Fjallkonan


Fjallkonan - 06.10.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 06.10.1900, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 Frá útlöndum. Nýjastu blöðin ná, til 18. f. mán. Ófriðurinn í Kína. Jafnframt því sem rússneska stjórnin hefir gert það að tillögu sinni við stórveldin, að þau fari með lið sitt burt úr Peking, segir sagan, að þeir geri alt sem þeir geti til þess að ná völdum í höfuðstað Kínverja. Rússnesk-kínverski bankinn í Peking hefir dregið undir sig háskólasjóðinn, sem sagður er 5 miljónir taéla (taél um 4 kr.). Bankann á bráðlega að flytja til Shanghai og eru Rússar þar i ráðum. Fregnriti „Times“ í Peking, dr. Morrisson, henr skýrt svo frá, að Kína keisari og drotn- ing mað hirð þeirra hafi flúið úr Peking 14. ágúst, um leið og Japansmenn fóru að skjóta á austurhlið borgarinnar. Hirðin flýði þá út um vesturhliðið. Meðan á umsátinni stóð fekk Kínastjórn bréf frá landstjóra í Schansi; kvaðst hann hafa látið hálshöggva 51 trúboða og heimtaði !aun fyrir. Miklar skemdir hafa orðið á húsum í Peking, og eru þau víða fallin á iöngum svæðum; það er fyrst að kenna boxurum, þar næst keisara- liðinu og síðast lagði stórveidaliðið smiðshögg- ið á. Li-Hung-Chang hefir umboð stjórnarinnar til að semja við stórveldiu og virðist nú hafa æðstu völd í Kína. Stórveldin eru nú að ræða um brottförina úr Peking. Sagt er að Frakkar, Ameríkumenn og Japansmenn fylgi þar Rússum að máli. Nýlega hefir frézt um ný og hroðaleg kristni- boða dráp úr Kína, en þær fréttir eru ekki á- reiðanlegar. Kínverjinn sem drap þýzka sendiherrann hef- ir náðst. Hann þektist af því að hann reyndi til að selja úrið hans japönskum herforingja. Hann kveðst hafa drepið sendiherrann eftir boði stjórnarinnar. Búa-ófriðurinn. Kifiger gamli Búa-forseti er of gamall til að standa í ófriðinum við Breta; hann er nú hálfáttræður. Hann hefir því leít- að burt úr Transvaal til granna sinna Portú- galsmanna í Lorenzo Marques við Delagoa fló- ann. Sagt er að nann hafi ætlað, að leggja af stað 24. f. m. og muni setjaat að á Sikiley. f hans stað er sagt að verði forseti sá maður, er Schalk Burgher heitir. Ófriðurinn heldur áfram eftir sem áður og hafa Búar aldrei gengið beturfram en nú. Hafa þeir nú aftur náð þrem borgum í Óraníu og rekið Breta á brott, og gert þeim fleiri skrá- veifur; meðal annars sprengt mjög viða upp járnbrautirnar í Transvaal. Fellibylurinn í Texas er s*gt að hafl drep- ið 3—10000 manna. Höfuðbærinn Galveston beið mestan hnekki, enda vóru þjófar og ræn- ingjar til aðstoðar og sjúkdómar og hungur þar á ofan. Opið bréf til ritstjóra „Fjallkonunnar“. Gröf, 20. sept. 1900. Heiðraði knnningi, svo oft hafa lesendur Pjallk. séð línnr frá mér í blaði pínu, að þeim bregður ekki kynlega við, þðtt svo verði enn; og framhald getur á því orðið frá minni hlið, enda ætlast eg til að þetta bréf birtist þar (í næsta blaði), þótt það sé til þín stílað; þar á það betur heima en ann- arsstaðar, því þú gefur tilefnið með greininni um „alþing- iskosninguna í Borgarfjarðarsýslu11 í síðasta blaði (17. þ. ra.).1 Dú átelur kjðsendur mína fyrir það, að þeir tðku mig fram yfir lektor Dórhall. Detta er „að sakast um orðinn hlut“; en geturðu ekki sakað þig sem blaðamann um, að hafa slælega leiðbeint þeim í tíma, úr því þér nú virðist þetta vera illa farið? Degar þú í sumar mintist á þing- kosningar í Brgf., gaztu þess eins, að við tveir værum þar í boði (sem ósatt var nm mig, til 7. þ. m.), og að fleiri myndu fylla minn flokk. Detta rættist betur en flestar aðrar kosningaspár þínar, að því er frétt er, og máttu þakka Borgfirðingum*. En úr því þú fórst að ásaka kjósendur mína útafþessu, var hreinlegra af þér að finna að mér með ákveðnari orð- um3. Dú veizt, að óþarfi ær að hlífast við mig. En þú þykist máske gefa nægilega i skyn, hvað mig skorti, með skjallinu um keppinaut minn. Vel ann eg honum allrar sæmdar og lofsorða þinna; en dálítið ákveðnari hefðu þau mátt vera. Viltu ekki skýra fyrir kjósendum í Brgf. í hverju sá „dugnaður“ er falinn, sem „þeir höfðu áður reynt“ af honum sem þingmanni sínum ? Og færa rök fyrir því, að hann „hafi áunnið sér álit og vinsældir á þinginu"? Að taka upp úr ísafold setninguna um „mesta virðingarsæti þingsins11, er ónógt. Kjósendur í Brgf. vita eins og þið ritstjórarnir og aðrir, að það var ekki virð- ingin sem réði skipun forsetasætisins í Nd. á 2 síðustu þingum. Af því, að lektor Dórh. sé „búsýslumaður, og einn af þeim, sem mestu ráða í landsbúnaðarfél.“, dregur þú þá ályktun, að „óhætt mætti reiða sig á, að hann mundi gera það sem í hans valdi stæði til að styrkja landbún- aðinn“. En hversvegna dróstu ekki þessa ályktun af því, sem hann hefir gert fyrir landb. á síðustu þingum? Ja, þú segir máske að það hafi ekki „í hans valdi stað- ið“ að gera neitt, þar sem hann var forseti. En hvern- ig getur þú þá ámælt Borgf. fyrir það, að þeir tóku ekki sérstaklega tillit til þess við þingmannskosninguna, að hann væri „vel lagaður til að stýra þiugfundum"? Lá sérstök skylda á þeim, að sjá Nd. fyrir „þýðum“ forseta?1 Ekkert var ég viðriðinn þingstörf í fyrra, og fékk þó ræktunarsjóðstillaga mín fullan framgang. Prætt get ég þig um það, að bændur í Borgarfirði eru ekkert hrifnir af sumum ráðstöfunum þeirra, „sem mestu ráða í landbúnaðarfélaginn", t. d. þeirri, að svifta þá umferða-búfræðingunum, kosta skemtiferðir fyrir sig og nánustu vildarmenn sína út um heim, eyða eins miklu fé til 2 ráðanauta í Reykjavík, eins og þurfti til 8—12 umgang8búfr., og að senda þessa ráðanauta fyrirvaralaust til bænda, þegar þeir geta engi not af þeim haft (um heyannir).5 Meðal þingmannskosta lektors telur þú, að hann sé „mesti glæsimaður11. Með því viltu gefa í Bkyn, að eg sé eng- inn glæsir, og lýsi því kosningin skorti á fegurðartilfinningu hjá kjósendum. Á lónni máske. En þú ert hér vænti ég ekki með í sökinni? Mundi ekki, ókunnngum að minsta kosti, er lesið hafa lýsing þína á mér i palla- dóminum forðum, geta dottið í hug, að ég mundi undir líkum lífskjörnm og lektor Dórhallur geta komið ekki ó- glæsilega fram? Kjósendur mínir í Borgarfirði hafa verið „samir við sig“, stöðugir og tryggir flestir; að eins farið fjölgandi við hverja kosningu (66, 74, 86), eins og ég hefi ekki öðrum breytingum tekið en þeim, er leiða af fjölgun ára og vaxandi lífsreynslu. Og fyrir 8 árum fanstu ekkert að kosning minni. Enginn er ámælisverður fyrir það, sem honum er ó- sjálfrátt. Eða getur þú sakað mig og kjósendur mína um það, að við erum ekki gæddir þeim eiginleikum að geta, eins og þú og allmargir núverandi Btjórnmála- flokksbræður þínir, skift um skoðanir eins og flíkur?0 Að síðustu leyfi ég mér alvarlega að skora á þig um- svifalauBt og hreinskilnislega að skýra frá, hvað „annað en sómi og velferð kjördæmisins“ þú hyggur að „kjós- endurnir hafi fremur lítið á“, er þeir kusu mig, eða á hverju þú byggir það, að af kosning minni muni fyrir kjörnæmið leiða það, sem þessu er gagnstætt. Dú þekkir mig að því, að ég vil hafa „hreint fyrír mínum dyrum“, og ég „sleppi þér ekki fyr en“ — það er gjört. Vinsamlegast. Bjöm Bjamarson. 1) „Lofaðu svo einn að þú lastir ekki annan“. Svo hlutdræg er Fjallk. ekki, að hún gæti ekki talað sæmi- lega um annað þingmaunsefnið án þess að leggja sig nið- ur við að lasta hitt eða finna að því. Hún gaf því ekki hinum nýkosna þingm. neitt tilefni til að skrifa þetta bréf, þó hún geri það fram yfir skyldu að taka við því af honum. í grein þeirri sem þingrn. talar hér um er ekkert sagt, sem hann gat haft ástæðu til að láta sér mislíka. 2) Eg hefi hvergi sagt að það væri „illa farið“, að kosningin í Bf. för sem hún fór. Satt er að eg lagði ekki til þess máls, enda taldi víst, að forsetinn yrði kos- inn, þótt hitt þingmannsefnið hefði um tíma haft eins mikið fylgi. 3) Einmitt af þeirri ástæðu, að eg vildi sem minst „sak- ast um orðinn hlut“ kom mér ekki til hugar, að fara að finna að hinum nýkosna þingmanni. Hann verður að afsaka það, að mér datt nú ekki í hug að leggja hann á met með lektor Dórhalli. 4) Eg stend við það sem eg hefi sagt um lektor Dór- hall, en tinn enga ástæðu til þess nú, að gera frekari grein fyrir þingmannskostum hanB eða kostum hans sem forseta. — Annars er það i almæli, að Borgfirðingar hafi hafnað honum af því hann var forseti, og munu fá dæmi til sliks. 6) Dessar ráðstafanir Búnaðarfélagsins koma ekki kosningunni við. 6) Aldrei hefi eg talið það kost á mönnum, að vera gæddir þeim eiginleikum, að geta ekki skitt um skoðanir, geta aldrei sannfærst um nokkurn skapaðan hlut, hvern- ig sem röksemdir, þekking og lífsreynBla færa þeim heim sanninn. Dykist þingmaðurinn vera gæddur þessutn eiginleikum? Eg vona ekki. Ritstj. Dimdas-prjónavélar frá Ameríku eru nú til framboðs hér á landi til kaupmanna og annara. Kosta 50 krúnur Þær eru einfaldar, og einkar hent- ugar fyrir alment brúk, og þær einu sem eru í almennu brúki meðal ís- lendinga í Canada. Aðalumlboðsmaður fyrlr ísland er: 8. B. Júnsson Dunh&rbakha í Dalasýslu. Útsölumenn vantar enn marga að þessum vélum. En þær verða bráð- um til sölu eða framboðs hjá þess- um möunum: Kaupm. Hr. Jón Dórðarson Beykjavík. ----— Jóh. Kr. Jónason Seyðisfirði. ----— Jakob Gíslason, Akureyri. ----— Pr. & M. Kristjánsson, Akureyri. ----— Sæm. Halldórsson, Stykkish. ----— Ásm. Sveinsson, ísafirði. búfr. Ól. Ólafsson, Rangárvallasýsln. Skrifið eftir söluskilmálum til um- boðsm. og frekari skýringum til: 8. B. Jónssonar Dunhárbahha í Dalasýslu. I. Paul Liebes Sagradavín og Maltextrakt með kínín og járni hefi eg nú haft tækifæri til að reyna með ágætum árangri. Lyf þessi eru engin leynd- arlyf (arcana), þurfa þau því ekki að brúk- ast í blindni, þar sem samsetning þessara lyfja er ákveðin og vitanleg. Sagradavínið hefir reynst mér ágætlega við ýmsum maga- sjúkdómum og taugaveiklun, og er það hið eina hægðalyf, sem eg þekki, er verkar án allra óþæginda, og er lika eitthvað hið ó- skaðlegasta lyf. Maltextraktin með kínín og járni er hin bezta styrkingarlyf, eins og efniu benda á, hið bezta lyf gegn hvers konar veiklun, sem er, sérstaklega taugaveiklun, þreytu og lúa, afleiðingum af taugaveiki, þróttleysi magans o. s. frv. — Lyf þessi hefi eg ráðlagt mörg- um með bezta árangri og sjálfur hefi eg brúk- að Sagradavínið til heilsubóta, og er mér það ómissandi lyf. Reykjavík 28. nóv. 1899. L. Pálsson. Einkasölu á I. Paul Licbos Sag- radavíui og Maltextrakt með kínín og járni fyrir ísland hefir undir skrifaður. Útsölumenn eru vinsam- lega beðnir að gefa sig fram. Reykjavík í nóvember 1899. Björn Kristjánsson. væss&aæsæsssssasEsæsssss: Heiöruöum neytendum hins ekta ICínalífselixírs fiá Waldemar Petersen í Frið- rikshöfn er hér með gcrt við- vart um að elixirinn fæst hver- vetna á íslandi &n nohhrar toll- hæhhunar, svo að verðið ereins og áður aðeins kr. 1,50 flaskan og er afhent frá aðalforðabúr- inu á Fáskrúðsfirði, ef menu snúa sér til aðalumboðsmanns míns, herra Thor E. Tulinius, Köbenhavn K. Til þess að sneiða hjá föls- unum eru menn vandlega beðnir að athuga að á flöskuseðlinum standi vörumerki mitt: Kínverji með glas í hendi og þar fyrir neðan firmanafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn, Dan- mark, og á tappanum V" í grænu lakki. Öllu, sem ekki er auð- kent á þennan hátt, eru menn beðnir að vísa á bug svo sem óvönduðum eftirstælingum. Í4S3S3SæS3K3ESE3æ3Kæ*35HEH Rúmstæði fæst til kaups nú þeg- ar Fyrirlestur ura Vesturfiirir og notknn frelsisins holdnr Einar Jocliumson trúboði, mánudagskveldið 8 þ. m. kl. 8j/2 e. m. í leikhúsi W. 0. Breiðfjörðs; innqangseyrir 15 au. Menn eru beðnir að fjölmenna. Til kaups eða leigu er föl hált jörðin Eyvindarholt í Vestur-Eyjafjallahreppi (14.47 hdr.) frá næstu f&rdögum 1901. Semja ber við undirritaðan eig- anda jarðarinnar. Eyvindarholti 14. sept. 1900. Sighvatur Árnason. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem viija tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Útgefandi: Vald. Ásmandarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.