur i hári þeirra, sem hann flytja, en er engu að síður bæði svívirðilegur og háskalegur. Hver ærlegur maður vill auð- vitað losna sem allra fyrst við ómak það, sem þessari stöðu fylgir, þegar annað eins er í vændum fyrir. Afleiðingin verður siðan sú, að hreppsnefndirnar verða skipaðar því nær árlega nýjum og ókunnugum mönnum, sem taka við af hinum, sem farnir eru að venjast og kynnast sveitamálum og fer fyrir þá skuld eina margt ver í sveitarstjórn en ella mundi. Það mundi hverju sveitarfólagi hollast, að halda sömu mönnum í hrepp3nefndinni sem allra lengst, svo framarlega sem reiknings- hald er hreint og greinilegt. En til þess, að menn fáist til að taka við kosningu aftur í nefndina, þegar þeir hafa útendað tímann í hvert sinn, dugir ekki að niða mennina jafn- mikið og nú er venja. Þann sið er bezt að leggja niður. Það er langráðlegast hreppsbú- um, að þiggja störf hreppsnefndarinnar þakk- látlega, taka höndum saman við hana og veita henni það lið, sem þeir geta í öllu því, sem til góðs má vera fólaginu, og ef ástæða er til að finna að gerðum hennar, þá ber að gera það á hreppsskilafundum og færa þar rök fyrir aðfundningum sínum. Þenna róg, sem menn nota svo víða í laumi, ættu menn að leggja sem allra fyrst niður; hann er hverju sveitarfélagi til háðungar og niðurdreps, auk þess sem það er blátt áfram illmennska og ó- þokkaháttur, að ofsækja menn með æruleysis- skömmum fyrir það, að þeir gegna þeim störf- um í þarfir félagsins, sem flestir viija vera lausir við, sem reynt hafa. P. ISLBNZKUR SQGUBALKOR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasta og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginbandarr. Landsbókas. 18‘í, 4to]. (Frh.) Eg var mitt í þessu vastri að segja jarðirnar af mér, en fekk mig ei lausan þar til mér lagðist það til liðs, að J6n Eiríksson otatzráð utanlands gat ei komið þar J6ni brðður sinnm til nokkrar mentunar. Fann því upp á þetta ráð, að veita og útvega honum þetta lén. Leysti eg vel af hendi við hann jarðir og kúgildí og varð svo laus við þær, sem mér var st6r lukka áður en upp komu ógnanir þær sem hér síðar yfir gengu. Um þessi ár f6r að heimsækja mig brjóstveiki so þung, að eitt sinn hlaut eg að taka fjögur andartök að þessum orðum: ’Drottinn sé með yður’. Þ6 styrkti guð mig so kröftuglega, að aldrei féll eg frá í embættisverkum min- um. Sú brjóstmæði batnaði mér þó mikið, er eg komst hingað á Síðuna undir hreinna loft. Öllum mínum lík- amaburðum hélt eg og óskertum alt fram á mitt fimtug- asta og annað ár. Mín góða kona varð og um þær mundir mjög heilsuveik, so við rúmið helt nærri heilt ár af vatnssótt og uppþembingum þann tíma, oft nær dauða en lífi, sem henni þó batnaði fyrir sérlegan guðs kraft og nákvæmustu viðleitni og ráð landphysici Hr. Bjarna, sem ekkert taldi eftir sér að koma þá til mín er eg var í þeim bágendum staddur; eg hafði og vilja og góð efni til að launa honum þá ferð, því á Felli græddi eg so peninga, að eg keypti 20 hdr. í Oslandi fyrir norð- an fyrir 80 ríkisdali. Átti þá og fyrirliggjandi 60 rd.; mátti þó rúmlega 40 rd. árlega útgefa í skólakost stjúp- sona minna. Það jók og mikið á meinBemdir konu minn- ar, að dóttir hennar Karítas lét fallerast og hlaut því að giftast manni þeim er hún nú á og heitir Þorsteinn Eyjólfsson, af góðu bóndaslekti kominn; hann sjálfurgóð- ur smiður, verkmaður og prýðismaður í allri framgengi*, so sú gifting fór að öllu betnr en Mr. Vigfúsar bróður hennar, er öllum sýndist horfa til mikillar farsældar. Mr. Jón Scheving bróðir hans var þá og búinn að gefa sig í soldáta stétt, so hér bættist eitt á annað. Mátti eg nú kenna á blíðu og stríðu. En guð veitti mér styrk og léttlyndi að bera það alt. Tók eg þá og helzt fyrir mig að stunda guðlega hluti, samansafna kvæðum, sálmum og bænum, er gamalt fólk kunni og eg sá með því móti vildi nndir lok líða, að börnum mínum kynni að verða slíkt til nota og öðrum er það nema vildu eftir mig frá- fallinn. Mitt í þessu andstreymi blessaði guð mig so með lands og sjávargagni, að eg þurfti öngvan fisk til að kaupa til búsins, heldur seldi hann vissnm skiftavin- um mínum hér í austurpartinum í nokkur ár, því eg fekk oft í skipsparta og mannshluti mína á milli 10—20 rd. fiska þar til afii sá lagðist frá undir eins og guðsdýrkun var mínkuð með helgidaga aftekningum. Hafði þó 17— 20 manns í heimili að óreiknuðum sjúklingum, er oftast voru þar hjá mér tveir og þrir. Eitt áþreifanlegt dæmi hversu guði var um hugað að blessa mig af sjónum var þetta: Eg átti að mestu leyti eitt skip, er eg varð að flytja með mér út undir Dyrhólaey, þá úr hverfinu fór með búferli mín. Hafði eg fengið á það ánægjanlega menn til að láta það ganga um vertíðina með öðrum skipum, hverja sýslumaður tældi aftur frá mér; brúkaði þá so á sitt skip, sem fekk 60 fiska hlut í 14 róðrum, sem þá var minstur hlutur i þeirri veiðistöðu þá vertíð. Þá eftir af henni vóru tveir dagar komn Meðallendiugar vestur, sem áður höfðu verið hásetar mínir. Biðja þeir mig nú að taka skipið upp og fara með sér út á Bjó, því þá var gott færi. Fekk eg svo marga, að eg komst á eitt mitt* ókunnugt fiskimið; er það ei að orðlengja, að guð gaf oss þar af enum bezta fiski og flyðri 60 fiska hlut á þessum tveimur dögum, en það mesta af öðrum skipum hafði þá 7 fiska hlut. Dæmið sýnir að „enginn dregnr þó ætli sér annars fisk úr sjónum“. 34. Stjúpsynir mínir Jón og Vigfús Scheving, sem er móðurættar binafn þeirra, voru báðir að likamans skapn- aði mannbornlegir og ásjálegir menn, náttúruskarpir og skýrir og fengu þvi eina þá ágætustu vitnisburði úr skóla upp áskarp- leika sinn og lærdóm ásamt lifnað. Vóru þeir þó ei lyndislíkir. Sá eldri var framar en frá verður sagt ó- stöðuglyndur; sló sér út við alla; lét ganga á hverju sem vildi, lofaði of miklu og varð því að brúka pretti. Hann greip og tók þankalaust hvað fyrir hendi var; stundum kom ei tii skila það með honum var sent, og í mörgu sást fyrir hans sterka ólán og lauslyndi. Hinn þar á móti sérlega guðhræddur og það bezta prestsefni, stöðuglyndur I hverju hann tók fyrir sig, góðgjarn við alla og örlátur i máta; staðfastur að trygð, þar hann tók henni, og lofaði ei framar en enti. En afar þver og næsta óvíkjanlegur, þar hann vildi ei nema lempni væri brúkuð, og þvi fór svo illa milli hans og konu hans, að hún var sérgóð, uppstökk og ólempin. So sem nú að Jón stjúpsonur minn var laus í öllu sínu ráði, ráðfærði eg mig við haus halzta og næsta formyndara, nær hann var út úr skóla kominn, hvernig eg skyldi mér með hann haga. Þessi hans formyndari var amtm. sál. herra Magnús Gíslason, hávitur og ráðbollur höfðingi; var eg ætíð í stórri gunst og metum hjá honum, og kom hann mér tvisvar áður til góðs liðs með þennan minn stjúp- son, að leysa hann úr vanda. Hann svaraði mér skrif- lega, að eg skyldi láta hann sigla; hann kynni þar sjá að sér og setjast, þvi þar væru náungar hans fyrir, eftir hverjum hann kynni að taka sig. Lét eg hann so sigla og fekk hann þá mestallan föðurarf sinn upp á 166 rd. og mikið af öðru, sem ei verður upp talið. Hann komst lukkulega út af landi; deponeraði og fékk hrós fyrir það og í hasti hafðist þar upp. Hleypti sér í stáss og prakt- ugheit; varð strax velþektur, tók sér tyrir stallbræður þá sem honum vóru lyndislíkir, eyddi so með þeim og spanderaði þvi hann átti þar, og þegar þraut tók hann til láns, sendi inn ýmsum gjafir, en fekk lítið út aftur. Ár- ið eftir gerði hann inn lystireisu að yfirBkyni, en var þó raunar að fá sér peninga. Vildi eg þá láta hann ei aftur út fara, en réð þar ekkert við. Seldi hann þar fyrir norðan 30 hundruð í jörðu sem kona mín átti, með enn fleiri sóan, sem hann lét okkur þó ekkert af vita. So sigldi hann aftur þar fyrir norðan. En hér sunnan- lands sigldi það sama haust sýslumaður Sr. Brynjólfur Sigurðsson, sem með aldrinum varð sárlega ágjarn. Jón kemur snart í vinskap við hann, selur honum allan Reyninn, so vel það hann sjálfur átti, sem var helmingur við bróður hans, sem og það sem þessi hans bróðir átti, með soddan lögleysu, sem sorg er á að minnast. Sýslu- maður sparaði honum ekkert peninga til að ná þessn höfuðbóli, og fekk honum fyrst út í hönd 300 riksdali og eitt hundrað þar eftir; kemur 60 inn til lands aftur á Eyrarbakka. Aðspurður þar af vissum mönnum, hverja lukku hann hafi út sótt, svarar aftur og segir: „Eg eignaðist allan Reyni í Mýrdal, því bevísingar eru þar til í vasa mínum“. Þeir við hann áttu tal svara: „Mun honum sra Jóni Steingrímssyni ei falla þetta þungt?" „Hvað megnar hann á móti mér, þar hann verður nú að útleggja 600 rd. til Jóns stjúpsonar síns, og óttast eg hann ekkert; jörð sú er orðin mín“. Litlu eftir þetta ríður 'hann austur að Hlíðarenda; skrifar mér þaðan til að finns, sig hið snarasta, því þar liggi mikið á. Eg var *) Þannig.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.