Fjallkonan


Fjallkonan - 06.08.1900, Síða 1

Fjallkonan - 06.08.1900, Síða 1
Kernur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l'/a doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendÍB fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda haíi hann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVII. árg. Reykjavík, 6. ágúst 1900. Xr. 30. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripaaafnið er i Landsbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Undirbúningur alþingiskosninga. ísafold og Þjóðólfur hafa flutt í síðustu blöð- um fregnir um undirbúniug alþingiskosninganna, og jafnframt tillögur síuar. Fjallk. hefir hinsvegar fyrir sitt leyti leitað sér frétta um hið sama efni víðsvegar á land- inu, og fer þar alls ekki eftir fréttaburði hinna blaðanna. Austurskaftfellingar kjósa að líkindum séra Jön Jónsson aftur. Hann gefur eflaust kost á sér, og þótt honum sé annað betur gefið en að vefjast í þingmálum, er engin frágangssök að kjósa hann. Hann hefir komið heldur vel fram á þingi í flestum málum. — Austurskaftfelling- ar hafa hvort sem er ekki öðrum á þing að skipa að sögn, úr því Þorleifur Jónsson hrepp- stjóri í Hólura gefur ekki kost á sér, sem ef- laust er lang-álitlegasta þingsmannsefnið af bændum þar um slóðir. Vesturshaftfellingar kjósa eflaust aftur sýslu- mann sinn, Quðlaug Quðmundsson, sem óneitan- lega er duglegur þingmaður og góður í mörg- um greinum, þótt mönnum líki ekki ýmsir kækir hans. Rangœingar munu eflaust kjósa Þórð Quð- mundsson í Hala, en um hinn þingmanninn er óvíst. Séra Eggert á Breiðabólstað mun bjóða sig fram, en heíir að sögn ekki mikið fylgi. Líkiegra þykir að Magnús sýslumaður Torfa- son næði kosningu, ef hann byði sig fram, sem búist er við. Árnesingar hafa líklega ekki um marga að velja, því núer það borið aftur, að Hannes rit- stjóri Þjóðólfs gefi þar kost á sér, og óvíst um Tryggva Gunnarsson, sem nokkurn veginn má telja víst, að hafi þar nægilegt fylgi. Þá eru eftirafþeim frambjóðendum, sem þar hefir ver- ið um getið, þeir Sigurður Siqurðsson búfræð- ingur frá Langholti og séra Magnús Helgason á Torfastöðum. Hinn fyrnefndi er alkunnur, og munu bændur að sjálfsögðu kjósa hann, því hann mun manna mest vinna að gagni land- búnaðarins á þingi, og séra Magnús er í góð- um metum hjá Árnesingum eins og flestir prest- ar þeirra, og mun því hafa mikið fylgi. Qullbringu■ og Kjósarsýsla er sízt í vandræð- um stödd að því leyti, að nóg bjóðast þar þing- manna-efni: hinir gömlu þingmenn, Þórður Thor- oddsen og Jón Þórarinsson, og auk þeirra Björn Kiistjánsson kaupmaður, og bændurnir Guðmund- ur Magnússon í Elliðakoti og Þórður Guðmunds- sou á Hálsi. — Ennfremur Gísli Þorbjarnarson búfr. Kunnugir menn segja, að Þórður Thor- oddsen muni að líkindum ná kosningu, en að vafasamt sé, að Jón Þórarinsson verði kosinn. Þar á móti hafi Björn Kristjánsson allmikið fylgi suður með sjónum, og að þeir Guðmundur og Þórður hafi eflaust einnig flokk hvor úr sinni sveit. Reykvíkingar. Þar hefir enginn boðið sig fram svo kunnugt sé, en hinn fyrv. þingmaður mun eflaust gefa kost á sér. — Hins vegar er sagt, að margir bæjarmenn hafi þegar ritað undir áskorun til bankastjóra Tryggva Gunn- arssonar um, að haun gefi kost á sér fyrir Reykjavík, og virðist það óþarft, með því að hann mun hafa nóg fylgi í Árnessýslu, en að öðru leyti mun hann engu síður hæfur til að sitja á þingi nú en áður, þó hann hafi mörg- um öðrum störfum að gegna. Hefir verið bent á það áður í þessu blaði, að hann hefði meiri praktiska þekkingu og reynslu en flestir aðrir þingmenn, en skoðanir hans á stórpólitík þarf alls ekki að taka til greina. Borgfirðingar. Þeir eiga kost á Birni Bjarnarsyni í Gröf og prestaskólastjóra Þór- halli Bjarnarsyni. Enn er óvíst hvor meira fylgi hefir, en sagt að fleiri muni fylla flokk Bjarnar. í Mýrasýslu bjóða sig fram þeir prófastarnir séra Magnús Andrésson á Gilsbakka og séra Einar Friðgeirsson á Borg. Alveg óvíst, hvor þar muni bera sigurinn úr býtum. Snœféllingar eru eð sögn einráðnir í að kjósa sýslumann sinn, Lárus Bjarnason. Dalamenn eiga völ á þeim tveimur, sínum fyrv. þingmanni, séra Jens Pálssyni, og Birni sýslumanni Bjarnarsyni, en óvíst um horfurnar. Barðstrendingar endurkjósa eflaust hinn fyrra þingmann sinn, séra Sigurð Jensson. Isfirðingar munu að líkindum kjósa hina sömu þingmenn og áður. Þó er sagt að sýslu- maður þeirra, Hannes Hafstein, muni bjóða sig frara, og gæti þá svo farið, að annarhvor hinna næði ekki kosningu. Strandamenn kjósa eflaust fyrveranda þing- mann sinn, Quðjön Quðlaugsson. Hjá Húnvetningum eru að sögn í boði Björn Sigfússon, fyrv. þinginaður þeirra, Haldór Briem skólakennari, Júlíus læknir Halldórsson, Jósef Jónsson bóndi á Melum og jafnvel séra Bjarni Pálsson í Steinnesi. Eru tveir hinir fyrstnefndu líklegir til að ná kosningu. Skagfirðingar eiga völ á mörgum. Auk ólafs Briems bjóðast þar.að sögn: Stefán skólakenn- ari Stefánsson á Möðruvöllum, séra Zofonías Halldórsson í Viðvík, Rögnvaldur Björnsson bóndi í Réttarholti og Jón Jónsson hreppstjóri á Hafsteinsstöðum. Líklega verður Ólafur Briem enn kosinn, enn óvíst, hver hinna verður hlutskarpastur. Eyfirðingar kjósa eflaust aftur KlemensJóns- son sýslumann, og s&gt er að Jön A. Hjaltalín skólastjóri á Möðruvöllum hafi þar mest fylgi næst honum. Annars eru þar í boði: Friðrik kaupmaður Kristjánssou og bændurnir Stefáu Bergsson á Þverá, Stefán Stefánsson í Fagra- skógi og Sigurður Jónasson á Hrauui. Suðurþingeyingar kjósa eflaust hinn fyrrv. þingmannn Pétur Jónsson. Norðurþingeyingjar er sagt að muni kjósa séra Arnljót ólafsson, sem nú gefur kost á sér. Hefir „Þjóðólfur“ nýlega mælt með houum og „ísafold" líka, því hún telur hann meðal þeirra presta, sem þjóðin hafl betur gert að senda á þing en bændur (npp og niður). Norðmýlingar. Þar býður sig fram séra Ein- ar Þórðarson í Hofteigi og verður að líkindum kosinn, og líklega séra Einar á Kirkjubæ aft- ur, ef hann býður sig fram. Annars óvíst um þingmannsefni í stað hans. Sunnmýlingar kjósa líklega síua fyrrverandi þingmenn. Þessar kosniugahorfur verða betur athugað- ar í næsta blaði. Prestalaunamálið. Mjög er sú breyting á launum presta í- hugunarverð, sem lagafrumvarp það fer fram á, er sent hefir verið út um alt land í vetri var til prestanna frá kirkjustjórninni islenzku til þess að láta söfnuðina láta í ljós álit sitt um það. Prestarnir í mínu héraði hafa sannarlega ekki talið eftir sér sporin, að fá söfuuði sina til að segja já og amen við frumvarpinu. Þeir hafa sumir riðið á þvert eina|ta heimili í sóknum sínum til að fá undirskriftir undir yfirlýsing þá sem presturinn hefir sjálfur samið um þetta. Hafi það ekki gengið með góðu að fá almenning til að aðhyllast þetta frumvarp, — hvort sem prestarnir hafa fengið menn til þess með undirskriftum eða með opinberum fundahöldum — þá hefir það undir eins komið fram, að prestunum hefir mislíkað, og hafi einhver verið svo djarfur, að láta i ljós einhver mótmæli gegn frumvarpinu, hefir allvíða orðið vart við ónot og þykkju af hálfu prestsins, svo að söfnuðirnir hafa frið- arins vegna látið undan síga fyrir hinu kenni- mannlega ofurefli og „dæmt svo alt sem beiddu þeir“. Þótt kallað sé að söfnuðirnir lýsi yfir þvi, að þeir séu samþykkir frum- varpinu, þá eru það einkanlega prestarnir sem gera það, því söfnuðunum, eða mörgum í þeim, er alveg óljóst hverjar afleiðingar þessi breyting kann að hafa í för með sér. Prestar segja ekki annað en það, að með þessari breytingu losni bændur við öll gjöld til presta, því að þau verði tekin úr lands- sjóði, og á þetta agn ganga margir. Prestar hafa ekki fyrir því að lýsa yfir því fyrir mönnum, að landssjóður muni einhversstaðar verða að fá tekjur í staðinn. Eg vil nú í fám orðum taka fram þær af- leiðingar, sem óhjákvæmilega verða af því, ef prestar verða settir að öllu leyti á föst laun úr landssjóði: 1. Öll hin tekjuminni prestaköll verða hælikuð. — Prestar í hinum rýru prestaköllum munu kveina við þingið þangað til að það hrærist

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.