Fjallkonan


Fjallkonan - 10.11.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 10.11.1900, Blaðsíða 2
- FJALLKONAN. Stjórnardeildin hefir leitað Alits biskupanna og hinuar guðfræðilegu háskólrideildar, en þessi yfir- völd ráða frá því, að setja hið rétta orð í stað hins rangí.; segja að enn sé ekki tími til kom- inn að gera þessa umbot, og verði því að bíða eftir því, að almenningur hafi Attað sig á þesáu máli. Hraðskreiðastu eimskip. Englending ar hafa alt að þessu átt hin hraðskreiðustu eim- skip. Nú eru Þjóðverjar komnir fram úr þeim, og líkar Englendingum það illa. Easka blaðið „Daily Mail" kemst svo að orði um þetta: „Það er hart fyrir oss Eaglendiuga, sem höíum stært okkur af því, að vér drotnuðum yfir haf- inu, að vér veiðum að þola það, &ð hættulegustu keppinautar vorir fara fram úr okkur á At- lantshafinu. Þýsku skipin „Dsatfchland" og „Kaiser Wilhelm der Grosse" hafa alveg fleygt aftur fyrir sig hraðykroiðustu skipum vorum „Ctmpania" og „Lucania", og þessi ósigur er ekki að eins í svip. Verið e að sroíða tvö skip í Þýskalandi, sem bæði eiga að verða afar- hraðskreið, og á annað þeirra að skara fram úr öllum öðrum skipum að hraða. Þessi skip heita „Kronprins Wilhelm og „Kaiser Wilhelm II"; þegar þau eru fuliger, eiga Þjóðverjar 4 hröðustu skip í heimi. Englendingar hafa nú engin skip í smíðum, sem jafnast geti við þesti skip. Skipaútgerðarmenn -vorir eru á sömu skoð- un og járnbrautafélög vor um það, að ekki sé gagn að flýtinum. Vér látum okkur nægja 20 knúta skip, og við það verða allir að sætta &\z. En hamingjan styður þá, sem eru framkvæmd- arsamir, og því lítur út fyrir, að hin þýzku eimskip verði bráðum ein um farþegaflutniog milli Ameríku og Evrópu. Hamborg og Brim- ar hafa nú þegar meiri farþegaflutning en Liver- pool, og þar sem Þjöðverjar h?fa komist að, eru þeir vanir að verða fastir fyrir. Þessi uppgangur verzlunarflotans þýzka boð- ar meiri og alvarlegri afleiðingar. Þessi ör- skreiðu skip eru mjög mikils verð á ófriðar- tímum. Auk þess sem þau eru fljótust í förum allra skipa, hafa þau svo miklar kolabirgðir, sð ekkert hleypiskip eða ajósnatskip getur boð ið þeim birginn, og oss má standa stuggur af því, hve ómetanlegt gagn Þjóðverjar mundu hafa af þeim í hernaði & sjó. — Þess verður að gæta, að England hefir á 10 árum aukið herskipaflota sinn 3 hraðskreiðum skipum, en Þýzkaland hefir nú bráðlega 6 slík skip, og þó miklu betri, og Frakkland 4. Ef vér lát- um oss lynda þessa minkun, þa erum vér ekki sama þjóð og sú sem ól Watts, Stephenson og Samuel Cunard (upphafsm. Atlantshafa flatninga- skipanna). — Ef oss bæri ófrið að höudum, verður oas ekki auðið að leggja fram þeim skip- um, sem geta náð þessum hafsvörgum, eða ver- ið á verði. Til þess þarf æriuu undirbúning". Druknanir. Miðvikudaginn 1. nóv. kollsigldist bátur úr Grindavík á heimsiglingu úr fiskiróðri; var með fimm mónnum og drnknuðu þiír af þeim. H if- liði bóndi Magnússon á Hrauni var þar nær- staddur, og tókst honum að bjarga forraannin- um, Jóni bónda ÞórarinssyBÍ á Einlandi, sem hélt sér uppi á tveimur árum, en Guðmufcdur bóndi Jónsson frá Klöpp bjargíði öðruin, öuð mundi Jónssyni frá Þorkötiustöðuro. Þeir sem druknuðu voru Guðmurjdur Eín>»r8so!i frá Krísu- vík, bóndi á Mónm, 56 ára, lætur eftir sig ekkju og 4 börn i ómegð, Guðmundur Péturssou bór.di á Þoikötlufetöðum, á fertugsaldri (ættaður úr Landeyjum), lætur eftir sig konu og 2 börn og Jóhann Brynjólfsson bóndi á Þorkótlustóðum, á fertugsaldri, lætur eftir konn og eitt barn. Allir þeesir meHn voru dugnaðarmenn og hefir því orðið hér mikill manskaði. 8. okt. fórst bátur á Gjögri í Strandasýslu í fiskiróðri með 2 mönuum, Jóni Þorsteinssyni á Gjögri og Guðmundi Guðmundssyni i Veiðileysu. Þeir voru biðir kvæntir og áttu sitt baruið hvor. Maður féll útbyrðis af „Hólum" í síðustu austanferð þeirra milli Vestmannaeyja og Reykja- víkur, aðfaranótt 2. þ. m. Kveldið fyrir hafði hann ekki afklæit sig, en fór á fætur eftir háttatíma og upp á þilfar. En veðrið var mjög ilt og sjór gekk yfir skipið. Hann hét Átni Fiunsson, bróðir Finns skipstjóra Finnssonar hér í bænuro. Frá roannsksðacum, sern varð í ofsaveðiinu 20. sept. riyrðra og vestra hefir enn ekki verið skýrt rétt eða greinilega í blöðunum. Af Siglu- firði fórst hákadaskipið „Kári" með 6 mönnum á leið til Akureyrar nálægt Hrísey. 5 af mönn- unum vóru af Siglufirði; tveir af þeim vóru skipstjórar; þessir menn vóru á skipinu: Þor- finnur Jóhannsson bóndi frá ceðri-Skútu, 28 ára, nýgiftur, átti 1 barn, Snorri Jóhannsson frá Höfn, búfræðingur, 28 ára, Anton Sigurðsson frá Hiíðarliúsi, 30 ára, Sæmundur Guðmundsson frá Siglufjarðareyri, 30 ára, Jóhann Jóhannsson bóndi á efri-Skútu, 38 ára, frá konu og 6 börn- um og einn kvennmaður Ólöf Bjarnadóttir frá Gatðsvík á Svalbarðsströnd, 21 árs. Skipið var roeð hákarlsfarm, ull til vélanna við Gierá og ýmisl. fl. Á Arnarfirði forust 18 menn í sama aftaka- veðri, 15 manns af 3 bátum úr Selárdal og 3 af báti úr Feitsdal (Feigsdal): Af bátunum úr Selárdal druknuðn: Þörðar Davíðsson bóndi á Skeiði, 30 ára, mjög efnilegur raaður og vel að sér, giftur, átti 4 bórn; Ólafur Kristjánsson bðndi í Króki, 41 árs, giftur, átti 2 ung börn og örvasa móður; Andrés Þorgeirsson, bóndi í Rimx, 54 ára, giftur; Páll Einarsson, bóndi á Húsurn, 35 ára, giftur, átti 1 barn; Elías Odds- son, bóndi á Uppsölum, giftur, átti 7 börn, Jón Elíasson, sonur hans, 14 ára; Jón Sumarliðason húsm. í Tótt, giftur, 50 ára; Ólafur Helgason, húsro. á Skeiði, 45 ára, giftur, átti 2 born; Bjarni Jónsson vinnumaður í Selárdal, giftur, 63 írs; Jóhanr.es Þðrðarson, vinnumaður í Sel- árdal ,18árR; Guðmundur Ingibjartur Guðmunds- son, vinnumaður í Selárdal, 14 ára; Ólafur Jósúa Jónspon. vinnumaður á Skeiði, 22 ára; Gísli Þórarinsson unglingspiltur frá Bíldudal. Af bátnum úr Feitsdal druknuðu: Jón Jóns- ?on, vinnumaður í Feitsdal, ?1 árs, giftur, Jón Jónsson, lausamaður, sama st, 25 ára, Guðm. Egilseon, giftur vinnumaður s. st. 27 ára. Þegar fregnin'um mannljónið í Noregi í fyrra barst út, var safnað samskotura á öllum Norður- löndum og líklega víðar svo mörgum þúsund- um skifti. Héðan var sent nokkuð á 2 þús. krónur. Er ekki fult svo roikil ástæða nú, að safna samskotum handa þeim alt að 20 munaðarleys- ingjum, sem orðið hafa við þett?. slys, sem er miklu tilfinnanlegra fyrir okkur enn slysið í Noregi í fyrra var fyrir Norðmenn? Auðmenn. T-ílið er að Johc Rockefeller, steinolíukÓDgurinn í Ameríku, hafi eins miklar árstekjur og aliir drotnar Evrópu. Árstekjur hans eru 30 milj. dollara. Til samanburðar má nefna árstekjur cokkurra Evj'ópu höfðingja í dollurum: Rússakeisari hefir í árstekjur 12 milj. dollsra, Þýzkalauds keisari sem Prússa- konungur 3,852,770, Auftturríkiskeisari 3,875,- 000, ítalakonungur 3,858,000, Spán?'rkonungnr 2 milj., EuglaDds drotning 1,925,000, konung- urinn í Bayern 1,412,000, konungurinn í Sax- landi 735 þús., Beigíu konungur 660 þús., Portúgals konungur 634 þús., Grikkja konung- ur 250 þús., konunguriun í Wiirtenbergi 249 þús., Serbín konungar 240 þús., Rúmeníu bon- ungur 237 þús., Dana konungur 227 þús. sen. Pxófessor dr. Finnur Jónsson og docent Verner Dalerup vinna að þýðingunni, en kand. mag. Olaf Hansen þýðir vísurnar. íslenzka flskifélagið (Dan) í Friðrikshöfn, sem hefir haft nokkur skip á fiski við ísland nokkur undanfarin ár, sendi í vor 7 skip til íslands. Af þeim fórst eitt með Ölium mönn- um á leiðinni hingað og tvö hafa strandað hér, svo að eins 4 komu heim aftur. Ný heimskaatsför í ráði. Eins og kunn- ugt er komst hertoginn af Abrúzzum talsvert lengra en Nansen á leið til norðurheimskauts- ins eða 86°33; vantaði því að eius um 50 mílur til norðurheimskautsins. Þessi ítalski prins, sem er bróðursonur Umbertos konungs, sem myrtur var í sumar, mun þó hafa látið minna yfir ferð sinni en Nansen, og var til þess tekið hve hann var yfirlætislaus. Nú er sagt að hinn ætli að fara aðra ferð og að Natsen ætli að fara með honum. Má þa vænta þess, að þeir verði þá enn betur útbúnir en áður, og því meiri líkindi að ferðin hepn- ist, enda má nú telja það víst, að einhverjum takist áður langt líður að ná þessu marki. Svartidauði. Þessi pest var ekki horfin úr Glasgow er síðaiit fréttist, og þótt tekist hafi að halda henni þar í skefjum, bvo að hún hefir ekki breiðst út þaðan og fáir fengið hans, hafa menn víða orðið hræddir við hana, en mest í Lundúnum; eru læknarnir hræddír um, að hún kunni að koma upp víðar, og er auðvitað stóibæjum hætt- ast þar sem mestar eru skipagöngurnar. Getið er til að pestin hafi í þetta skifti koroið frá Oporto, eða einhverjum öðrum bæ í Portúgal, því þar hafi ekki verið hreint af henni síðan í fyrra, en hún geti lika verið komin frá Indlandi með kínverskum eða ÍDd- verskum kyndurum á eimskipum. Sé þeim ekki bannað að fara í land, má ætíð búast við að þeir geti flutt með sér sóttkveikjur. Þó er ekki ástæða tii að óttast, að þessi pest geri mikið mannspell i Norðuráífu nú á dögum, þótt hún heimeækti stórborgirnar. Læknar telja hana ekki verri viðfangs en illkynjaða tauga- veiki. Það er því ekki mjög örðugt að varna útbreiðslu henimr, |en miklu fremur óvíst, að það takist að útrýma sóttnæminu með óllu. Það er ekki unt að búa svo um, að sýkin geti alls ekki borist til Norðurálfunnar, en þótfc hún komi er engin hætts á, að ekki takist að stemma stigu fyrir henni, ef skynsamleg ráð eru tekin í tíma. Dönsk útgáfa af íslendinga sögum. „Det nordiske Forlag" í Kaupmannahöfn ætlar að fara að gefa út íslendinga sögur í þýðingu, og er það eiginlega endurbætt útgáf;i af „Islæud- ernes Færd hjemme og ude" eftir N. M. Peter- Vegagerðir. í sumar hafa farið fram ýms- ar vegagerðir á kostnað landssjóðs, og mun þeirra verða getið i þessu blaði. Árni Zakaríasson vegagerðarmeistari stóð fyr- ir vegsgerð í Mýrasýslu ofanverðri og Borgar- fjarðarsýsln. Hann byrjaði 17. maí og hætti 4. okt. Helzta vegagerðin var á Grjóthálsi, milli Þverárhlíðar og Norðurárdals. Hefir þar áður verið grýttur og seinfarinn vegur. Þar var byrjað á háhinum scm hætt var 1899. Háls- inn er áa á nilii 6500 m. Vegur var gerður á 4190 m; þverrennur 23: ruddir 380 m. Gerður var vegur fyrir neðan Dýrastaði hjá Sandhólun- um og brú yfir læk milli Dýrastaða og Hreimstaða og víðar vóru gerðir talsverður vegabútar í NorðurArdainuu.'. Gert var við veg i Reyk- holtsdal, og loks var gerður 660 metra vegur á Draganum. Stöplarnir á Örnóifsdalsá „kústað- ir upp" og brúin ííkrúfuð upp eftir fyrirsögn Sig. Thoroddsens landsverkfræðings. Verkamenn vóru flesti?- 33. Meðal-dagkaup var kr. 2, 83V2. Alls mun hafa varið eytt til þessara vegastarfa nær 10,000 kr. Erlendnr Zákaríasson vegameist. stóð fyrir vegagerð frá Borgarnesi vestur.Mýrarnar, hin-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.