Fjallkonan


Fjallkonan - 25.08.1900, Side 1

Fjallkonan - 25.08.1900, Side 1
Kemur út einu sinni í viku. Yerð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða 1 Va doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendie fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrceti 18. XVII. árg. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur tii kl. 3 md., mvd. og Id. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. 'Ókeypis tannlœkning í "Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Chr. Schierbeck og Reykjavík. í „Illustreret Tidende11 1. júlí 1900 hefir höf- undur þessi ritað alllanga grein um Reykjavík. Hann kom hingað til lands eitthvað sjúkur og sér til heilsubótar, er læknir og gekk hér und- ir læknapróf; sagt er að hann sé auðugur og hafi í hyggju að setjast hér að. Þar sem margir af „framfara“-mönnura vor- um róa að því öllum árum, að íslands og ís- lendinga sé getið í útlendum blöðum (náttúr- lega samt ekki annara en þeirra vina og kunn- ingja), þar sem þessir menn velta sér á allar hliðar til þess að „kom&st inn í heimslífið“, þá má þeim vera mikíð gleðiefni hvenær sem eitt- hvað birtist í útlendum blöðum um ísland. En. þeir munu samt helzt ætlast til að fá hrós, eða að minsta kosti hlýlegar greinir, og það hefir þessi höfundnr líka að nokkru leyti í té látið. Samt er ýmislegt í þessari ritgerð hans, sem oss finst athugavert. Fyrst byrjar hann á rsmnsóka um, hvort Reykjavík eigi að heita höfuðstaður eða eitthvað annað. Hann veit ekki hvort hún á að heita „Provindsby“ eða „Landsby“. Hann veit ekki að orðið „höfuðstaður" hefir enga takmarkaða merkingu; orðið eða nafnið er einungis miðað við aðra staði í því og því landí, en engum (nema hr. Schierbeck) hefir dottið í hug að bera Reyk- javík saman við Kaupmannahöfu eða aðrar stórborgir. Hann finnur hér skort á brúlögðum strætum, vatnsrennnm, gasluktuns, dagblöðum á hverjum degi, góðu „hótelli11,— og af því alt þetta vanti hér, þá vill hann kalla Reykjavík „Landsby“. En skyldi þetta, eða að minata kosti eitthvað af því, ekki líka vanta í sumum stöðum, sem ekki eru stærri en Reykjavík? Þá er hann að tala um að menn mæti hér „ein- mana beljum“, eða geðgóðum íslenzkum hesti, sem sé að gægjast inu um gluggana á húsun- um og labbi svo áfram — þetta hefir líklega enginn séð nema hr. Schierbeck. Svo er að skilja á honum, sem hann hafi einhverntíma dottið í „rennisteinana“ hér í myrkri, eftir að búið var að slökva á luktunum, og hann hafi lært að bölva duglega á íslenzku, og hafi það þá komið í góðar þarfir. Þá segir hann að bærinn sé kátlegur (komisk), þegar menn snemma á morgnana sjái „de lokale Yandværker“ o: vatnsberana með þungar vatnsfðtur; líklega hefir hann aldrei fyrr séð vatn borið í fötum. Hann kvartar yfir að mönnum sé synjað um næturgis^ngu á „hótelinu“, af því fólkið nenni ekki að sinna þeim sem komi seint. Hann nefnir Thorvaldsensmyndina á Austurvelli, og segir hún sé of þunt klædd vegna kulda; lík- lega hefir hann viljað að hún væri í loðkápu, svo sem einB og loðkápunni sem Egill Skalla- grímsson gaf Álfi hinum auðga, og var leiðin- Reykjavík, 28. ágúst 1900. legt að Schierbeck ekki skyldi vera fæddur svo snemma, að hann hefði getað bent Thorvaldsen á þetta. Þá getur hann um hornaspilið, sem stundum er framið við Austurvöll, og merkilegt er, að eftir rithætti eða framsetningu höfundar- ins ætlast hann til að Thorvaldsensmyndin heyri hornaspilið, og ef hún heyrði það, þá mundu heyrnartólin öll springa sundur, af þessum tón- um, sem nærri því hafa ætlað að gera útaf við hr. Schierbeck. Seinna talar hann einnig um myndina, eins og hún sé lifandi maður; segir að það sé vel skiljanlegt að Thorvaldsen snúi baki að frönsku „pakkhúsunum“, þau eru svo Ijót (eins og satt tr); en ekki gat hr. Schierbeck dottið í hug, að það væri sjálfsagt að Thorvald- sen sneri móti suðri; það eitt átti við, en ekk- ert annað. — Hann nefnir „hótel“ bæjarins (o: Hotel Island) og segir þar sé „bil!iard“-stofa sem dauni af gömlum bjór og lélegu tóbaki. Þar sitji og sofi hálfíullir og útúrfullir gestir, eða þeir skrækí hátt og hrini npp yfir sig. Hr. Schierbeck hefir einhverntíma heyrt þarna ein- hvern hávaða og hefir það vakið hans skáld- lega fmyndunarafl, og sjálfsagt meinar hann, að ekki gangi þannig til í K&upmannahöfn ; þar séu allir ófullir. Leitt þykir honum að hér skuli ekki vera neitt „kafíihús" eða „konditórí“, þar sem menn geti komið inn með kvenfólk, en gætir ekki að því hversn hér er fáment, og að þess konar borgar sig ekki nema með fjölmenni. Þá finst honum hér vanta rakara og klippara, en hefir þá ekki þekt Magnús Yigfússon og engan af þeim mörgu, sem klippa menn, jafn- vel ekki Árna Nikulásson. Hann segir að ekk- ert sé við bankahúsið, pósthúsið og alþingis- húsið annað en það, að þau séu bygð úr grjóti. Hvað átti annars að vera merkilegt við þetta? Eru þessi hús ekki fullmerkileg af tilgangi þeirra? Hann segir (og það segir hafin satt) að flest, hús hér séu máluð með daufum og óá- lítlegum litum og klædd með Ijótu bárujárni. Honum finst „höfn“ of gott nafn fyrir höfnina hér; talar um að hún liggi fyrir opnu hafi, en gleymir því, að eyjarnar fyrir utan draga úr stórsjónum, sem annars væri miklu meiri en hann verður, þótt oft þyki í frekara lagi. Ann- ars hefði mátt minna hr. Scherbeck á, að Royk- javíkurhöfn er miklu fallegri og stórkostlegri en höfnin í Kaupmannahöfn. Ekki er að sjá að hann sé vel kunnugur leiksviðinu í Iðnaðar- maunahúsinu, þar sem hann segir að „Amatör- er af Byens Aristokrati“ leiki, en stundum „mindre heldige professionals11, sem líklega á að merkja iðnaðarmenn, en hvorttveggja er rangt og villandi. Prestaskólinn segir hann „ungi út“ klerkalýð alls landsins. Eftir nokkra runu um „Eastend11, sem hann nefnir bæjar- hlutann fyrir ofan lækinn, kastar hann akker- um á latínuskólanum og læknaskólanum ; segir að skólastjórinn og landlæknirinn séu ákaflega duglegir, líklega í þakklætisskyni fyrir það, að landlæknirinn hefir innsiglað embættisprófið, en skólastjórinn ekkert skift sér af hvort Schier- beck kunni nokkuð í latínu eða ekki. — Yið latínuskólann gerir höfundurinn langa athuga- grein, og tekur upp dómadagsfjölda af mönnum sem eiga að hafa búið hanu út; þar eru þessir nefndir: Oscar Köhler, Bonnesen og Dawstrup, Arkitekt Brandstrup, Halldór Daníelsaon bæjar- fógeti, lektor Þórhallur Bjarnarson, Magnús Benjamínsson úrsmiður, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og Björn Sigurðsson, „Direktör for Xr. 38. Islandsk Handels og Fiskerikompagni“. (Þetta á líklega að eiga við barnaskólann, en okki við latínuskólann, þótt þangað sé vísað til með stjörnunni). — Þá kemur „Westend“ — Er. Schierbeck gerir það með vilja, að uefna þessa bæjarhluti eins og Reykjavík gæti jafnast við Lundúnaborg — en þar sleppir hann sér nú alveg; segir að þar sé aðallega ein alllöng gata, (o: Vesturgata) og „timurhús við timburhús“ (svo er nú raunar víðast hér i bænum). í þess- um vesturhluta segir hann að drotni „hinn virðulegi biskup íslands11; þar sé konsúlar Norð- manna og Svía, og Englendinga, og séu þar (o: i „Vinaminni11) haldnar stórkostlegar mið- degisveizlur fyrir enska sjóliðsforingja og fjarska mikið „Bryderi11 út af botnverpingunum; raun- ar er nú þetta orðið á eftir tímanum, því að í sumar hefir nærri því enginn „trollari11 komið hingað á höfnina og varla nokkur verið sekt- aður, enda hlýtur því að verða hætt, þar sem „fiskifræðingur11 Iandsins segir, að þeir skaði ekki fiskveiðarnar (sbr. Andvara). Þá segir hann og að í þessum bæjarhluta sé katólska kirkjan og sjómannaskólinn, en þessar bygging- ar eru alls ekki í bænum. — Lögreglan finst honum kátleg, tem raunar er von; tveir lög- regluþjónar (nú eru þeir samt þrír), annar með gleraugu en hinn gleraugnalaus, og forðast þeir eins og heitan eld að komanærri, ef einhverjar óspektir verða eða barsmíðir; þegar enskir botnverpingar fari í hnefaleik, þá sé venjulega eitthvert tómt ílát þar í nánd, þar sem lögreglu- þjónarnir geti falið sig í. Hr. Schíerbeck hefir sjálfsagt verið allstaðar við þar sem svona hefir staðið á. — Þá segir hann að Reykjavík eigi eins konar lúður, sem sé eins og ákaflega stór „lírukassi11, og þegar lúðrinum sé snúið, þá rísi hárin á höfði manns; á þetta sé argað þegar póstarnir komi, og þegar eldur sé laus. En hr. Schierbeck skjátlast hér sem víðar, þó hann sé að gera gys að þessu sem fleiru. Sér- hver póstur hefir lúður, sem hann þeytir þegar hann kemur, en „brandlúðurinn“ er alt annað. Svo lítur út sem hr. Schierbeck viti ekki að þetta á sér stað víðar en hér í Reykjavík, og ekki var skemtiiegra að heyra næturverðina í Kaupmannahöfn blindfulla kveða Kingós sálma á nóttunni; en þetta hjá oss kallar hann „kanni- balske Bröl“, — hefir líklega vanist sönglist Gauchoanna eða Botokudanna í Suður-Ameríku; hann furðar sig á að hér skuli vera hafðir stig- ar og önnur færi þegar eldur er uppi, og líkir vatnsfötunum við gamla slitna pípuhatta. Hann segir, að bærinn eigi eina trumbu, og „sá á- nægjulegi Jónas11 gangi með hana í kring í bænum og leitist við að ná út úr henni „trill- um“, þegar uppboð eigi að halda; hann kalli ekki en berji bumbuna, fremur sjálfum sér til skemtunar en „borgurum" bæjarins, sem ein- mitt þá sofi miðdegissvefninn eftir að hafa ét- ið sauðakjötið sitt og sætsúpuna. Af þessu má . ráða, að hr. Schierbeck hefir ekki látið sitt eft- ir liggja að hnýsast inn í heimilishagi manna, og að hann hefir ekki hugmynd um annan mat en sauðakjöt og sætsúpu, eða þá hann ímyndar sér, að hér sé ekkert annað étið. Þá segir hr. Schierbeck, að Reykjavík sé „en udpræget Klub-By — den har Klubber i Masse- vis“ — hann heldur að hvert félag hér sé „Klub“; en vér tökum þetta orð í alt annari merkingu. Meira að segja: hér er ekkert sem geti heitið „Klub“; Honum finst uidarlegt, að

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.