Fjallkonan


Fjallkonan - 03.11.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 03.11.1900, Blaðsíða 3
fjallk;onian.; 3 í fyrri nótt, þegar greifinn var farinn, og eg þóttist vita að hann mundi sofnaður, réð eg af að gera eina tilraun enn. Eg lauk upp dyrum á svefnherbergi mínu, kveikti á öllum ljósfærum og reyndi að rann- saka herbergið í krók og kring. Eg þóttist vita, að leynidyrnar hlytu að vera beint á móti dyrunum á herbergi mínu. Það vóru eiginlega ekki nema fjórir veggir á her- berginu, sem dyr gátu verið á; því skávegg- irnir í hornunum vóru ekki nógu breiðir til þess e.ð Ieynidyr gætu verið á þeim. Á tveim- ur veggjunum vóru dyr, dyrnar að svefnher- berginu og að borðsalnum; ein hliðin lá út að hallarveggnum og gat því ekki verið nema um eina hlið að ræða. Eftir langa leit tók eg eftir þrístrendu typpi í gólfinu. Eg steig á það með fætinum, og í sömu svipan lukust upp dyr í veggnum, alveg hljóðlaust, og nógu breiðar og háar til að ganga í gegnum. Hér sá eg þá, hvemig á því stóð, hve skyndi- lega kerlingin hvarf í hvert skifti sem hún gekk út úr borðsalnum. Eg lýsti með gætni inn í dyrnar, og sá eg þá inn í breiðan gang, sem eg þóttist vita, að hefði að deginum birtu úr glugga þar uppi; við endann á ganginum sá eg stiga sem lá niður. Eg flýtti mér inn í heibargi mitt og sótti þangað eldspítur og marghleypu, kveikti á kertinu í iárnbrautar-ljósberanum mínum og fór síðan á rannsóknarferð ofann stigan. Stig- inn var hægur ofangöngu, og var auðséð, að hann var tíðfaiinn. Eg var nú með hressasta móti og lá vel á mér yfir því, að eg hafði Ioks fundið þann útgang, sem eg hafði longi leitað eftir. Eg fór því ofan stigann og fór nú sem gætilegast. Alt í einu stóð eg við og varð hverft við það, að eg heyrði óm af einhverju hljóði, sem eg gat ekki gert mér grein fyrir. Mér heyrð- ist þessi ómur koma lengst neðan úr jörðinni. Eg komst þó brátt að því, að þetta mundi vera lúðrahljómur, og varð smásaman hlé á honum. Eg stóð grafkyrr og hlustaði. Eg þóttist geta greint tólf lúðra eða básúnur. Mér lá við að snúa aftur, svo hrylti mig við þessum tónum, og eg varð hræddur í fyrsta sinni á æfi minni. Eg gat þó hert mig upp og hélt áfram of- an stigann. Eg hafði verið svo varkár, að eg hafði tekið af mér skóna, sem eg var vaaur að brúka, og látið á mig flókaskó. Heyrðist því ekki fremur til mín en flugn. Þegar eg var kominn svo langt niður sem svaraði hæð frá gólfi til lofts, varð hljóðið gleggra, og þóttist eg nú heyra óm af mannamáli, og virtust mér raddirnar mjög svo grimdarlegar; heyrði eg að margir töluðu í einu eins og þegar börn lesa utan bókar í skóla, sem fylgir gömlu siðunum. Nú fann eg einkennilega reykjarlykt, og þeg- ar eg tók lampann hærra sá eg mjóar rákir af bláleitum reyk, sem lagði upp eftir stig- anum. Eg var nú orðinn svo forvitinn, að eg hugs- aði ekkert um þá hættu, sem mér gat verið eða hlaut að vera búin, ef eg færi lengra. Eg vildi fyrir hvern mun fá að sjá hvað gerðist þar niðri. Eg lagði nú á stað ofan í annan stiga og fór gætilega sem fyrr. Það var skrúfstigi og var höggvinn í berg, og þóttist eg vita af því, að nú væri eg kominn niður fyrir alla múra hallarinnar. Þessi stigi ætlaði aldrei að taka enda. Loks sá eg glampa af eldi niður í djúpinu, og óx þá hljómurinn að neðan margfaldlega. Eg slökti óðara Ijósið og stóð grafkyrr í sömu sporum. Eldsbirtuna lagði gegnum lágar dyr, sem vóru neðst í stigauum, og sló birtunni á neðstu rimarnar og á reykinn, sem Iá eins og þoka við stigann að neðan. Eg hélt enn lengra of- an stigann, og læddist með veggnum þeim meg- in sem birtan var minni. Loks komst eg að dyrunum, og með hálfum huga skygndist eg inn um þær. Mér varð hughægra þegar eg sá, að dyrnar voru ekki í hvelfingu þeirri sem eldsbirtan kom frá, heldur tóku þar við einskonar svalir og frá þeim lá lið niður i salinn, sem eldsbirtan kom frá og þar sem mannamálið var. Eg skreið þangað og gat dulist þar á bak við grindurn- ar að framauverðu. Þó eg verði tíræður gleymi eg aldrei þeirri sýn er eg sá þá. Þar niðri var stór hvelfdur kjallari og mjög iágt undir loft; héidu tveir digrir stólpar uppi þakinu. Mér virtust veggirnir ekki vera hlaðn- ir, heldur högnir í bergið. Veggirnir voru kol- svartit af reyk, sem lagt hefir af kindlum, sem loguðu þar niðri. Þaðan kom birtan, sem eg hafði áður séð glampa af, og reykuriun, eem lagði upp í stigann. Þar niðri var fult af fólki, bæði karlar og konur; það hefði vel getað verið hálft. annað hundrað, og var sitt í hvorum hóp. Aldrei hefi eg séð audlit jafngreinilega mörk- uð af þeim eiginleikum, sem vér köllum dýrs- lega og hneykslumst á, þegar þeir koma fram hjá manninum, þótt vér álítum þá eðli- lega hjá dýrunum. Mér fanst eg hálfþekkja andlitin, og gateg ekki í fyrstu gert mér grein fyrir, hvar eg hefði séð þau, en eftir nánari í- hugun varð mér það Ijóst, að eg hafði séð sviplík andlit á ættarmyndum Drakulitz greifa. Þegar eg fer að rifja upp, hvernig mér komu þau fyrir sjónir, man eg að mér þóttu þau fremur djöfulleg en dýrsleg. Alt var fólkið bert ofan að miðju, og var það hryllileg sjón, að sjá þessa mógulu líkami, sem vóru að allri vöðvagerð líkari öpum en möunum. Mannslíkaminn er þó göfugasta verk náttúrunnar, þegar hann er í fullu samræmi, en hér fór saman svipur, vöxtur og limaburður og var það alt líkara dýrum en mönnum. Það þóttist eg sjá, að hér færi fram einhvers- konar trúarleg athöfn. (Frh.). Kaþólskan nýja. Nú eru liðin rúm 40 ár síðan kaþólska trú- in reyndi til að nema hér land eftir 300 ára brottvist. Jafnvel þótt vér verðum að játa, að lúterska trúin hafi ruðst hér til valda með ójöfnuði og ranglæti, og að með afnámi kaþólsku trúarinnar hafi dáið út síðustu neistar hins forna frelsis vors og þjóðkjarks, verðum vér hins vegar að telja hið nýja kaþólska trúboð mikla óheilla sending fyrir landið. — Órækasta sönn- unin fyrir því, hve óholl áhrif kaþólsku kirk- junnar eru, er hinn mikli mismunur á högum þjóðanna í kaþólskum löndum og prótestan- tiskum. í kaþólskum löndurn, að Frakklandi einu undanskildu, sem ekki er heldur kaþólskt nema að nafninu og hefir verið vagga vantrú- arinnar á síðustu öldum, er stjórn, menning og allur hagur þjóðanna mjög bágborinn (Ítalía, Spánn, Portúgal, Austurríki, Rússland, Grikk- Iand o. s. frv.) og eru þau löad þó engu síður auðug og vel gerð af náttúrunni en önnur lönd. Þegar kaþólska trúboðið hófst hér fyrir rúm- um 40 árum vóru sendir hingað tveir prestar, Bernhard ogBaudoin (Baldvin). Bernhard fór brátt héðan aftur og varð „forstjóri postullegs sætia“ (præfect) í hinum nyrztu löndum. Báðir þessir. menn kyntu sig hér vel, enda lögðu báðir stund á að nema íslenzku; varð Baudoin, sem ílengdist hér, alíslenzkur maður, talaði og rit- aði íslenzku sem innlendur maður, og lét sér umhugað um málefni þjóðarinnar sem væri hann íslendingur. Við trúboð fekst hann mjög lítið; hann gaf út nokkur smárit á íslenzku, sem voru þó ekki gerð til þess að snúa íslend- ingum til kaþólskrar trúar, heldur að eins varnarrit gegn því er ritað var gegn kaþólskri trú. Auðvitað átti hann óhægra með að boða trú sína fyrir þá sök, að hér var þá ekki trú- frelsi, og vóru þá hinir kaþólsku prestar ekki einusinni húshæfir að lögum, svo að Einar Á8mundsson í Nesi var lögsóttur fyrir það, að hann hafði hýst B'.udoin og átti að stórsekta hann og kyrsetja eigur hans; slapp hann við það að eins vegna þess, að stjórnin vildi ekki halda málinu áfrim (Tíð. um stj. mál ísl. III, 98). Nú er orðið ait annað uppi á teningnum, og er það ekki lastandi, þó að mönnum hafi farið svo fram í mannúð og trúarlegu umburðarlyndi, að kaþólskum mönnum sé vært hér, enda er nú löggjöfin orðin öll önnur síðan landið fekk trúfrelsi með stjórnarskránni. Nú fyrir fám árum komu hingað aftur kaþóísk- ir prestar og nokkrar nunnur, sem settust að í Landakoti. Það mun vera víst, að það eru kristmunkar (Jesvítar), sem ráða fyrir þessu trúboði, og eru þeir kunnir að því að beita flestum ráðuai til að breiða út trú sína. Þó einstöku ágætismenn hafi verið meðal þeirra, eru þeir yfirleitt miður vinsælir en aðrar munk- reglur. Þessir kaþólsku prestar, sem nú hafa tekist á liendur trúboðið hér á landi, eru að því leyti ólíkir hinum fyrri, að þeir hafa ekki lagt mikla rækt við að læra íslenzka tungu; að minsta kosti munu þeir ekki flytja ræður á íslenzku, eins og hirir fyrri prestar gerðu. Eu í þess stað hefir kaþólska trúboðið i Landakoti tekið það ráð, sem það hefir víðar gert tii að koma sér í mjúkinn hjá fólkiuu og smeygja sér inn svo lítið bæri á — það hefir farið að kenna börnum Reykvíkinga. Eins og kunnugt er, hefir kaþólska trúin rutt sér furðulega til rúma á síðari árum á Norðurlöndum, og er það eink- um heldra fólk, sem kallað er, einkum þó hálf- útlifaðir menn og konur, sem ekki hafa getað fundið neina hugsvölun í barnatrú sinni, sem leitað hefir sér hvíldar í kaþólskunni. Ýms at- vik virðast benda á, að hér fari á sömu leið. Reyndar hafa fáir hér enn tekið kaþólska trú, svo kunnugt sé, en þeir munu vera fleiri en menn ætla. Um það skulum vér ekkert dæma, en það sem vér vildum sérstaklega benda á er það, hvort það muni ekki vera athugavert, er embættismenn og ýmsir af hinum heldri mönn- um bæjarins sem kallaðir eru, taka meir og meir að ganga fram hjá barnaskóla bœjarins og senda börn sín í kaþólska skólann. Er mönn- um þá ókunnugt um, að kaþólskir menn haía einmitt unglinga-skólana til þess að útbreiða trú sína meðal annara trúflokka? Þeim er það full-ljóst, að hægast er að hafa áhrif á börnin. Barnaskóli Reykvíkinga hefir nú ekki orðið settur fyrr en 1. þ. m., af því að menn hafa óttast, að skarlatssóttin mundi breiðast út. En barnaskólinn kaþólski í Landakoti hefir aldrei verið jafnfjölmennur og nú. Þar mun ekki vera að óttast skarlatssótt ? Frá útlöndum. Með síðustu skipum hafa borist ensk blöð frá 20—23. okt. og eru fáar fréttir í þeim. Búa-ófriðurinn heldur áfram, og er meiri sókn en vörn af Búa hálfu, og gera þeir sífelt á- hlaup á Englendinga. Kristján de Wet gengur nú mest fram, og eru helztu ófriðarstöðvarnar nú í Óraníu. Tekur Kr. Wet hvern smábæinn af öðrum og leggur í eyði. Þykjast Bretar þar hvergi öruggir. Hafa Búar slitið sundur fréttaþræðina. Einn af herforingjum Breta segir, að ófrið- urinn geti enn staðið í sex mánuði. Kruger lagði af stað frá Lourence Marques við Delagoa-flóann á eimskipi á leið til Hol- lands hinn 19 f. m. — írar ætluðu að senda honum ávarp, þegar hann kæmi til Evrópu. Frá Kína er það að segja, að bandalagsrikin hafa að undanförnu verið að reyna að koma sér saman um friðarsamningana, en það gengur mjög seint, sem við er að búast. Rússar eiga í ágreiningi ^við Breta út aí járnbrautum, sem frá Tientsin liggja, og þyk-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.