Fjallkonan


Fjallkonan - 30.06.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 30.06.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða l'/s doll.) borgist fyrir 1. júli (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (Bkrifleg)bund- in við áramðt, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: i>ing- holtsstrceti 18. BÆNDABLAÐ VERZLUNARBLAÐ XYIl. árg. Reykjavík, 30. júní 1900. tfr. 25. Landsbankinn eropinn hvern virkan dagkl. 11—2.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er i Landsbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlcekning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Stj órnarskrármálið. Hvað á að gera? I. Um þetta mál hefir verið margt rit&ð og rætt á síðustu árum og fremur af kappi en forsjá. Umræðurnar um það í blöðunum hafa sýnt, að íslendingar eru naumast svo þroskað" ir, að þeir kunni áð ræða stjórnarmál sín, auk heldur að stjórna sér sjálfir. Sá hluti þjóðarinnar, sem ekki hefir óbifau- lega fasta skoðun á því, hvers vér eigum að krefjast í bráð, — og það er minstur hlutinn — veit ekkert hvaða stefnu harm á að fylgja, þvi leiðtogarnir — svo sem blaðamennirnir og þingmennirrnr - eru sinn á hverju máii, og meira að segja, hver flokkurinn skoðar hinn sem landráðamenn og föðurlandssvikara. Nú eru flokkarnir ekki nema tveir: 1. frnmvarpsflokkurinn, sem vill halda íram frv. Dr. Valtýs Guðmuudssonar og 3. mótflokkurinn, sem viíl alla ekki reyna neitt samkomulag á þeim grundvelli, en hefir annars enga ákveðna stefnuskrá, af þvi öllþjöð- in er nú hætt við að halda fram stjórnarskrár- frumvarpi því sem þingmenn 1885 og síðar fylgdu, og reynst hefir og reynast mun um allar aldir ómöguiegt til samkomulags. En báðir þessir flokkar hafa gert sig seka í því að bregða h'vor öðrum um þekkingarleysi, illvilja og heimsku. Væri það nú satt, sem hvor flokkurinn fyrir sig segir, eða annar þeirra, þó ekki væri tekið tillit til þess, sem þeirsegja báðir, þá er það víst, að Islendingar eru óhæfir til að stjórna sér sjálf- ir, þar sem úrvaiið úr þjóðinni, þingfulltrúarn- ir sjáifir, eru að dómi beggja flokkanna, þ. e. þjóðarinnar eins og hún kemur fram í ræðu og riti, bæði heimshir og illgjarnir. Eí ekki hefir tekist á þessu landi með meir en 50 ára reynslu, að kjósa aðra menn sem þjóðfulitrúa en tóm flón og íanta, — til hvers er þá að tala um stjórnarbót? En svona eru. alþingismenn vorir, svona eru vorir beztu menn, ef taka skal mark á því, sem fiokkarnir sogja hvor um annan, bæði á þingi og í blóðunum. Það er ðþarfi, að taka hér dæmi úrþingræð- unum eða blöðunum þessu til sönnunar. Marg- ir munu kannast við þau. En slík pólitík er fyrirdæmanleg. Hvarvetna um allan heim er hún að engu virt, af því að það er lýðura Ijóst, að raeð batri og ofstæki verður engu góðu til leiðar komið. Margt aí þvi, sem skrifað hefir verið í biöð- unum um þetta máí á síðustu árum, hefir bæði orðið tii að rugla pólitíska meðvitund manna og spilla siðferðistilfinniagu almennings. Um þessa bl&ðarithöfunda má segja, að aumlegum þeir orðum berjast, illa sækja og verjast. Það eru þessar endalausu blaðadeilur, sem ala mest sundurlyndið og úlfúðina bæði í þessu máli og öðrum, utan þings sem innan. Þetta játa hinir gætnustu þingmenn og því þrá þeir, að hlé verði á þessari barattu í bráð og að reynt verði að ná samkomulagi við stjórn- ina. Hinir vilja ekkert samkomulag, og vilja að eins halda öllu í sama horfi og áður. Aðaldeilnefnið er og hefir verið um það, hvort það yrði til bóta, að ráðgjafinn mætti á þingi. Móti þingsetu ráðgjafaus -hefir það verið fært: 1. að ráðgjafinn mundi verða fulltrúi danskra skoðana, svo sem skoðana í ríkisráðinu. 2. að ráðgjafinn mandi hafa áhrif á þingið þjóðinni til tjóns. 3. að með skipun þessa sérstaka ráðgjafayrði æðsta stjórn landsins meira útlend en hún er nú, valdið flutt út úr landinu. Um fyrsta atriðið er það að segja, að það mundikomamjög sjaldanfyrir, aðþessar „dönsku" skoðanir, sem talið er víst að ráðgjafinn hafi, kæmi að neinu leyti í bága við þjóðerni eða hagsmuni íslands. Þjóðerni íslands er svo öfl- ugt, að því getur ekki verið nein hætta búin úr þeirri átt, og það eflist meir og meir, — og hagsmunir íslands eru í aliflestum málum einn- ig hagsmunii* fyrir Danmörku; rikið í heild sinni hefir hag af þvi, að sambandslöndunum fari fram. Ef það gæti komið fyrir í einhverju ináli, að hagsmunir Dana kæmi í bága við hags- muni íslendinga, þá er alþingi ekki minna ætl- andi, en að sjá við því. Um annað atriðið er það að segja, að þá er lítið gert úr þinginu, ef ráðgjafinn einn á að geta leitt það afvega. Hvar eru anuars dæœitil slíks í þingsögu vorri? Hafa fulltrúar stjórn- arinnar nokkuru sinni haft þingið þannig í bandi? Við þriðja atriðinu liggur það svar, að hin æðsta stjórn lacdsins getur ekki orðið meira útlend en hún er nú, með því að íslendingur verði ráðgjafi — því hjá því mun ekki verða komist — ráðgjafi, sem eingöngu hefir á bendi íslenzk mál, í stað þess sem þetta embætti er nú falið dönskum ráðherra, sem gegnir því í hjáverkum, ásamt sínu embætti. Hvernig á þessi tilhögun að verða útlendari en sú sem nú er? Og hvaða vald verður flutt út úr landinu með því að ráðherrann flytji inn í iaudið á hvert þing? Landshöfðingjavaldið, sem er svo mjög takm&rkað — svo lítið, að ekki er einu sinni tekið tiilit ti! tillaga landshöfðingjans um em- bættaveitingar — þær eru í höndum. skrifstofu- stjóranna í íslenzka ráðaneytinu, — þetta iandshöfðingjavald verður sama eftir sem áður. Loks á það svar við öllum þessum atriðum, að með nýrri skipun alþingis, sem stiórnin mun alls ekki verð:\ á móti, má styrkja syo þingið, að aldrei getur staðið nein hætta af ráðgjafan- um. Þetta sjá líka allir hinir gætnari og vitrari þingmenn. Jón Jakobsson komst svo að orði á síðasta þingi: „Ég kannast við það, að barátta vor við hina útlendu stjórn og sú innbyrðis barátta, sem henci er samfara, hefir svo óheillavænleg áhrif fyrir alt þjóðfélag vort og viðgang þess, að eg vildi ieggja talsvert í sólurnar til þess, að á þessari baráttu yrði hié, þótt ekki væri meira en nokkur ár. Ég þarf ekki að lýsa áhrifum og afleiðingum baráttunnar ; þær eru öllum kunn- ar. Fyrir því er það svo, að þó að eg muni nú greiða atkv. á móti frv. þessu, segi eg alls ekki, að eg muni verða á móti því, ef það kæmi hingað aftur frá nd. með sæmilegum breytingum til bóta, en sem þó væru þess eðlis, að mjög miklar líkur eða því nær vissa væri fyrir, að það gæti öðlast staðfestingu. Hitt teldi eg ranga pólitik, að heimta mjög lítið og slá freklega af kröfum.-----------Það mundi eg telja þýðingarmikið atriði, ef sú breyting yrði gerð á fyrirkomulagi h. efri deildar t. a. m., að þjóðkjörnir þingmenn yrðu þar 9. Það væri þýðingarmikið atriði fyrir stöðu b. efri deildar gagnvart ráðgjafanum. Og væri sú breyt- ing í boði, mundi eg slcoða vandlega huga minn um það, hvort eg yrði ekki með frumvarpinuíl. Þetta segir einn af mótstöðumönnum Valtýs- frumvarpsins og fieiri munu hafa verið á líkri skoðun, þótt þeir hafi ekki látið hana í ljós. „Út af Eiinreiðhmi". Það gleður rr.igað greinin í „Eimreiðinni" um Reykjavík hefir þótt svo merkileg, að „ísafoidar"- ritstjórnin hefir fengið ástæðu til að fylla mik- inn hluta blaðsins (Nr. 39) með ýmsu hrafli, sem hún hefir tínt saman eftir Páli Melsted, svo það hefir orðið allsæmilegur eyðufyllir. Ritstjórnargreinin er furðulega hógvær, eftir því 8em ég hef átt að venjast, en rétt hofði verið að gæta að, í hvaða tilgangi greinin var rituð: hún átti alis ekki að fara nákvæmlega út í hvað eina, eins og gert er ráð fyrir í „ísafold", því þá hafði það orðið heil bók og þurf ná,- kvæmari rannsókn en ég hafi haft tækifæri til að gera, eins og ég líka haíði engan tíma til þess, þar sem ég hlaut að senda handrit mitt til Khafnar og gat ekki fengið það aftur til að leiðrétta það. Það er beint tekið fram í „Eimreiðinni", að þessi lýsing Reykjavíkureigi að vera eins oe: bærinn er núna um aldamðtin, en ekki með eiuu orði minst á að hún eigi að vera nákvæm saga bæjarins frá upphafi hans, jafnvel ekki um síðustu öld; því þótt. atöku at- hugasemdir hafi slæðst innanum i þá átt, þá var engu lofað um það. Einstöku leiðréttingar hefi ég sett í „Fjall- konuna", um röng mannanöfu o. fl., og er getið um þær villur í ísafold, en ekki um að ég hafi leiðrétt þær. Eg hefi og tekið fram í ritgerð- inni, að ég ekki muni allstaðar hafa sagt rétt frá og að ýmsu væri ábótavant. Ég hefi ekki sagt verra um „Góðteraplara" en það sem hefir komið frá þeim um alla þá sem ekki eru í „félaginu", og mætti safna því góðgæti saman ef víll. Ég veit vel, að margir ágætir menn eru í Góð- templarfélaginu, en þeir eru ekkisjálft „félagið", og þeir munu ekki hafa ritað neitt misjafnt um utanfélagsmenn. En margar leiðréttingar „ísa- foldar" eru rangar, og ýmsir útúrdúrar, og yfir- leitt álíka „hraflkent" og hjá mér. Það er rétt sem „ísafold" segir um hús Sigurðar Melsteds, en ég veit ekki betur en ég segi rétt frá „Há- konsenshúsi", að ísleifur etatsráð hafi bygt það; ég man eftir að til þess var tekið, hversu góð- ir viðir voru í því, og hann hafði búið svo um, að húsið gat ekki gengið úr ættiuni. Um Tbor- grimsen landfógeta mun „ísafold" segja satt frá,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.