Fjallkonan


Fjallkonan - 09.07.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 09.07.1900, Blaðsíða 3
FJATjL'KONAN. 8 „Reykjavíkurpóstian“. Hann byrjaði í október 1846, eins ogstendurá fyrsta númerinu, en doktor- inn hefir ekki gætt að þvi, eða ekki getað les- ið það rétt. Yitsmunir og áreiðanleiki, vand- virkni og sæmilegur ritháttur eru þau þing, sem doktorinn ætti að leggja sig eftir. Fleiru mun eg ekki svara í þessu ómerki- lega máli. Ben. Or. Aldamótahátíð Eyfírðinga, Svo hafa þeir kallað hátíðahald það, er þeir héidu 25. júní. Fréttaritari Fjallkonunnar skýr- ir svo frá því: „Hátíðin hófst með fallbyssuskoti og voru þá dregin 12 flögg á stangir. Síðan vóru söngvar sungnir og ræður haldnar. Amtmaður Páll Briem mintist konungsins. Sýslumaður Kle- mens Jónsson mintist aldamótanna og spáði miklum framförum á næstu öld. Séra Matth. Jochumsson talaði fyrir minni íslands og spáði iandinu mikilli framtíð og bað þeim bölbæna, sem löstuðu landið. Kaupmaður FriðrikKristjáns- son mintist héraðsins. Kennari Stefán Stefánsson áMöðruvöllnm mintist Akure. Síðast mintistséra Matth. Jochumss. Ameríku íslendinga; og talaði um velvild þeirra til íslands. Síðan vóru hestar reynd- ir og vóru það alt klárhestar, og var fljótastur grá- skjóttur hestur frá ytra-Valiholti i skagafirði. Eyfirzku hestaeigendunum var illa við að reyna við skagfirzka hesta, en nefndin sem um kapp- reiðarnar átti að dæma, ieyfði þó að þessi Skag- firzki hestur yrði reyndur. Síðan vóru glímur og dans. Til þessa hátíðahaids sóttu menn úr þremur sýslum: Eyjafjarðarsýslu, Skagafjarðarsýsiu og Þingeyjarsýslu. Fólkið var talsvert á annað þúsund. Allir skemtu sér vel. Veðrið er hið inndælasta og hiti mikill. Fimm gufuskip liggja á höfuinni“. Ný uppfundning. Hfttur orðið íslendingum að noturn. Enskur maður hefir fundið efni það er nefnt er algin, og iítur út fyrir, að sú uppfundn- ing muni geta orðið mörgum að hagnaði sem við sjó byggja. Algin er límkynjað, litarlaust efni, sem mik- ið er af í þangi. Þangið er látið liggja 24 klukkutíma í „natriumcarbonat“, og verður þá úr því jafningur, sem síðan er síaður. Algin má nota tii margra hluta; það er haft til ýmissar límgerðar, og hefir reynst mjög hent- ugt tii bæsingar. Þó mun almenningi meira þykja koma til þess, að það er mikils virði sem fæðuefni; má bæði hafa það í súpur og býtinga, og hlaup (geié) tii að stinna það. Fyrir vélasmiði er það líka gagnlegt og haft við gufukaltasmíði. Þá má og búa til úr því pappír, sem er á- gætur, seigur og gagnsær. Með skellakki er það mjög hentugt til einangrunar rafmagns. Síðast er reynsla fengin fyrir því, að algin þ. e. iyf sem úr því er búið til, „járnalginat“, er fyrirtaks iyf við blóðleysi (anæmi). Danskur stúdentaleiðangur verður gerður til ísiands í sumar, sem áður hefir verið getið í þessu blaði. Þeir koma til Reykjavíkur 5. ágúst. — í förinni verða ýmsir merkir menn og er þeirri langfrægastur Georg Brandes, sem hefir iíka verið einhver mesti hvatamaður far- arinnar, en óvíst er þó talið, að hann geti komið vegna sjúkleika. Af öðrum mönnum, sem til fararinnar hafa ráðist, er þessara helzt að geta: H. Steinthal yfirréttarmálafærslumaður, Ciausen, labóratoríumstjóri, Lichtenberg hof- jægermester, Bauditz kammerjunker, Zachrisson læknir úr óðinsvéum, Hansen borgmeistari úr Nyköbing, Horstmann. Hansen bæjar- og hér- aðsíulltrúi frá Næstved, Alex. R. Hansen skóla- stjóri, Fogh læknir, Bie bruggförstöðumaður, Jiirgensen, íæknir, frægur maður í sinni ment, Olaf Hansen rithöfuudur (hefir stundað forn- norrænu og íslenzku), Nielsen-Bransager ritstjóri, Mylius Erichsen rithöfundur. Dr. Finnur Jónsson, sem heflr átt mikinn þátt í því að förinni er heitið, kom með „Botníu“ 30. júní, og ætlar að undirbúa förina hér og leiðbeina stúdentunum. Ameríkskt lystiskip „Niagara“ er nýkomið hingað. Eigandi skipsins og formaður farar- innar er Haward Gould, sonur Jay Goulds, auðmannsins mikia, sem talinn var ríkastur maður í heimi. Með honum er kona hans og 3 kunningjar hans. Skipið er að sögn afarskrautlegt. Hann hafði enga fastákveðna ferðaáætlun, en eftir er hann kom hér í land, réð hann það af, að fara til Þingvaila, og fóru með honum þangað Jón Stefánsson, Múlsýslingur, sem bar- ist hefir á Filipseyjum, og Vilhj. Finsen. Sagt er að Mr. Gould hafi litizt vel á sig á Þingvelli og gert ráð um að koma næsta sum- ar og dvelja þá í Þingvaliasveitinni við veiðar. „Ceres“ kom hingað norðan og vestan um land frá útlöndum 30. f. m. Farþegar með henni : Gnnnar Einarsson kaupm. í Rvík (frá útlöndum), Gísli ísleifssoa sýslumaður Húnvetn- inga, Þorvaldur Jónsson héraðslæknir á ísafirði, Árni Sveinsson kaupm., Björn Þórarinsson verzl- unarstj. á ísaf., Eggert Reginbaldsson bóndi á Kleifum í Seyðisfirði vestra, og nokkrir útlendir ferðamenn, þar á meðal þýskur málari, Bach- menn frá Miinchen, er fer snöggva ferða til Þingvalla og síðan til Vestmannaeyja. Gufuskipið „Botnia“ kom hingað frá út- löndum 30. f. m. 2 dögum á dögum á undan áætlun. Með henni komu dr. Finnur Jónsson háskólakennari, Lefolii stórkaupm., fröken Ásta Sveinbjörnsson, frk. Lucinde Möller, ekkjufrú Thomsen (móðir D. Thomsen konsúls), Boilleau barón, Hannes Ó. Magnússon verzlunarm. með konu sinni, Ari Jónsson stúdent og allmargir enskir ferðamenn. Húlar strandferðabáturinn, kapt. Jakobsen, kom á réttum degi. Með honum komn nokkrir farþegar að austan, svo sem prestarnir Pétur Jónsson og Þorsteinn Benidiktsson og Sigurð- urður Einarsson af Seyðisfirði. Skipakomur. 8. júuí „Progrea" 134.56 amál., skipstj. Andreasen, kom frá Dysart með kol til Christensens- yerzlunar. — 11. „Askur“ 20.37 smál., skipstj. J. Rand- ulff með timbur til Björns Guðmundssonar. — 11. „Inge- borg“ 124.01 smál., skipstj. N. B. Ivarsen, með timbur til M. Benjamínssonar o. fl. — 13. „August" 77.95 smálestir, skipstj. Dreiöe, kom frá ,Khöfn með ýmsar vörur til Thomsensverzlunar. — 15. „Anna“ 88.33 smál., skipstj. Basmussen, kom frá Pleedwood með salt til Thomsens- verzlunar. — 19. — „Surprise“ 55.11 smál., skipstj. P. Ostmann, kom með allskonar vörur frá Hamborg til Björns KristjánsBonar. — 20. „ísafold“ 193.78, skipatj. Jensen, kom frá Kaupmannahöfn með allskonar vörur til Brydesverzlunar. — 24. „Prooellaria“ 99.79, skipstj. Channi, frönBk fiskiskúta.—30. „Ceres“ 730.37 smál., skipstj. Kjær, kom frá Kaupmannahöfn og Englandi norðan fyrir land. — 1. júlí „Botnía“ 566.90, skipstj. Bay, kom frá Khöfn. — 2. „Angelus“ 460.22 smál. skipstj. Young, kom með pöntunarfélagsvörur.— 4. „Niagara“ 1600.00 smál.,skipstj. Cous; ameríkBt lystiskip, kom frá Skotlandi. — 4. júlí „Askur“ kom aftnr frá Leith með kol til Björns Guð- mundssonar. Sklpstrand. Seint í maí síðastl. strandaði á Kópaskersvog í Norðnr-Þingeyjarsýsln kaup- farið „Anna“ frá Örum & Wulflsverzlun, sigldi á sker, er Faxi heitir, skamt frá höfninni, og brotnaði. Vörur náðust sumar ókemdar, aðrar spiltar. Uppboðið haldið 12. f. m. og seldust flestar vörurnar með fullháu verði. Skipsflakið keypti Jón Ingimundarson á Brekku í Núpa- sveit fyrir 140 kr. Nllsson botnvörpuskipstjóri, sem valdur var að manndrápunum á Dýrafirði, hefir verið dæmd- ur í hæstarétti í 2 ára betrunarhúsvinnu. Auk þess á hann að greiða í landssjóð 3000 kr. sekt og í ríkissjóð 200 kr. Hannesi sýslumanni Hafstein á hann að greiða 750 kr. í skaða- bætur, og ekkjunum, er mistu menn sína ann- ari 3600 kr. og hinni 1100 kr. í skaðabætur. Þar á oían er hann gerður útlægur úr Dan- mörku, með því hann er utanríkismaður. Veðurblíða um alt land. Hefir hiti víða verið að undanförnu undir 20° C. og sumstaðar meiri. Góðar horíur á grasvexti víðast hvar. Hér í nágrenninu hefir þó verið kvartað um að tún hafi skemst af kali í vor. Aflabrögð. Allgott útlit með afla á Aust- fjörðum en beituskortur. Góður afli bæði á Eyjafirði og Skagafirði og þar með talsverður síldarafli. Sömuleiðis afli á Húnaflóa. Við ísa- fjarðardjúp bezti afli. Hér í Faxaflóa mundi vera góður afli, ef hann væri stundaður. Ástandið í Kína. Mentaður Kínverji, Kang Yeu Wei, hefir fyrir skömmu ritað ritgerð í enskt tímarit, „Contemporary Hevie\v“, sem lýsir mjög vel ástandinu í Kína, sem mönn- um annars ekki hefir verið vel kunnugt um. Hann bendir þar jafhframt á þær endurbæt- ur, sem gera þurfi, ef hið stóra riki með 400 miljónum manna eigi ekki alt að fara í mola. Kang Yeu Wei var einn af áhrifamestu mönnum endurbótaflokksins í Kína. Hann er af gamalli kínverskri merkisætt, sem mörg stórmenni Kínverja eru af komin, og maður vel að sór og föðurlandsvinur. Hann var kunnugur keisaranum og í ráðum með hon- um um endurbæturnar. — Þegar upphlaupið varð við keisarahirðina 1898 og keisari varð að leggja niður öll völd og fá keisaraekkju- drotningunni þau í hendur, sem engu vill breyta og halda öllu í gamla horfinu, lá við sjálft að Kang Yeu Wei væri drepinn, en keisarinn gat gefið honum bending um að flýja. Bróðir hans og aðrar ættingjar vóru hálshöggnir, en aðrir umbótamenn, sem minna þótti að kveða, vóru settir í fangelsi eða látnir sæta stórsektum og hafðir Jl strangri gæzlu. Hann kvartar sáran yfir því, að Kínverjar fyrirliti svo mjög alt sem útlent er, og viti því ekkert um vesturlönd. Menn sem hafa starfað í utanríkisstjórninni í Peking, þekkja ekki einu sinni nöfn á hinum ýmsu löndum, auk heldur að þeir viti meira um þau. Þeir hafa heldur ekki ætíð þekt þá samninga, sem Kínverjar hafa gert við aðrar þjóðir. Fyrir 1894 fókst ekki landabróf yfir hnöttinn hjá neinum bóksala í Peking. Það vóru að eins örfáir ungir menn sem þektu til annara landa. Þegar Kínverjar höfðu beðið ósigurinn fyrir Japönum, fóru framfaramenn í Kína að hugsa um umbætnr. En ráðgjafarnir, sem ávalteru 70—70 ára, vcru á móti, og svo drotningin, sem er á sjötugsaldri. Kang Yeu Wei og fleiri gerðu tilraunir til að koma á nýrri stjórn, og keisarinn vildi fá hans umbótum framgengt, en fékk engu áorkað. Hann var síðan (í sept. ’98) sviftur völdum og átti að drepa hann, en fyrirmilli- göngu útlendu sendiherranna vóru æsingarnar sefaðar. Kang Yeu Wei gat flúið. Keisarinn er sagður mesti ágætismaður og hefir viljað gera alt sem hann hefir getað rikinn til gagns. Um Kristján konung níunda er saga þeasi sögð af Þýzkalandi: Konungur var á ferð til Wiesbaden og dvaldi um tíma í Ballenstadt. Einu sinni, þegar haun var á göngu með fylgdarmanni, settist hann á bekk og í sama bili fór ferðamannavagn fram hjá. Þá viidi svo til, að regnhlif datt út úr vagninum og tók enginn á vagninum eftir því. Konungur stóð upp, tók regnhlífina og kallaði á eftir vagninum þangað til að hann var stöðvaður, og einn af ferðamönnunum hljóp út og stökk til konungs. Eu þegar hann var kominn á miðja leið, mætti Kristján konungur honum og fekk honum regnhlíflna.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.