Fjallkonan


Fjallkonan - 23.06.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 23.06.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða lVs doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVII. árg. LandSiankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu dögum kl. 2—3 e. m. Ókiypis lœkning á spítalanum á priðjudögum og föstu- dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. "Vandaö Jjeltoand, norðlenzkt, mórautt og Ijósgrátt, fæst í Þing- holtsstræti 18. Nýjar bækur sendar „Fjallk.“ Finnur Jónsson dr. phil.: Den oldnorshe og oldislandske litteraturs historie. II. 4. Dr. Finnur Jónsson heldur áfram þessu mikla ritverki sínu, sem verður í þremur stórum bindum. Út er komið 1. bindi, fyrri Iiluti annars bindis og eitt hefti af síðari hlutanum. í þessu síða8ta hefti er fremst kafli um norsk sögurit fyrir daga Snorra Sturlusonar. Þau eru að eins þrjú, sem teljandi eru, og öll á latínu, og lítt merkileg í samanburði við sagna- rit íslending#.. Ættu því Norðmenn ekki að vera jafnhreyknir yfir sagnaritun sinni og þeir eru, þar sem þeir eru að tala um sínar sög- ur og kalla t. d. „Heimskringlu“ sitt fræga ritverk. Þessir rithöfundar hafa líka notað elztu sögurit ísiendinga, svo að þeim verður ekki einu sinni eignað þetta litla, sem þeir hafa fært í letur. Þessi þrjú rit eru: saga norskra konunga að fornu eftir Þjóðrek munk (Theo- dricus), og er hann fyrsti rithöfundur Norð- manna, því hann segir sjálfur, að enginn rit- höfundur hafl verið í Noregi á undan honum, en getur íslendinga sem rithöfunda og notar rit þeirra. Annað ritið er ágrip af Noregs sögu, lítt merkilegt, og heldur dr. Finnur Jónnsson að höf. 8é ekki einu sinni Norðmaður, heldur Englendingur eða Þjóðverji. Þriðja ritið er er kiossfararsaga norskra manna og danskra tii landsina helga á ofanverðri 12. öld (þeir komu þangað 1192), og er það fróðlegt en stutt rit. Þá talar höf. um íslenzkar konuuga sögur og jarla á undan Snorra, Ólafs sögu elztu og Ágrip af Noregs konunga sögum og þar næst um Morkinskinnu og Fagurskinnu o. fl. Þá eru sérstakir þættir um íslenzka rithöf- unda, fyrst Styrmi Kárason hinn fróða, sem reyndar er lítt kunnur, og svo langur kafli um Snorra Sturluson. Hann á það líka skilið, þvi hann er langfrægastur allra íslendinga að fornu og nýju út um heim, og væri víst vinnandi vegur að fá honum reist minningarmark með hluttöku útlendra manna, ekki sízt Norðmanna, sem alt af eigna sér Snorra og alt sem hann hefir ritað, þó það væri þeir sem brugguðu honum banaráðin. Þar næst er all-langur kafli um Sturlu Þórðarson, og síðast segir í þessu hefti frá sögum þeim er ritaðar eru eftir daga Sturlu til 1300. Reykjavík, 23. júní 1900. Þessi bók er mjög fróðleg, og eiga ís- lendingar, þegar hún er út komin, bókmenta- sögu sína að miklu leyti ritaða frá elztu tím- um fram á vora daga í þrem stórum ritum, sem ekkert er á íslenzku: bók Fiuns, á dönsku, bók Poestions um íslenzk skáld, á þýzku („Is- lándische Dlchter der Neuzeit“) og bók dr. Jóns Þorkelssonar um skáldskap á 16. og 17. öld, á dönsku („Digtningen i Islandu). Myndar- legra væri, að íslendingar ættu sjálfir bók- mentasögu sína á móðurmálinu, og má það ekki dragast lengi héðan af. Bók dr. Finns er samin af lærdómi miklum, en sjáifsagt verður ágreiningur um ýms atriði í henni, eins og þegar er kunnugt orðið. Eimreiðin. Ritstj. Dr. Valtýr Guðmundsson. VI. ár. 1. og 2. hefti. Fremst i þessu hefti er fróðleg og merk rit- gerð eftir Pál amtmann Briem um kosningar, og kemst hann að þeirri niðurstöðu, sem eflaust er rétt, að kosningarlög vor séu mjög ófull- komin og óhentug, og bendir á hvernig þau ættu að vera. Ritgerð þessi er oflöng til þess, að nokkuð verði skýrt frá efni henaar, og ráðum vér öllum til að lesa hana. — Þá eru nokkur falleg kvæði eftir Steingrím Thorsteinsson, saga („Dóttir mín“) eftir Guðmund Friðjónsson, nokk- ur kvæði til vestur-íslendinga eftir séra Matt- hías, sönglag við kvæði eftir Sveinbjörn Svein- björnsson í Edinborg, ritgorð eftir hinn efnilega unga náttúrufræðing Helga Pétursson um ný- jungar í jarðfræði íslands, sem sanna að mó- bergið á íslandi séu jökulurðir, en ekki eldfjalla- aska, eins og áður hefir verið haldið, og breytir það mjög hinum fyrri skoðunum á myndun ís- lands. — Þar næst er Iöng ritgerð um Reykja- vík um aldamótin 1900 eftir mag. Ben. Grön- dal. Hún er fjörlega og skemtilega rituð, eins og alt sem hann ritar. Vér þykjumst sjá, að ritdómarar tvímenna á siðustu „ísafold“ til að dæma ritgerð þessa, og gera það heldur ómjúk- lega, en þeir hefðu átt að stinga hendinni bet- ur í sinn eigin barm er þeir gera. Það getur varla hjá því farið, að eiuhver ónákvæmni slæð- ist inn í annað eins efni, og þá er vel gert að leiðretta það sem rangt er, en ilt orðbragð á ekki við, og svo skrifa ekki mentaðir menn. — Þá er lag við kvæði tvö, annað eftir Einar Hjörleifsson (,,Vorvísur“), hitt eftir Steingrim Thorsteinsson („Þú Iitli fugl“), en lagið er eftir íslending í Ameríku, Jón Friðfinnsson; svo eru vísur eftir ritstjórann, tilsögn um að mæla afl í lækjum og ám („Aflið í bæjarlæknum11) eftir ritstj., og loks nokkrir ritdómar, sumir eftir Einar Hjörleifsson, einn eftir hvern þeirra Olaf Hansen (danskan mann), Árna Thorsteinsson yngra og Þorvald Thoroddsen og hinir eftir rit- stjórann. Almanalc ólafs S. Thorgeirssonar, 1900. Winni- peg. Þetta almanak er vel útgefið og samið, en það verður ekki selt á íslandi vegna einka- leyfis þess er háskólinn í Kaupmaunahöfn heflr til að gefa út almanök. Að líkindum fengi þó íslendingar hér heima Ieyfi til þess að gefa út almanak, eins og háskólinn hefir veitt Færey- ingum. í þessu vestan-almanaki er merkilegust land- Nr. 24. námssaga íslendinga í Ameríku, sem hófst í almanakinu 1899. Héraðsdómur í málinu gegn Einari Finnssyni. Hann var upp kveðinn 13. þ. m. og niður- staðan sú, að kærði var uæmnr í 14 daga ein- falt fangelsi, auk málskostnaðar, samkv. 259 gr. hegningarlaganna, fyrir að hafa „með því að draga undir sig nokkuð af verkalaunum Guð- mundar Einarssonar mlsbeitt stöðu sinni til að afla sér ávinnings á sviksamlegan hátt“. Hann hafði talið Guðmundi þessum hærri verkalaun en hann galt honum, og Iét mismuninn, 36 kr. 75 a., renna í sinn sjóð; gerðist það með þeim hætti, að hann réð til sín mann þennan fyrir umsamið kaup, en lánaði hann síðan í lands- sjóðsvinnuna (vegavinnu) fyrir hærri daglaun en hann galt honum, og hugði sér það leyfilegt. Segir svo í dómnum því til skýringar: „Það hefir tíðkast allmikið, eftir því sem upplýst er, að ýmsir menn hafa ráðið verkamenn til ákærða, ekki að eins vinnumenn sína, heldur og aðra, sem þeir hafa tekið einungis til að koma þeim í vinnuna; hafa menn þessir tekið til sín vega- vinnulaunin, en goldið verkamanninum umsam- ið kaup og hirt sjálfir mismuninn. Ákærða var kunnugt um, að slíkar mannaráðningar áttu sér stað, enda áleit hann þær Ioyfilegar, ef verka- mönnum væri eigi greidd hærri daglaun en ætla mætti að þeir ynnu fyrir, og hugði jafnvel, að sér væri sjálfum heimilt að ráða verkamenn á þennan hátt fyrir sinn reikníng“. Af öllum hinum kærunum var hann sýknað- ur. En þær lutu sumar að skjulafölsun, t. d. breytt eftir á dagsverkatölu hjá einum verk- manni úr 58 í 88, og látið óviðkomandi mann skrifa á kaupskrá í kvittunarskyni. Tölubreyt- ingin fullyrti kærði að stafaði af misritun, þeg- ar ritað var ofan í tölurnar á kaupskránni eftir á með bleki — þær höfðu fyrst verið ritaðar með blýanti, til þess að eiga hægra með, segir hann, að leiðretta reikningsvillur, þegar hann gerði upp kaupið við verkamenn, án þess að þurfa að ónýta kaupskrána —; og manninn, sem hann lét skrifa fyrir annan kvittun á skrána, áleit hann sér heimilt eftir atvikum að líta bvo á, sem væri húsbóndi hins. „Virðist því ekki“, segir dómarinn, „næg ástæða til að skoða umgetna aðferð sem skjalafals eða hlut- deild i því“. Þá hafði ákærði (E. F.) og talið fleiri dags- verk hjá aumum verkamönnum en þeir höfðu unnið. En ýmist eru sérstök atvik að þvi, er gera það ósaknæmt, t. d. að hann breytir ákvæðisvinnu í daglaunavinnu, eða þá að hann hefir leilt sennileg rök að því, að það hafi orð- ið af vangá og honum óafvitandi, enda hins vegar vantalin allmörg dagsverk, þótt borguð hafi verið að fullu, en reikningsfærslan öli ófullkomin. Kærði hefir áfrýjað þessum dómi til yíirréttar.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.