Fjallkonan


Fjallkonan - 06.10.1900, Síða 1

Fjallkonan - 06.10.1900, Síða 1
Kemur úteinu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l'/s doll.) borgist fyrir 1. júlí (eriendis fyrir- fram). UppBbgn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda bafi hannþá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XYII. árg. Reykjavík, 6. október 1900. Xr. 39. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- Btjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forng'ripasafnið er í LandBbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. mf Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á Bunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á priðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Verkleg kensla í meðferð mjólkur á Hvanneyri. í blöðunum „ísafold“ og „Pjóðólfi“ hefir forseti „Búnaðarfélags íslands“ auglýst, að kenslu á meðferð mjólkur o. s. frv. skuli byrja á Hvann- eyri 1. nóvember þ. á. Það er tekið fram í auglýsingunni, að námstíminn sé fyrst um sinn 3 mánuðir, og að keaslan sé ókeypis, e:i fyrir fæði og húsnæði þuifa nemendurnir að borga 25 kr. um mánuðinn. E>að er ætlast til, að kenslunnar njóti einkum stúlkur, er síðar verði færar um að taka að sér umsjón og stjórn á mjólkur eða rjómabúum, er væntanlega verða sett á fót í ýmsurn héruðum landsins á næstu missirum. Þessi kensla í meðferð mjólkur, sem hér hefir verið getið um, verður aðallega verkleg. Nem- endurnir verða látnir æfa sig i öllu, er lýtur að smjörgerð, og ef til vill fá þeir eiunig til- sögn í ostagerð. Ennfremur er ætlast til, að þeir læri mjaltir á kúm, og yfir höfuð alla raeðferð mjólkurinnar frá því hún kemur úr spenanum og þar til henni er breytt í smjör og osta. Eins og þegar er tekið fram, þá er tilgang- urinn með þessu námi fyrst og fremst sá, að undirbúa stúlkur í mjólkurmatseld svo, að þær geti tekið að sér störf og stjórn á mjólkurbú- um hér á landi. Þetta er eincig í ajálfu eér nauðsynlegt og sjálfsagt, og eitt af skiiyrðun- um fyrir, að þau goti átt sér stað og þrifist. Hugmyndin með stofnun mjólkurbúa er eink- um sú, að bæta smjörverkunina þannig, að smjörið frá þeim verðí boðleg vara á mörkuð- um erlendis. Á hverju einstöku heimili getur smjörverkunin yfir höfuð að tala aldrei orðið eins góð og á mjólkur eða rjómabúum, þar sem bústýran er æfð í smjörgerð og hefir lært alt, er að henni lýtur. Til þess að smjörverk- unin fari í lagi, þarf ýms áböld, er kosta töluvert, auk skilvindu og strokka. Mörg heim- ili, að ég ekki segi flest, skorta sumpart getu, sumpart vilja, eða hvorttveggja til þess að afla sér þessara áhalda. Auk þess útheimtir góð og fullkomin smjörgerð betri húsakynni en al- ment eiga sér stað. Og Ioks krefur húu meiri vinnu, ef alt á að vera í lagi, en nú er alment varið til hennar á hverju einstöku heimili. Af þessu leiðir, að smjörverkunin hlýtur alla- jafna að verða ver af hendi leyst á heimilum alment en mjólkurbúum, og auk þess miklu kostnaðarsamari. Fyrir því er það, að mjólkur eda rjómabú eru nauðsynleq allstaðar þar, sem hugsað er um sölu á smjöri til útlanda, því þau eru blátt áfram skilyrði fyrir betri og fuUkomn- ari smjörverkun. Þeir eru nokkrir, er gert hafa tilraun með JKS* Lesið þetta Undirskrifaður úívegar til allra héraða lands- ins, vandaðar skilvindur og öll önnur nútíðar- áhöld er smjörgerð tilheyra, í stórum og sraá- um stíl, með afslætti frá verkstæðisverði. Jafnframt útvegar hann fblki hátt verð í peningum utanlands fyrir ágœtlega vand- að smjör, leiðbeinir reönnum í smjörverkun eft- ir nýjustu reglum, og kennir verklega að með- höudla þau áhöld er hann útvegar. Sérstök kjör tii umboðsmanna er panta mik- ið í einu. — Skrifið eftir verðlista og nánari skýringum, með nægum fyrirvara fyrir næstu vetrarpöntun. Dunkárbakka í Dalasýslu. S. 6. Jónsson. að senda smjör út til sölu, bæði til Englands (Skotlands) og Kaupmannahafnar. Þær tilraunir hafa hepnast misjafnlega, en yfir höfuð er fremur lítið að græða á þessum tilraunum, sökum vantandi kunnáttu í allri meðferð smjörsins og umbúnaði þess. Smjörið hefir verið misjafnlega verksð, og oft miður vel um það búið. ílátin stundum verið óvönduð og illa gerð, perga- mentspappír hefir ekki verið notaður utan um smjörið og þar frameftir götunum. Ennfremur hefir smjörið verið boðið fram í smásiöttum, í ílátum af mismunandi stærð og með ýmsum og ólíkum einkennum. Alt þetta styður að því, að rýra gildi smjörsins erlendis, og er það mjög óheppilegt, og getur auðveldlega haft þær af- leiðingar, að óorð komist á íslenzkt smjör, og að ómögulegt verði að selja það framvegis. Bezt og sjálfsagða3t er það, að ekkert smjör væri sent út úr sýslu, nema það sé tilbúið á mjólkur eða rjómabúi, þar sem bústýran á bú- inu er æfð smjörgerðarkona, og hefir í höndum vottorð um að hún hafi notið kenslu í meðferð mjólkur o. s. frv. Ætti næsta alþingi að semja lög um þetta efni, íil þess að tryggja það, að ekki flytjlst út smjör, sem sr óvandað og iila umbúið. Það sést af þessu, sem tekið hefir verið fram, hve áríðandi það er fyrir alla þá, er hafa í hyggju að selja smjör til útlanda, að smjörið sé vel verkað og aliur frágangur þess vandað- ur. En það er naumast hugsaníegt, að aðrir geti leyst það verk viðunanlega af hendi, en þeir er notið hafa tilsagnar í þeirri grein. Menn ætíu þvi að nota tækifærið og senda stúlkur' að Hvanneyri nú í vetur, tíl að læra þar með- ferð mjólkur, smjörgerð og ostagerð. í mörgum sveitum, bæði á suðurlandi og norður- Iandi hafa menn í huga að stofna mjólkurbú eða rjómabú, og það jafnvel á næsta ári. — Öllum þeim er ætla sér þetta, ræð ég til að afla sér sem beztrar upplýsingar því viðvíkjandi áður en þeir byrja á fyrirtækinu. Menn þurfa að ráðfæra sig og fá upplýsingar um, hvort hyggilegra muni, að búið sé mjólkurbú eða rjómabú, hvaða og hverskonar áhöid þeim henti bezt, o. s. frv. Um þetta og margt annað fleira geta raenn fengið upplýsingar með þvíað skrifa til „Búnaðarfélags Islands“ eða stjórn- enda þess. Eitt af því, er þeir mena verða að hafa hugfast er ætla sér að koma á fót mjólkur eðá rjóma- búum, og senda smjör út til söln, er þaðaðút- vega stúlku að standa fyrir búinu, er vaxin sé því starfi. Nú sem stendur er eigi völ á mörg- um, er færar séu um að taka að sérþess kon- ar störf. Bústýrustörfum á mjólkur eða rjóma- búi geta eigi aðrar gegnt en þær, ernotiðh&fa kenslu í meðferð mjólkur og smjörgerð. Fyrir því er það nauðsynlegt, eins og áður er tekið fram, að stúlkur þær, er ættu aðtaka að sér störf og umsjón á væntanlegum smjör- búum, láti eigi hjá líða að notfæra sér þá kenslu i meðferð mjólkur á Hvanneyri, er getið hefir verið um, og er byrjar þarl.nóv- ember: þ. á. — Urasóknarbréf um skólann ber að senda til forseta „Búnaðarfélags íslands“ herra yfirkennara Halldörs Kr. Friðrikssonar, H. Drb. og Drm. í Reykjavík. Annað tímabil þessa náms hefst 1. febr. 1901, og stendur eins og áður segir í 3 mánuði, o. frv. Stúlkur þær er ætla sér af nota kensluna, þurfa að vera hraustar og vel þrifnar að upp- lagi. Þær þurfa einnig að vera fullþroskaðar, hafa lært skrift og 4 höfuðgreinarnar í heil- um tölnm í reikningi. Að öðru leyti eru eng- in sérstök skilyrði sett fyrir inntöku á skól- ann. Að loknu námi fá nemendurnir vottorð um, að þeir hafi notið kenslunnar og hvernig þeir hafi leyst námið af hendi. Sigurður Sigurðsson. Búnaðarsýningin í Óðinsyéum. I. Eg hygg að „Fjallk." taki fegins hendi lín- um þessum; því hún hefir oft gefið meiri gaum að búcaðarmálum vorum en önnur blöð. Um þau mál þarf margt að ræða, og dugir ekki að segja mönnum sumt eiuu sinni eða tvisvar, enda sé eg nú, að verið or að brýna fyrir mönnum búráð, sem reynt var &ð kenna fyrir 40—50 árura, en iítill gaumur hefir verið gef- inn, svo sem það, að piægja með hestuœ og sá grasfræi. Þó mun svo lengi mega áminna menn, að þeir fari að taka eftir. Enginn þarf að efa það, að margt má af Dönum læra í búnaðarefnum, og veit eg ekki betur en að allar nágrannaþjóðir vorar kann- ist við það, að Danir standi flestum þjóðum framar í ýmsum búnaðargreinum og öllum þjóð- um framar í sumum þeirra, t. d. smjörgerð. Það er ekki fyrr en á síðustu árum, sem öðr- um þjóðum hefir tekist að búa til jafngott smjör, eða því nær, danska smjörinu. Þær hafa lært af Dönum, og eru enn hvergi nærri alment komnar jafnlangt og þeir. Því þarf enginn að furða sig á því, að minni hyggju, þó að al- þingi fengi smjörgerðarmann fremur frá Dan- mörku en Noregi til að kenna íslendingum, þó að ýmislegt kynni að mæla með því, að fá til- sögn Norðmanna, svo sem það, að búnaðar- hættir á ísiandi eru iíkari því sem gerist á einstöku stöðum í Noregi heldur en í Dan- mörku. En það er margt bæði í búnaði og öðrum greinum, sem vér getum engu síður Iært af Dönum en öðrum. Búnaðar framfarir sínar þakka Danir sjálfir mest mentun alþýðunnar. En það er ekki „mentunin með gæsalöppunum“, sem ritstýra Kvennablaðsins gaf svo veltilfallið nafn í fyrirlestri sínum um „Sveitalífið og Reykjavíkurlífið“, heldur er það sú mentun, sem sýnir sig í ávaxtamikilli þekkingu. Bæði Norðmenn og Svíar tala nú hátt um

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.