Fjallkonan


Fjallkonan - 17.09.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 17.09.1900, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 ogþangað til íram á nótt, en það kemur alla ekki heim við það, sem greifinn telur mér trú um; hann fullyrðir, að hann hafi fundið mig í svefnherbergi mínu. Eg get þó ekki skilið, af hverju hann segir mér ekki satt; hann hafði þó varað mig við að vera í auðu herbergjunum hér upp á loftinu eftir sólsetur, en því hafði eg alveg gleymt í gærkveldi. Eg verð að fallast á það, sem hann sagði mér, að loftið í þessari gömlu höll er ekki holt, þótt það sé ef til vill örðugt að finna sóttkveikjurnar í því. Menn tala um andlegar pestir, en ætli menn geti ekki líka ímyndað sér andleg sýkingarefni, sem veiki ímyndunina og hugarfarið á sama^hátt og kóleru- bakterían og difteritis-bakterían veikir líkam- ann? Og er nokkuð á móti því, að slík sýk- ingarefni geti legið í dái mörgum árum saman eða öldum saman. Eg er hvorki sálfræðingur né læknir, en eg iæt að eins mína skoðun í ljós. Eg get hvorki né vil gera grein fyrir því, en eg finn það glögt, að á sama hátt og ýms áhrif, sem að utan koma, geta gert mig sjúkan, á sama hátt hefi eg orðið fyrir áhrifum, hvort sem þau eru andleg eða ekki, sem kveikja hjá mér ímyndanir og tilfundningar, sem eg hefi ekki haft áður og eru ekki af betri endanum. Greifinn segir, að mig hafi dreymt og það er sennilegasta skýringin. Eg var þreyttur um kveldið, taugar mínar vóru æstar og ímyndun- in hálfveik af þvi sem fyrir mig hafðl borið seinasta dægrið — cg hafði sofnað í öllum föt- unum. Nei, eg þovi að sverja að eg gerði það ekki-------. Eg sat við borðið í lessalnum eins og nú. Alt í einu fanst mérað eg ætti að fara upp á loftið til að sjá betur sólarlagið. Eg fleygði pennanum og bar bókina með mér inn i svefn- herbergið og síðan hljóp eg upp stigann. Sólin var ekki gengin undir, þegar eg kom í turninn, sem er hjá myndasalnum. Þaðan er betri út- sýn en úr nokkrum öðrum stað í höllinni. — Eg gekk að öllum gluggunum og stóð seinast við þann gluggann, sem gaf mér bezt útsýnið. í öllum gluggahólfunum vóru bekkir til að sitja á. Eg settist niður, lauk upp glugganum og sökti mér alveg niður í náttúrufegurðina, kveikti í vindli og hallaði mér aftur á bak. Það var hitamolla, og eg bjóst við þrumuveðri um nóttina. Eg var þreyttur og nenti ekki að hræra legg né lið, enda fanst roér eg vera vel fyrir kallaður að virða fyrir mér náttúrufegurð- ina. Eftir sólarlagið dreifðist glóandi kveldroði um alt loftið; það var eins og allur himininn væri í ljósum loga, og við svartbláa og írauða þokubólstra í austri báru þjótandi gulleit ský, sem liðu hátt í lofti í yfirfarinu. Mér fór að verða undarlega heitt um hjartaræturnar, og mér fanst eins og eg ætti von á einhverju, eg vissi ekki hverju. Eg hefi aldrei á æfi minni verið sto á mig kominn. Eg get ekki lýst því, en það var eins og eg væri hálfdrukkinn. Rökkrið seig yfir, en sama hitamollan hélzt enn, og loftið var fult af blómilmi úr dalnum. Eg hagræddi koddanum í bekknum, og teygði bet- ur úr mér, og starði stöðugt út í loftið, þvi mig furðaði á, að skrugguveðrið var ekki enn skollið á. — Eg hlýt að hafa sofnað, því eg man glögt eftir því, að eg vaknaði með líkri tilkenslu eins og ef rafstraumur hefði farið í gegnum mig, og eg fann það á mér, að eg var ekki einsam- all. Það var orðið svo dimt sem orðið getur á sumarnóttu hér í landi. Það grilti að eins í gluggana, og eg gat með naumindum greint eitthvað af húsbúnaði í kringum mig. Eg gat fyrst ekki áttað mig á þvi, hvar eg var stadd- ur. Mér þótti sem eg væri kominn í einhvern ókunnan heim, og mér fanst eins og hvíslað væri að mér: Ástir, sem brenna sem beizkasta hatur, og hatur sem brennur eins og ástir! Það vóru orð greifans, þegar hann var að sýna rpér myndirnar, en í alt öðrum róm, í einhverjum lokkandi róm, Eg hneig hálf-með- vitundarlaus aftur á bak á bekkinn. í sama bili brá fyrir tveimur eldingum, svo hálf-bjart várð í herb^rginu. í þessari birtu sá eg hana rétt hjá mér. Hún var alveg eins og i fyrsta sinni þegar eg sá hana. Þegar dimdi aftur, sá eg hana ekki, en eg varð þess var að hún kom nær mér og beygði sig yfir mig — eg var máttlaus og gat ekki hreyft mig------- Aftur brá eldingu fyrir, og eg sá framan í hana rétt við andlitið á mér; hún starði beint í augun á mér og munnurinn var hálfopinn — eg sá meinið á hálsinum á henni, sem var ber ofan á brjóst; eg sá að hún kraup á kné við bekkinn, sem eg sat á. Þá varð aftur koldimt og mér fanst eins og eg hrapaði hálf-meðvit- undarlaus eitthvað langt niður — ilmurinn af blómunum hafði hálf-svæft mig og mér fanst sem mjúkir kvenhandleggir vefðust utan um mig; eg fann andardrátt hennar á andlitinu á mér og fann að hún þrýsti vörunum að hálsin- um á mér-------- Eg veit ekki hvað langur tími hefir liðið. En alt í einu vaknaði eg snögglega og fanst mér þá sem hún liði úr faðmi mér, en eg kendi ónota í öllum líkamanum. í sama bili sá eg ljósi bregða fyrir — ekki af eldingu heldur af lampa. Greifinn kom inn og bar lampaíhend- inni. Hann æpti upp og þóttist vita, að það mundi vera eitthvert blótsyrði á máli sem eg skildi ekki. — Hann gekk þegar til mín og lýsti framan í mig. „Því í fjandanum gerið þér þetta; því hlýð- ið þér mér ekki“,sagði hann á þýzku, skjálf- andi af reiði, þó hann reyndi að stilla sig. „Hvað eruð þér að gera hér um þetta leyti. Þér skuluð vita, að Drakulitz er húsbóndi í húsi sínu“. Hann lét aftur gluggann. Lampann hafði hann látið á gólfið og sló Ijósið af gólfinu ein- hverjum draugslegum eða djöfullegum blæ á andlit honum, en hárið reis á höfðinu á hon- um, eins og á reiðu Ijóni. Eg var að standa upp og ætlaði að segja eitthvað mér til afsökunar. Hann stóð við stundarkorn og starði á mig, eins og hann væri að hugsa sig um.- Síðan sagði hann með skipandi rödd: „Leggið yður út af“. Eg hlýddi hugsunarlaust og lagði mig aftur á koddana. Hann tók lampann og skoðaði vandlega and- litið og hálsinn á mér. Svo hló hann kulda- hlátur. „Yinur góður“, sagði hann — og varð nú alt í einu þýður í rómnum — „þér hefðuð átt að muna það, að eg hafði varað yður við því að vera hér uppi þegar farið væri að rökkva. Þér hafið auðvitað gleymt því. En eg verð að áminna yðn,r um það aftur. Þér hafið farið ó- varlega, að sofna hér við opna gluggana“. Það hefir verið ráðist á yður í svefninum? Hann strauk með hendinni um ennið á mér og svo ofan á hálsinn. En upp frá því man eg ekki eftir mér fyrri en eg vaknaði í rúmi minu í öllum fötunum og greifinn stóð hjá mér og kvaðst hafa viljað vekja mig af því mig hefði dreymt illa. Það væri kominn háttatími fyrir löngu, og væri mér því bezt að afklæða mig. Eg hlýddi hon- um, og vaknaði ekki aftur fyrri en komið var langt fram á dag. (Framh.) Alþingiskosniiigar Reykjavík. Þar var kosinn 12. þ. m. Tryggvi Gtunnarsson bankastjóri með 212 atkv. Jón Jensson fekk 180 atkv. Skagafjarðarsýsla. Þar voru kosnir 1. þ. m. Ólafur Briem og Stefán Stefánsson kenn- ari á Möðruvöllum. ísafjarðarsýsla. Þar voru kosnir 1. þ. m. Skúli Thoroddsen með 196 atkv. og Hannes [ Hafstein sýslumaður með 169 atkv. EyjaQarðarsýsla. Þar eru kosnir: Klemens Jónsson sýslumaður og Stefán Stefánsson bóndi í Fagraskógi. Um atkvæðatölu hefir ekki frézt. Afli á þilskip úr Reykjavík í 2. sumar-„túr“: Skip Th. Thorsteinssonar: Margrét (Finnur Finnssoh) .... 28,300 Sigríður (Ellert Schram).........17,000 Gylfi (Björn Gíslason)...........10,500 Nyanza (Jafet Sigurðsson)....... 20,500 Matthildur (Þorlákur Teitsson) . . . 12,000 Guðrún Sophia ókomin. Skip G. Zoéga: Fríða (Stefán Pálsson)...................11,000 Sjana (Jafet Ólafsson)....................8,000 Josefine (Jón Ólafsson)..................19,000 Toiler (Vilhjálmur Gíslason) .... 6,500 Haraldur (Bjargmundur Sigurðsson) . 4,000 To Venner (Þorsteinn Egilsson) . . 5,500 Geir (Sigurður Símonarson) .... 3,000 Skip Helga Helgasonar: Helga (Árni Hannesson) . . . ■. . 13,000 Elín (Guðmundur Kristinn) .... 12,000 Guðrún (Páll Mattíasson)..................4,000 Stígandi (Guðm. Gíslason).................2,000 Skip Sturlu Jónssonar: Fram (Páll Hafliðason)...................10,000 Friðrik (Hannes Hafliðason) .... 15,000 Skip Þ. Guðmundssonar o. fl.: ísland (Pétur Þórðarson).................9,000 Skip Tryggva Gunnarssonar: Baldur (Bergur Jónsson)..................8,000 Hermann (Helgi Gíslason).................5,000 Sleipnir (Guðjón Knútsson) .... 7,500 Skip Runólfs Ólafssonar: Einingin (Jón Árnason)...................6,500 Skip B. Guðmundssonar o. fl.: Stjernen (Halldór Friðriksson) . . . 11,500 Palmen (Hjalti Jónsson)..................9,600 Skip J. P. T. Bryde: Kastor (Sigurður Jónsson)...............11,000 Skip Filipusar Filipussonar: Guðrún (Kristinn Magnússon) . . . 20,500 Skip Engeyinga: Valdemar (Magnús Brynjólfsson) . . 21,000 Engeyin (Erlendur Hjartarson) . . . 4,000 Skip Helga Zoéga o. fl.: Viktoría (Steingrímur Steingrímsson) . 18,000 Skip Jóns Þórðarsonar: Garðar (Pétur Þórðarson)................12,500 Agnes (Stefán Bjarnason).................4,000 Skip Jóhannesar Jósefssonar: Egill (Pétur Þórðarson).................14,000 Kosninga-bardaginn i Reykjavík. Þar var gengið hart fram af báðum flokkun- um, og yar ekkert tilsparað af hvorum flokkl til að afla sínu þingmannsefni fylgis. Hefir aldrei verið beitt jaínmiklum æsingum og und- irróðri við kosningar hér. Fer nú að verða mesta nauðsyn á að breyta svo kosningalög- unum að alls ekki verði hægt að beita slikum yfirgangi til að hafa áhrif á kosningar, eins og Páll amtmaður Briem hefir lagt til í ritgerð sinni um kosningar í „Eimreiðinni“. Allmargir sátu þó heima og komu ekki á kjörfundinn, þótt ekki væru þeir forfallaðir; hafa þeir líklega hvorugt þingmannsefnið viljað styggja með því að kjósa það ekki. Út af atkvæðasmöluninni hafi verið látið fjúka í kviðlinga, og er þetta þar í: Á hjörðina sína í hvellnm tðn höa þau Tobba og hann séra Jön; í hugsnnnm eru þau helzt til lík, en hrossabrestir i pölitík. Þar er ei kendur sá kemur ekki; kjördaginn leynist eg smalasjón, bezta ráðið er það sem eg þekki, þá kýs eg hvorki Tryggva eða Jón. Ef Lárus karlinn svo leysir vind,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.