Fjallkonan


Fjallkonan - 25.08.1900, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 25.08.1900, Blaðsíða 4
4 FJALLKONAN. um bændum að sögn, þelm Jóh. Baldv. Jóns- syni í Stakkahlíð og Sveini Ólafssyni í Borgar- flrði, eu eftir útlitinu má búast við, að sýslu- menn og prestar taki einnig fyrir kverkar Múi- sýslingum. Það er nú opinbert leyndarmál, hvaðan sú alda er runnin, að gera bændur útlæga af þingi og skipa það helzt sýslumönnum, og mun Fjallk. bráðlega ljósta því upp. Palladómar um alþingismenn. Þeir áttu í þetta skifti að eins að vera um neðrideild- ar þingmenn. Af þeim eru að eins 8 ótaldir, af þeim sem búast má við að kunni að verða kosnir: þeir Jón Jensson (sem gleymst hefir af ógáti úr réttri röð), Pótur Jónsson, Skúli Thoroddsen, Tryggvi Gunnarsson, Yaltýr Guðmundsson, Þórður Guðmundsson, Þórður Thoroddsen, og Þórhallur Bjarnarson. Af þess- um 8 þingmönnum eru 6 þingmenn fyrir kjördæmi hér nærlendis, og er því enn tími til að tala um þá áður en kosningar fara fram, en um hina tvo er það að segja að annar þeirra, Pétur Jónsson, er alkunnur, og eiga kjósendur hans víst ekki völ á öðrum betri, enda munu þeir að sögn kjósa hann; hinn Skúli Thoroddsen er líka alkunnur og er því bezt að vera fáorður um hann, enda mun hann að sögn hafa nægilegt fylgi til kosningar enn þá. En þrátt fyrir ýmsa hæfi- leika mundi ekki vera mikill missir að hon- um af þingi, þar sem út lítur fyrir að meiri hlutinn verði lögfræðingar. Um hina 6 verður rætt í næstu blöðum. ísafjarðarsýslu, 12. ágúst. — „ Tíðarfarið var mjög kalt og vætusamt framan af vorinu, þar til viku fyrir hvítasunnu að brá til sumartíðar, sem haldist hefir síðan og aldrei komið öðru hærra yfir sumarið en sólskin og þurkur að heita má, nema einn vikntíma um mitt sumar- ið, og þaut þá upp grasið á túnum, svo að þau verða í góðu meðallagi. — Eeilsufar hefir ver- ið með lakasta móti í vor ogsumar; influenza, lungnabólgna og taugaveiki og fjöldi manna dáið. Reyndar er taugaveikin búin að eiga hér heima á annað ár og mun þvi miður ekki vera um garð gengin enn þá. — Sjúkir menn og særðir fara héðan hópum saman til Reykja- víkur og Akureyrar. - - Aflabrögð hafa verið góð síðan í vor, að tíðin breyttist til batnaðar, enda kom þá næg síld, sem hefir haldist síðan og er enn. Fiskprísar vóru ákveðnir í síðast- liðnum mánuði, og varð málsfiskur á 60 kr., smáfiskur og ýsa nr. 1 á 45 og 35 kr: Verð á útlendum vörum ^geipihátt hér hjá kaupmönn- um og flest heldur hækkandi. Kaupfélagið ger- ir heldur enga samkepni. — Ward, enski fiski- kaupmaðurinu, keypti hér einn farm af hálf- verkuðum fiski, um 800 skipp., og gaf eins og að undanförnu 30 kr. fyrir skippundið, en lof- aði uppbót seinna í sumar. Jafnframt kaupir hann þurran fisk og borgar hann í peningum með sama verði og kaupmenn gefa, og er það nú hið eina, sem heldur kaupmönnum hér hræddum, og því er líka meðfram að þakka verðið á smáfiski og ýsu“. Frá útlöndum. Ófriðurinn í Kína. Eins og Fjallk. hefir áður fullyrt eftir áreiðanlegustu blöðum hafa sendiherrar norðurálfuríkjanna í Peking ekki verið drepnir, nema sendiherra Þjóðverja. Þetta hefir sannast, er lið bandamanna allra kom til Peking 15. þ. m. Waldersee, þýzkur greifi, og mikill vinur Vil- hjálms keisara, er gerður að yfirhershöfðingja bandaliðsins í Kína. Hann er talinn einhver duglegasti hershöfðingi í Evrópu. Hann á að Ieggja á stað til Kína i dag. Flugufregn segir, að Li-Hung-Chang hafi fyrir- farið sér. Líklega ekkert að marka þá fregn. Englendingum veitir mjög erfitt við Búa. Gera þeir stöðugt áhlaup á Engiendinga og bera oftast hærra hlut. Bresci, sem myrti Umberto ítalakonung, verður dæmdur í æfilangt fangeisi; fyrstu tiu árin er honum bannað að lesa eða tala, en lifi hann lengar verður hann hafður í venjulegu fangelsi. Kolanámu er sagt að Helgi Pétursson nátt- úrufræðingur hafi fundið norður á Tjörnesi nálægt bænum Ytritungu og séu kolin góð. Kalkstein úr Esjunni hefir Sigurður Péturs- son verkfræðingur látið rannsaka erlendis og reyndist hann óvenjulega góður. — Hafin hefir líka látið rannsaka tígulsteinsleir úr Kjós og Grafarvogi sem hefir reynst vel. Biskupinn Hallgrímur Sveinsson datt af baki norður í Skagafirði og handleggsbrotnaði. Ligg- ur nú rúmfastur heima. Dáinn Ásbjörn Ólafsson í Njarðvík einn af helztu bændum hér sunnanlands. Karl Torfason, stud. polyt. frá Ólafsdal, dó úr lungnatæringu í Kaupmannahöfn 28. júlí. „Laura“ kom í morgun. Með henni kom Sigfús Eymundsson bóksali og Sigurður Péturs- son verkíræðingur og ýmsir fleiri; þar á meðal Einar Jochumson frá Ameríku með dóttur. Skipstrand. 28. júlí strandaði frönsk fiski- skúta „Coquette“ nálægt Hrauni á Skaga. Þar varð mannbjörg. Uppboð var 13. ágúst og hljóp um 1600 kr. Þar vóru seldar 240 tunn- ur af saltfiski og var verð á honum og öllu öðru lágt. Skipskrokkurinn var selduráöl kr. Þingmálafundi átti að haida á Hofsós 28. ágúst og á Sauðárkróki 26. ágúst. Kjörfundir. Skagfirðingar halda kjörfund 1 sept. en Húnvetningar 15. sept. Það er um gangnaleytið og þykir óhentugur tími. ísfirð- ingar halda kjörfund 1. sept. og þykir sá dag- ur óhentugur fyrir þá, því þá eru margir sjó- menn enn ókomnir. Misprentað var i eíðasta blaði í greininni: „Ríki Englendinga á Indlandi": Panslavismus fyrir „Panisla- mismus“ og i aflaskýrslunni nafn skipstjfirans á skipi Jóhannesar Jósepssonar, sem heitir Kristján Kristjánsson. „Svaninn", sem taiinn er eign Sig. Jónssonar á einnig Jóhannes JósefsBon o. fl. ~ Munið eftir að gjalddagi FJALLKONUNNAR var 1- J-ClIí t>. Ét. Sér með kunngjörist að verzlun sú er hingað til heflr verið rekin undir nafninu: W. Christensens verzlun verður nú framvegis rekin undir nafninu: „verzlunin Nýhöfn“ (o: Handelen Nyhavn). Reykjavík 15. ág. 1900. 9íít.a't'tft'íaí> 9Tóatfft'íac>ooip. Kaupið þyrilskilvindurnar sem aiment eru taldar þær allra beztu og ódýrustu; fást hjá allflest- um kaupmönnum á íslandi, sbr. aug- lýsingar þar að lútandi í „ísafold“ í júlí og ágúst þ. á. 'Ji Tækifæri. Hvergi fá menn eins ódýrt og vand- að saumuð föt sín eins og í | Saumastofunni í Bankastræti Þar fást líka alls konar fataefni ái pantað með innkaupsverði og sent fe kostnaðarlaust. - 5—600 Ijómandi sýnishorn. ^ Oiiðm. Sigurðsson. \ Sundmaga kaupir hæstu verði sem að undanförnu fyrir peninga V. Christensens verziun, Til auglýsenda. Þeir sem aug- lýsa í „Fjallk.“ verða að tiltaka það um leið og þeir anglýsa, hve of- auglýsingin á að standa í blaðinu. i Geri þeir það ekki, verður hún látin standa á þeirra kostnað þar til þeir segja til. i I * 1 1 Vottorð. ! Fyrir 2 árum iagðist ég sjúk- | ur. Sjúkdómurinn byrjaði með ji matarólyst og mér varð ílt af jl öllu sem ég át; þessu fylgdi j! svefnleysi, máttleysi og tauga- j! veiklun. Ég fór þá að brúka Iji Kína-lífs-elixír þann sem búinn j! er til af Waldemar Petersen í j! Friðrikshavn. Ég brúkaði 3 j! flöskur og fann undir eins að jl mér fór að batna. Með því að j ég hefi nú reynt hvortveggja, j bæði að brúka bitterinn og að jí vera án hans annað veifið er j! það sannfæring mín að ég megi j! ekki án hans vera að minsta [i kosti fyrst um sinn. ji Sandlækjarkoti. j! Jön Bjarnason. }j tj Kína-lífs-elixírinn fæst hjá jj flestum kaupmönnum á íslandi. | Til þess að vera viss um, að | fá hinn ekta Kína-lífs-elixír,eru jj kaupendur beðnir að lítavel eftir i; því, að vpp' standi á flöskunum jj í grænu lakki, og eins eftir hinu f skrásetta vörumerki á flösku- | miðanum: Kínverji með glas í jj hendi, og firmanafnið Waldemar jj Petersen, Nývej 16, Kjöbenhavn. jj , , lP K áttúrugripasafnið. Með því mér eru oft send bréf og rnunir sem eiga að fara á náttúru- safuið, þá kunngjöri ég að ég hefi sagt mig lausan við formeuusku nátt- úrufræðisfélagsins og um leið við um- sjón þá með safninu, sem ég hefi haft á hendi frá því það var stofnað (1889); kemur þetta til einkum af þeirri orsök, að ekkert verulegt hefir verið gert fyrir safnið af hálfu „hins opinbera" allan þennan tíma; það hefur ekkert hentugt húsnæði haft, en orðið að flækjast hingað og þang- að, þar er bæði mygla og músagang- ur, fyrir utau rúmleysi, svo engu verður komið þar iengur fyrir. Þess vegna vil eg engin afskipti hafa af þessu leagur, og er vonandi að eft- iimenn mínir verði drjúgari en eg til að fá safninu betur hagrætt eu hiugað til hefir verið, ef það annars ekki „fer í hundana“, sem líklegast er eftir því sem nú steudur á. Af ofanrituðum ástæðum á ekki að rita eða senda til míu neitt það sem ætlað er náttúrusafninu. Keykjavík í ágúst 1900. Ben. Gröndal. Útgefandi: Yald. Asmundarson. Eélagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.