Fjallkonan


Fjallkonan - 25.08.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 25.08.1900, Blaðsíða 3
FJALL'KONAN. 3 nndir einni bjargbrík höggvið og stækkað eitt vænt fjár- bðl, og það so uppgrafið, að þar sem áður var einn skúti, hvar 30 kindur gátu naumlega inni varist hrakningslaust, geta þar nú inni verið 200 íjár í mátulegum yl, og til þessa hefir hann hlaðið grjótvegg fyrir framan, og er opið upp úr milli hans og bergsins. Þessi grjótveggur, með hörðum grundvelli, er 7 faðma langur til dyra, 6 álna hár að innanverðu en 12 álna hár að utan; því hann er bygður í brekku; öllu því grjóti, sem í garðina hefir gengið, hefir hann sjálfur ekið á sleða ofan úr fjallinu, og so sem þetta ból er það mesta þrekvirki, sem við höf- um heyrt um getið eða hér nærlendis séð, so er það sú bezta bæjarbót, þessari jörðu ómissandi meðan hún bygg- ist, ei alleinasta fyrir sauðfé á vetrardag, heldur og so fyrir aðrar útigangsskepnur, sem þar geta haft skjól vor og haust. — 4. hefir hann einn húsagarð mestpartinn af grjóti gert, og það bæði uppgrafið með járnum, en mest- alt á sleða aðdregið, 60 fðm. langan, allvíðast mannshæð og þar um bil alt í kringum bæinn, fjós, hlöðu, heygarð og kálgarð; heygarðinn hefir hann og allan innan hlaðið með aðdregnu grjóti og stækkað hann um eitt des. Áð- ur hann kom til þessarar jarðar 1761 var lítil og lág girðingarmynd í kringum bæinn (af torfi og kökkum). Öll jarðarinnar hús, sem vóru að falli komin, hefir hann of- an tekið með stórri fyrirhöfn og upp á sinn eigin kostnað með trjávið og helluþaki endurbætt.---------fiskigarð úr grjóti á aurunum fyrir framan túnið til að þurka þar á fisk, og að graslendið skyldi aukast og betrast af því sem niðurfleygt væri af honum.-------5. Vegna haga þrengsla og að gera hestana hagspakari bygði hann, þá hann var nýkominn til þessarar jarðar, eina hestatröð fyrir austan fjallið í úthaga.-----6. einn lækur rennur fyrir austan túnið fyrir garð og gröft; hefir hann hleypt honum upp á túnið, bæði því til forbetrunar en þó sérdeilis til að drepa grasmaðka. Greindur Iækur gerði þar blágrýtis aur og griftir; honum hefir hann þaðan í burtu veitt með 60 faðma skurði til útsuðurs i annan læk og haft so í þeim báðum góða silungsveiði, nær áin hefir runnið við þeirra útfall. [Þar næst er þess getið að hann hafi stórum bætt jörðina með áveizlu, en hún hafi áður verið niður- nídd; hafi hann líka bændum kent að bæta jarðir sínar]. Til staðfestueru vor nöfn: — Hávarður Einarsson. Björn Jóns- son. — Þetta sama sumar 1776 kom inn fororðingin um garða hleðslu, sendi eg því þetta skrif til Kaupinhafnar, hvar til sýslumaður Jón Jónsson, þá á Stórólfshvoli, var mig styrkjandi. Eg hafði uppBkorið og grætt brjóstmein á kærustu hans, sem hann mér sanngjarnlega borgaði, og þar með skriflega sagði, hvað mögulegt væri i sínu valdi skyldi hann mér til þénustu gera; það heit hélzt svo lengi við meðan mér leið allvel, en að því kom þá eg varð fá- tækur og nauðlíðandi, vildi hann hvorki heyra mig né sjá. So blindar auðlegð og velmakt oft þá hina beztu menn, í hverra tölu hann má þó maklega reiknast. Þetta ávann þó það, að eg fekk frá einum ráðherra kóngsins, er Georg Stemann heitir, eitt bréf af 4. Apr. 1777, i hverju hann yfirlýsir eg sé í sérlegri kóngsins náð fyrir verk mín og mannskap, hvar með fylgdi medalía á 20 rd. og 20 rd. frá kammerherranum. Þessa medalíu og peninga afhenti stiptamtmaður Laurits Andreas Thodal mér ásamt biskup Hr. Hannesi Finnssyni á einum samfundi á alþingi, hvar flest landsins yfirvöld vóru til samanB, með lnkkuóskum og hrósan minnar verðugrar forþénustu, ásamt upphvatn- ing til þeirra verslegu, að þeir skyldu taka sér þvílíka kgl. náð og launan, sem og hafði fyrir minn mannBkap áunnið, til umþenkingar með öðru fleira. Þótti þetta, sem von var, ein sú mesta æra, því þessar medalíur og skenk- ingar vóru þær fyrstu, sem hingað vóru gefnar, því þar eftir fóru margir að vinna sér þvilíkt inn með ýmsu móti. (Framh.). Undirbúningur þingkosninga. Úr Isafjarðarsýslu er svo skrifað: „Það er nú hvorki meira né minna, en þeir vilja gefa þeim báðum hvíld frá þingsetu Skúla og séra Sigurði Stefánssyni, og kjósa í þeirra stað séra Þorvald Jónsson á ísafirði og Hann- es Hafstein sýslumann. Hvað séra Sigurð snertir, þá ætti hann aldrei að koma á þing framar — og hefði aldrei átt að koma þar — enda eru nú margir hinna betri manna farnir að taka iðrun fyrir að hafa gefið honum at- kvæði sitt. Svo mikið er víst, að fá atkvæði á hann vís trá hinum lægri mönnum í kjördæm- inu, enda hefðu þeir ]>á offljótt gleymt fáryrð- nnum og skömmu;ium sem guðsmaðurinn í Yigur heflr ■ aasið yfir þá í „Þjöðv.11 á milli messugeiðanna hjá sér, et þeir gerðu hann enn að fulltrúa sínum. Eflaust tapar hann við næstu kosningar miklum hluta atkvæða hjá sóknar- börnum sinum, þar sem hann hefir haldið ekki svo fáum af þeim í málsóknum og svardögum síðan i vor, fyrir að það kvisaðist, að þeir hefðu etið nokkra æðarfugia í sultinum í vor. Sókn- arbörn séra Sigurðar þykjast þó ekki bersynd- ugri í þeim efnum en aðrir Galílear, og mun það satt vera, að guðsmaðurinn gæðir höfðing- junum á ísafirði á æðareggjum á vorin og sum- rin, og er þannig sjálfur „vargur í véum“ með að eyðileggja frumstofn æðarfuglsins. — Eg hefi heyrt svo mikinn andblástur mót? 1. þingm. ísfirðinga, að ég býst við að fáum yrði rneint við það, þótt hann komist ekki á þing. Um Skúla er það að segja, að miklar líkur eru til að hann nái þingkosningu, þrátt fyrir mikla mótspyrnu. Honum hefir verið fundið það til foráttu, að hann væri harðdrægur í kaupum og sölurn, og að hann hafi reynst alt öðruvísi eftir að hann varð kaupmaður en við hafði verið búist eftir því hve fagurlega hann hafði talað í „Þjóðv.u — Þctta mun þó ekki fella Skúla frá kosningu, þegar gætt er að þingmannskostum hans. — Ef ræða skal um hin þingmannaefnin, þá mun hvorki álit né atgervi fella Hannes frá kosn- ingu, og telja menn víst að hann muni efna það, sem hann heitir kjósendum, en menn eru hræddir um að hann muni, ef til vill, verða of fylgisamur landshöfðingja og haus liði, sýslu- möununum. Séra Þorvald þekkjum vér ekki að því, að í honum sé efni í þingœann. Skyn- samlegra teldum vér þá, að kjósa annan hvorn þeirra Halldór á Rauðamýri eða Mattías í Haukadal, ef þeir gæfu kost á sér“. Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framh.) Ég þóttist nú skilja betur en áður, af hverju greifinn væri svo óvenjulega varkár moð margt - - það gæti komið af því að hann mætti búast við ránum og þjófnaði í höllinni, þegar hann væri ekki við, og því mundi hann líka læsa svo vandlega öllum hurðum. Ég lauk nú varlega upp næstu hurð. Þar varð fyrir mér svefnherbergi, litlu stærra en svefnherbergið mitt. Við vegginn gegnt glngg- unum stóð rúm með himni yfir og með afar- miklum rúmtjöldum. Þaðan sá ég inn í her- bergi með bókaskápum, og var stórt skrifborð á miðju gólfi. Ég þóttist nú vita, að ég væri staddur í herbergjum greifans, sem svöruðu til herbergja þeirra annars vegar í hötlinni, sem ég hafði stöðugt haft umgöngu um. Ég þorði varla að líta í kringum mig, því ég gat búist við að greifinn eða einhver annar yrði var við mig og var þá óvíst, hvernig færi fyrir mér. Tvær hurðir vóru í herberginu og gekk ég að þeirri, sem stærst var, og fann að hún var lok- uð, en þegar ég herti á hurðarhúninum, laukst hurðin upp og ég var þá alt í einu staddur f stóra borðsalnum, þar sem ég var vanur að borða. Þessi nerbergi fundust mér nú inndæl og ánægjuleg — mér fanst ég nú vera kominn heim til mín, og þó hafði mér áður fundist ég vera þar í varðhaldi og ekki hugsað um annað en að reyna að flýja þaðan. Mér fanst sem margir mánuðir væru liðnir síðan ég var þar, og þó vóru það ekki nema nokkrir klukkutím- ar. Alt var í sömu skorðum og áður. Ég gekk að glugganum og leit út yfir hallargarð- inn. Hinum megin blasti við mér poitturn- inn, þar sem stiginn lá niður í undirdjúp hall- arinnar. Ég sá nú að þar mundi ekki hafa munað nema hársbreidd, að ég komst lifandi hingað aftur. Mér fanst eun sem einhver þungi lægi yfir mér og ég fann að ég þurfti að þvo &f mér rykið, kóngulóarvefina, mygluna og moldina, sem ég hafði borið á mér. Ég varð þess var að ég hafði sáran blett á hálsinum, rétt yfir slagæðinni, og sáust þar tannaför; talnabandið hafði auðsjáanlega hlíft mér og hafði það mótað sig inn í hálsinn. Ég reyudi að þvo mér svo vandlega sem ég gat, en gat þó ekki afmáð blettinn á hálsinum. Ég fór nú inn í borðsalinn, því ég var orð- inn glorhungraður og hafði áður tekið eftir því, að borðið var dúkað þegar ég kom inn. Þegar ég kom að borðinu, sá ég þar hina gömlu mállausu konu, og var hún að bera á borð. Mér skjátlar víst ekki þó ég fullyrði það, að henni brá svo við, þegar hún sá mig, sem hún yrði bæði brædd og hissa; hún skildi auðsjáanlega ekkert i því, hvernig ég gæti verið þangað kominn. Hún hlaut að hafa ver- ið rétt áður inni í svefnherbergi mínu og geng- ið úr skugga um, að ég var þar ekki inni. Hún horfði á mig með óttasvip og síðau á dyrnar, sem ég hafði gengið inn um, og svoádyr groifans. Þegar húu hafði borið alt á borð, bauð hún mér að setjast niður, og Iét ég ekki segja mér það tvisvar. Ég tók hressilega til snæðings og helti fult víngl&sið mitt og tæmdi það í einum teig. En í sama bili varð mér svo hverft við, að ég misti glasið úr hendi mér á gólfið, svo að það brotnaði. Ég heyrði að lyklinum að herbergi greifans var snúið að innanverðu — einhver læsti hurð- inni. Þetta atvik hefði verið einksisvert, ef öðru- vísi hefði staðið á; en í þessu húsi finst mér mikið til um alt. Ég hefi aldrei orðið annars var, en að þessi hurð hafi stöðugt verið læst að innanverðu síðan ég kom hingað. En hurðin hafði nú verið ólæst, og var það stök hepni fyrir mig — nú var hún aftur læst, og það hlaut að koma af því: — að einhver hafði farið á eftir mér eða séð mig, þegar ég kom inn fyrst — að greifinn hefði komið þangað síðan og læst dyrunum; eða — að kerlingin hefir þótzt skilja, að ég kæ.ui þessa leið og flýtt sér að læsa hurðinni til þess að ég færi ekki inn í þessi herbergi, sem ég ætti eflaust ekki að ganga um. Ég þóttist vita að greifinn vildl ekki að ég hefði neina umgöngu um herbergi sin, því hann hefir aldrei boðið mér að sýna mér þau og alt- af haft þau harðlokuð. Mér hafði líka orðið það óvart, að fara inn í þessi herbergl, en ég get ekki slitið það úr minni mér, að ég hefi þó verið þar inni. Ég ásetti mér að segja greifanum hreint og beint eins og var, ef til kæmi, að ég hefði vilzt i höllinni og &ð það hefði verið hunda- hepni, að ég rataði heim í herbergi mín aftur. En ekki ætiaði ég að láta bera neitt á því, sem fyrir mig hafði borið. (Frh.) Fjórir bændur á þingi. Ekki er víst að floiri en fjórir bændur verði á næsta þingi, og ef til vill ekki nema þrir, ef Húnvetningar kjósa ekki bændur. Svo fá atkvæði hafa bændur aldrei haft á alþingi. Það verða nú sýslumenn og prestar, sem ráða öllum lögum og lofum á þinginu. Þeir bændur, sem telja má víst, að verði endurkosnir eru: Guðjón Guðlaugsson, Pétur Jón8son og Ólafur Briem. Það er nú reyndar vonandi, að Húnvetningar kjósi að minsta kosti annan þann bónda, er þar gefur kost á sér, en helzt ættu þeir að kjósa þá báða. Um Björn Sigfússon hefir áður verið talað, en Jósep Jónsson á Melum er líka sagð- ur gott þingmannsefni og ætti Húnvetningar að veitt. honum fylgi sitt. Múlsýslingar eiga nú völ á tveimur efnileg-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.