Fjallkonan


Fjallkonan - 03.11.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 03.11.1900, Blaðsíða 1
Kemur úteiim sinni a t í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða lVa doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendie fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktö- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstræti 18. BÆNDABLAÐ VERZLUNARBLAD XYIl. árg. Reykjavík, 3. nóvember 1900. tfr. 43. Landsbankinn eropinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er i Landsbankahúsnu, opið á mið- vikudógum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstn dögum kl. 11—1. Ókegpis tannlœkning i Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Þannig stöndum vér. Bftir Örn. III. Sérstakur ráðgjafl. Mótstöðumenn aðalvinstrimanna færa það enn fremur móti stjórnarskrárbreytingarfrumvarpinu 1899, að ekki þurfi að taka það fram, að vér fáum sérstakan ráðgjafa fyrir ísland, því það sé heimilt eftir hinni núverandi stjórnarskrá. Hér hafa þeir rétt að mæla, og það er sjálf- sagt að játa það. En hvernig mundi verða með framkvæmdina í því eftir hinni núverandi stjórnarskrá ? Stjórnarskrá vor segir, að skipaður skuli ráð- gjafi fyrir ísland, engetur þe3s ekki, hvort hann eigi að vera sérstakur eða megijafnframt hafa önimr ráðgjafaembætti á hendi. Það væri því í samræmi við stjórnarskrána, að skipa sérstak- an ráðgjafa, en það er líka í samræroi viðhana að láta íslands ráðgjafann hafa önnur ráðgjafa- embætti á hendi, enda hefir það jafnan verið bvo í þau 26 ár, er vér höfum haft stjórnar- skrána, að dómsmálaráðgjafi Danmerkur hefir í aukagetu verið ráðgjafi fyrir ísland. Samkvæmt grundvall&rlögum Dana er það konungurinn, setu ræður tölu ráðgjafanna í hvert sinn og skiftirverkummilliþeirra. Nú sem stendur er það því eingöngu komið undir vilja hans hátignar, hvort vér höfum sérstakan ráð- gjafa eða ekki. Gerum nú ráð fyrir, að kon- ungur gerði að vilja íslendinga og léti oss hafa sérstakan ráðgjafa. Þá er þó engia trygging fengin fyrir því, að svo verði upp frá því. Hinn 8ami konungur getur tekið þetta aftur, hvenær sem honum sýnist, og því fremur eftir- menn hans. Fyrir þetta á að girða með ákvæðinu, að skipaður verði sérstakur ráðgjafi fyrir ísland, því úr því væri það deginum ljósara stjórnar- skrárbrot, ef hann hefði annað ráðgjafaembætti á hendi. Það er þó bráðnauðsynleg trygging, að setja ákvæðið nm sérstakan ráðgjafa inn í stjórnar- skrána, því núverandi stjórnarskrá veitir enga tryggingu í því efni, þrátt fyrir það, þó leyfi- legt sé, að hafa sérstakan ráðgjafa ettir henni. Framkvæmd á henni í því efni verður jafnan komin undir vilja konungs í hvert skiíti, og allir þeir, er óska eftir sérstökum ráðgjafa, munu naumast telja það heppilegt. Má ráðgjafinn mæta á þingi eftir stjórnar- skránni 1 Mótstöðumenn stjórnarskrárbreytingarinnar \ fullyrða enn fremur, að ráðgjaflnn megi hiklaust \ mæta á þingi samkvæmt stjórnarskránni og \ Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefaö hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. Þá má og ganga að því vísu, að þeir menn eru allmargir hér á landi, er mundu telja það stjórnarskrárbrot, ef ráðgjafinn mætti á þingi samkvæmt 34. gr. stjórnarskrárinnar. Það er því auðsætt, að ráðgjafinn muni aldrei mæta á þingi meðan þ^ssu ákvæði er ekki breytt þann- ig, að honum sé leyfð þingseta með berum orð- um, enda ætti oss að vera Ijúfara, að sett séu skýr og ótvíræð ákvæði í stjórnarskrána, þar sem nokkur vafi getur leikið á, en ákvæði stjórnarskrárinnar séu höfð svo óglögg, að þrefa megi um þau fram og aftur. En til þess að ráðgjafinn geti mætt á þingi útheimtist og, að hann sé sérstakur eða hafi ekki önnur ráðgjafaembætti á hendi, og að hann skilji og tili vel íslenzka tungu. Meðan ráðgjafinn fyrirísland er jafnframtdóms- málaráðgjafi Dana, eða réttara sagt, meðan dómsmálaráðgjafinn hefiríslands mál í hjáverk- um, er auðsætt að hann hefir ekki tíma til, að fara hingað 3 mánaða tíma, þó ekki sé nema annaðhvort ár til að mæta hér á alþingi. „Það er engin trygging fyrir því, að ráðgjaf- inn kunni íslenzka tungu betur en danskir menn, sem fá embætti hér á landi", segja mót- stöðumennirnir, „og því síður fyrir því, að hann verði íslendingur". Satt er það, að ekki eru konungi settar skorð- nr fyrir því, að taka þann mann fyrir íslands- ráðgjafa, sem er ófullkominn í íslenzkri tungu, en á hinn bóginn má ganga að því vísu, að úr því það ákvæði væri í stjórnarskránni, að ráð- gjafinn yrði að skilja og tala mál vort, mundi konungur leita fyrst þeirra manna, er væru fullnuma í tungu vorri, og þá eðlilega fyrst ís- lendinga, og auk þess má ganga að því vísn, að enginn maður með heilbrigðri skynsemi mundl treysta sér til að mæta hér á þingi, nema hann kynni mál vort vel. Að öðrum kosti mundi hann misskilja ræður þingmanna og ræður hans sjálfs yrðu kryddaðar svo mörgum málvillum, að hann hlyti að verða til athlægis frammi fyr- ir þingmönnum og áheyrendum. Mannlegu eðli er svo farið, að fáir mundu þeir verða, er vildu vera ráðgjafar, ef þeir vissu það, að kunnátta sin í tungu þeirri, sem töluð er á þinginu, væri svo lítil, að þeir ættu á hættu að verða sér til háðungar fyrir misskilning og bögumæli, í hvert sinn er þeir stæði upp til að láta til sín heyra. Þá segja mótstöðumennirnir, að danskir menn mundu taka próf í íslenzku til þess að verða ráðgjafar fyrir ísland. sumir þeirra ern í nokkrum vafa um þetta atriði, er fylgja stjórnarskrárbreytingunni fram. 34. gr. stjórnarskrárinnar hljóðar þannig: „Landshöfðingjanum skal heimilt vegna em- bættisstöðu sinnar að sitja á alþingi, og á hann rétt til, að taka þátt í umræðunum eins oft og hann vill, en gæta verður hann þingskapa. Stjórnin getur einnig veitt öðrum menni um- boð til að vera á þingi við hlið landshöfðingja, og að láta í té skýrslur þær, er virðast nauð- synlegar. í forföllum landshöfðingja má veita öðrum umboð til þess að semja við þingið" . . . Eftir þessu á eg ómögulegt með að sjá, að ráðgjafinn geti mætt á þinginu. Fyrst og fremst er svo ákveðið í 2. gr. stjórnarskrárinnar, að æðsta vald á íslandi inn- anlands skuli á ábyrgð ráðgjafans fengið í hendur landshöfðingja, og þar í hlýtur einnig að vera fólgið, að semja við þingið. í 2. málsgrein 34. gr. er reyndar ákveðið, að gefa megi öðrum manni umboð til að mæta við hlið landshöfðingja, og í 3. málsgreininni er leyft, að í forföllum landshöfðingja megi gefa öðrum manni umboð til að semja við þingið. Þetta bendir á, að ætlast er til, að það sé einmitt landshöfðinginn, sem semji við þingið, sé hann ekki forfallaður, en ekki sá maður, sem settur sé við hlið hans. Væri ráðgjafanum því heimilt að mæta á þingi, væri honum ekki heimilt að semja við þingið nema því að eins, að hann mætti í for- föllum landshöfðingja. En getur það verið ráðgjafinn, sem stjórnin megi gefa umboð til að mæta á þÍDgi annað- hvort við hlið landshöfðingja eða í forföllum hans? Stjórnin hlýtur að þýða konungurinn og ráð- gjafinn. Umboð til þess að mæta á alþingi hlýtur að vera -gefið út af konungi og ráðgjafa í sameiningu. Hér getur því ekki verið átt við að gefa ráðgjafanum umboð til að mæta á alþingi. Væri ætlast til þess, hlyti það að vera tekið fram berum orðum í stjórnarskránni, og ráðgjafinn settur á undan landshöfðingja á sama hátt og gert er í frumvörpunum frá 1897 og 1898. Stjórnin þýðir og stjórnarskrána þannig, að ráðgjafauum sé ekki heimilt að mæta sjálfur á alþingi. Þó ekki væri annað en þetta, væri það eitt nægilegt til þess, að breyta þyrfti 34. gr. stjórnarskrárinnar, svo framarlega sem álit- ið er æskilegt, að ráðgjafinn mæti á alþingi.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.