Fjallkonan


Fjallkonan - 24.09.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 24.09.1900, Blaðsíða 1
Kemnr út einu sinni i viku. Verð árg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða lVa doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendÍB fyrir- fram). %J JU BÆNDABLAÐ Uppsögn (skrifteg)bund- in við áramót, ögild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Aígreiðsla: Þing- holtsstrmti 18. VERZLUNARBLAÐ XYII.árg. Reykjavík, 24. september 1900. tfr. 37. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er i Landsbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er i Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjudögum og iöstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. FJALLKONAN. Nýir kaupendur að síðara helmingi þessa árgangs Fjallkon- unnar frá 1. júlí til ársloka geta fengið hann fyrir 2 krónur, og auk þess í kaupbæti: sérprentuð þrjú sögusöfn úr eldri árgöngum blaðsins yflr 200 bls. Enn fremur einhvern eldri árgang Fjallk. eftir samkomulagi. Sögusöfnin fást hjá útsölu- mönnum út um landið og . eru líka til sölu á 1 kr. (öll heftin). NB. Enginn getur fengið kaupbæti neraa kaupin hafi áður farið fram, þ. e. and- virði blaðsins hafi verið borgað að fullu. Sumir hafi viljað fá kaupbæti áður en þeir borguðu, en þeir hafa þá venjulega gleymt að borga. ur geta fengtfLö OF'j^ll- l^.oin.'uLn.fi, fra 1. olsjt- ö"fc>©r til ársloKa ét 1 isjr. Auka-þingin og 61, grein stjómarskrárinnar, Þess var getið í síðasta blaði í ritgerð með fyrirsögn: „Stjórnarbreytingin, sem i boði er", að í 3. gr. 8tjórnarskrárfrv., eins og þacf var laqt fram í e. d. síðast (þessi einkendu orð hafa fallið úr ritg. í síð. bl.) hefði í stað orð- anna: „og vilji stjórnin styðja málið" staðið, að ekki væri skylt að kveðja til aukaþinga þegar alþingi væri leyst upp samkv. 61. gr. stjórnarskrárinnar. Jaínvel þó mestu líkur séu til, að stjórnin mundi fallast á þessa breytingu á 61. gr., og jafnframt mestu líkur til að mót- stöðumenn stjómarskrárinnar mundu fallast á hana, vildi þó stjórnarmálsnefndin í e. d. ekki taka þessa breytingu til greina, heldur láta það ákvæði gilda, að þingið sé því að eins leyst upp, að „stjómin vilji styðja málið", því að það hefði reynst einkisverð réttindi þó að þingið gæti knúð stjórnina til að leysa það upp móti viljahennar. Hún hefði óll töglin oghagldirn- arfyrir því, og væri því ekki annað unnið við það, en fyrirhöfn og fjárútlát fyrir þjóðina. Þetta er alveg rétt athugað. Aukaþingin hafa ekki þokað stjórnarskrármálinu hænufeti áleiðis; þau hafa að eins orðið til þess, að eyða fé og þreyta þjóðins, að því er það mál snertir- Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, hafa orðin: „og vilji stjórnin styðja málið" fallið úr 61. gr. hjá stjórninni 1869, og svo síðan ekki komist inn í stjómarekrárfrv. aftur. — 61. gr. stjórnarskrárianar, eins og hún var áður en þerwi orð féllu burts, er alveg samhljóða sam- svarandi grein í hinum dönsku grundvallarlög'um, 95. gr., þar sem stendur: „Nái uppástunga um breytingu á grundvallarlögunura samþykki beggja þingdeilda, og vilji stjórnin styðja málið („og Eegeringen vil fremme Sagen"), skal ieysa upp ríkisþíugið og stofna til nýrra kosninga". Það er bersýnilegt, og sést glöggvast á ástæð- um stjómarinnar fyrir stjórnarskrárfrv. 1869, þar sem iiún telur að þessi grein sé óbreytt nema að orðfæri, þótt þessi orð hafi þá fallið úr henni (sbr. Alþ.tíð. 1869 II, 42) — að hér er blátt áfram um prentvillu að ræða. Auðvitað er ekkert unnið með því, að fá að halda 61. gr. óbreyttri, annað en það, að end- urskoðun stjórnarskárinnar verður þa fremur hroðað af í hvert skifti sem það mál er fyrir þinginu, í stað þess að til þess ætti að verja lengri tíma, og að málið ætti þá eingöngu að ræða á reglulegum þingum, en ekki auka- þicgum. í stjórnarlögum Norðmanna, sem eru mjög frjálsleg, er það ákveðið, að stjómarskrár- breytingu skuli að eins ræða á reglulegu þingi (ekki aukaþingi). Ef stjórnarskrárbreyting verðar samþykt á stórþinginu, skal hún tekin til meðferðar á fyrsta reglulegu þingi, sem hald- ið verður eftir það er næstu kosningar fara fram. Á því þingi má þ5 breytingin ekki verða að lögam, en taka akal hana aftur til meðferðar á fyrsta þingi eftir næstu koaningar, og verður þá málið útkljáð. Með þessu móti geta liðið a!t að því 7 ár frá þvi er tillaga um stjórnar- skrárbreytingu kemur fram á norska þinginu og þar til húfl er til iykta leidd, því koaningar fara þar fram 3. hvert ár. Norðmenn vilja hafa nægan tíma til að íhuga og ræða stjórnarskrárbreytingar. íslendingar vilja fyrir hvern mun flaustra þeim af á tveimur árum. Saga hinnar síðari stjórnarbaráttu vorrar sýnir líka, hvert hrákasmíði hefir verið á ýms- um stjórnarskrárfrumvörpum, sem þingið hefir samþykt. Það hefir orðið að breyta þeim hvað eftir annað, og alt hefir verið unnið í blindni, og án þesa þingið hafi haft minstu von um, að þau mundu nokkurn tíma verða staðfest. Úr þessu bætir hið nýja stjómarbótar frum- varp með breytingunni á 61. gr., sem vér verðum að álíta að sé til bóta. Ákvæði um að stjórnin skuli leysa upp þing, hvort sem hún vill það eda ekki, er ekki til í stjómarlögum neins lands, svo að oss sé kunnugt. — Slíkt. á- kvæði er að eins til áð eyða kröftum þingsins til ónýtis og vekja úlfúð milli þings og stjórn- ar. En þaðer úlfúðin,sem hefir vorið matur og drykk- ur sumra hinna síðari pólitísku spámanna vorra. Þessir föðurlandsvinir hafa af fremsta megni spilt allri samvinnu milli stjórnarinnar og þinga- ins, og þar með eytt stórfé og miklum tíma þing eftir þing í árangurslaust þras. Eins og nefndiu í stjómarskrármálinu á síð- aata þingi fór fram á, verður aá munur á, ef breytingin á 61. gr. verður að lögum, að þing- ið verður ekki leyst upp né kvatt til almennra kosninga nema því að eins, að áreiðanleg vissa sé fyrir, að breyting fáist á stjómarskránni, þar sem vér nú getum haldið hvert aukaþingið á fætur öðru og þannig kastað út stórfé, án þess að fá nokkra breytingu á stjómarskránni lög- leidda. Oss er gert hægra fyrir að breyta stjómar- skrá vorri en mörgum öðrum þjóðum. Meðal annars er það í stjómarlögum allmargra ríkja, að stjórnarskrár breyting verður ekkisamþykt, nema 2/3 hlutir greiddra atkvæða á þingi sé með henni, og yfirleitt eru víða settar íhalds- samar reglur um breytingar á sfjómarskrám. Aukaþingin hafa að undanfómu verið að miklu leyti árangurslaus, og verða það einnig framvegis, nema því að eins, að þingið sl í samvinnu við stjómina. Vér þurfum ekki að halda þing á hverju ári, og væri raiklu skyn- samlegra að lengja heldur þingtímann og helzt að halda þingið á vetrum, eins og oftar enn 'einu sinni hefir vefir verið bent á í þessublaði. Norðmenn, sem eru stór þjóð í samanburði við okkur, létu sér nægja að hafa þing þriðja hvort ár, þangað til um 1870. Valdsmannaþingið. „Vondslega hefir os8 veröldin blekt, vélað og tælt oss nógu frekt, ef Rúsaar eiga að ríkja nú og ráða lögum heims um bú". Ekki er það einleikið, hve mikið kapp sýslu- menn leggja nú á það, að komast á þing. Eft- ir áreiðanlegustu skýrslum hafa þessir sýslu- menn ýmist boðið sig fram sem þingmannaefni eða haft það við orð: Guðlaugur Guðmundsson í Skaftafellss., Magnús Torfason í Eangárv.s., Lárus Bjarn'eon í Snæfellsnessýslu, Björn Bjamason í Dalasýslu, Hannes Hafatein í íaafJ.B., Gísli íaleifaaon í Húnav.s?, Klemena Jónsson í Eyjafjarðarsýslu., Steingrímur Jónsson í Þingey.s., Jóhannes Jóhannesson í Norðurm.s., Axel Tulinius í Suðurmúlasýslu. Það eru alls 9 eða 10 sýslumenn. Af þe8sum sýslumönnum eru þegar kosnir sjö, sem frézt hefir um, og líkindi eru til, að 2—3 aðrir verði kosnir svo minsta kosti verði 8—9 sýslumenn á þingi. Af þessum 10 sýslumönnum eru 3 með stjórn- breytingarfrumvarpinu; hinir allir á móti, og af þeesum 7, sem þegar eru kosnir, eru 5? á móti frumvarpinu, en 2? með því. Almenningur mun nú vera farinn að átta sig á því, að flest-allir sýslumenn eru á móti stjómarskrárbreytiugunni, og menn munu vera famir að renna grun í það, hvaða erindi þeir einkum munu ætla sér að reka á þingi. Það fer bráðum að verða lýðum Ijóst, hvaðan hinir virðalegu valdsmenn hafa fengið þann eld ættjarðarástarinnar, að þeir geta með eugu móti eirt lengúr heima við embætti sín og vilja óvægir komast á þing til að vinna þar fyrir íöðurlaadið.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.