Fjallkonan


Fjallkonan - 21.07.1900, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 21.07.1900, Blaðsíða 4
4 FJALLKONAN. norskur maður, Delhi málfærslumaður frá Krist- janínu, hélt fyrirlestur um kaupfélagahreyfing- una í Noregi. Dr. Þoryaldur Tlioroddsen hefir nú lokið við nýjan uppdrátt af íslandi. Hann er nú farinn að fást við alt það efni, sem hann hefir safnað á íslandi á nær 25 árum. Það á að að koma út í 4—5 bindum með- styrk Carls- bergssjóðsins. — Líklega kemur þessi bók jafn- framt út á þýzku. Bindindishreyfing í Abyssiníu. Menelik blámannakeisari í Abyssiníu fer alt öðru vísi að því enn Good-Templarar, að kenna mönnum bindindissemi í vínnautn. Þegar ófriðnum var lokið milli ítala og A- byssinín manna, og einkum eftir það að Mene- lik keisari hafði látið búa til peninga í París úr gulli, silfri og eir, fóru kaupmenn í Lundún-' um, París og Konstantínópel að senda þangað vörur sínar. En fyrst af öllu sendu þeir tóbak og vínföng sem nærri má geta. Meneiik keisari þekti ekki drykkjuskapinn í Evrópu og hafði neytt sparlega kampavínsins, sem hann hafði að undanförnu fengið frá Frakk- landi, og var honum því óljóst um afleiðingar víndrykkjunnar. En ekki leið á löngu, áður hann komst að raun um þær. Hann tók þá til sinna ráða. Með því að hann er alveg einvaldur, þurfti hann ekki að spyrja neinn ráða og gaf hann því út lög um algert aðflutningsbann á spíritus og absint. Síðan gaf hann út iög um algert aðflutningsbann á tóbaki. Þó hefir hann ekki viljað banna innflutning öls og vína. En harðar refsingar eru við lagðar ef brotin eru innflutn- ingsbannslögin, og hver sá sem sannað er að drukkið hafi öl eða áfengi á að sæta sektum, en þeir sem drekka sig fulla eru hýddir. Með þessu móti hefir hann verndað land sitt írá þeim illu áhrifum, sem áfengisdrykkja hefir haft á mörg blámannaríki í Afríku. Skarlatssóttin. Hún hefir útbreiðst býsna mikið í þessari viku hér í bænum; hafa 5 veikst; alls liggja nú 17 í henni hér í bænum, og eru þar af 9 einangr- aðir í Framfarafélagshúsinu í Vesturgötu. Af þessum 9 eru 6 í afturbata. í húsi Þorsteins Jónsonar járnsmiðs liggja 4 börn, öll í aftur- bata. En mest hefir kveðið að veikinni nú síð- ast í austurbænum; að eins einn sjúkl. veikst í vesturbænum á Bakka. Eru nú 2 börn veik á Klapparstíg nr. 3, á lSmiðjustíg nr. 6 og 1 á Laugaveg 22. Veikin er því í 4 prívat-húsum í bænum, og eru sjúklingarnir þar einangraðir. Af sjúklingunum |eru2 um tvítugt, en hitt eru börn eldri en eins árs og yngri en 10 ára. 1 barn hefir dáið auk þess sem áður er getið, barn Jóns Ólafssonar, ritstjóra á öðru ári. Gfufuskipið „Norðfjörður" kom hingað frá Seyðisfirði í fyrra dag. Er það eitt af fiski- skipum Garðarsfélagsins, og var tilgangurinn með förinni hingað að fá íslenzkan skipstjóra á skip þetta, er mun hafa tekist. Farþegi með skipinu var Þorsteinn Erlingsson, ritstj. Bjarka. Skipið fór aftur í gær tii Seyðisfjarðar. Bát til síldarveiða (reknetaveiða) hefir Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, Jón skipstjóri í Melshúsum o. fl. keypt af Sigfúsi H. Bjarnar- son konsúl á ísafirði, er kom hingað á bát þessum &ð vestan í fyrra dag. Kaupverðið var 3500 krónur. Báturinn heitir „Kristján". Strandferðabáturinn „Skálholt11 kom hing- að 14. þ. mán. Farþegar með honum voru: séra Kristinn Daníelsson á Söndum, séra Sig- urður prófastur Jensson í Flatey, Oddur Jóns- son læknir á Eeykhólum, Björn ólafsson augn- læknir, Snæbjörn Kristjánsson bóndi í Her- gilsey o. fl. Auk þessara eru nú staddir hér á amtsráðs- fundi vesturamtsins; Björn Bjarnason sýslu- maður á Sauðafelli, Páll prófastur Ólafsson á Prestbakka og séra Sigurður Stefánsson í Vigur. Skipakoma. 17. Júlí „Angelus11 460 Bmál., skipstj. Joung, kom frá Newcastle með kol til gufuskipafél. og Brydes verzlunar. — 18. júlí „Norðfjörður" 65 smál. skipstj. J. ö. Sörensen.— 20. „Laura“, kapt. Christiansen. Leiðrétting. Dr. Dorvaldur Thoroddsen hefir beðið að það væri leiðrétt sem í „Fjallk.“ hefir staðið um sölu- verð á túni hans til Jðns Jakobssonar bókavarðar; það kostaði 22 au. ferkyrningsalinin, eins og nú er venjulegt verð á Iððum í útjöðrum bæjarins. H ÉR með vil ég vekja eftirtekt þeirra manna, sem kvaddir eru til að virða jarðir til veðsetningar í veðdeildinni, sem og lánbeiðenda á því, að samkvæmt niðurlagi 7. gr. í lögum um stofnun veðdeildarinnar 12. jan. þ. á., verður virðingargerð á jarðeign að tilgreina sérstaklega verð húsa þeirra, sem eru á jörðinni, svo að það sjáist, hvað virðingarverð jarðarinnar er út af fyrir sig, því að eftir nefndri lagagrein má eigi telja verð húsanna með, þegar lánsupphæð- in er ákveðin, nema því að eins, að þau séu vátrygð. — Ennfremur skal það tekið fram, að banka- stjórnin telur eftirnefndar vátryggingarstofnan- ir góðar og gildar, þegar húseignir eru veðsett- ar (samanber 7. gr. laganna): a. Brandforsikrings-Selskabet Nederlandene af 1845. b. Commercial Union. c. Det. Kgl. Octroierede Brandassurance- — Selskab. — d. Nordiske Brandforsikring; Samkvæmt reglugerðum bankans og veðdeild- arinnar verða félög þessi að hafa umboðsmenn í Reykjavík, er bankastjórnin geti snúið sér til um iðgjaldagreiðslu, og sérhvað annað, er lýt- ur að vátryggingu veðsettrar húseignar. Reykjavík, 18. júní 1900. Fyrir hönd bankastjórnarinnar. Tryggvi Gunnarsson. O T3 «3 H-4 <D bfi P4 ps cð M o :0 <D > Ö a cö fl fl ö fl O & <D H3 O CD T3 T3 a o cð M 0Q a bfi fl o fa £ * - .2 £ g g O I—I Í-J El^ Fínt MARGARINE eraitid Hiik. danskt margarín HHÍHfek í staðinn fyrir smjör. Merki: ,Bedste‘ í litlum öskjum, sem kosta ekkert, 10—20 pd. í hverri, og eru hentugar til heimilisþarfa. Betra og ódýrara en ann- aö margarín. Fæst áöur langt líöur í öllum verzlunum. H, Steensens Margarinefabrik, Vejle. Nýprcntuð eftir SuSmund <§uðmundi>son Skraut-útgáfa með mynd höf. Fæst eftir 1. júlí hjá Sig. Kristjánssyni bóksala. Yerða send út nm land í sumar. Tækifæri. Hvergi fá menn einB ódýrt og vand- að saumuð fót sín eins og í Saumastofunni í Bankastræti. Þar fást líka alls konar fataefni pantað með innkaupsverði og sent kostnaðarlaust. 5—600 Ijðmandi sýnishorn. Ouðm. Signrðssoii. nx Sundmaga kaupir hæstu verði sem að undanförnu fyrir peninga V. Christensens verzlun, er til sölu. stræti 18. mjög vel vandað Upplýsingar í Þingholt- Kaupið þyrilskilvindurnar sem almennt eru taldar þær allra beztu og ódýrustu; fást hjá allflest- um kaupmönnum á íslandi, sbr. aug- lýsingar þar að lútandi í „ísafold11 í júlí og ágúst þ. á. Saltfiskur ve! verkaður, stór og smár, og ýsa, verður keyptur í sumar fyrir pen- inga við verzl. „EDINBORG“ í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. Ullarband norðlenzkt, mjögvand- að, tvinnað og þrinnað, mórautt og grátt er til sölu í Þingholtsstræti 18. Til kaupenda Kvennablaðsins og Barnablaðsins. Um leið og eg þakka heiðruðum kaupendum Kvennablaðsins og Barna- blaðsins, sem staðið hafa í skilum leyfi eg mér að minna alla á sölu- skilmálana, og á það, að gjalddagi blaðanna er kominn. Sömuleiðis bið eg þá, sem enn hafa ekki borgað andvirði fyrirfarandi árgangs eða árganga Kvennablaðs- ins eða Barnablaðsins, að borga það svo fljótt sem þeirn er unt. Þeir kaupendur úr nærsýslunum, sem verzla hér í Reykjavík, mega greiða andvirði blaðanna inn 'í reikn- ing minn við verzlun H. Th. A. Thomsens eða Jóns kaupmannsÞórð- arsonar í Reykjavík. Þeim af kaupendum, sem eru bún- ir að borga alt andvirði 1900 fyrir jidílok verður sent nýtt Standard móðblað ókeypis, júníblaðið, sem þegar er komið út. Bríet Bjarrihéðinsdóttir. Til auglýsenda. Þeir sem aug- lýsa í „Fjallk.“ verða að tiltaka það um leið og þeir auglýsa, hve of- auglýsingin á að standa í blaðinu. Geri þeir það ekki, verður hún látin standa á þeirra kostnað þar til þeir segja til. Sundmagar vel verkaðir verðakeyptir íyrirpen- inga við verzl. „EDINBORG“ í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. Ásgeir Sigurðsson. Útgefandi: Tald. Asmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.