Fjallkonan


Fjallkonan - 21.07.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 21.07.1900, Blaðsíða 2
2 f;jallkjo nan. þá vizku til G. né gleyma skyldu sinni íþessu efni, þó hann ekki áminni það. Aðal-atriðið, sem G. ekki virðist sjá eða ekki viija sjá í frumvarpi okkar sra Einars er það, að afmá úrelt lagaákvæði, sem þjóðin er vaxin frá, og sem íþyngja mönnum óþarflega og rang- látiega. Þeir skattar (tíund, lambsfóður, dags- verk og offur), sem frumvarpið vili afnema, eru úrelt ógeðslegt hrúgald ójafnaðargjalda, er þyngst hvíla á þeim er sízt skyidi, hinum fátækustu. Yið þenna ójöfnuð er landsmönnum með frv. ætlað að losna á þann hátt, að þeir greiði úr sameiginlegum sjóði fé, er nokkurnveginn bæti prestastéttinni tekjuhaliann, og er þá gengið út frá þvi að sérhvert gjald, er iandsjóði þegar er eða siðar verður ákveðið, hvíli á jafnaðar- fyllri grundvelli, en hin nefndu gjöld til presta. Ekki minnist G. heldur á hitt aðal-atriði málsins — það, að losa prestana við þá óhæfi- legu og skaðiegu sýslan, að toga verkkaup sitt út úr fjölda misjafnlega staddra manna, og eiga þar með i hvimieiðu og óvirðuiegu viðskifta og reikninga-vafstri, er auk þess útheimtir meiri tíma, en ýmsir prestar geta mist frá skyldu- verkum sínum; er þá um tvent að velja: aðslá slöku við hina kennimannlegu starfsemi eða innheimturnar. Auðvitað tekur hver samvizku- samur prestur hinn síðari kostinn. Fer svo innheimtan í handaskolum, til tjóns fyrir efna- hag prestsins og til skapraunar skilvísum góð- um sóknarmönnum, er vilja að presti sínum vegni vel. Að almenningur, sem hefur lítinn og tak- markaðan skilning á andlegri starfsemi, eigi erfitt með að láta sér skiljast þetta, er eðlilegt og það því fremur sem margur gasprarinn hef- ur á síðustu áratugum ekki sparað að nota blöðin, lestrarlind alþýðu, til þess að rýra þýð- ing kristindóms og kirkju, og gjöra lítið úr starfsemi prestauna og nytsemi hennar. Þótt ég ekki muni eftir að neinn annar en Gr. hafi haldið því fram, að prestar hafi nú miklu minna að gjöra en á 18. öld, þá hefir margur engu síður af vanþekking en óvild talið embættis- verk presta létt verk, vandalítil og fljótunnin. Það er eins og þessum mönnum sé fyrirmunað að skilja, að prestar þurfi að undirbúa sig und- ir hverja prédikun og hverja ræðu, sem þeir eiga að flytja við kirkjulegar athafnir. Sér- hvern prest, sem skiiur köllun sína og leggur rækt við hana, kostar það venjulega mikinn tíma og andlega áreynslu, að búa sig undir sér- hverja ræðu, enda þykir fæstum prestum sá undirbúningur svo rækilegur, sem vera á, nema þeir skrifi hugsanir sínar, og flestir skrifa þeir ræður sínar orð fyrir orð. Prestar í fámennari prestaköllunum þurfa að undirbúa sig þannig undir ræðuhöld þetta 60—100 sinnum á ári, en í hinum fjölmennustu prestaköllum 100—200 sinnum. Að frumsemja og skrifa 100—200 ræður, er ætlast er til að hafi hver um sig, sem sjálfstæð ritgjörð og ræða, kristilegt og upp- byggilegt gildi, — það er ekkert smáræðisárs- starf með öllu öðru, er prestar hafa að starfa sem prestar. Um árangur þessarar starfsemi ætla ég ekki að skrifa að þessu sinni, en að eins að mót- mæla þeirri hrottakenning hjá G., að það — að hún hyrfi að mestu „mundl hafa hin æskileg- ustu áhrif á trúarlíf manna“. Er það trúin sú sem hann boðaði á trúmálafundinum í Garða- kirkju á annan í páskum, og sem honum var bent á, að vondar verur „hefðu líka og skelfd- ust“, sem hann vonar að þá lifni við? Um þriðja meginatriði frumvarpsins virðist G. heldur enga skímu hafa, — það nfl., að dreg- in er af sóknatekjum hinna beztu prestakalla nokkur upphæð, og hinumrýrustu bættar tekj- ur með henni. Mundi sú breyting draga úr fjárbænum til þingsins frá vandræðaprestaköllum og hlífa landssjóði við smávegis útgjöldum til prestakalla, sem hann ella tæplega gæti komist hjá framvegis fremur en hingað til. Þ.ar sem G. er að brigsla okkur flutnings- mönnum frumvarpsins, og svo prestastéttinni á þingi um, að vér viljum keyra þetta mál fram með kappi og hraða, þá vil ég spyrja hann: Er það vottur um slíkt kapp, að við komum ekki fram með málið á þinginu fyrr en útséð mátti telja um, að það hefði nægan tima til að ganga fram? eða þá hitt, að við höfum síðan látið málið alveg afskiftalaust, höfum ætlað því að mæla með sér sjálfu við þjóðina? Við fleiri hnútur G. skai eg ekki fást, enda læt hið lubbaiega hnútukast hans til vor presta liggja mér í léttu rúmi. Görðum, 17. jtilí 1900. Jens Pálsson. Fiskirannsóknir Norðinanna. Þess var getið í síðasta blaði, aðNorðmenn hefðu gert út skip til fiskirannsókna. Það lagði á stað i lok maímánaðar og er náttúrufræðingur (Dr. Johan Hjort) yfir- maður. Skipið átti fyrst að rannsaka sjávarbotn og fiskalíf við Noreg og fara síðan undir norðausturstrendur í s 1 a n d s (Langanes) til rannsókna þar. Þegar rannsóknunum er lokið við ísland, á skipið að halda til Jan Mayen og þaðan til Þrumu (Tromsö). Á þessari leið á einkum að rannsaka straum- ana og hafsbotninn. Þetta er framhald raxm- sókna, sem dr. Hjort hefir áður byrjað á. Sérstaklega á að komast eftir því, hvort nokkur norðurheimskautsstraumur nær að stöndum Noregs, sem sænskir fræðimenn hafa haldið fram. Prófessor Nansen er á skipinu og stendur hann fyrir þessum rannsóknum. Hann ætlar þar að reyna ýms ný áhöld, sem hann hefir sjálfur búið til. Rannsakað verður dýralif og fiskalíf á þessu svæði norðurhafsins, og komist eftir, að hve miklu leyti dýralífið og fiskalífið er bundið við grunnsævi, og hvort ekki eru alls konar dýr og fiskar í úthafinu. Til þessara rannsókna eru búin til ýms ný veiðarfæri, svo spm nýir háfar og pokavörp- ur (ekki botnvörpur), sem veiða má með í miðjum sjó eða ofansjávar, og verða gerðar tilraunir til að veiða með þessum áhöldum úti á hafi. Svo verða reynd síldarreknet og með þau farið á þann hátt sem nú er farið að tíðkast á nýjustu fiskieimskipum þýzkum. Þegar til Noregs kemur, á að rannsaka fjörðuna við Finnmörk og sjóinn milli Nor- egs og Bjarneyjar. Þar á að reyna færafiski og ýms net og botnvörpur. Þetta rannsóknaskip er að allri gerð sem hin ensku botnvörpuskip. í haust á að reyna af skipinu reknetaveiðar og botnvörpur með ströndum Noregs. Lögð hefir verið stund á að fá duglegustu fiskimenn á skipið, sem kostur var á. Fiski- mennirnir eru: 2 Danir, 2 Norðmenn (frá Ála- sundi), 1 Finnmerkingur og 1 selaveiðari. Skipið er 367 tons og ristir rúm 10 fet. Undirbúningur þingkosninga. Rangárvallasýsla. Þar er sagt að þeir fjórir muni bj óða sig fram: Sighvatur gamli, Þ ó r ð u r Guðmundsson í Hala, séra Eggert Pálsson á Breiðabólsstað og að líkindum Magnús sýslumaður. Állar líkur eru til, að Þórður nái kosningu, og Sighvatur verður hinum víst erfiður, en ekki verður sagt um, hver af þeim þremur muni bera sigur úr býtum. Árnessýsla. Þar eru í boði séra Magnús Helgason á Torfastöðum, og hefir hann þar mest fylgi, svo að líklegt er að hann nái kosningu; þá er Hannes Þorsteinsson ritstjóri t „Þjóðólfs“ og Sigurður Sigurðsson frá Lang- holti. Hvort Tryggvi Gunnarsson muni bjóða sig þar fram aftur er óvíst, og geri hann það, er óvíst hvort hinir síðartöldu nái kos- ningu. Borgarfjarðarsýsla. Þar býðst lector Þór- hallur Bjarnarson aftur og Björn Bjarnarson í Gröf. Álveg óvíst enn, hvor liðfleiri er. Mýrasýsla. Þar býður sig fram séra Magnús Andrésson fyrir þrábeiðni annara presta að sagt er. Hann hefir áður verið á þingi og er vinsæll af alþýðu. og mun líklega enginn annar gefa þar kost á sér. Snœfellsnessýsla. Eftir síðustu fregnum er mælt, að Lárus sýslumaður muni hafa nægi- legt fylgi til að ná kosningu þar, þótt Einar ritstj. Hjörleifsson bjóði sig þar fram. Palladómar um alþingismenn 1899. IX. ólafur Briem er svo gamsll og góðkunnur þingmaður, að honum hefði vel mátt sleppa hér, því það er heldur ekki tiigangurinn í þetta skifti, að skrifa um alla þingmenn. Á því mun enginn efi, að Skagfirðingar kjósi hann aftur; hann er hygginn og tilögugóður þingmaður, þótt heldur lítið kveði að honum á þingi. Hann talar sjaldan, og er fáorður í hvert sinn, en ekki getum vér þó talið það neinn ókost á hon- um. Hann vinnur aftur á móti allmikið í nefnd- um; var t. d. á síðasta þingi í 9 nefndum og framsögumaður i fjáraukalögum 96—97 og hor- felislögunum. Hann mun vera reikningsglögg- ur maður eins og hann á ætt til, og hefir hann því oft verið kjörinn í nefndir þær sem átt hafa að fjalla um fjármálafrumvörp þingsins og sömu- ieiðis búnaðarmál. — Á síðasta þingi kom hann fram með frumvarp um stofnun „Ræktunarsjóðs íslands", og þó vér hyggjum að ofmikið megi gera að sjóðstofnunum og sjóðasöfnunum, og að ' framkvæmdirnar geti með því móti geymst i sjóði, þá álítum vér að þessi „Ræktunarsjóður“ muni fremur til bóta. Ólafi Briem hefir hlotnast sú vegtylla, að vera kosinn varaforseti á þinginu, og er það ekki vegna röggsemi hans, heldur gætni hans og festu. tSLENZKUR SÖGUBÁLKOR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og preats að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarr., Landsbókas. 189, 4to]. (Frh.). [Enn fremur sagði lögmaður Björn]: „Ég yil þti dveljir hér til þingloka, þar til skýrara fréttist að framan, því enn er ókomið skip það, sem fðyeti Skúli er & væntanlegnr og commissarii eru enn ókomntr". Hlýddi eg þessum ráðum, þar til allir þessir komu, þyi með þeim var helzt fréttavon, bæði um það og annað. Ég fór á fund fóveta Sktila, og bað hann einslega segja mér hvernig háttað sé og fram gangi um illmæli það er eg heyri úr Kaupinhöfn um mig, „því sittsegirhver". Hann svarar: „Fyrst þti spyr mig so einlæglega, skal eg greini- lega segja þér frá öllu því“. Byrjaði hann frásögnina sem eg hefi áður inníært og segir: „Ég lét Guðmund Helgason Isfold, þénara minn, njósna á hverjum degi hvað um það gerðist fyrir ráðstofunni; lét ei merkja mig, en lét hann gefa þeim inn, að eg og kannske fleiri kynn- um einhverja upplýsing gera um greindan mann og mál þetta, hvað ráðherrarnir vel antóku; gefnr þá fóveti tit vitnisburð og fleiri, sem þar var gagnkunnugt, að greind- ur Björn var frá barndómi lyginn og stelvíB með fleirum ódygðum og var skotið undan straffi vestur í Skaga- fjörð að Keynistað tir Eyjafirði, sem áður er sagt. Til skirteinis og frekari lnkku var frá Jóni sál. i Grenivík, þann tíð sýslumanni í Vaðlasýslu, sendibréf með þekkjan- legri hendi og signeti, hjá fóveta, honum til skrifað þann tíð hann var sýslumaður í Hegranessýslu, er þetta ang- i

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.