Fjallkonan


Fjallkonan - 13.07.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 13.07.1900, Blaðsíða 3
2» FJALL'KONAN. 3 járni, þ. e. sá hlutar trésins, tem vatnið leikui ura. í heliisskútuni í fjöllúDum myndast kryst- allar af vatni og verða loks að íe. Þar eru brennisteinsnámur, biýnámur, silfurnámur og koparnámur.------Uppi á fjöllunum eru klettabefti og þar vex ekki gras, en þar búa fálkar, sem eru hvítir eins og svanir og stærri og grimm- ari en vorir fálkar. Engin eru þar villidýr, nema reiir, sem eru hvítir og hvergi biettur á, og hvítabiiuir, sem eru stórir sem uxar og koma oft á ísuum til íslands. Þar eru fiskar undar- lega skapaðír; eru sumir að framanverðu líkir hestum, sumir hjörtum, sumir geitum, sumir hundum, og enn eru sumir líkir karlmanni og sumir kvenmanni, eu allir hafa þeir hieisturog sporð eins og aðrir fiskar. Þar eru stórir hval- ir, 100 álna langir, með 4 tönnum í báðum skoltum, sem eru 2 áluir á iengd og digrar að því skapi. — — Þar eru höfrungar, sem eru skapaðir eins og aðrir höfrungar, eu þeir fcafa þá náttúru, að þeim þykir svo vænt um menu- ina, að ef þeir sjá menn í lífshættu í sjó, taka þeir þá á bak sér og bera þá til lands; því er það bannað á ísiandi, að éta höfrunga, enda væri það stórglæpur, og eins væri það glæpur, ef einhver ekki hjálpaði höfrungi, sem kominn væri á þurt land, til þess að komast út í sjó- inn aftur.-------Kringum námurnar eru heitar lauger, sem eru lækning við mörgum sjúkdóm- um. Fornir stjörnufræðingar hafa skipað þess- ari ey í fræðum sínum fyrir utan árstíðirnar, af því þar er mikill kuldi og langsamur, sem hindr- ar svo geisla og hita sólaiinnar, að landið er eyðilegt og ófrjótt“. (Á-bðk norska landfræðifélagsins 1898—99). ÍSLENZKUR SOGUBÁLKUR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Bftir eiginhandarr., Landshókas. 189, 4to]. (Frh.). Eina nótt, er lítill svefnhöfgi íéll á mig, þykir mér yfir mig skína so fögur sól, að þvílíka birtu auðnast mér aldrei að sjá í þessu lífi. Hennar ljómi og varmi breiddist so yfir mig, að mér fanBt sem legði ilm- ur, ijómi og styrkur yfir og í allan líkamann, er gagn- tæki mig innvortis og útvortis með léttleika og glaðværð í hjarta og sönsum, hvað og so reyndist er eg vaknaði; þar með þðtti mer og til mín vera talað : „Óttastu ei, eg stend með þér, málið er faliið eftir Malachiæ 3ja kap., er þú skalt hitta upp á á morgun frá 13. v. til enda“, sem og einninn í fyreta augnakasti varð fyrir mér, þá eg fletti bibliunni upp, so frá þeim tíma varð eg aftur so frískrar náttúru, að eg kærði mig hvorki um líf né dauða, heldur gekk glaður að öllum minum verk- um og útréttingum sem ekkert að væri, so að-inenn blindu á mig. Móðir mín og systir mín í Álftaveri, sem heyrt höfðu þessi ókjör, héldu spurnum fyrir mér, hvernig á mér lægi; heyrðu af hverjum einum eg væri í öllu eftir venju lystugur, er þær og aðra stórkostlega gladdi, og þó með forundran; eg fekk og nokkur bréf frá vinum og nánngum minum að norðan, sem vóru það kröftug- legasti að biðja fyrir mér sem föllnum manni etc., en eg skrifaði hverjum til aftur, og bað þá að biðja so fyrir mér, að sem guð vissi eg hefði gert og til unnið, so vildi hann láta sjást og opinbert verða og við mig fram koma ; skip komn með þessar fregnir um fardagatíma, hver með hæstu veraldar aðkasti og dagdómum afgekk alt fram á alþingistíma; hlaut eg til þings að ríða, bæði upp á nokkrar geistlegar sakir, sem og að kvitta 13 rdl. til sýslumanns Brynjólfs til vicelögmanns Magnúsar Ólafssonar og annara fleiri, vegna Jóns, eftir loforði mínu, sem alt sést í skrifum þar að lútandi, og þó eg vissi nú ekkert annað fyrir, eftir almennings vondra manna rómi, en eg mundi þar handtekinn verða og færður í bönd og fjötur, hafði eg sérstaklega eftirlöngun að kom- ast þangað sem fyrst og taka á móti því, sem guð vildi láta við mig og konu mína fram koma, sem nú lá dauðlega sjúk, sem djöfullinn uþpdiktaði í vondum mönn- um að væru uppgerðar veikindi, og það væri yfirvarp mitt að láta sækja Hr. Bjarna landphysicus til hennar. Hér sést enn og fram kom það Jacob postuli segir um vondar tungur! Guð vissi hér var alt öðruvísi, so af ótta þeim er eg hafði eg mundi hana ei aftur lifandi sjá, gerðum við með okkur vottanlega helminga félag, sem eg lét lesa og innfæra á alþingi, því eg óttaðist þá, að ef málsóknir kæmu ofan á annað, mundi eg meir en berslyppur frá ganga, ef hart væri að mér gengið af Jóns ábangendum, sem vissust var von. Með hvílíkum hrygðar þönkum eg kvaddi hana og heiman fór, veit guð bezt. Vigfús minn fór og með mér til þings. Þá eg þangað kom, lagði enginn meiri háttar né minni ilt né gott til mín ; þá höfðu flestir so sem nokkurs konar meðaumkunar viðmót við mig; eg lét sem eg vissi ei né sæi neitt um það, heldur gekk með allri djörfung meðal þeirra og afgerði allar mínar sakir. Þá eg hafði nú nokkra daga á þingi verið, leiddist mér þóf það, og sótti því lögmann Björn Markússon að tali, og færi alt kvis þetta í tal við hann. Hann segir: „Fyiir mig hefir sama flogið, og skaltu ekkert akt gefa því, eins og eg hefi þér fyr sagt fyrir; þú verður þvi af einhvcrjum bor- inn eða áreittur, að ei þurfi að segjast, að þú bevaktir þig sjálfur; eg þykist vita ykkur saklaus af því eins og sjálfan mig, og minn guð gefi sönnu máli sigur, hvar til eg skal styrkja, ef til frekari efna kemur“. (Frh.). Úr bréfum frá hr. östlund. Meistari 0stlund hefir lagt það i vanda sinn, að skrifa bréf til aðventistablaðs í Ame- ríku, sem kallar sig „Sandhedens Tidende“ eða „Evangeliets Sendebud“. Hve vel nafnið á blaðinu samsvarar þeim sannindum, sem meistari 0stlund hefir skrifað í blaðið, má sjá á því sem á eftir fer: Fyrst segir hann frá ferð sinni til íslands: „Á ferðinni [til íslands] fekk ég tækifæri til að tala við mann frá Suðurey [í Færey- jum], sem mikið kveður að þar í eyjunum. Hann sagði að margir mundu fagna því, ef trúboði [aðventisti eða mormóni?] kæmiþang- að að starfa. Hann sagði mig velkominn, ef ég kæmi einhvern tíma í sína sveit. Mjög gladdi það mig, að hitta á leiðinni íslenzka fjölskyldu, sem var á heimleið til Islands. Sízt datt mér það í hug, að menn af vnrum trúflokki væru farþegar á „Laura“. En drottinn hafði hagað því svo. Einn dag var ég að tala við danskan farþega um trú vora, og komu þá nokkrir íslendingar að hlusta á okkur. Yið töluðum um skírnina og laugardagshelgina, og þessir íslendingar töl- uðu um það eins og þeir væru sjöunda-dags aðventistar, og tóku það einkanlega fram, að á síðustu tímum mundu hin sönnu guðsbörn vaiðveita guðs boð og Jesú trú, sjá Opinber- unarbókina 14, 12. „Þessi maður hlýtur að þekkja oss“, datt mér í hug, „og hann er ef tii vill einn af oss“. Undir eins og færi gafst að tala við hann, spurði ég hann, hvort hann væri sjö- unda-dags aðventisti og kvað hann já við. Hann hafði að eins ekki verið skírður. Fyrir hálföðru ári hafði hann og kona hans öðlast sannleikann með því að lesa rit vor [aðvent- istanna]. Síðan hafa þau þráð, að boða sann- leikann meðal landa sinna [á íslandi]. Þau höfðu orðið mjög fegin, þegar þau lásu í „Sendiboðanum“, að ég ætti að fara til ís- lands og vera trúboði. En þau vissu að margir erfiðleikar mundu mæta útlendingi á íslandi, og þeim varð það ljóst, að það væri guðs vilji, að þau seldu búgarð sinn og færu heim til Islands, til þess að aðstoða mig við trúboðið, ef unt væri. Nú vóru þau á þeirri leið. Lesendur „Sendibooans" geta varla ímynd- að sér, hve sæll ég varð af því að sjá svo áþreifanlegar sannanir fyrir því, að drottinn er með mér og stjórnar öllu svo vel. Lofað veri hans heilaga nafn“. í síðari bréfum talar meistari 0stlund mest um trúboðsstarfsemi sína hér og gerir ekki mjög lítið úr henni og þeim viðtökum, sem hún fái hjá landsfólkinu. Eftir því sem 0st- lund hefir ritað blaðinu „Evangeliets Sende- bud“ (á íslenzku má nefna það „Guðspjalla- snakk“), leið ekki á löngu áður en 13 sálir vóru í söfnuði hans hér, og telur hann þá líklega sjálfan sig með; en lærisveinarnir eru þá 12, eins og hjá Kristi. En það er eins með þessa lærisveina hans og fjölskylduna frá Ameríku, sem hann segir að hingað hafi flutst til að boða trúna með sér, að mönnum er ókunnugt um þá; og ekki vita menn neitt um starfsemi þeirra. Þessir lærisveinar eru þá víst heimullegir, enda gæti verið, að meist- arinn ætti hér öllu heldur við meyja-„læri“ eða kvenna-„læri“ en sveina-„læri“, og færi það því fremur leynt. Enginn hefir heldur orðið var við að meistarinn hafi skírt fólkið; þær hátíðlegu athafnir hafa líklega farið fram inn í forargryfjunum, þar sem mórinn er tekinn, eins og hjá MormónuDum, hvort sem heilagur andi hefir þá farið yfir kerlingar 0stlunds á sama hátt og mormónsku kerling- una, sem var svo ómóttækileg fyrir það heilaga, að hún fann ekki kraftinn yfirskyggja sig fyrr en henni lá við köfnun. Meðal annars getur meistari 0stlund þess í bréfum sínum, að jafnvel íslenzku blöðin sé mjög bliðholl trúboði hans, og þá má svo sem nærri geta, að alþýðan á að vera viðbú- in að láta skirast. Þessu til söúnunar kemur meistarinn með þýðing af lofgrein um að- ventistatrúna, sem hann kveður vera rit- stjórnargrein úr íslenzku blaði, en þannig orðuð grein finst hvergi á íslenzku. Það sem 0stlund segir um Islendinga er alt fremur hlýlegt, enda mundi það koma sér betur hjá útsendurum hans að vel væri látið af fólkinu, og það væri líklegra til fé- fanga. Hann lætur t. d. vel yfir mentunar- ástandi landsmanna. Að eins getur hann þess, að sjónleikir Leikfélags Reykjavíkur sé mjög viðvaningslegir, og mun hann þó naumast hafa séð þá, þegar hann skrifaði það, enda mun hann ekki fær að dæma um slíkt. Að þessu sinni ætla ég ekki að segja fleira úr bréfum 0stlunds, en mun ef til vill gera það síðar. BifiliocpiXos, Þönsk fiskisklp við ísland. Nokkur und- anfarin ár hafa dönsk fiskiskip (,,kúttarar“) frá Friðrikshöfn stundað fiski við ísland. Þau eru að fjölga, verða níu í sumar. Þau eru flest útbúin með fiskitjörn og veiða með ýmsum nýjum áhöldum, „Snurrevaad“ og „Nedgarn“ o. fl. Skipstjórinn á einu skipinu (,,Maagen“) hefir oft verið í förum við ís- land og heitir Andreasen, og er hann á vetr- um kennari við lýðháskólann í Yallekilde. Botnvörpugufuskipafélagíð „Dan“ flytur kol- ana frá þessum „kútturum" til markaðsins í Hull, og eru höfð til þess tvö hleypiskip (carriers), „Cimbria11 og „Thor“. Er ætlast til að þessi skip fari til og frá á 10 dögum. —■ Kúttararnir hafa með sér tunnur og salt til þess að geta saltað aflann, ef það kæmi fyrir, að honum yrði ekki í tæka tíð komið í milliferðaskipið. Landbúnaðarsýning allmikla á að halda bráðlega á Fjóni (í Óðinsvéum) og verðurþar sérstaklega sýnt alt, sem að mjólkurstörfum lýtur. Á húsi þvi, sem mjólkurafurðimar verða sýndar í, sem er stórt og vel vandað, er torfþak, sem sérstaklega er útbúið til þess, en undir þvi er hafður þakpappi. Geta blöðin þess, að það sé nýtt og fallegt, en ekki er þess getið, hvernig það er útbúið. Síbería kornbúr Evrópu. í Síberíu er eitthvert mesta kornland í heimi, og því spáði Nordenskiöld fyrir 20 árum, að þar mundi síðar verðakornbúr Evrópu. Meðjárn- brautalagningu, sem er langt komin, og eink- um með því að nota skipgengar ár, svo aem

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.