Fjallkonan


Fjallkonan - 01.09.1900, Síða 1

Fjallkonan - 01.09.1900, Síða 1
Komur út -eina sinni í yikn. Verð árg. 4 kr. (erlendis 6 kr.eða l1/* doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). FJA bændablað VERZLUN ARBL A Ð TJppsögn (skrifleg)bund- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafi liann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. Reykjavík, 1. september. 1900. Xr. 34. XVII. árg. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- atjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og Id. til útlána. Forngrigasafnið er i Landsbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögum og laugardögnm kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning i Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. FJALLKONAN. Nýir kaupendur að síðara helmingi þessa árgangs Ejallkon- unnar frá 1. júlí til ársloka geta fengið hann fyrir 2 krónur, og auk þess í kaupbæti: sérprentuð þrjú sögusöfn úr eldri árgöngum folaðsins yfir 200 bls. Enn fremur einhvern eldri árgang Fjallk. eftir samkomulagi. Sögusöfnin fást hjá útsölu- mönnum út um landið og eru líka til sölu á 1 kr. (öll heftin). NB. Enginn getur fengið kaupbæti nema kaupin hafi áður farið fram, þ. e. and- virði bUðsins hafi verið borgað að fullu. Sumir hafi viljað fá kaupbæti áðnr en þeir borguðu, en þeir hafa þá venjulega gleymt að borga. Palladómar um alþingismenn 1899. x. Tryggvi Ounnarsson er einn af hinnm elztn þingmönnum og hefir setið á mjög mörgum þingum. Hann er þvi svo alkunnnr, að engin þörf hefði verið að minnast á hann hér, ef hann hefði ekki nú fyrir skömmu fengið ómak- lega dóma i öðru blaði, sem skylt er að mót- mæla. Hann kom í fyrsta sinni á þing fyrir rúm- um 30 árum, 1869, og þótti hann þá með hin- um efnilegustu þingmönnum, eins og sjá má af ummælum blaðanna þá. — Hann var lengi í miklu áliti á þingi, en hann hefir, einkum á seinni árunnm, haft svo mikil og margbreytt störf önnur á hendi, að hann hefir ekki getað tekið jafnmikinn þátt i þingmálnm sem hann annars mnndi hafa gert, þó hann sé allra manna ósérhlifnastnr. Hann mundi eflanst hafa orðið með hinum atkvæðamestu þingmönnum, ef hann hefði getað varið kröftum sínum ó- skiftum til þingmála, og jafnan hafa tillögur hans á þingi verið vel metnar. Hann hefir líka meiri og margháttaðri reynslu en flestir aðrir þingmenn; var upphaflega bóndi, og var þá fremstur stéttarbræðra sinna i öllum fram- kvæmdum. Hann átti manna mest þátt í því, að Englendingar fóru að kaupa lifandi fé hér á landi (norðanlands) fyrir meir en 30 árum, og varð það landinu til stórmikils hagnaðar um mörg ár, sem kuunugt er. Hann átti manna mest þátt í stofnun Gránufélagsins, sem óefað hefir unnið stórmikið gagn, þó það hafi ekki blómgast eins og menn gerðu sér vonir um í fyrstu, sem sjálfsagt er mjög mikið að kenna hinni algengu óskilsemi og óáreiðanleik í við- skifturo. — Þó hann sé nú orðinn nokkuð aldraður, er áhuginn hinn sami, og hefir hann síðan hann kom hingað til Reykjavíkur jafnan verið manna fremstur í öllum framfarafyrir- tækjum. Hann hefir allra manna mest stutt þilskipaútveginn, sem nú má kalla að sé hin eina viðreisnarvon fyrir landið, meðal annars gengist fyrir því, að íshús vóru bygð hér á landi. 1 hinnm stórpólitisku málum er hann fremur íhaldssamur, eins og eðlilegt er um mann, sem hefir jafnmikla lífsreynslu og oft hefir hlotið að verða var við, hversu ýms glæsileg áform fara út um þúfnr, af því að bkki er nógu vandlega um búið í upphafi. Hann var þannig fremur á móti hlutafélagsbankanum, og sömu- leiðis fréttaþráðarmálinu, eins og það lá fyrir þinginn, og hafði hann í þessum málum mestan hluta þingmanna á móti sér. Það er enn óvist, hvort hann gefur kost á sér í Árnessýslu. Sýnist þó engin ástæða fyrir Árnesinga að kjósa fremur einhvern óreyndan en hann, enda segir svo í bréfi úr Árnessýslu, dags. 20. f. m.: „Mjög margir hér vilja endur- kjósa Tryggva bankastjóra, og álíta hann jafn- nýtan fyrir það, þótt liann verði ekki samferða þeim stórstígustu í stjórnarskrármálinu, banka- málinu eða telegraf-málinu, enda hafði hann engin sýnileg áhrif á þessi mál á síðasta þingi. En við viljum kjósa hann vegna hans marg- breyttu þekkingar á atvinnuvegunum og afþví hann er praktiskur maður, en alt of fáir slíkir menn eru á þingiu. Eins er það óvíst, að hann bjóði sig fram hér í Eeykjavík, enda munu Reykvíkingar ef- laust ekki verða i vandræðum með þiugmanns- efni. En það verður að bíða næsta blaðs, að segja frá horfum kosninganna hér, sem nú er sem óðast verið að uudirbúa. Furðuleg er vanþekkingin hjá norðlenzka sveitabóndanum í Þjóðviljanum 30. júní, sem segir: „Það er mjög munntöm setning hjá ýmsum framfaraleiðurum(!), að þing- ið eigi að finna markað fyrir afurðir landbún- aðarins, krafa sem að vísu ekki mun vera gerð til nokkurs þings í heimi“. Hann veit það fyrst og fremst ekki, að eng- um lifandi manni dettur i hug, að ætlast til þess, að þingið finni markaðinn, fari sjálft að leita að honum, heldur að þingið leggi fé fram til þess að beina verzluninni þannig braut. Svo fullyrðir hann, að ekkert þing í heimi geri slíkt. Hann er þá svo fáfróðnr, að hann veit ekkert um það, að hvert einasta þing í heimi, sem skipað er mönnum með viti, lætur sér ant um framfarir verzlunarinnar og styður hana á allan hátt, meðal annars með því, að leggja fram fé til þess, að ryðja henni nýjar brautir og finna nýja. viðskiftamenn. Til hvers eru konsúlar og verzlunar-konsúlentar settir af ríkjunum í flest- um löndum? til hvers eru mörgum mönnum þar að auki veittir styrkir af ríkjunum til að kynna sér verzlunarhætti (commercielle stipendier), og svo eg nefni það sem síðast gerðist í Danmörku og mun hafa mikii áhrif á verzlun Dana — til hvers var „Valkyrien“ send til Austur-Asiu? Það er vorkunn, þó einstaka íramhleypnir menn kunni að skrifa af svo mikiili vanþekk- ingn, ef þeir þá ekki gera það gegn betri vit- und og af innblæstri þeirra manna, sem vilja láta almenning vaða í villu og vanþekkingu í verzlunarefnum, en — hitt er rnest furðan, að mað- ur, sem fengist hefir við blaðamensku í mörg ár og bjástrað við verzlun nálega jafn-langan tíma, skuli enga vitneskju hafa um það, að út- lendar þjóðir verji neinu fé til að finna mark- aði fyrir afurðir sínar. Verzlunarmaður. íslcudingasögur, sem um nokkur ár hafa verið gefnar út að forlagi Sigurðar Kristjáus- sonar bóksala hér í bænum, eru nú bráðum allar komnar á prcnt. Á þessu ári kemur út Grettis saga og Þórðar saga hræðu, og eru þá eftir þættir og sögur, sem ekki eru kallaðar sannsögulegar og mjög margir þættir sannsögn- legir, sem sumir eru alveg ókunnir á íslandi, þó þeir séu prentaðir í fágætum útgáfum af fornritunum. Af sannsögulegum sögum eru eftir Bandamannasaga og Sturlnnga. Mest aí því sem ókomið er út af sögunum er miklu ókunnara en það, sem þegar er komið út, og ætti því að seljast betur, ef menn eru ekki alveg hættir að kaupa bækur af andleg- um og efnalegum aumingjaskap. — Einhver helzti og elzti bóksalinn hér á landi hefir ný- lega skýrt svo frá framförunum í þessum efn- um, að nú sé miklu minna keypt af bókum en fyrir 10—20 árum og sömuleiðis miklu minna af blöðum. í öðrum löndum mundu það ekki taldar fram- farir. Póstgufuskipið „Ccros" fór héðau 27. ág. með fjölda farþega. Póstgufuskipið „Laura" fór 29. ág. og með henni fjöldi farþega. Einn á báti frá Færcyjum til íslands. Færeyingur nokkur lagði á stað aleinn á átt- æringi úr Færeyjum (frá Þórshöfn) um mið- jan júlí í sumar og ætlaði til Islands. Hann heitir Sámal (Samúel), og er um sextugt. Fyrir ferðina hafði einhver heitið honum 400 kr., sumir segja 4000 kr., og gefið honum áttæringinn með vistum til ferðarinnar og öllum reiða og veiðarfærum. Hann hefir eflaust ætlað sér til Austfjarða, og fréttist þá brátt, hvort hann er þangað kominn.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.