Fjallkonan


Fjallkonan - 24.09.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 24.09.1900, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. Fyrir nokkrum árum var hæstvirtum lands- höfðingja mikil raun í því, að sýalumenn færi á þing í stað þess að gegna embætti sínu með venjulegri skyldurækni. Hann vildi, minn- ir oss, að þeir settu útlærða lögfræðinga í sinn stað, ef þeim ætti að vera heimilt að vera á þingi. Ekkert hefir nú heyrst frá honum i þessa áttina, þ6 hér um bil helmingur sýslumanna landsins hafi boðið sig á þing og verði að lík- indum kosinn. Eflaust kemur þetta af því, að hann álítur þá nú svo bráðnauðsynlega til að vinna með sér að því, að vér fáum sér- stakan ráðgjafa, sem mæti á þingi. Annars virðist svo sem blessaðir sýslumenn- irnir hafi ekki stórmiklum embættisstörfum að gegna, þar sem þeir geta átt heimangengt á þing um mesta annatíma ársins annað hvort ár og þurfa ekki að setja neinn í sinn stað, nema ef til vill skrifastofudrengi sína eða bændur. Þetta kemur mönnum til að láta sér detta í hug, að sýslumannaembættin séu ef til vill ekki öll svo afarþörf, að ekki mætti fækka þeim. Á næstu þingárum verður um þingtimann eng- inn syslumaður austan lands og sunnan frá Þjórsá að Langanesi, og einn — segi og skrifa — einn syslumaður á öllu Yesturlandi frá Mýrumnorð- ur á Hornstrandir. í síðasta blaði lýsir Þjóðólfur ánægju sinni yfir kosningunum í Borgarfirði, Reykjavík, ísa- fjarðarsýslu, Dalasýslu og Eyjafjarðarsýslu. „Það er gleðilegtu, segir hann, að bændur og borgar- ar hafa við þessar kosningar snúist móti af- vegaleiðslu embættlinga stéttarinnar, sem vitan- lega er meginstoðin í liði Valtýs“. Hvaða „af- vega leiddir embættismenn11 eru það sem fall- ið hafa fyrir anti-Yaltýingum í þessum kosning- um. Enginn emhættismaður, sem áður hafði setið á þingi, féíl við þessar hosningar, nema Jón Jensson einn, því líklega telur Þjóðólfur, ekki þá 2 presta með embættismönnum, sem buðu sig fram í þessum kjördæmum og náðu ekki kosningu. Og hverir komu svo í þeirra stað? Embættismenn, sýslumenn, sem einmitt eru á móti stjórnbreytingar frumvarpinu, móti valtýskunni. Eins og Fjallkonan hefir áður sagt, er öilum þorra embættismanna vorra mein- illa við ráðgjafa-frumvarpið af skiljanlegum ástæðum. Hinir eru að eins örfáir, sem fylgja vilja frumv. Valtýs. En í alvöru að tala, hafa bændur ekki , fyrir löngu fengið nóg af lögfræðinga pólitík- inni? Muna þeir ekki, hvernig sýslumenn á þingi hafa misbeitt valdi sínu til þess að teyma vesa- lings bændurna? En nú verður ekki Iengur neitt að teyma, því bændur eru nú gerðir ræk- ir af þingi, og það eru mótstöðumenn Valtýs frumvarpsins, sem hafa gert það Það er hið innlenda (og útlenda) skrifstofu- vald, sem nú vill fara að ráða öllum okkar lög- um og lofum. Frá alþingiskosning ísíirðinga segir „Þjóðviljinn“ 11. þ. m. Þar hafði Hannes Hafstein sýslumaður hald- ið langa ræðu. Segir „Þjóðv.“ að ummæli hans í stjórnarskrármálinu og bankamálinu hafi verið „mjög á huldu sem vænta mátti“. — „Hann var auðvitað „valtýskur“, að hann sagði, en hafði þó svo margt og mikið að at- huga, að fæstum duldist, að hann mundi einskis láta ófreistað á þingi til að fleyga svo málið, að enginn minsti vafi gæti á því leikið, að vór fengjum að halda hinu núveranda sælurika stjórnarástandi óbreyttu“. „Að öðru leyti snerist ræða Hafsteins sýslu- manns mest um það, að reyna að krota sem mest í landssjóðinn, gera Breiðdalsheiði að landssjóðsvegi, fá drjúgan styrk til skipakvíar hér á Pollinum, launa sóra Kjartani á Stað væntanlega prestsþjónustu við bænahús í Furufirði o. s. frv.“ Á kjörfundinum töluðu líka hin þingmanna- efnin öll. Þar hafði verið talað, segir „Þjóðv.“, um „hin óviðurkvæmilegu vopn, sem beitt hafði verið í kosninga-undirbúninginum af aftur- haldsliðsins hálfu, sérstaklega í Grunnavíkur og Slóttu hreppum, að narra skrifleg atkvæða- loforð út úr ýmsum fáfróðustu einfeldningum, með því að telja þeim trú um ýmsan ósann- indaþvætting, svo sem herþjónustu og her- naðarskatta o. fl. o. fl., sem ætti að vera af- leiðing þess, ef Island fengi sórstakan ráð- herra! Frá kosningunni sjálfri og aðdraganda hennar segir „Þjóðv.“ þannig : „Það var bæði brosleg og raunaleg sjón, að sjá og heyra Hornstrandalýðinn, sem kom hér á kjörfundinn.* Með all-áleitinni smalamensku inn í hvert einasta hreysi, alla leið milli Gteirólfsgnúps að austan og Straumness að vestan, hafði sóra Kjartani Grunnvíkinga presti, með loforði um ókeypis flutning fram og aftur,** tekist að vinna Hornstrandalýðinn til að hlaupa erinda skrifstofuvalds og afturhaldsliðsins, og kjÓ3a þá Hafstein og Þorvald prófast. „Það er nóg, sem á almúganum hvílir, þótt ekki bætist við herskattar og herþjón- usta, vegna þessa sérstaka ráðherra, ég kann að nefna", sögðu þeir, sem vitrastir þóttust úr þessum hóp, og kinkuðu um leið kollinum mjög drýgindalega! Þetta var nú öll pólitiska uppfræðingin, sem þeir höfðu fengið um dagana, og þeir nógu vitlausir að trúa! En við allan fjöldann af þessum náttúr- unnar börnum þar nyrðra, sem mega heita utan við heiminn, vegna samgangna og póst- ferðaleysis, var þó auðvitað ekki einu sinni svona mikið haft. Að eins látið í veðri vaka, að ferðin yrði til skemtunar, og nóg að fá úr „bokkunni ‘1 Mun það og aðallega hafa verið brenni- vínsvonin, sem ýtti undir marga að fara að brjótast vestur yfir heiðar í öðru eins vonzku veðri. En er ofan í Jökulfjörðu kom, tóku við safnkóngar afturhaldsliðsins og fluttu alt safnið hingað vestur á eimskipum, og vóru svo hór komnir rótt fyrir kjörfund. Var smalamenskan svo vendileg, að sagt er, að eigi hafi setið eftir þar nyrðra nema 1 eða 2 kararkarlar, sem ekki álitust flutn- ingsfærir, og höfðu sumir þessara manna eigi komið hór á ísafjörð í 16 ár, og fæstir vissu hvað kjörfundur var! Var og svo að sjá, sem eigi hefðu brenni- vínsvonirnar alls kostar brugðist, því að við atkvæðagreiðsluna mættu eigi all-fáir þeirra meira og minna druknir og drafandi. Mættu þeir þar með prentaða seðla, með nöfnum þeirra Hafsteins og Þorvalds pró- fasts; hafði auðsjáanlega ekki einusinni verið treyst til þess að jarma rébt út nöfnin! Krafðist þá ritstjóri blaðs þessa, að þeir yrðu sjálfir látnir lesa upp nöfnin af seðlun- um, þar sem kosningarlögin eigi gerðu ráð fyrir þannig lagaðri seðla atkvæðagreiðslu, og gekk það þó all-ógreitt hjá sumum“. Einn kjósandi hafði snúið seðlinum öfugt, svo nöfnin stóðu á höfði,; fór svo að bera sig við að stauta og stamaði lengi „Séra Si—Sig“, þangað til einhverir gátu hnipt í hann og hvíslað að honum nöfnum þeirra Hafsteinsog sóra Þorvalds. Sumir báru ekki við að lesa, og las sýslu- maður (kjörstjóri) nöfnin fyrir þá, en þeir kinkuðu þá jankandi kollinum. Svo segir „Þjóðv.“ frá. *) Heiðarlegar undantekningar hér frá gerði þó greind- arbóndinn Kristján Jónsson í Höfn, Bæring í Furufirði og 1—2 aðrir. **) Þann flutning hafði Ásgeirsyerzlun, eða fulltrúi hennar, lofað að kosta, og gizkað á, að koma skyldi á móti aukinn landssjóðsstyrkur til „Ásgeirs litla“. ÍSLENZKUR SÖGUBÁLKOR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eigin handr., Landsbókas. 182, 4to]. Mispr. 1 síð. blaði: sigiskyrstunna 4 að vera fergiskyrstunna. (Frh.) Sagt er að ein völva hafi búið í pávadómi á Felli, og jafnvel átt pá jörð; leiði hennar er sagt par sé austur í brekkunum, ]iar sól skín fyrst og fer síðast af. Hún skyldi hafa heitið á fátæka á einum pestartíma að gefa þeim ærlega þennan 30 ál. toil, ef pestin dræpi engan á sínum bæ af ungfólki, hvað og so við borið hafði, og so varð mikill átrúnaður á þessum tolli, að alt so lengi hann væri goldinn, mundi þar ei ungbarn deyja, og enginn vissi eða mundi nú á dögum, að þar hefði nokkur * nnglingur dáið meðan honnm var út svarað. Þar að auki áttu Fells búendur að vera framar öðrum búsældar- menn fyrir útsvar hans, en það vildi miBjafnt til ganga. Þó festist og sami átrúnaður á tollinnm nær ábúandinn komst ei af síður en aðrir, og ei var uggvænt eg fellist ei á sömu kreddu iengi vel fram eftir, þar til eg sá af einni original-jarðabók hjá landþingsskrifara Sigurði sál. Sigurðssyni á Hlíðarenda, að hann átti ei meiri að vera en 30 ál., sem eg lét hreppstjóra vita, en galt hann þó árlega í 10 ár með 6 fð. smjörs oftast, er þá möttust ei meir en 90 fiskar, af því þá vóru ndg efni, og kærði eg mig ei um þó eg gæfi þetta út fyrir utan tíund mína. Veitti þó ei af, að illkvitnir menn væri að knurra og murra um, að af væri dregnir dregnir 30 fiskar, er eg lét sem ei heyrði. Eg fór að hafa spurnir um Fells af- gjald og toll þennan hjá vitugum og minnugum mönnum. Sérdeilis upplýsingu gáfu mér sýslumaður Bjarni Nikn- lásson og Jón SigurðBBon í Holti, sem báðir vóru minn- ugir, höfðu allan sinn aldur verið hér við lagavesen og höfðu því margt af því. Þeir sögðu mér hvað hér að framan skrifað hefi um uppruna þessa Fells tolls. Þeir sýndu mér og gáfu Wilkins máldaga, S8m sýndi að jörðin þá lá undir klaustrið með öllu sinu afgjaldi. Þeir sögðu mér frá, að 1634 hljóp jökulvatn og leir fram úr Kieifarárgljúfri og tók af 12 faðma miklar slæjur fyrir framan Fell og setti yfir ævarandi aur. Reið þá hr. Árni Oddsson hér á jarðir, og setti þá niður landskyld af Felli fyrir greint áfall um 60 al., so þær þaðan í frá brustu upp í gjaldsupphæð á öðrum 12 hndr. jörðum. Þó var kúgildi þar fram yfir aftnr. Þá var búandi á Felli sýslnmaður og klausturhaldari Einar Þorsteinsson, og langa tíð þar eftir; so varð jörðin prestsetursjörð, en alt gjald af henni átti þó að greiðast til klausturhaldara. Jón ísleifsson, sonarsonur Einars, vildi koma aftur npp á Fellið sínu fyrra gjaldi. En þar stóð prestur, sem þá var á Felli, og hreppstjórar, honum á móti, og fram báru nú að viðvarandi tollur væri jarðargjald og yfir hann og hans hús kæmi öll ólukka, ef hann nú gerði hann að jarðargjaldi til kóngs á móti venju forfeðra hans. So þar hann var góðmenni og vildi ei leggja sig á móti náungum sínum, sem þá áttu mest að hlut, lét hann tilleiðast og hrærði ei við því framar. So bygði hver klausturhaldari eftir annan Fellið með 1 hndr. 30 ál. landsk. og 4 kúgildum, en kærðu sig ekkert um tollinn, hvort hann var goldinn eður ei. — 1769 kom Skúli Magnússon fóveti til að regla niður afgjald af kóngsins jðrðum hér í Skaftafellssýslu. Byrjaði hann þá forrétt- ingu á Felli og kallaði þangað saman alla klaustursins landseta og hreppstjóra þar í Mýrdalnum. Þegar hann spurði mig að gjaldi jarðarinnar, sagði eg honum hversu mikið eg svaraði af því til klaustursins, og þarhjá hefði eg útsvarað til fátækra 60 ál. þar í sveit, hver tollur væri að sögn frá pápiskri tíð og haldinn nú jarðargjald. Bað eg hann úrskurð á gefa, hvort eg skyldi hann þar eftir gjalda eða ei. En hann svaraði, að so sem hann fyndi hann í engum jarðabókum, sem hann undir hönd- nm hefði, nema í eiani einasta nefndan, þó ei meir en 30 al., þá fyndi hann engan rétt til þess, að hann skyldi á jörðinni gjaldast; bætti hann 20 ál. við jarðargjaldið og fyrirbauð nokkuð frekara af henni að gjalda. (Frh.) Jón Pétursson og valtýskan. Það stendur óhrakið, hvað sem „Þjóðólfur“ segir, sem „Fjallkonan“ hefir skýrt fra um tillögu Jóns heit. Póturssonar háyfirdomara a

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.