Fjallkonan


Fjallkonan - 21.07.1900, Side 1

Fjallkonan - 21.07.1900, Side 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 6 kr. eða V/t doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). bændablað IIppBögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hannþá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrceti 18. XYIl. árg. Reykjavík, 21. júlí 1900. \r. 28. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er i Landsbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er i Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og töstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., ki. 11—1. títlendar frettir. Ófriðurinn í Kína heldur áfram og mega stórveldin ekki við uppreistarmönnum. Aðalforingi uppreisnarmanna eða „boxara“ (hnefleikara) er Tuan prins. Hann hefir ráð- ist með miklu liði á stórborgina Tientsin, sem stórveldaliðið haíði áður tekið, og hverfi það í borginni, sem útlendingar byggja, hefir verið brent til ösku. Sagt er að þar hafi verið drepnir 1500 útlendingar. Skorað hefir verið á Li-Hung-Chang, vara- konung, bæði af Evrópumönnum og einstök- um Kínverjum, að hann reyndi að stilla til friðar. Ekki er þó svo að sjá sem það hafi tekist. Japanar eru fúsir til að senda her sinn til að skakka leikinn, ef unt væri að komast að samningum við eitthvert stórveldanna um friðinn á þann hátt, að ekkert stórveldanna hefði þar meira að ráða en annað. Stórveldin eru nú sem óðast að búa herskip sín, Frakkar, Þjóðverjar og Rússar, en Ame- ríkumenn hafa dregið sig í hló og segjast ekki vilja berjast til landa í Kína, eða skifta sér af því sem þar fer fram, nema að eins sjá mönnum sínum borgið, semþarbúa. Þeir eiga þó hægt með að setja þar á land meira lið en nokkurt hinna stórveldanna. Englendingar látast vilja fá Li-Hung-Chang til að taka við stjórninni í Kína. Um 1000 útlendingar, sendiherrar Evrópu- ríkjanna og ýmsir fleiri, hafa nú haldið hóp i Peking og varist áhlaupum uppreistarmanna. Með uppreistarmönnum eru allir hirðmenn keisara og ekkjudrotningarinnar. En 5—6 af stórveldum heimsins geta ekki komið sér saman um að bjarga Evrópumönnum og Ameríkumönnum í Peking. Þeir hafa sent kveinstafi sína til stórveldanna: „Yið höfum enn getað varist, en vonlaust um það fram- vegis. Hjálpið okkur fljótt“. Þessar orðsend- ingar hafa þeir sent í þrjár vikur. Stórveld- in hafa ekki verið tilbúin. Japanar hafa boð- ist til að bjarga mönnunum, en stórveldin hafa ekki viljað þiggja það, af því þau hafa sjálf viljað vinna á Kínverjanum og sitja að krás- inni. Flotaforingjar Englendinga og Bússa, Seymour og Alexjeff, segja að engin tiltök sóu að bjarga Evrópumönnum í Peking, því stórveldin hafa þar að eins 20 þúsúnd manna, en uppreistarlið Kínverja hefir til taks 140 þúsund manna við Tientsin og Peking. Eftir síðustu blöðum enskum, sem ná til 12. júlí, er uppreistin í rénun og sendiherr- um stórveldanna talið óhætt. Þetta er haft eftir Li-Hung-Chang. Áður hafði það verið fullyrt, að keisarinn hefði verið neyddur til að taka inn eitur og drotning lika; hefði keisarinn beðið bana af því, en drotningin prðið brjáluð. Það var auðvitað tilhæfulaust. Búastríðið. Fregnir þær sem smámsaman berast þaðan að sunnán um að stríðinu só þegar lokið og að Búar hafi gefist upp, reyn- ast ekki áreiðanlegar og eru tilbúningur Eng- lendinga. Fregnriti ensks blaðs, sem ritar úr Transwaal, segir svo nú fyrir örstuttu: Það getur dregist alt að 6 mánuðum enn, að Búar verði sigraðir. Meðan Krúger gamli stendur uppi og getur áorkað einhverju, heldur hann áfram áhlaupa-bardögum í fjöllunum, enda mun hann aldrei gefast upp skilmálalaust. Það hefir verið sagt, að illa hafi verið farið með sjúka menn og særða í hjúkrunarhúsum enska hersins þar syðra. Því neitaði þó Bal- four í parlamentinu; sagði að ekki væri að búast þar við sömu meðferð og á spítölum í Lundúnum. Hann kvað ríða mest á að berj- ast nú duglega við Búana. Af síðustu viðureignum er svó að sjá sem Búar verði Englendingum enn þá skeinu- hættir. — Paget, hershöfðingi enskur, kveðst hafa barist nýlega heilan dag við Búa, og hafi þeir haft mikinn liðsafla; varð þarmann- fall nokkurt og allmargir særðir, og svo hefir verið víðar. Helzta sigur, sem Englendingar hafa unnið síðan þeir tóku Pretóríu, telja þeir, að þeir hafa nú tekið Bethlehem, bæ sem er norð- austan til í Óraníuríki. Þar hafa verið aðal- stöðvar Búa, og þar hafa þeir verið Steijn, bróðir forsetans í Óraníu, og Kristjan de Wet hershöfðingi, sem Englendingar bera mikið frægðarorð fyrir framgöngu hans. Það er haft eftir honum, að hann muni aldrei gefast upp, heldur falla, ef því væri að skifta. Einn lávarðurinn enski lætur mikið yfir því, að hann hafi handtekið 1000 fjár og 500 kýr frá Búum. Þó Cecil íthodes væri mestur hvatamaður til þessa ófriðar, þykja nú miklar horfur á, að vinfengi hans við Englendinga fari út um þúfur þegar þeir hafa náð Transwaal alger- lega á sitt vald. Hann á mikið í gullnám- unum þar, og er talið víst, að þar verði á- greiningsefni við Englendinga. Frakkar hafa afráðið á þingi, að byggja 6 línuherskip og 5 hleypiskip (,,Krydsere“), og enn fremur hafa verið veittar 118 milj. franka til torpedó-báta og neðansjávarbáta. Eldur varð laus 1. júlí í höfn við New- York, Hoboken. Hafði kviknað í ullarpokum, en kringum þá vóru ámur með terpentínu og öðrum eldfimum vörum. Þar brann fjöldi skipa, stærri og smærri, og nær 800 manns druknuðu eða fórust í eldganginum. Skað- inn metinn marga tugi miljóna kr. Káðið (senatið) í Finnlandi hefir neitað að birta lög Kússakeisara um upptöku rúss- nesku í embættisbrófum o. s. frv. Jafnframt hafa hinir helztu senatorar sagt af sór. Yinnusynjun („lock out“) hefir verið meðal byggingamanna í Stokkhólmi, og varð niður- staðan sú, að vinnutíminn var ákveðinn 10 timar og daglaun frá 80—60 aur. um klukku- fímann (vikamenn og drengir 25—28 aura). Færa má kaupið niður, ef verkið líkar ekki. Scipido, sem réðst á prinsinn af Wales og ætlaði að hefna fyrir Búa, hefir verið sýkn- aður og talinn ekki með öllu ráði. Prestalaunamálið. Herra ritstjóri! Ég leyfi mér að mælast til rúms fyrir nokkrar líuur út af því, er Guð- mundur í Elliðakoti skrifaði í 19. bl. Fjallkon- unnar um frumvarp það til breytingar á laun- um presta, er við sra Einar Jónsson fluttum á síðasta þingi. Eg skal ekkert fást um rithátt Guðmund- ar. Háðsmerkin og væmnu aðfengnu fyndnis- tuggurnar (svo sem „guðsmenuirnir“, lítiisvirð- ingar og hæðnisnafn á prestum) er hvort sem er ekki kámugra orðalag, en búast má við hjá honum. Undarlegra þykir mér, hve lítið hann sér af þessu máli, og hve illa hann sér það lítið af því, sem hann gryllir í. Tortrygni lians og getsakir tii prostanna skyggja svo á hanu, að hann sér eiginlega ekkert af þessu máli annað en það, að iandsjóður eigi að borga prestunum nokkrar tekjur þeirra með kr: 65,200. Enjafn- harðan fær hann getsaka-glýjurnar í augun og sér tómar ofsjónir, — og bullar svo út aí þeim. Þannig telur hann frumvarp þetta framkom- ið af því, að prestarnir hafi ekki verið ánægð- ir með þeirra væntanlega teknaauka eftir frum- varpi því um gjöld til presta og kirkna, sem nú er orðið að lögum, heldur hafi viljað fá meira, og því skyni gert þessa „tilraun til að fá lög samþykt, er skylduðu landsjóð til að „gieiða þeim þessar 65 þús. kr., „án þess að gefa um eða geta bent á, hvernig landsjóði yrðu bættar þær þúsundir". Prestarnir eiga að hafa verið svo blindaðir af launagræðgi, að þeim á að hafa sézt yfir þaó atriði, að landsjóður þyrfti að fá á einhvern hátt árlegar tekjur til að standast þetta gjald, sem prestarnir „munu þó vilja fá útborgað oftar en einu sinni“. — Guðmundur lætur „okkur flutningsmönnum frumvarpsins ekki hafa gengið annað til en ágirfid“. Þeir sem hafa hirt um að kynna sér sann- leikann í þessu máli vita, að þessar 65 þúsund krónur eru að eins 9/10 af sóknatekjum presta, eins og þær eftir hinum eldri lögum voru að meðaltali á fimm ára bilinu 1893—98; hinir aðrir, sem ekki hafa kynt sér málið, sjá og þegar af þessu, að getsakir Guðmundar um, að við höfum með þessu frumvarpi viljað fá meira handa prestunum en tekjuaukann eftir nýju lögunum, er einber heilaspuni, og varla dylst þeim heldur, hve góðgjarnlegur hann er. Þá vill G. láta það vera eins dæmis axar- skaft að leggja slíkt útgjald á landssjóð, án þess að lögleiða sérstakan skatt eða ákveða honum sérstakar tekjur til að standast gjaldið. — En slíkt er ekkert eins dæmi. Hvaða sér- stakar tekjur voru landssjóði ákveðnar þegar héraðslæknum var fjölgað nær til helminga, eða í hvert sinni sem kostnaður tilkenslu ogskóla, sem landssjóði er ætlað að bera árlega, hefir verið á hann lagður. Hitt segir sig sjálft, að landssjóður þarf nægar tekjur til að standast gjöld sín, og mun alþingi hvorkiþuría aðsækja

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.