Fjallkonan


Fjallkonan - 17.09.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 17.09.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða V-/t doll.) borgist fyrir 1. jtilí (erlendis fyrir- fram). h ±J ±J BÆNDABLAÐ UppBögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild noma komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Atgreið8la: Þing- holtsstræti 18. VERZLUNARBLAÐ XVn. árg. Reykjavík, 17. september 1900. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Banka- Btjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni Btundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Fwngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mánudv miðvikudögum og laugftTdögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er i Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókéypis lœkning a spítalanum á þriðjudögum og töstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvera mán., kl. 11—1. FJALLKONAN. Nýir kaupendur að síðara helmingi þessa árgangs Fjallkon- unnar frá 1. júlí til ársloka geta fengið hann fyrir 2 krónur, og auk þess í kaupbæti: sérprentuð þrjú sögusöfn úr eldri árgöngum folaðsins yfir 200 Tbls. Enn fremur einhvern eldri árgang Fjallk. eftir samkomulagi. Sögusöfnin fást hjá útsölu- mönnum út um landið og eru líka til sölu á 1 kr. (öll heftin). NB. Euginn getur fengið kaupbæti nema kaupin hafi áður farið fram, þ. e. and- virði blaðsins hafi verið borgað að fullu. Sumir hafi viljað íá kaupbæti áður en þeir borguðu, en þeir hafa þá venjulega gleymt að borga. ur geta fengiö X^JaXL- ls.onuua £ jrét 1. olsLt- ótoer tll ársloKa ét 1 lir. Stjórnarskrárbreytingin sem í boöi er, Eru upptökin frá stjórninni? Alt af hefir það verið viðkvæðið í ræðum og ritum siðan dr. Valtýr Guðmundsson kom með sitt alkunna frumvarp um breyting á stjórnar- skránni, 1897, að tillagan um þessa stjórnar- breytingu, sem kölluð hefir verið „valtýska", væri komin frá stjórninni. Frumvarpið hefir jafnvel verið nefnt „stjórnarfrumvarp", og á því hefir verið staðið fastara en íótunum af mótstöðumönnum frumvarpsins, að stjórnin hafi fengið dr. Valtý til að koma því inn á þing. Þessi flokkur læzt ekki eigna stjórninni neitt annað en ilt íslendingum til handa, og því á það að hafa verið tiJgangnr stjórnarinnar með þessn fmmvarpj fað „innlima" ísland í danska ríkið og jafnvel afmá islenzkt þjóðerni (sbr. greinir Þingeyinga í „Stefni" og ummæli þeirra á Húsavíkur-fundinum). — íslenzku þjóðerni á að vera bani búinn, og íslendingar eiga að mást úr þjóðatölu, ef ráðgjafinn kemur á þing. Ekki er að furða, þó íslenzkir pólitíkusar séu hræddir við þann voðagest, ráðgjafann. En er það stjórnin, þ. e. ráðgjafinn, sem á upptökin ? Nei. —• Þessi breytingartillaga við stjórnar- skrána er ekki frá stjóminni komin. Hún vill helzt engu breyta. Tillagan er komin frá dr. Valtý sjálfum og ráðgjafinn hefir ekki sagt annað en það, að slíkt frumvarp mundi verða samþykt. Stjórninni, eða ráðgjafanum, er það því ekkert áhugamál, og hefir aldrei veriðþað, að koma á þessari breytingu. Ef stjómin léti sér ant um að koma henni á, mundi hún hafa lagt frumvarpið fyrir alþingi, að minsta kosti síðasta þing, því henni er það.full-ljóst, að með því móti fengi frumvarpið meiri byr á þing- inu. Það er því dr. Valtýr Gtoðmundsson, sem á öll upptökin að frumvarpinu. Hann bar það að vísu undir Nellemann, fyrv. ráðgjafa, til þess að ganga úr skugga um, hvernig þaðætti að vera orðað, til þess að stjórnin mundi sam- þykkja það. Hvað er fðlgið í frumvarpinn ?. Það vita allir, að þessi stjórnarskrárbreytiug, sem kend er við dr. Valtý, er ekki fólgin í öðru en því, að ísland fái sérstakan ráðgjafa, sem tali íslenzku (o: sé íslendingur að öllum jafnaði, eins og embættismenn hér á landi eru), mæti á alþingi og beri ábyrgð fyrir því. Enn fremur vill stjómin leiðrétta orð, sem fallið hafa úr stjórnarskrárfrumvarpinu þegar 1869, í 61. gr. stjómarskrárinnar, sem nú er — þeir sem ekki trúa þessu geta sannfærst um það, með því að líta í Alþingistíðindin 1867 og 1869. — Þessi prentvilla á að gera 61. gr. að dýr- mætasta gimsteininum í stjórnarskránni. En undarlegt er það, að engum lifandi manni hefir dottið í hug að nefna þetta atriði á nafn, hvorki áður en vér fengum stjórnarskrána né síðan, fyrri en nú síðustu árin og eftir að frv. dr. Valtýs er komið til sögunnar. Bæði Jón Sig- urðsson og Ben. Sveinsson samþyktu 1867 greinina, sem nú er 61. gr., eins og stjórnin vill hafa hana nú, og hvorugur þeirra var nokk- urn tima svo skarpskygn að sjá gimsteininn. Meðan stjómarbaráttan stóð sem hæst fyrir 1874 hafa þó þessir menn og margir fleiri ef- laust íhugað stjómarskrármál vort fult svo vandlega sem vorlr pólitisku kögursveinar gera nú. Var ekki farið fram á líka breyting áður ? Það er alkunnugt, að á alþingi 1885 héldu nokkrir þingmenn því fram, að íslendingar ættu að fara fram á það, að fá sérstakan ráðgjafa sem mætti á alþingi og auðvitað atti að kunna íslenska tungu, þó það væri ekki beinlínis tek- ið fram þá. Þeir sem mest héldu fram þessari breytingu vóru þeir Jón Pétursson, háyfirdóm- ari, Halldór Kr. Friðriksson og Tryggvi Gunn- arsson. Það eru því þessir menn, sérstaklega þeir Jón Pétursson og Halldór Kr. Friðrikssqn, sem eru fyrstu feður „valtyskunnar". Þeir vildu láta sér nægja með það, að fá sérstakan ráðgjafa, sem mætti á alþingi, en töldu (bene- dizka) landsstjórafmmvarpið óframkvæman- legt, eina og reyndin hefir orðið á. Ekki var þeim þó ámælt fyrir þetta, þó það væri óákveðn- Nr. 36. ari og ófullkomnari stjómarbreyting en sú, sem nú er í boði. — fíefði þeir komið fram með þessa sömu tillögu nú um þessar undir, mundu þeir auðvitað hafa verið kallaðir land- raðamenn eða öðrum æruleysis nöfnum, eins og mótstöðumenn stjórnarskrárbreytingarinnar kalla nú alla þá sem henni vllja fylgja. Báðir þessir menn, Jón Pétursson og Halldór Kr. Fiiðriksson, höfðu tekið mikinn þátt í hiuni fyrri stjómarbaráttu, og er óhætt að fullyrða, að þeir höfðu meiri reynslu í þeim efnnm en flostir meun aðrir. Þeim var það full-Ijó3t, að landsstjórafrumvarpið (benedizkan) mundi ekki verða til annars, en að leiða þjóðina út í nýja stjómarbaráttu, sem mundi kosta afarfé og verða áranguralaus, eins og nú er fram komið. Jón Pétursson komst svo að orði í nefndaráliti sínu, er hann hafði lagt á móti því að frumvarpið yrði sent stjóminni: „Þar á móti virðist mér, að nauðsyn beri til þess, að alþingi nú sendi konungi vorum allra-þegnsamlegast ávarp, og beiddist þess þar í, að Island fengi sérskildan ráðgjafa, sem mætti á alþinginu. . . Það virðist auðsætt, að undir hvern af hinum dönskn ráð- herrum sem mílefni íslands væri lögð, mundi hann hafa oflítinn tima aflögu, til að sinna þeim svo kröftuglega sem þörf krefur. Eins virðist það og nauðsyulegt, að ráðgjafinn mætti sjálfur á þinginu og talaði sjálfur við þinguieun um málin. Árangur þiugsins yrði við það að verða langt um meirl og betri en hann nú getur orðið". (Alþ.tíð. 1885, B, bls. 366). Jafn-gJöggskygnum manni og Jóni Péturssyui gat ekki dulist það, að það mundi verða til ómetanlegra bóta á löggjöf vorri og stjórnarfari öllu, ef ráðgjafinn kæmi á þing. Sömu skoðun hafði og Halldór Kr. Friðriksson þá, og fyrir áhrif þessara manna munu þær blaðagreinir hafa komið fram, sem ritaðar voru um þær mundir um nauðsyn sérstaks íslenzks ráðgjafa. Eftir því, sem hér hefir verið sýnt fram á, mætti fult eins vel kenna stefnuna um að fá ráðgjafann á þing við Jón Pétursson sera dr. Valtý, og nefna hana ekki valtýsku heldur „jónsku" eftir hinum þjóðholla og frjálslynda ágætismanni Jóni sál. Péturssyni. Það kom þegar til orða á þingi 1885, hvort vér gætum fengið ráðgjafann á þing án stjórn- arskárbreytingar. Á því vóru margir þingmenn, en aftur vóru aðrir, sem álitu (t. d. Jón Ólafs- son) að í stjómarskránni væru engar ákvarð- anir, sem trygðu það (Alþ.tíð 1885, B, 32). Það er því ekkert nýtt, þótt stjómin haldi því fram, að stjómarskrárbreyting þurfi til þessa; sú skoðun hefir komið fram á þingi fyrir Iöngu í þjóðkjöma flokknum. Hverir eru á möti stjórnarbreytingunni? Það eru íhaldsmennirnir (hægri mennimir) íslenzku, menn sem eru af sama sauðahúsi og þeir menn, sem töfðu fyrir því i nærri 30 ár, að ísland fengi stjómarskrána. Það eru menn, sem sitja í æðstu embættum landsins, og nokkr- ir embættismenn, sem neðar standa f valda- stiganum. Þessum stórmonnum fylgir svo nokk- ur hluti alþýðunnar í blindni. Efst stendur stjómin íslenzka í Kaupmanna- höfn, að undanskildum ráðgjafanum, sem lætur sig litlu skifta þetta mál. Hann er að eins með málinu af því, að hann vill vera Jaus við hin íslenzku mál, sem hann þekkir ekki. En hin

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.