Fjallkonan


Fjallkonan - 08.09.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 08.09.1900, Blaðsíða 3
fjall;konan. 3 og ekkert stendur þar, sem eigi geti orðið fiski- mönnum til nota, ef rét.t er breytt eftir bend- iugum þeim, sem þar eru gefnar, eins mun ekki greinin um fiskiklakið vera tómt humbug, þótt hra Bjarui Sæmuudsson „fiskifræðingur“ íslands svaraði grein minni eða réttara þýðingu í 41. tbl. „íslands“ (9. okt. 1897) á þá Ieið, að ekki mundi það stoða mikið, þótt breytt væri eftir henni, og mun hann eflaust hafa gert það sam- kvæmt skyldum sínum við ísland, sem borgar honum fé til rannsókna. Nú eru síðan liðin 3 ár, sem enginn hefir hugsað um aðferð þá, er ég benti á hér við land, að undanskildum Eng- lendingum. 3 ár er alment álitið að þorskur- inn sé að þroskast og stækka, og hefði aðferð- in hepnast einu sinni á öllum útveg hér við land, þá hefði verið betra fyrir fiskifræðinginn að skrifa ekki, svara ekki grein minni eins og hann gerði; það dró náttúrlega kjark úr mönn- um, úr því hún kom úr þeirri átt. Að hra Bj. S. hefir þá ekki þekt fiskimannaalmanakið er augljóst aí því, að á móti margra ára reynslu reyndra fiskimanna mundi hann vart hafa rit- að, því til þess þarf „fagu-menn, en það geta þeir að eins verið, sem komast einhverntíma út á sjóinn og sjá, hvað þar fer fram með eigin augum og taka eftir öllu sam við ber, ekki einn eða tvo smá„-túra“, heldur í mörg ár, á ýmsum stöðnm og á öllum tíma ársins. Til næstu vertíðar er enn þá nægur tími til þess að menn geti notað aðferð þá, sem ég einu- sinni fyrir 3 árum skrifaði um, og væri æski- legt að þeir vildu verja fáum mínútum 2—3 sinnum á vertíðinni á hverju skipi til reynslu, enda leyfir fiskifræðingurinn það í grein sinni. Aðferðin sú er ég hafði skýit frá og þýtt úr hinu enska fiskimanna almanaki til þess að bæta upp eyðileggingu þá, er fiskistöðvar vorar verða fyrir bæði af völdum botnvarpna og eig- inn skipaflota, var á þessa leið, og mun standa ár frá ári óbreytt, þrátt fyrir allar mótbárur lærðra fiskifræðinga eða „Uólogiskra stationa“ Taka skal hálfa fötu af hreinum sjó, kreysta svilin úr lifandi svilfiski í fötuna og hræra var- lega í þessu með hendinni, þangað til sjórinn er orðinn á litinn eins og dauf mjólkurblaada; að þessu búnu skal kreysta hrognin úr hrogn- fiskinum, tveimur eða þremur, og iáta sömu- leiðis í fötuna. Fiskarnir verða að vera sömu tegundar. í hérumbil 10 míuútur á að hræra þessu varlega saman með hendinni; munu þá flest eggin vera frjófguð, og þá er öllu úr föt- unni helt útbyrðis. Náttúran mun sjá um það sem eftir er. Þetta á að gera þegar fiskar eru komnir að goti, og sýnir eftirfylgjandi tafla hrygningartíma helztu fisktegunda hér við land: Nöfn. Mánuðir. Tala eggja. Þorskur janúar—apríl 9,000,000. Isa febr. marz. apr. 6,000,000. Lúða marz. apr. maí. 835,000. Síld aug. sept. oct. 70,000. Rauðspr. febr. marz. 6,000,000. Upsi marz apríl 1,000,000. Langa maí júní 5,000,000. í vetur vissi ég um mörg ensk fiskiskip, þar sem stöðug regla var, að viðhafa aðferð þessa, og mjög er líklegt að sá aragrúi af fiski, sem er hér við Iand árlega, eigi að meira eða minna leyti uppruna sinn að rekja til áhuga útlend- inga að fara eftir bendingum, sem þeir sjálfir trúa að komi sér og öðrum að notum. Sífelt má heyra það þegar fiskimenn eru að kveðjast í útlöndum, að þeir segjahver við annan: „Mundu eftir fiskiklakinu“. í grein hr. Bj. Sæm. til mín stendur: „Þessi aðferð er mjög auðveld, og lítur út fyrir, að geta borgað sig vel, e/ á 10 mínútum mætti gefa sjónum aftur fleiri fiska, en árlega eru fluttir til Grimsby“ (o: mín orð í þýðingu minni). Hefir hinn iaunaði umsjón- armaður fiskveiða okkar ekki svo mikið vit á hvernig ástatt er innan borðs hjá okkur á fisk- veiðum, að hann ekki viti, að þetta er fyrir- hafnarlaust og kostnaðarlaust, og þess vegna á illa við að tala um að þetta gæti borgað sig? En það sem menn alment vona er, að hann sýni nú bráðlega, Ir'-n-t hans verJc muni borga sig fyrir almenning. í grein siuni til mín byrj- ar hann svo: „E i af því mér finst ekki með- alið einhlítt (hverjum hefir dottið það í hug?), ef annars er þörf á því, og greinin gefa mönn- um miklar vonir um fiskfjölgun, sem ég fyrir mitt leyti býst ekki við að rætist.......“ Mega menn ekki hafa von? Reyndar heldur fiskifræð- ingurinn mönnum vonlausum, því engiu von getur verið um það, að gamlar skýrslur og út- reiðir upp um sveitir geti komið fiskvaiðam vorum í gott horf. Samt var furða, að ekki var stofnaður makríls-útvegur þegar greinin góða um makríl, sem rak í Keflavík, kom út, því þá var þó farið að koma nær sjónum. Næst-sein- asta grein í ritgjörð hr. Bj. Sæm. til mín hljóð- ar svo: „Eg vil geta þess hér, þótt það snerti þetta mál minna, að nafnið „rauðspretta", er afbökun af danska nafninu Rödspætte (rauð- drafna); ísl. nafnið er skarkoli eða grallari". Þetta voru ágætar upplýsingar, en hér var ekki verið að ræða um klassisk nöfn, heldur aðeins það sem fólk skilur alment. Veit ég staði hér á landi, þar sem „grallari“, sem við köllum öðru nafni „landssynningsgrallari,“ er nefndur lúða, lúða aftur á móti „sprek“ (vestfirzka) eða „lok“; flúra kölluð „gedda“ (svo á Sauðárkrók) með fleiri nöfnum, sem höfð oru yfir hinar ýmsu fisktegundir á ýmsum stöðum landsins, en úr því verið er að leitast við að hafa íslenzk nöfn, sem eru málfræðilega rétt, og sýna með því mentun sína, þá ætla eg að fá að vera með. t hinni skemtilegu ferðasögu sinni til sýning- arinnar í Björgvin 1898 (47 tbl. „íslands“ 6. des. 1898) stendur í lýsingunni um „Aalesunds- sköjterne“, að þær séu „kútte-reiddar“. Ég hefi komið um borð í öll möguleg og ómöguleg skip en aldrei heyrt talað um neina tegund skipa, sem kútte nefnist, en cutter kannast ég við, en það er ekki reiðinn, sem gerir skipið að cutter, heldur lagið á skrokknum, sbr.pilot-cutt- er, sem er fore and aft-reidd skonnerta með cutterskrokki — ergo cutter. Clipper getur aldrei orðið cutter, hvernig sem siglutrén eru. Eg veit annars ekki betur en að afturmastrið í „Aalesundssköjtunum“ heitiPapegöjmast en ekki mezan, og þá er skipið ekki kútter-reitt. Ég hélt að hinu launaði fiskveiða umsjón- armaður landsins mundi styrkja og styðja við- leitni manna, sem með einhverju móti vildu benda mönnum á það, sem gæti orðið fiskveið- um til eflingar. Mín bending var þýdd, kom frá útlöndum, og er ekki alt gott sem kemur þaðan? Til hvers væri annars verið að kosta fiskifræðinginn þangað, éf ekki væri alment á- litið, að þ&ðan kæmi framfarirnar, en hvar er árangurinn af þeirri ferð ? Eru það greinirnar í „íslandi“? Útgerðarmenn vorir hafa líkl. sumir komið inn á gömlu guanoverksmiðjuna í Þórshöfn, sem nú er notuð tii að þurka í fisk þegar ótíð er, og þurfti ekki að ráðfæra sig við Th. Thorbjörnsen frá Kragerö til þess að komast í skilning um slíkt. Hvað snertir vaðbeygjur þær, sem hr. B. S. sá á sýningunni í Björgvin, sem ekki voru eins hagkvæmar og hann vildi hafa þær, þáer það engin furða, að slíkar vaðbeygjur séu ekki uppfundnar enn, þar sem þær að nokkru Ieyti verða að fara eftir hvernig skipið er útbúið þar sem undirstaða þeirra á að vera. Skudes- næsskipin „Salo“ „Duo“ og „Rutland", sem hér fiska árlega, hafa sama útbúnað og hér alment tíðkast. Undarlegt þykir mér, að hvorki Fleiecher, Erichsen né Drechsel kapteinn hafi vit- að, að nafta ver trémaðki; hvort nafta fæst hér á lyfjabúðum í stórskömtum veit ég ekki, en erlendis fæst hún á dúnkum. Náttúrlega er hún hrærð saman við annað, t. d. black-fernis. Ég hefi ritað fáeinar greinir þessi síðustu ár í blöðum hér. Þær greinir hefi ég ekki ritað til þess að „slá um mig“ með þeim, held- ur til þess að gefa mönnum bendingu um það, sem ég hefi séð og vitað sjómenn viðhafa. Ég hefi t. d. skrifað um líflínur þær, sem sjómenn alment spenna á milli reiða skipa, þegar rok eru, til þess að menn síður fari útbyrðis, ef. sjór fyllir þilfarið eða sjó slær yfir skipið. Sama er að segja þegar á útsiglingu stendur og menn eru ef til vill druknir um borð. Það er minna ómak, að þenja línur þessar, en að þurfa að setja út bát ef einhver fer útbyrðis, eða þá það sem verst er, að hafa það á sinni spm- vizku, að missa menn út fyrir að hafa trassað það. AUir sjómenn ættu að reyna að styrkja hver annan, þegar um eitthvað það er að ræða, sem einhverjar líkur eru til að gæti komið að notum. Grein þá er eg ritaði um fiskikíakið eudaði eg þannig í „íslandi“:—Eg hefi þekt aðferðina lengi, en skrifa þetta nú að eins vegna þess, að eg held, að öðrum, sem um þetta hafa ritað, hafi gleymst að geta hennar, þótt þeir náttúr- lega þekki hana allir.— Mér datt ekki í hug, að hr. Bj. Sæm. þekti ekki enska fiskinanna- almanakið, og þótt hann ef til viíl yrði reiður mér fyrir að dirfast að skrifa um þetta efni, þá átti það ekki að bitna á hag landsins, held- nr á mér persónulega, því eg vík ekki frá þeirri skoðun minni, að hann hafi ekki gert landinu gagn, með því að draga jaínvel úr því, að aðferð sú or eg benti á væri viðhöfð. Mér hefir ásamt fleirum skilist, að hr. B. S. væri umsjónarmaður fiskveiða við strendur landsins jafnt og upp til sveita, en vera má að mér skjátl- ist, og sé svo, skal eg opiuberlega biðja um fyrirgefningu í blaði þessu, sé hér nokkuð sem getur móðgað hann. í skýrslum þeim sem eg mér til uppbyggingar les árlega eftir hann virðist mér þó vera talað um fiskigöngur o. s. frv. En kemur sá guli eftir þeim ? Er ekki landið að borga fé til þess að eitthvað sé gert til þess fiskurinn komi, en ekki til þess að sernja grafskrift eftir þá þorska, sem dauðir eru, eða skýrslur um, hve margir hafi „stungið afu frá ströndum íslards það og það ár. Yæri nú skýrslur samdar í ýmsum fiskiver- um landsins, sem nokkuð yrði bygt á síðar, þá yrði að taka nákvæmlega eftir veðri, mæla sjávarhitann, taka eftir straumum, m. m. Setjum t. d. frá 1. des. 1900 til 2. febr. 1901: Veður var svo og svo, sjávarhiti þessi o. s. frv. Ver- tíðin var góð.— Kæmi svo sama veðurlag og og sjávarhiti líkur eftir 2 ár á tímabilinu 1. des. til 2. febr., þá mætti ef til vill búast við samskonar vertíð, ef ekki brim, straumar eða annað hefðu rótað botninum svo, að hann væri ekki Iengur fiskibotn. En það er víst ekki neinn sá uppi, sem fyriríram getur sagt um fiskigöngur, og ætlast víst enginn til þess af nokkrum manni. Fiskifræðingurinn hér gæti samt haft tölu- vert að gera. Það væri eflaust Iaunanna vert, að rannsakað væri, hvar hægast og bezt væri að ná í kúfisk til boitu, og hvernig hann geymd- ist bezt, því :if öllum okkar beitutegundum er hann nr. 1, og hann er víða til. Frakkar hafa haft tilfæringar til að veiða hann. Ranusókuir með ýmiskonar fuglakjöt væru ekki fjarri vegi, því þegar síldartunnan er 24 kr. og 2—3 dag- ar fara til að ná í hana til boitu, og enginn þykist geta fiskað nema á síld, þá væri það hlutur, sem svaraði kostnaði, ef eitthvað annað gæti fengist í staðinn. Margt fleira mætti nefna, sem við ólærðir menn höfum ekki vit á. Ekki væri fjarri vegi, að fara einn eða tvo „túra“ með Frökkumá þorskveiðar, því gaman væri að kunna og vita með hverju móti þeir fá fiskinn frá 100 faðma dýpi upp í sjóinn, knýta knút á línur sínar og renna ekki út nema 30 föðmum og draga hann svo. Það væri sparnaður á tíma, og gróði fyrir marga, því sá fiskur vegur talsvert. Eg á ekki á góðu von eftir að þessi grein kemur út, en er tilbúinn að gera grein fyrir því, er ég hefi skrifað, og framleggja saunanir, ef þess verður krafist. Svo vona eg og margir fleiri, að ekki líði á Iöngu, þangað til kemur skýrsla með ástæðum, hvort hvalaveiðar Norð- manna séu skaðlegar fyrir fiskveiðar hér við land. Eg var á hvalveiðastöðva skipi í kring

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.