Fjallkonan


Fjallkonan - 21.07.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 21.07.1900, Blaðsíða 3
FJALL’KONAN. 3 lýsti. Meðal fleiii, sem vildu álita okkur saklaus af á- burði Bjðrns, var Tðmas Windekilde, sem nú var einn af innkomnum comissariis, hvern eg nú einninn fann. Hann Bem handgenginn ráðherrunum, og þvi nær þann tíð einn af þeim, segir og framber opinberlega, að hann kunni ei betur þenkja né kunna að segja, en við séum saklaus af áburði þrælsins, þar hann gagnþekki okkur bæði og seg- ir það kunni ei rimilegt að vera, að eg sé valdur að klausturhaldaradrápi, þar eg hafi nokkurum vikum áður lagt líf so nær í veð fyrir hans líf, og varið hann við öll- um slyBum, sem hann og fleiri séu að lifandi vitni og og megi því sökin vera einhvern veginn öðruvísi vaxin. Hér eftir er farið að rannsaka Björn; segir hann nú að klausturhaldara hafi mátt leiða til bana ryskingar þær, er þeir hafi haft um kvöldið áður en hann dð; hann hafi ímyndað sér, að bæði við og aðrir hafi viljað hann dauð- an af ófriði hans, og afsakar okkur nú, sérdeilis mig, um alla beiðni og meðvitund um afgang hans, en segir hvað hann hafi ógætilega hér um talað, hafi verið að kenna Jóni, sem sér hafi gefið peninga til þess og með slóttug- heitum véfengt* sig í .orðum og lagt sér ógætnum orð í munn („slík eru börnin óþarflig"). Varð það svo enda- Iykt, að greindur Björn fyrir sína lýsingu og skarnflekk, er hann hafðiQsett upp á okkur, var dæmdur að erfiða þar í strangasta fangelsi í járnum alla sína lífstíð. En Jón, þá hann sá og heyrði hversu alt þetta Bnerist hon- um á móti hans tilætlan, til skammar og vanæru, hleypti hann sér úr Kaupmhöfn út í Julland undir eitt soldáta- regiment; varð þar að sögn undir-officéri, um lítinn tíma, féll þar í so Btóra ólukku, sem mig óar við að nefna, að hann mátti vera fangi sína lífstíð, eður gera sig tor- kendan og vera burtu úr kóngsins ríkjum á 24 stundum. Síðan hefi eg ei til hans frétt. Þannig sést áþreifanlega hversu guð endurgeldur sérhverjum eftir sínum verkum. Honum sé eilíf æra. So fór eg heim af þingi glaðvær í mínum gnði, er svo stóð með mér, að enginn kunni mér nokkurt mein að gera. „Samvizkan sæla sigurinn ber“. Þ6 mikill fjöldi góðra og guðhræddra manna fyndist, sem glöddust af þessari hjástoð hans og lofuðu hann þar fyr- ir, þá létu þó ekki mínir haturs og öfundarmenn af að pukra með þetta ámæli og sverta mig, og þó þeir hafi ótalsinnum oftar rekið sig sjálfa á, hversu guð hafi leitt mig fram úr öllum vandræðum, þá hefir vonzka þeirra snúið því við og sagt: ,enginn vinnur á honum, þvi hann er so göldróttur1. Þessa sorg og gleði blandaða fráBögn hefi eg sagt í öllum sínum atriðum, eins og eg veit hana sannasta fyrir guði og góðri samvizku, til þess, mín kæru börn, að haldi öfundsjúkir og illgjarnir menn því áfram að lasta mig dauðan og brigsla yður hér um með for- eldrum ykkar — að þið þá vitið, hversu á þessu hefir staðið verulega, og að þið því heldur kunnið án blygð- unar með góðri samvizku og djörfung að svara þeim eftir verðugleikum og lýsa þá hvern í annara orða stað opinberlega Iygara og hatursmenn vora, lífs og fram- liðna. Brot úr dagbók. í Búa strlðina. Eftir enska skáldið Rudyard Kipling, sem var fréttaritari þar syðra. Lærið brotið, segir einn af burðarmönnunum. Hægra eða vinstra? Hægra, segir maðurinn. Síðan er hann lagður á bakið og brotna lærið lagt svo að hægra sé að binda um það. — Þetta er einstakt, segir burðarmaður.—Það var kúla í maganum. — Maðurinn gat drukkið mjólk og kraftsúpu ef hann lá eins og hentast var og í rúmi sem við átti. Það leit svo út sem Mauser-byssan mundi þyrma lífi hans. —Þá kom einn sem þurfti limstýfingar á hægra alnboga. Þetta er hégómi. Það einskisvert að láta taka af sér limi; verra er að dragast með gegnboruð lungu, sem kvelja mann í hvert skifti sem maður legst niður. — Er nokkur sjúkur? Nei, og læknarnir urðu fegnir; þeir vildu heldur fara með 3 járnbrautarlestir særðra manna en eina með sjúklinga. Við sluppum í þetta skifti við blóðsóttina, *) Þannig. sem kreistir úr mönnum blóðið og gerir þá að beinagrindum, — við gigtina, sem er á við sjö tannpinudjöfla; — og lungnabólguna, sem rekur morðvopnið í bak mönnum og rekur þá vægðar- laust á undan sér. — Hér er nú ekki annað en eitt sár af sprengdri kúlu og einn hreinn koss hvíslandi kúlu. — Við göngum svo að öðrum börum. Herðarblaðið brotið; alnboginn úr liði; lungað borað í gegn frá hægri til vinstri, án þess kúlan hafi snert hina æðri parta; niðurhand- leggurinn molaður, — Baf sprengikúlu", segir maðurinn. Tveir menn særðir á höfðinu, lítils vert um það; — tvær kúlur í lærinu (maður- inn er glorhungraður); öxlin gegnboruð og gómurlnn af einum fingrinum (maðurinn er gramur yfir þessu litla sári); niðurhandleggur- iun brotinn, „ó það er svo sárt að láta binda um það“. — Læknirinn gegnir engu og hand- leggurinn fer í umbúðirnar eins og fótur í sokk. í rúmi hvers hermanns er taska með skyrtu, handklæði, bursta, svampi og tannbursta. Nú fer hver á fætur öðrum úr skitnu og blóðugu einkennisfötunum sínum, eða þeim er hjálpað til þess, og fara i hreina skyrtu og undir hrein rúmföt. Nú eiga þeir loks að fá að hvíla sig. Nú verða þeir að fá eitthvað staðgott að éta, svo sem þykkvar baunir, vel úti látnar, — ef þeir geta haldið opnum augun- um svo lengi. Þeir, sem hafa fengið kúlu í magann eða lungun, fá mjólk og brennlvín. Líklegt væri, að 600 mílna járnbrautarakst- ur væri óþægileg hreyfing fyrir særða hermenn. En í rauninni er það ekki. Það er nú fyrst, að þeir eru rólegir yfir því að vera slopnir við alt saman. Þeir eru nú lausir við steikjandi sólarhita og ryk, eitrað vatn og þreytandi göngur; þeir eru nú ekki lengur kvaldir með því að sofa með stígvélin á fótunum og þeir eru lausir við að kveljast af því að axla byssuna. Margir þeirra koma aldrei aftur. Eimskipið fer með þá heim til Englands og þar verður þeim tekið vel af ást- vinum þeirra. Nótt í 1600 klukkustundir, Landkönnuðurinn Gerlache, sem kom í fyrra úr suðuríshafsferð, segir svo frá í frönsku tíma- riti „l’ Illustration“. 17. mai sáum við síðast sólina, og var það að þakka geislabrotinu [Hún var komin niður fyrir sjóndeildarhring]. Þá varð niðamyrkur. Um miðjan daginnvar ofurlitil rauðleit glæta, eins og af náttlampa og stóð til nóns. Þegar þykt var loft eða fjúk, sáum við ekki þessa glætu og höfðum ekkert til leiðbeiningar um deili dags og nætur. Það hefði verið hvers manns bani, að fara frá skipinu út í þetta myrkur. Þetta heimskautsljós gerði okkur margar skráveifur. Yið gátum ekki greint neinavega- lengd eða stærð hlutanna, og þegar við geng- um um ísinn, rákum við okkur hvað eftir ann- að á háa jaka, sem okkur hafði sýnst vera mörg hundruð fet á burt. Einu sinní þóttist eg sjá stóran kassa á ísn- um, hér um bil í 300 feta fjarlægð. Eg varð hissa, og gat ekki skilið í því, að skipverjar hefðu fleygt þessum kassa í eldiviðarleysinu. Það reyndist ekki annað en snepill af dagblaði, þegar til kom. Þessi glæta gerði okkur ringl- aða, af því við gátum ekki lengur treyst aug- unum. Smámsaman féll einhver höfgi yfir okkur alla. Yið urðum fölir og blóðlausir, og urðum dauðþreyttir, hvað lítið sem við höfðumst að. Lífæðin sló mjög ört. Eftir hálftíma göngu taldi læknirinn 140 æðarslög á mínútu. Sumir fengu svima. Ekki gátum við lesið eða skrifað, og höfðum við því ekki þau not af bókasafni okkar sem við var búist. Síðast gátum við ekki notið svefns, og lá við, að við yrðum vitskertir. Þetta stafaði af því myrkri sem var yfir okkur. 21. júlí sáum við fyrst sólina, og verður ekki með orðum lýst ánægju okkar, þegar við sáum rönd sólarinnar yfir hina endalausu ísbreiðu. Uppfundningar. Mór í stað kola. Á siðustu árum hefir meðferð á mó til bronslu farið mest fram í Kanada, og eru Kanada-menn því í þeirri grein á undan öðrum þjóðum. Ekki hafa íslendingar í Kanada þó látið til sín heyra eitt orð um það, og ranglega hefir þeim verið þakkað það, að þeir han kent íslendingum að þekkja íshús, sem eru gerð eins og íshúsin sem nú eru bygð hér á landi og íslendingar hafa orðið fyrri en aðrar Evrópu-þjóðir að taka upp. Þvi FjallJconan hafði bent á það og sagt frá ameríksku íshúsunum áður en nokkur Kanda- íslendingur sagði eitt einasta orð um það. Með nýjum áhöldum og aðferðinni til að þrýsta mónum saman og þurka hann hefir tekist að búa til eldivið, sem menn ætla að muni jafn- gilda steinkolum; slíkur mór er fult svo ódýr sem steinkol og í ýmsu tilliti notadrýgri en kol. Enginn reykur eða sót kemur af þessum mó og mjög lítil aska. Arðuriun af gullnámunum í Transvaal var árið 1898 288 miljónir króna og gæti sá arður að sögn verið talsvert meiri. Arður af kolanámum þar i Iandi nam á sama ári 12 milj. kr. Þegar stríðinu er lokið, vitanlega með ó- förum og tjóni Búa, ætla Englendingar að taka upp herkostnaöinn úr guilnámunum, með því að leggja 50°/0 á gullframleiðsluna. Kemur það sem vel er ekki sízt niður á frumkvöðli Búa-stríðsins, Cecil Bhodes, sem talsvert á í námunum. Bikisskrifarinn Beitz i Transvaal hefir minst þessa í bréfi til „Kölnische Zeit.“ og endar með þessum orðum: „Svona ætla Engl. að hafa upp herkostnaðinn, en þeir munu auk þess neyðast til að halda setulið i Búaríkjuu- um báðum, 50,000 manna hér um bil, og þann kostnað eiga námurnar lika að borga. Jafn- skjótt og enska liðið fer burt, mun uppreisn brjótast út hvarvetna og halda áfram ekki ár- um saman, heldur hundruðum ára“. 11 miljónir Glyðinga eru í heiminum nú á dögum. Af þeim eru 4J/2 milj. á Bússlandí; 1,800,000 í Austurríki ; 667,000 á Þýzkalandi; 300,000 í Búmeniu; 120,000 á Tyrklandi, og 101,000 á Englandi. (xeysarnlr („The Geisers“) í Yellowstone Park eru alt af að smádofna ; sá sem beztnr þótti, „Fountain Geiser“ er alveg hættur að gjósa, og er ætlun manna, að áður mörg ár eru liðin, muni þeir allir verða hættir. Þá yrði Geysir í Haukadal, meðan hann endist, nokk- urs virði, ef til vill miljóna virði. Það er hug- vekja fyrir lýðinn „sem að Geysi selur“ og þingið hans, sem svífist ekki á hinn bóginn að sóa mörgum tugum þúsunda í ýmsa þarfleysu og svívirðilegustu bitlinga. Stýrilegt loftfar. Þýskur greifi, sem heitir Zimmelmann, sjötugur að aldri, hefir lengi feng- ist við það að búa til stýrilegt loftfar. Það var reynt um síðustu mánaðamót, en fyrsta ferðin hepnaðist ekki sem skyldi. Þó gera menn sér vonir um, að svo megi umbæta það, að það verði viðráðanlegt, og er þá hið stýrilega loftfar fund- ið. Kaupfélög í Svíþjóð. Svo er að sjá sem kaupfélagahugmyndin sé ekki dauð. Um síðustu mánaðamót var haldins fundur í Stokkhólmi um stofnun stórkaupaverzlunar fyrir alla Sví- þjóð. Danskur maður, D. Eskesen, hélt fyrir- lestur um samtök Dana í búnaði og verzlun og l!

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.