Fjallkonan


Fjallkonan - 19.10.1900, Page 1

Fjallkonan - 19.10.1900, Page 1
Kemur úteinu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 6 kr. eða l'/a doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramðt, ógiid nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda bafi bann j)á borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVII. árg. Reykjavík, 19. október 1900. Xr. 41. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbökasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er i Landsbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er i Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögúm kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstn dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Biðjið ætíð um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði viö gæðin, Fæst hjá kaupmönnunum. Þannig stöndum vór. Eftir Örn. I. Það er kominn tími fyrir oss, að fara að tala rólega og stillilega hver við annan. Alþingiskosningar eru nú gengnar um garð, og aldrei hafa þær verið sóttar með jafnmiklu kappi og nú. Flokkarnir standa andvígari hver öðrum en nokkru sinni fyrr, og það er ekki hægt að sjá, hvílíkt tjón getur af því hlotist Stjórnarskipun hvers lands er án efa mjög þýðingarmikil. Margir menn hafa látið líf sitt fyrir frelsi föðurlands síns. Sú þjóð ávinnur sér frelsi, sem vinnur sem einn maður væri; sú þjóð glatar því, þar sem hver höndin er upp á móti annari. Vér verðurn að koma stjórnarskrármálinu í svo gott horf á næsta þingi sem mögulegt er. Það sem ekki fæst þá, verðum vér að ávinna os8 smámsaman þar á eftir. — Geti næsta þing trygt grundvöllinn undir samvinnu milli þings og stjórnarinnar, er slagbrandurinn tekinn úr dyrunum. Látum oss nú lærast að „stryka yfir stóru orðin“, ókvæðisorðin, svívirðingarorðin; Árni og Björn, Pétur og Páll geta allir verið heiðvirð- ustu menn, þó þeir hafi gagnólíkar pólitískar skoðanir. Ég þori óhikandi. að halda því fram, að meiri hluti þjóðar vorrar vilji í alvöru, að land vort hafi sem mest pólitískt frelsi. Mismunurinn er þá aðeins í því fólginn, á hvern hátt eða með hverju móti álitið er, að þjóðin geti orðið þessa frelsis aðnjótandi. Barnið getur ekki á einum degi, eða alt í einu, orðið fullorðinn maður. Sú þjóð nær ekki fullu frelsi á tveimur mannsöldrum, sem búið er að halda í áþján 5—600 ár. Það er ekki tími til nú, að þrátta um, hve mikið frelsi vér viljum fá alls. Nú er aðeins að ræða um það, hvað mikið frelsi er ekki að- eins bráðnauðsynlegt, heldur og von og vissa fyrir að geta fengið nú þegar. Hverir eru stjórnmálaflokkarnir? Alment eru þeir nefndir Valtýingar og „Anti“- Valtýingar. Sumir skreyta sinn eiginn flokk með nöfnunum: „heimastjórnarmenn“ og „föður- landsvinirnir11 o. s. frv., en mótstöðumenn sína með „landráðamenn“, föðurlandssvikara“ og þar fram eftir götunum, en þess konar kjarn- yrði eru fremur marklítil. Þau geta að sönnu vakið úlfúð og ósamlyndi, og tafið tyrir öllu samkomulagi, en þau færa oss aldrei eina hárs- breidd áfram að því takmarki, sem nauðsynlegt er að ná. í raun og veru eru stjórnmálaflokkarnir fleiri en tveir. Vér skulum reyna að gefa þeim þan nöfn, sem þeir eiga með réttu. Flokkarnir eru þá þessir: 1. Aðalvinstrimennirnir. Flokkur þessi vill fá bót á stjórnarástandinu frá því sem nú er, krefjast ekki meira í svipinn en sýnilegt er að fengist getur, en nota hvert tækifæri, sem býðst til að ávinna meira. Flokkur þessi vill byggja á stjórnarskrárbreytinga frumvörpun- um frá 1897 og 1899, án þess að binda sig við það eitt, sem felst í þeim. Fyrsta skilyrðið álítur hann að fá sérstakan ráðgjafa, sem sjálf- ur mæti á alþingi, og þingið geti samið við, því þá hljóti samvinnan milli þingsins og stjórn- arinnar fyrst að byrja í raun og veru. Þar að auki sé áríðandi að komast sem fyrst að einhverri niðurstöðu í stjórnarskrármálinu, en þegar grundvöllurinn sé Iagður í því, verði hægara að sinna atvinnumálunum, en nú sé á- kafinn svo mikill, að þýðingarmikil atvinnumál kunni að fara í glundroða fyrir ósamlyndi, sem ríði á að allir vinni að með spekt og still- ingu. 2. Hœgrimennirnir. Þeir eru eins og ann- arsstaðar, vilja láta alt sitja í sama horfinu og hafa ótrú á öllum breytingum. Þeir snúast jafnan í lið með veikari flokknum, þegar þeir sjá, að sterkari flokkurinn ætlar að koma ein- hverju fram. 3. Eldri vinstrimennirnir (leifar af fiokki Benid. sál. Sveinssonar). Vildu þeir á sínum tíma fá alinnlenda stjórn innanlands með land- stjóra, er hefði nærfelt konuugsvald, og með ráðgjöfum sér við hlið, en engan ráðgjafa fyr- ir íslands mál í ráðaneyti konungs eða í rík- isráðinu. Breytingum þessum vilja þeir koma öllum á í einu. Nú sem stendur munu þeir flestir skipa sér með hægri mönnunum móti aðalvinstrimönnunum. 4. Miðlunarmennirnir frá 1889. Vilja sams- konar landstjórn innanlands og eldri vinatri- mennirnir, en ráðgjafi fyrir íslandsmál sé þar að auki í ríkisráði konungs, er megi endur- kalla þau lög innan 12 mánaða, er landsstjór- inn samþykkir, eðameð öðrum orðum, að stjórn- arskipun landsins sé eins háttað og í nýlend- um Breta. Flokkur þessi hefir lítið látið á sér bera síðustu árin. Sumir úr flokki þessum draga sig nú bersýnilega í hlé. Aðrir taka saman höndum við hægri menn, og loks eru ýmsir, sem fylgja aðalvinstriflokknum í von um, að honum [takist með tímanum að komast að því takmarki, er þeir æskja eftir. Hvaða ilokkurinn er nú sterkastur? Eg held það séu engar ýkjur, þótt sagt sé, að það sé aðalvinstriflokkurinn. Kosningarn- arnar nú munu sýna, að hann einn hefir fengið að minsta kosti jafnmörg atkvæði og andstæðu flokkarnir: hægri menn, eldri vinstri mennirnir og þeir miðlunarmenn, er þeim fylgja. Hver þessara fjögra llokka hlýtur að verða landinu heilladrjúgastur ? Nokkrir hóflega íhaldssamir hægri menn geta verið þarflegir, ef hinir ákafari vinstri menn fá yfirhönd. Afturhaldsmenn eru aftur á móti skaðlegir. Það er gott að ganga í taug, ef yflr gjár og jökulsprungur er að fara, sé hægt að losa af sér taugina jafnskjótt og vegurinn verð- ur greiðfærari. Það er gott að hafa kjölfestu í ofviðrum, en þó ekki þá kjöifestu, sem hringlar fram og aftur, og ekkert skip kemst lengd sína áfram fyrir kjölfestuna eina. Eldri vinstri mennirnir (Benediktungar) hafa nú lifað sitt fegursta. Þeir vóru á sínum tíma brautryðjendurnir, þó þeim heppnaðist ekki að ryðja höfuðbjörgunum úr vegi. Tvent í kröf- um þeirra hlaut að útiloka alt samkomulag: — 1. að konungsvaldið væri að mestu afnumið og fengið í hendur landstjóranum, og 2. að enginn ráðgjafi væri fyrir íslands hönd i ríkisráði Dana. Þetta síðara atriði er vert að athuga nákvæmara. Eldri [vinstri mennirnir vilja fá aliri stjórn- arbótinni komið á með einni stjórnarskrárbreyt- ingu. Þetta lítur glæsilega út í fyrstu, en sé nánara aðgætt, koma agnúarnir í ljós. Stjórn- in verður auðvitað ófúsari á að láta undan í einu í tuttugu atriðum en tveimur, enda þó hún viti fyrirfram, að öll tuttugu atriðin muni koma fram smámsaman. Láti þjóðin sér nægja fá atriði í senn, getur stjórnin ekki barið því við, að þjóðin sé ekki fær um að taka á móti breytingunum, en getur haft það fyrir ástæðu, séu kröfurnar færðar út í yztu æsar. Fáar stjórnarskrárbreytingar ættu og að verða bet- ur og vandaðra úr garði gerðar, en ef um marg- ar væri að ræða. Miðlunarmennirnir standa að því leyti betur að vígi en eldri vinstri mennirnir, að „prógram“ þeirra er bygt á og í líkingu við nýlendustjórn- skipun þeirrar þjóðar, sem hefir hepnast betur

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.