Fjallkonan


Fjallkonan - 10.11.1900, Page 1

Fjallkonan - 10.11.1900, Page 1
Kemur úteinu sinni i viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l'/s doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (Bkriíieg)bund- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVII. árg. Reykjavík, 10. nóvember 1900. Xr. 44. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2-Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Biðjið ætíð um: OTTO MONSTEDS danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. jjjd Jélagsprentsmiðjunni geta menn fengið hver helzt eyðu- blöð er menn óska, svo sem reikn- ingsform og kvittanir, bréfhausa, umslög, víxileyðublöð og ávísanir, margar tegundir af kortum áprent- uð eftir ósk hvers eins. Eins og kunnugt er orðið, er öll prentun hin vandaðasta og verðlag svo lágt sem unt er. Prófarkalestur og pappír eftir því sem hver óskar. aaiiMiaíiTííK JLesið þetta. Undirskrifaður útvegar til allra héraða landsins, vandaðar skilvindur og 811 áhöld smjör- gerðar með afslætti frá verkstæðÍBverði. Jafnframt útvegar hann fólkí hátt verð í peningum utanlands fyrir ágœtlega vandað smjör, leiðbeinir í emjör- verkun eftir nýjustu reglum, og kennir verklega að með- höndla þau áhöíd or hann útvegar. * Sérstök kjör til umboðsmanna er panta mikið í einu. — Skrifið eftir verðlista og nánari skýringum, með næg- um fyrirvara fyrir næstu vetrarpöntun. Dunkárbakka f Dalasýslu. S. 15. Tónsson. Biinaðarsýningin í Óðinsvéuui. III. Glöggvast má sjá yfitburði og framfarir Dana í búnaði, með því að líta yfir þær verzlunar- vörur, sem Dmir flytja út. Sérstaklega munu íslendingar vilja vita um fénaðarútflutninginn. Danir flytja út hesta einkum til Dýzkalands. Fyrir 20 árum voru fluttir út 8,300 hestar á ári, og var verð þeirra allra um (j1^ milj. kr. Síðan hafa hestarnir stöðugt hækkað í verði, og á árunuui 1895—98 var meðalverð á 17800 hestum á ári 10.7 miljónir króna. Á þessum sömu árum vóru á hverju ári fluttir út 6100 hestar fyrir 2 miljónir króna. í fyrra vóru fluttir út 18,549 hestar. Hestarnir hafa oft þrjá eða fjóra húsbændur, áður en þeir ná þeim aldri að þeir séu hæfir á markaðinn. Sumir aia upp foiöldin, aðrir ala upp tryppin, frá því þau eru á 1. ári og þangað til þau eru komin á annað ár, hinn þriðji kaupir þrévetur tryppi og fjögra vetra og býr þau undir markaðinu. Nautaútflutningur byrjaði fyrst um 1870 (um sama leyti og fjársalan byrjaði á íslandi, sem hr. Tryggvi Gunnarsson átti fyrstur innlendra manna hvöt að), en einkum óx fjársalan eftir 1875, er útflutningurinn hófst frá Esbjerg til Englands. Fyrst eftir 1880 vóru flutt yfir 100 þús. naut á ári til Englands, og var verð Verksmiðjan er hin elzta og stærsta i Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. W Fæst hjá kaupmönnunum. þeirra yfir 20 milj. króna. — Framan af vóru einkum fluttir út feitir uxar, en þegar mjólkur- búin fóru að blómgast betur voru feitar kýr hér um bil 2/s útfluttum fénaði. Fyrir 1890 var nautaflutningurinn til Englands þegar farinn að snúast til Þýzkaiands, og var þar því feng- inn stöðugur markaður 1892, þegar Englend- ingar bönnuðu hjá sér innflutning á lifandi fé. Til Þýzkalands fóru síðan að kalla öll útflutn- ingsnaut Dana þangað til 1897, er innflutn- ingur lifandi íjár varð svo örðugur á Þýzka- landi, að Danir urðu að fara að slátra fénu stórfenglega heima hjá sér. Mest alt kjöt og eláturfénaður Dana fer til Þýzkalands; þó hefir nokkuð af kjöti verið selt til Noregs á hinum síðari árum. — Árin 1895—1898 var verðið á útfluttúm fénaði og uxakjöti frá Danmörku nær því 193/4 miljón króna. Sauðaútflutningurinn var árin fyrir 1890 60— 100,000 fjár á ári, en fór svo minkandi þang- að til 1892, að fyrir hann tók vegna innflutn- ingsbannsins á Englandi. Síðustu árin hafa að eins verið fluttir út um 10 þús. skrokkar tii Englands (frá Eabjerg til Lundúna) og nokkuð minna af lifandi fé til Frakklands. Útfluttningur svína náði ekki 50 þús. svína um árið alt að 1870, en 1872, voru þau orðin 100 þús. og 1887 232 þús. Þau eru að mestu ieyti flutt til Hamborgar, en þar er þó slátrað nokkru haada enska markaðinum. Þjóðverjar bönnuðu innflutning á svínum 1887, og varð þá sú breyting á, að Danir komu upp hjá sér svínslátunum á mörgum stöðum. Af því leiddi aftur, að þegar Þjóðverjar námu úr gildi inn- flutningsbannið 1890, varð ekki útflutningurinn yfir 100 þús., en 35 milj. kílóa af fleski vóru þá þegar flutt til Englands. Allur útflutningur Dana af lifandi fénaði nam 1875—78 um 46 milj. króna á ári, og útflutt feitmeti á sömu ár- um um 35 milj. kr. á ári, en 20 árum síðar, 1895—1898, nam þetta 26.7 og 181.5 milj. króna. Xýr markaður fyrir ísl. saltfisk. Færeyskur skipstjóri, Nap. Andersen, hefir í nokkur ár gert tilraun til að koma á sölu á færeyskum fiski í Hollandi. í fyrra lét hann taka hinn stærri saltfisk úr einum af kútterum sínum, er hann var kominn til Grimsby með fiskinn, og lét leggja hann í tunnur og flytja hann til Hollands og selja þar. Þessi tilraun svaraði vel kostnaði, þó verðmunurinn væri ekki mjög mikill, af þvi verðið á saltflski á Bretlandi var óvenjulega hátt. Nú í sumar heflr hann gert aðra tilraun með því að sigla öllum þeim þremur kútterum, sem hann á yfir að ráða, til Hollands. Allan aflann í skipunum hafði hann fengið við ísland á tveim- ur mánuðum. Einn af þessum kútterum var komin heim aftur frá Hoilandi (Wlaardingen, skamt frá Rotterdam). Farmurinn á þessum kútter var um 250 skippund af saltfiski og um 1200 lifandi þorskar; seldist þessi farmur fyrir um 11,000 krónur. Á Englandi hefði framurinn í mesta lagi getað selzt fyrir 8000 kr. — Lízt Færeyingum vel á fiskmarkaðinn í Hollandi og munu leita þar betur fyrir sér. Hvalaveiðar á Færeyjum. Tvö hlutafélög er nú verið að stofna á Færeyjum til aðikoma þar á hvaiaveiðum, en sá er munur á þeim og hvalaveiðafélögum þeim sem reka veiðiskap hér við land, að innlendir menn eiga að vera hlut- hafar. — Upphæð hlatar er 500 kr., en full- komin útgerð með einum hvalveiðibát er ætlast á, að muni kosta um 130,000 krónur. — Jafn- framt er gert ráð fyrir, að setja þar á stofn guano-verksmiðju við hvora veiðistöð. Lappar í Alaska. Litlu eftir nýjár 1898 fóru nokkrir Lappar frá Finnmörku til Alaska. Hafði Bandaríkjastjórnin fengið þá til þess að reyna að koma á hreindýrarækt í Alaska og kenna hana. Þeir fóru með nokkur hundruð hreindýra. sem ameríska stjórnin hafði keypt. — 24 þeirra eru nú komnir heim aftur, og aftóku með öllu að dvelja lengur í Alaska, þótt stjórn- in byði þeim há laun. Þeir vildu heldur fara heim til fátæka ættlaadsins síns. Þeir eru orðnir efnaðir, eftir því sem gerist með Löpp- um. Þeir sem eftir urðu í Alaska fóru að grafa guil. Þeirra er flestra von heim aftur að sumri. Helvíti. Það er kunnugt, að Magnús gamli Stephensen feldi orðin „uiðursté hann til hel- vítis“ úr 2. grein trúarjátningarinnar í einni útgáfu af barnalærdómnum (Balles kverinu). Nú er það sannað, að hann hefir þar átt við rök að styðjast. — Margir norskir prestar hafa nú farið þess á leit við kirkjustjórnardeildina norsku, að orðinu „helvíti“ í 2. gr. trúarjátnin- unaar sé breytt í „ríki hinna dauðu", með því að hér sé að ræða um ranga bibliuþýðingu.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.