Fjallkonan


Fjallkonan - 13.07.1900, Qupperneq 1

Fjallkonan - 13.07.1900, Qupperneq 1
Kemur' út einu sinni í viku. Yerð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l’/j doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramðt, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafl hannþá borgað blaðið. Atgreiðsla: Þing- holt8strœti 18. XVII. árg. Reykjavík, 13. júlí 1900. Xr. 27. Landsbankinn eropinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag k!. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. ■ Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er i Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og töstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Frá títlöndum hafa boiist blöð til júníloka. Frí ófriðinum í Kína hafði ekkert frétst síðustu viku júnímánaðar, enda eru fregnir þaðan jafnan strjálar og óáreiðanlegar. Bar- dagasvæðið enn við Tientsin. Það er þó auðséð, að Bretar og bandamenn þeirra hafa orðið fyrir nokkru manntjóni. — General Booth, sáluhjálparherkonungur, hefir skipað hernum að biðja fyrir friðinum í Kína. Ætli það hiífi? Búa-ófriðurinn heldur enn áfram, en síðustu ensk blöð segja, að hinir útlendu sendiherrar ætli að stríðinu sé lokið og að þeir Krúger og Steijn niuni ætla að gefast upp. Einn Búi hafði gert tilraun til að sprengja í loft upp hermannabúðir og vistabúr enska hersins í Pretóríu. Einn af hinum ensku hermönnum varð var við það og gat náð í tundurþráðinn áður en sprenging færi fram og varð það hans bani. Sá náðist sem að verkinu var valdur, og lá við sjálft að her- mennirnir tættu hann í sundur, en þó var lífi hans bjargað og hann fiuttur á spítala.— Hefði sprengingin hepnast, hefði orðið af því stórkostlegt manntjón og hergagnatjón, en sprengingarmaðurinn hefði líka beðið bana af því. Blámanna-uppreistin á G-ullströndinni, í Kumassi beldur áfram. Asjantar, blámennirnir, eru harðir í horn að taka og vel vopnaðir, og veitir Bretum erfitt við þá. Nýlega hafa Bretar sent þangað 4000 herliðs. Stjórnarskrármálið Hvað á að gera? II. Síðan fyrri hlutur þessarar greinar var skrif- aður hafa boriat fréttir af þingmálafundi sem Norðmýlingar héldu að Rangá í Hróarstungu 26. júní. Þar, á Austurlandi, hefir áður verið megnasta mótspyrna gegn stjórnarskrárfrumvarpinu frá 1897, sem kent hefir verið Dr. Yaltý. Þing- menn beggja Húlasýslna hafa verið á móti því og almenningur þar hefir stöðugt haldið fram hinum eldri stjórnarbótakröfum, sem allir vita fyrir löngu að eru ófáanlegar. En hvað gerist nú? Þessi þingmálafundur samþykkir svo að segja í einu hljóði með 18 atkv. gegn 3 tillögu á þessa leið: Fundurinn iýsir yfir því, að hann vill að stjórnarskrárfrumvarp verði samþykkt á næsta þingi, er bygt verði á sama grund* yelli sem lagður var 1897 ; þó því að eins, að breytt sé 28. gr. stjórnarskrárinnar á þá leið, að fundur í þingdeildum sé lög- mætur, er um fjárlög er að ræða, ef helm- ingur þingmanna mætir, og i sameinuðu þingi, ef helmingar úr hvorri deild mætir“. Enn fremur samþykti fundurinn, að 61. gr. stjórnarskrárinnar skyldi standa óbreytt, að kosningarréttur skyldi rýmkaður að því er snertir kaupataðarborgara og þurrabúðarmenn, og að reynt væri að fá aðrar umbætur á stjórn- arskránni, þar á meðal lenging þingtímans. Þessi atriði vildi þó fundurinn ekki gera að skilyrði, fyrir því að stjómarskrárbreyting sú sem í boði er væri þegin, og lét sér því nægja að sinni, ef 28. gr. stjórnarskrárinnar yrði breytt eins og aðalfundarályktunin fór fram á, sem að ofan er greind. Þessi fundarályktun fer beint í þá sam- komulagsátt, sem bent var á i fyrri hluta þess- arar greinar. En búast má við því, að hinar „tryggu leifar“ benedikzkunnar telji þetta land- ráð. Þeir fara þá að fjölgi landráðamennirnir, og loks verða iíklega ekki á þínginu nema tómir föðurlandssvikarar, nema ef svo heppi- leppilega tækist til, að einhver úr skóla bene- dikzkunnar kæmist á þing. En nú má búast við því, að hinir æstustu úr úr báðum flokkum vilji ekki neitt samkomulag á milii flokkanna, að hinir stækustu Valtýs- meun vilji eagar aðrar umbætur en þær sem í frv. eru fólgnar, og einkum að römmustu kapp- arnir benedikzku Iáti aldrei sanníærast. Ea á þingi hafa þeir ekkert lið framar. Það hefir bólað á því að sumir Yaltýs menn vilji eingöngu halda fram frumvarpinu frá 1897 óbreyttu. En þar sem búast má við, að báðir flokkarnir taki höndum saman og að þingið mest alt verði á einu máli um breytingarnar, þá er stórt spor stigið og málið komið í betra horf en það hefir nokkurn tíma í verið. Er því vonandi að ekki verði reynt að spilla því meira enn orðið er, og hefði verið sæmra að fella ekki málið á siðasta þingi og reyna held- ur samkomulagsleið á þeim grundvelli sem landshöfðingi benti á. Það er gleðilegt, að þessir þingmenn, séra Einar, Jón á Sleðbrjót og Jón í Múla, sem vóru á fundinum og hafa verið i þeim flokki, sem kallaður hefir hefir verið „nihilistar", af því þeir hafa með hvorugum aðalflokkinum verið, hafa fyrstir orðið til þess að gera tilraun til að sameina flokkana og dreifa öllu sunduriynd- inu, sem hefir gert svo mikið ilt á síðustu þingum. Það ætti nú að fara fram á, auk þess sem ákveðið er í frumvarpinu: 1. Ákvæði það semfundurinn að Rangá sam- þykti um fjárlögin. 2. Fjölgun þingmanna í efri deild um 3. Það þarf að fjölga þingmönnum i einstökum kjördæmum, t. d. Reykjavík, Borgarfjarðarsýslu og víðar, en aftur mætti afnema kjördæmið í Vestmannaeyjum. 3. Umbætur á kosningarréttinum. 4. Lenging þingtímans, og að þingið verði háð á vetrum. Engin hætta getur verið á því, að reyna að semja við stjórnina um þetta mál. Með því getur eitthvað uanist í umbótaáttina en ekkert tapast, því að alþingi hefir úrslit málsins í hendi sér. Verð á kolum hefir verið hátt í Skotlandi og Englandi og eftirspurn og samningaumleitun fyrir haustið óvenjumikil. Því hafa nú bæði Frakkar og Sviar pantað sér kol frá Ameríku. Farmgjaldið frá Ameríku til Svíþjóðar er um 15 sh. fyrir tonnið (6]/4 skipp.), en ekki nema 7—8 sh. og jafnvel minna írá Skotlandi. Hin ameríksku kol, sem Svíar hafa pantað, eru 4600 tons og eiga að jafngilda að gæðum „South-Wales steam coals". Jafngóð kol frá suður-Wales (pöntunin var 17000 tons) kosta heim komin til Svíþjóðar 29 sh. 7 d., en kolin frá Ame- ríku 29 sh. 6 d. Lakari kol frá Ameríku er verið að semja um, sem kosta talsvert minna, og er búist við, að þau verði ódýrari en ensk (ordinaire) kol eru nú í sænskri höfn, en þau kosta 22—23 sh. tonnið. Þau kol, sem nú eru nýkomin hingað frá Skotlandi (Dysart) til kolapöntunarfélagsins, og nefnd eru „Rosslyn Hartley best steam coals“, kostuðu í Dysart 15 sh. tonnið, en farmgjald 11 sh. Þau kosta því 26 sh. hingað komin. — Þetta verð geta menn borið saman við það sem sagt er frá hér á undan. En þar við er að athuga, að farmgjaldið er að vísu dýrara til íslands en Svíþjóðar og að farmgjaldið er að tiltölu lægra á stórum farmi en litlum. Nýr fjármarkaður. Danski konsúllinn í Dunkeique hefir skýrt svo frá, að þar sé gott útlit fyrir sölu á fé írá íslandi og Noregi, og seljist 11—12 fjórð- unga sauðir á fæti fyrir 60 franka, þ. e. rúmar 42 kr. En þar er tollur á innfluttu fé. — Áður höfðu þeir Zöllner og Vidalín reynt að flytja íé til Belgíu, og segir „ísafold“ að þeir „hafi farið með Belgíu-markaðinn hérna um árið“. Um það getum vér ekkert sagt, en hafa þeir þá líka spilt Belgíu-markaðinum fyrir Norðmönnum ? Þeir urðu að hætta við hann, og mun hann hafa verið mjög viðsjáverður, hvað sem ráðsmensku þeirra Zöllners hefir liðið. * 800 vesturfarar. í ensku blaði, „Hull News“, stendur: 800 íslendingar fóru á þriðjudaginn (26. júní) frá Liverpool til Quebec á leiðinni til Mani- toba og Norðvesturlandsins i Kanada. Brezka stjórnin, sem hefir sett lög, sem neyða menn til að slátra útlendum sauðum og nautgripum óðara en á land kemur í Bret- landi, hefir alveg eyðilagt framtíðarhorfur ís- lendinga, með því að fé þeirra þarf að ganga í brezkum haga áður en það verður selt á markaði. Af þessu leiðir, að íslendingar verða annaðhvort að svelta eða fara til Ame- ríku. Mikill fjöldi tekur síðari kostinn, selur allar eigur sínar og fer með fjölskyldum sín- um og vandamönnum til Kanada. Mikill fjöldi Finna fer nú líka frá Liver- pool til að flýja harðstjórn Rússa.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.