Fjallkonan


Fjallkonan - 19.10.1900, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 19.10.1900, Blaðsíða 4
4 FJALLKONAN. * Af hina smáa hestakyni voru norskir hestar fyrrum kunnir, en þeir eru nú orðnir fágætir og kosta frá 5—600 krónur. Fyrir alla sem þurfa að fá sér hesta til minni háttar vinnu, sem eru ódýrir og fóður- íéttir, eru hinir íslenzku hestar langbeztir“. Tveir botnverpingar höfðu nýlega rekist á suður í Garðsjó; er annar þeirra „St. Paul“, tals- vert skemdur. Fjárílutningaskip tvö frá þeim Zöllner & Vídalín áttu að vera komin hingað fyrir nokk- ru en eru enn ókomin. Bíða þeirra hér 3— 4000 fjár frá Árnesingum og Rangvellingumog írá Brydes verzlun og Ólafi kaupm. á Stokks- eyri. I)áin úr lungnatæringu frú Margrét Sigurð- ardóttir kona Ólafs verzlunarstjóra Ófeigssonar í Keflavík. Jarðarförin fer fram í dag hér í bænum. Ofsaveður í nótt og í dag á landsunnan. Er þegar farið að gera skemdir hér í bænum. Auðkýflngnr, sem aldrei svaf. Nýdauður er í Ameríku maður, sem lét eftir sig 48 milj. króna. Hann hét Edward Bain, en allir þektu hann af nafninu „maðurinu sem aldrei sefur“. Haun var talinn mjög efnilegur maður á yngri árum sínum. Fyrir 30 árum fékk hann atvinnu á verzlunarskrifatofu, og var þá yngst- ur þeirra, sem á skrifstofunni vóru. Hann vann fyrir sig á hverju kvöldi, þegar vinnutím- anum var lokið, og svo lagði hann hart á sig, að hann vann í 20 tíma á hverjum sólarhringi, en svaf í fötunum í 4 klukkutíma. Eftir 16 ár hafði hann dregið saman svo mikið fé sem honum líkaði, og jók hann það um helming næsta ár. Hann staðfesti þá ráð sitt, og gat nú lifað áhyggjuiausu lífi, en þetta 16 ára strit hafði farið svo með taugakerfi hans, að hann gat ekki notið ánægjunnar af öllum sínum auð þegar til átti að taka. Hann gat ekki um annað hugsað en tölur og reikninga, og honum kom nær því aldrei dúr á auga. Læknarnir réðu miljónungnum til að leggja á sig erfiða vinnu, og lét þá fyrir berast á járnbrautarstöð einni í Wisconsin, og vann hann þar baki brotnu frá morgni til kvelds, en hann gat samt ekki notið svefnsins eftir erfiði dagsins. Þá var honum ráðið, að þreyta heilann á löngum járnbrautaferðum. Hann lét smíða sér skrautlega vagnlest; það voru þrír skraut- vagnar og dró þá hinn hraðskreiðasti járn- brautarvagn. Með þessari járnbrautarlest þaut hann stöð- ugt dag og nótt um þvera og endilanga Ame- ríku, frá New York til San-Fransisco, og frá Chicago til New Orleans, þjáður og leitandi eftir þeim svefni og hvíld, sem hann hafði mist þegar hann var að vinna sér miljónirnar, mil- jónirnar, sem nú vóru honum einskis virði. Kona hans og barn var fyrst með honum á þessum íerðum, en lengur en viku gátu þau ekki þol8ð það líf, og settust því að á búgarði hans í Florida. Hann sá þau sjaldan eftir það. Hann hélt þessari hvíldarlausu ferð áfram í 14 ár, og um síðir hafði honum batnað svo, að hann gat sofið 3--4 klukkutíma í viku. Hann stóð fyrir iðn sinni með dæmalausum dugnaði, og stýrði því öllu með telegrafskeytum, og auður hans fór stöðugt vaxandi, þó hann ætti sjálfur ekkert heimili og héldi aldrei kyrru fyrir. Hann gat veitt sér flestar óskir, en hann gat þó ekki keypt sér eins klukkutíma svefn á hverri nóttu. í f. m. fundu þjónar hans hann dauðan í sæti sínu, er lestin var á hörðustu ferð (120 kílóm. á klukkut.). Svefninn hafði um síðir aumkast yfir hann — svefn dauðans. Anarkistar (stjórnleysingjar) vaða nú mjög uppi; ætlaði einn að drepa Frakka-forseta, en náðist, og mælt er að þeir hafi nú ráðið að drepa páfann. Forseti sænska ráðaneytisins Boström er farinn frá völdum; aðmirall Otter kominn í hans stað. Tolstoy, rússneskaskáldið, lá hættulega veik- ur er síðast fréttist, jafnvel talinn af. R.oyls_jttVili. Landsskjalasafnið. Það er nú opið til afnota fyrir almenning, þrisyar í yiku hverri, þriðjudag, fimtudag og laugardag kl. 12—1. Bins og kunnugt er stofnaði BÍðasta al- .þingi landBskjalavarðarembættið og á að geyma þar öll embætta Bkjalasöfn, 30 ára eða eldri, ofan frá ekjalasafni landshöfðingja og niður að skjalasöfnum hreppstjðra og bðlusetjara. _____________ Prestaskðlinn 1900—1901. Þar eru nú alls 7 nemendur: í elztu deild enginn (Þorsteinn Björnsson frá Bæ, kom ekki — augnveikur. í miðdeild Jón Brandsson, prests Tómas- sonar. í fyrstu deild þessir 6: 1. Ásgeir Ásgeirsson frá Arngerðareyri í ísafjarðars. 2. Jðn N. Johannessen úr B.eykjavík. 3. Lárus Halldórsson úr Hnappadalss. 4. Rögnvaldur Á. Ólafeson úr Dýrafirði. 5. Sigurður Kristjánsson úr Bvík. 6. Stefán Björnssou frá Búðum við Páskrúðsf. Skipakoma. 6. okt. Thrift (51), Thor- kildsen, kom frá Hiddlesbrough með vörur (timbr) til Stokkseyrar. — 6. Ferona (131), T. Petterson, með timbur frá Handal til Björns Guðmundssonar. — 7. Johanne (66), J. Jensen, kom frá Bleetwood með vörnr til Brydesverzlunar. — S. d. Laura; póst- skipið. — 10. Conqueror (75), botnvörpu- skip, Grimsby. — S. d. Cimbria (117), Jör- gensen, kom frá Hull. — S. d. ísafold (193), Jensen, kom frá Pleetwood. — 15. Dronn- ing Sophie (248), E. Thorgeirsen, kom frá Barron með salt og steinolíu til Ásg. Sig- urðssonar. — 17. Cimbria. — ;S. d. Vend- syssel (443), Kjær (aukaskip frá gufuskipa- fél.). — 18. St. Paul (70), botnvörpuskip frá Grimsby, kom inn sökum sjóskemda. Dánir. 16. sept. Kristinn Árnason, Hið- býli (13). 24. Guðmundur Sigurjón Guð- mundsson, Vesturg. 35, barn (á 1.) 5. okt. Guðný Sigríður Guðmundsd., Vesturg. 35., barn (á 1.). 9. Elín Helgadóttir, Suðurg., barn (á 1.). 11. Guðbjörg Þorvaldsd., gift, Bræðraborgarstíg (47). 11. Berta Harkúsd., Laugav., 47 (1.). 6. Natanel Sigurðsson Bergstaðastr. 11 (29). 7. Sigurður Pétursson kvæntur, ingeniör, Bókhlöðustíg (30). 10. Sigurður Hafliðason, lauBam. frá Nýjabæ í Grindavík (72). 11. Ágúst Guðmundsson, i Sauðagerði, barn (á 1.). 14. Eirikur Ólafs- son (frá Brúnum) (69). I. Paul Liebes Sagradavin og Maltextrakt með kínín og járni hefi eg nú haft tækifæri til að reyna með ágætum árangri. Lyf þessi eru engin leynd- arlyf (arcana), þurfa þau því ekki að brúk- ast í blindni, þar sem samsetning þessara lyfja er ákveðin og vitanleg. Sagradavínið hefir reynst mér ágætlega við ýmBum maga- sjúkdómum og taugaveiklun, og er það hið eina hægðalyf, sem eg þekki, er verkar án allra óþæginda, og er lika eitthvað hið ó- skaðlegasta lyf. Haltextraktin með kínín og járni er hin bezta styrkingarlyf, eins og efnin benda á, hið bezta lyf gegn hvers konar veiklun, sem er, sérstaklega taugaveiklun, þreytu og lúa, afleiðingum af taugaveiki, þróttleysi magans o. s. frv. — Lyf þessi hefi eg ráðlagt mörg- um með bezta árangri og sjálfur hefi eg brúk- að Sagradavínið til heilsubóta, og er mér það ómissandi lyf. Beykjavík 28. nóv. 1899. L. Pálsson. Einkasölu á I. Paul Liebes Sag- radavíni og Maltextrakt mcð kínín og járni fyrir ísland hefir undir skrifaður. Útsölumenn eru vinsam- lega beðnir að gefa sig fram. Reykjavík í nóvember 1899. Bjðrn Kristjánsson. Til auglýsenda. Þeir sem aug- Iýsa í „Fjallk.“ verða að tiltaka það um leið og þeir auglýsa, hve of auglýsingin á að standa í blaðinu. Greri þeir það ekki, verður hún iátin standa á þeirra kostnað þar til þeir segja til. BABMEBHL hvergi betri né ódýrari en í verzluninni „Edinborg“ á Stokkseyri, Akranesi og í iieykjaYÍk. QHXxaí<X>SKX>-!®KX>ig>i3>OOS®l-00<^hOO<e saman hefi ég| og melt-{ Yottorð Mörgum árum ^þjáðst af taugaveiklun ingarvaudkvæðum og hefi ég reynt ýms ráð við því sem ekki hafajt] iugað. En síðan ég fyrir ári fói g að reyna hinn veraldfræga Kína-W lífs-elixír, sem hr. Waldemar Pet- Iersen í Frederikshavn býr til, get ég borið það með ánægju, að Kína- lífs-elixír er hið bezta og örugg-K asta lyf við alls konar taugaveikl- un og veikri meltingu, og mun égg héðan af taka þennau ágæta bitteig fram yfir alla bittera aðra. Beykjnm. Bósa Stefánsdóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá£! Hflestum kaupmönnum á íslandi. « Til þess að vera viss um, að |fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru |kaupendur beðnir að líta vel eftii |því, að vfp' standi á flöskunum í ggrænu lakki, og eins eftir hinu Mskrásetta vörumerki á flöskumið-^ Hinum: Kínverji með glas í hendi|j |jog firmanafnið Waídemar Pet-H "ersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn. 0*00® i ©XX> ® KX> ® OO ® OOO Yerzlun er flutt í Hafnarstræti 6 (fyrrv. verzlunarbúð Joh. heitins Hansens). Árbækur Espólíns 1—3. deiid og 10. deild kaupi ég. Yaldimar Ismundsson. Kaupið þypilskilvindurnar sem alment eru taldar þær allra beztu og ódýrustu; fást hjá allflest- um kaupmönnum á íslandi, sbr. aug- lýsingar þar að lútandi í „ísafold“ í júlí og ágúst þ. á. Ensku og dönsku kennir undirritaður að lesa, tala og skrifa, fyrir mjög væga borgun. O. 0. Bjarnason, Ingólfsstræti 5. MARGARINE den eraltid M í? Fínt Mk danskt margarin í staðinn fyrir smjör. Merki: Bedste í litlum öskjum sem kosta ekkert, 10—20 pd. í hverri, og eru hentugar til heimilisþarfa. Betra og ódýrara en ann- aö margarín. Fæst áöur langt líöur í öllum verzlunum. Útgefandi: Yald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan. H. Steensens Margarinefabrik, Vejle.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.