Fjallkonan


Fjallkonan - 19.10.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 19.10.1900, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. en nokkurri annari þjóð, að gera frjálslegt flí jórnarfyrirkomulag í nýlendum sínum. Á hian bóginn getur leikið dálítill vafi á því, hvort slíkt fyrirkomulag væri jafn-tiygt fyrir oss í höndum dönsku stjórnarinnar og nýlend- ura Englendinga er það trygt í höndum brezku stjórnarinnar. Stjórnin verður jafndýr fyrir iaudið eftir þessu „prógrammi" og „prógrammi" eidri vinstri manna. Bera sumir kvíðboga fyr- ir því, að slíkt sé jafnfámennu og félitlu landi ura megn, þar sem embættaskipun vor sé áður dýrari en í flestum öðrum löndum, sökum strjál- býlisins, því embættismanna talan hér sé miklu hærri en annarsstaðar í hlutfalli við Iandsmenn, og álíta, að betur þurfi að hlynna að atvinnu- vegum vorum áður en í það sé ráðist, að setja landstjóraembætti og ráðgjafaembætti á stofn hér á landi. Þetta er þó ekkert höfuðatriði, og eg efa að þjóðin mundi hika við að taka móti þessari stjórnarbót vegna kostnaðarauka, ef þ ð lægi fyrir, að hún væri nú þegar fáanleg. Eu þetta mál liggur ekki fyrir nú sem stend- ur. Þá er að athuga aðalvinstrimennina. Það er enginn efi á því, að þeir eru orðnir lang- fjölmennastir, enda er sá munurinn á hjá þeim og hinum flokkunum, að þeim bætist stöðugt lið, sem gengur undan merkjum hinna, og er siíkt alment talið merki þess, að slíkur her eigi sigurinn vísan fyrr eðansíðar. Þetta er eiai flokkurinn, sem nú berst áfram með á- kveðnu „prógrammi" en hinir hafa lagt alt ann- að „prógramm“ áhylluna en það eina, að ver- jast framgangi þeirra. Þetta er annars vottur- inn um, að aðalvinstriflokkurinn muni hljóta að bera sigurinn úr býtum. Aðalvinstriflokkurinn vill fá stjórnarbótinni framgengt smámsaman og þokast áfram fet fyrir fet. Þetta er vottur þess, að slík bygging mundi traustari, en væri henni hróflað upp í skyndi. Hann Ieitar að samkomulagi við stjórnina, og er þegar búinn að fá loforð um svo mikla í- vilnun, að hún getur orðið undirstaða annars meira. Hann vill styðja sem bezt að góðu samkomu- lagi milli íalendinga og Dana, og fá sem flesta betri menn frændþjóðarinnar í lið með sér; láta þeirn lærast að vér séum siðuð þjóð, þó fá- tæk sé, og að það sé til sameiginlegra heilla f'yrir báða málsaðila, að hinn sterkari styðji fremur hinn veikari, heldur en að hann troði hann undir fótum sér. Hann álítur á hinn bóginn, að það sé auð- sætt, að vér þurfum að halda sambandinu við Dani, því þeir séu einmitt sú þjóðin, sem muni verða oss heilladrjúgust, þegar fram í sækir. Þeim muni lærast, að það sé styrkur ríkisins, að þjóðerni vort haldist og Iandsréttindi vor aukist, og úlfbúð og ósamlyndi milli þessara tveggja þjóða sé jafn-skaðlegt og ósamlyndi milli samverkamanna. Danir játa það rétt og satt, að forfeður þeirra hafl fremur felt oss en stutt, en vona, að vér séum ekki svo tortrygn- ir, að vér getum ekki trúað þeim, niðjunum, til að vilja hjálpa til, að græða þau sár, og leysa þau bönd, sem forfeður þeirra særðu oss og lögðu á oss, og að vér séum ekki svo langræk- nir, að vér viljum láta þá gjalda synda feðra þeirra, sérstaklega þegar vér höfum einnig sjáífir hag af að gleyma þeim. Þetta játa vinstri menn vorir rétt, og vilja styðja að því, að styrkja það vináttuband, sem virðist að vera að tengjast milli vor og Dana. Þeir vilja rétta hönd ipóti hönd, en standa þó jafnfast á íótunum eftir sem áður. Þetta eru hyggindi, sem hljóta að koma oss yjálfum í hag. Þetta er alt annað en gefa upp réttindi vor í hendur Daua, enda óhætt að full- yrða, að engum íslendingi muni detta slíkt í hug. Bókmentir. Gruðmundur Gruðmundsson: LJÓÐMÆLI með mynd höfundsrins, 192 bls. 8vo., prent- uð í Aldarprentsmiðju 1900. (Frh.). Sigrún í Hvammi er og langt sögu- kvæði, 32 bls. Sigrún sat yfir fé í æsku, var léttstíg og lífsglöð og undi sér vel við blómin í blíðviðrinu, og engu síður við hvassviðrisgný- inn í klettagjánum. Þegar hún staðfestist var hún talin beztur kvenkostur þar um slóðir. Um þær mundir vaknar hjá henni óþekt löngun, og þá dreymir hana fríðan yngissvein og fellirhún hug til hans í svefninum. Hún er orðin fulltíða kvenmaður, og þráir nú að komast í kynni við ástina öðruvísi en í draumi. En brátt tekur henni að leiðast þessi þrá, er ekki rætist. Hrind- ir hún af sér þesum draumórum, er hún kall- ar, og tekur við bústjórn heima eftir móður sína. Gerðist hún búkona góð og skörungur mikill. Sigrún hafði áður neitað mörgum biðl- um, af því að hún gat ekki orðið þeim unnandi. En um þessar mundir biður hennar efnaður ekkjumaður. Hugsar hún nú sinn hag og þyk- ir sem vegur sinn muni verða meiri, ef hún verður rík húsfreyja. Tekur hún því mannin- inum, þótt hún unni honum ekki. Hann ann henni mikið. Fær hún af þessu snert af sam- yizkubiti, en huggar sig með því að ekki þurfi ást til þess að vera kona, elda graut og eiga börn. Samfarir þeirra hjóna verða eigi góðar. Leggur hún fæð á mann sinn, og fer hér sem oft verður, að sá leggur fæð á annan, er hefir gert honum rangt til að ósekju. Líða nú fram stundir, og þau hjónin eignast son. En ekki bætir það skapsmuni Sigrúnar, því augu sveinsins minna hana of mjög á föð- ur hans. En nú hefnir það sin, er hún giftist án ástar, því að nú fær hún ást á ungum manni, en nú verður það ást í meinum. Þetta er yngri bróðir manns hennar, og fellir hann engu síður hug til hennar. En er þau njóta hins fyrsta ávaxtar af ást sinni, þá gætir hún svo illa sveinsins, sonar síns, að hann fær byltu, er leið- ir hann síðar til bana. Elskhugi hennar fyrir- fer sér sjálfur af hugstríði og samvizkubiti, og bóndi hennar deyr skömmu síðar. Nú hefir hún sjálf reynt hvað ást er og sér nú, hve sárt hún hefir leikið mann sinn saklausan. Veldur þetta henni miklu hugarstríði, og hefir hún nú ekkert sér til huggunar nema son sinn ungan, sem ekki hefir augun úr manninum hennar. Lifir hún nú í allsnægtum en við litla gleði, þar til er hún deyr södd Iífdaga á ungum aldri- Hér hefir höf. valið sér gott yrkisefni og hverjum manni auðskilið. Það er margur mað- urinn, sem selur hugsjónir æsku sinnar fyrir matarvon eða metorð. En ekkert er þó frem- ur verzlunarvara en ást. Ekkert af því, sem bezt er í sál mannsins, er fremur metið eftir „efnum og ástæðum“ en hún. Eg hefi þekt marga foreldra, sem hafa sagt börnum sínurn að hún væri fallegt gull handa börnum og ung- liugum en ekki annað, og eg veit að til eru margar Sigrúnar í Hvammi. Sá sem hefir lært að bæta efnahag sinn eða stöðu með því að bera út allan þann aragrúa af yndislegum og hreinum og huglyftandi vonum, sem fyrsta ást- in vekur hjá hverjum hughreinum manni, hann lærir fljótt að meta allar sínar hugsjónir til peningaverðs — og selja þær. En þar af sprettur kuldi og dofi í sálarlífi einstaklinga og þjóðar, og ef enginn þorir að svelta fyrir hug- sjónir sínar, þá á þjóðin enga framtíð. Þetta mein hefir höfundurinn skorið í, og gert það vel. Höf. segir aðalþráðinn í sögunni sjálfur, en sál- arlífi Sigrúnar er lýst í vísum hennar. Marg- ar af þeim eru gullfallegar og sýna ljóslega, hve greipilega hefnd hún fær fyrir brot sitt. Harma- tölur hennar eru svo sárar, að lesandinn aumk- ast yfir hana og skilur gremjulaust við hana og vill lofa henni að sofa í friði. En fáa mun fýsa að feta í fótspor hennar. Efnismeðferð höfundarins er góð og kvæðið í heild sinni mjög vel ort. En ekki er því að leyna, að á bls. 90o er vísa, sem hvergi ætti að vera í kvæðiuu og mér fellur fjarska illa. í þrem síðustu köflunum eru ýms smákvæði, ættjarðarkvæði, ástaljóð og ýms önnur kvæði, er flest lýsa skarpieik skáldsins sjálfs. Kvæði þessi eru létt oglipurt kveðin, og flest falleg. Sum eru ágæt, og vil ég benda mönnum á kvæði á bls. 148 sem kallast: „Taktn sorg mína svala haf“, og eigi síður á ýmsar af þeim fer- skeytlum,|sem eru í bókinni t. a. m. þessa á bls. 188: Oft mig dreymir dagana, dali, gil og bala, þar sem heima’ um hagana hljóp ég til að smala. Á bls. 175—77 eru og fallegar vísur með sama bragarhætti. — Sú list er ávalt bezt, sem látlausast er búin. Þessi höfundur hefir gnægð af dýrum og glæsilegum bragarháttum, og vel- ur oft hugsunum sínum glæsilegan búning og nóg af málskrúði, án þess að koma með smekk- leysur. En bezt eru þó þau kvæðin, sem ber- astminst á. Ætti þetta að vera höfundinum bend- ing um, að hafa framvegis gott taumhald á orð- gnægð sinni og rímlipurð, því þær hugsanir og kendir eiga styzta Ieið að hjarta lesandans, sem ekki þarf að taka innan úr miklum um- búðum. í kveðandi hefi ég engar verulegar villur fundið, en þó að málið sé yfir höfuð mjög gott hjá Guðmundi, þá eru þó lýti á fáeinum stöðum, og eins eru á stöku stað óviðfeldin orðatæki. Á bls. 36 segir, að þau Auðun og hafmærin hafi „mænt á gæfunnar gullna skerið“. En það skil ég ekki, hví höf. kallar það sker gullið. Málvilla er þetta á bls. 41: „Hin ógnþungu sog, er að eyrum mér bera yfir rjúkandi vog“. Sögnin á að vera persónulaus (eins og í: mig ber á sker) og tilvísunar fornafnið er stendur hér í þolfalli, ef rétt er ritað. Það er mikil ástæða til að benda á þessa málvillu, af því að hún er orðin mjög almenn nú síðustu árin. Enn er á bls. 94: „og sœlu hún olli og lcvalau. Engin mynd af þessari sögn hefir andlagið í eign- arfalli nema hluttaksorðið. Höf. átti að segja: „sælu hún olli og kvölum“. Ég hefi ekki farið í svo nákvæma villuleit, að ekki megi finna fleira, og munu þær þó trauðla vera mjög margar. Hitt er ég viss um, að þetta er góð og eiguleg bók, og að vænta má mikils af þessu unga skáldi, ef vanheilsa og örbirgð skapa honum ekki alt of stuttan aldur, eins og þær hafa gert mörgum nýtum íslendingi. Ættu nú landar að kaupa bókina og sjá með eigin augum, hversu þeim getst að bók og höfundi. íslendingar hafa lengi verið brauðlaus bóka þjóð, en þótt bóksalar kvarti nú sáran, get ég ekki trúað því, að hún ætli nú að gerast bóklaus matarþjóð, því sá endir mundi þar á verða, að hún hefði hvorki bækur né brauð. Bjarni Jónsson, fiá Vogi. Misprentað er í fyrra kafla þessa ritdóms í 40 tbl. 4. dálki 3. 1. „köfundurinn" fyrir „hafmærin" ogísama dálki 31. 1. „fallegan þátt“ fyrir „fullan þátt“. GUÐSPJALLAMÁL. Prédikanir á sunnu- dögum og hátíðum kirkjuársins. Eftir Jón Bjarnason. Reykjavík. Kostnaðar- maður: Sigurður Kristjánsson. 1900. Prent- að í ísafoldarprentsmiðju. Mörgum hefir þótt, og mun þykja, að nóg sé nú til af postillum, prédikunum og öðrum guðs- orðabókum, enda er ekki sýnilegt, að allur þessi sægur af slíkum ritum hafi haft eða hafi mikil áhrif á trúarlífið hér á landi, en þótt ýmislegt sé gott og gagnlegt í þeim, ef þau annars væri notuð til hlitar og menn gæfi þeim gaum að nokkru ráði. Vér getum hér ekki farið ná- kvæmlega út í það, hvernig meta skuli þessar bækur, eða hversu mikið gildi þær hafi, en það má segja um þær allar í stuttu máli, að hing-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.